Vikubyrjun 4. september 2023
Verðbólga jókst úr 7,6% í 7,7% samkvæmt ágústmælingu Hagstofunnar. Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi samkvæmt nýjum þjóðhagsreikningum sem Hagstofan birti í vikunni, en hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi mældist 7,1%. Minni vöxtur einkaneyslu skýrir að stórum hluta minni hagvöxt á öðrum ársfjórðungi.

4. september 2023
Vikan framundan
- Í dag birtir Seðlabankinn tölur um greiðslujöfnuð á öðrum ársfjórðungi.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar.
- Á fimmtudag birtir Eik árshlutauppgjör fyrir annan ársfjórðung.
Mynd vikunnar
Skráðar gistinætur útlendinga á Íslandi hafa aldrei verið fleiri á fyrstu sjö mánuðum ársins en í ár. Ferðamenn hafa aðeins einu sinni verið fleiri en nú, á metárinu 2018, en ferðamenn gista að meðaltali skemur en síðustu ár, að árinu 2018 undanskildu. Svo virðist því sem meðaldvalartími ferðamanna sé styttri eftir því sem ferðamönnum fjölgar.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Hagstofa Íslands birti ágústmælingu vísitölu neysluverðs á miðvikudaginn og jókst verðbólga úr 7,6% í 7,7%. Við höfðum spáð því að verðbólgan myndi hjaðna í 7,5%. Það sem kom okkur helst á óvart var hækkun á liðnum sjónvarp og útvarp, en áskrift að enska boltanum hafði þar áhrif til hækkunar. Annað í mælingunni var eins og við höfðum gert ráð fyrir.
- Hagstofan birti þjóðhagsreikninga fyrir annan ársfjórðung á fimmtudag. Samkvæmt þeim hægir á hagvexti sem mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi, en hafði mælst 7,1% á fyrsta ársfjórðungi. Verulega hefur hægt á vexti einkaneyslu sem jókst að raungildi um 0,5% á milli ára, mun minna en á fyrsta ársfjórðungi, þegar hún jókst um 4,6%. Aukin umsvif í ferðaþjónustu höfðu töluverð áhrif á hagvöxt á öðrum fjórðungi en alls höfðu utanríkisviðskipti 3,2 prósentustiga áhrif til hækkunar á hagvexti.
- Hampiðjan, Alma íbúðafélag, Reginn, Gróska, Alvotech, Félagsbústaðir, Hringur, Eik, Byggðastofnun, Sýn, Útgerðarfélag Reykjavíkur, Sjóvá og Landsvirkjun birtu uppgjör.
- Lánamál ríkisins hélt útboð á ríkisvíxlum og Iceland Seafood hélt útboð á víxlum.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi umfjöllun og/eða samantekt er markaðsefni sem er ætlað til upplýsinga en felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningar eiga því ekki við, þar með talið bann við viðskiptum fyrir dreifingu. Umfjöllunin er unnin út frá opinberum upplýsingum frá aðilum sem Landsbankinn telur áreiðanlega, en bankinn getur ekki ábyrgst réttmæti upplýsinganna. Landsbankinn tekur enga ábyrgð á tjóni sem gæti hlotist af notkun upplýsinganna sem hér eru settar fram. Upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga eða -vísitalna sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef árangur byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur. Nánari upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga og -vísitalna má finna á vef Landsbankans, þ.m.t. um ávöxtun síðastliðinna 5 ára. Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra á vef Landsbankans. Landsbankinn er viðskiptabanki sem starfar samkvæmt lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og starfar undir leyfi og eftirliti fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.fme.is).Þú gætir einnig haft áhuga á

13. feb. 2025
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,98% á milli mánaða í febrúar og að verðbólga hjaðni úr 4,6% í 4,3%. Við búumst við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í maí.

10. feb. 2025
Peningastefnunefnd lækkaði vexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku. Í þessari viku koma tölur um skráð atvinnuleysi og fjölda brottfara frá Leifsstöð auk þess sem Hagstofan framkvæmir verðkannanir vegna vísitölu neysluverðs. Uppgjörstímabilið í Kauphöllinni er síðan enn í fullum gangi.

3. feb. 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

3. feb. 2025
Halli af vöruviðskiptum jókst í fyrra, en ekki með sama hraða og síðustu tvö ár þar á undan. Að það hægi á aukningunni gæti verið merki um að jafnvægi sé að aukast í hagkerfinu, en á móti kemur að innflutningsverðmæti hafa aldrei verið meiri sem gæti verið merki um aukin umsvif.

3. feb. 2025
Verðbólga lækkaði á milli mánaða í janúar, úr 4,8% í 4,6%. Við eigum von á að Seðlabankinn lækki vexti um 0,5 prósentustig á miðvikudaginn. Fyrstu uppgjör fyrir árið 2024 komu í síðustu viku, en uppgjörstímabilið heldur áfram í þessari viku.

30. jan. 2025
Við spáum 0,5 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga mældist 4,6% í janúar. Hún hjaðnaði í takt við spá okkar og hefur þokast niður um 0,5 prósentustig frá síðustu vaxtaákvörðun. Hægt hefur á íbúðaverðshækkunum og verðbólguvæntingar virðast stöðugri en áður. Laun hafa hækkað mun minna en áður og vinnumarkaður hefur leitað í eðlilegra horf.

30. jan. 2025
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,27% á milli mánaða í janúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,8% í 4,6%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði 3,9% í apríl.

27. jan. 2025
Í vikunni birtast verðbólgutölur fyrir janúar. Við eigum von á að verðbólga hjaðni og mælist 4,6%. Í síðustu viku birtist vísitala íbúðaverðs fyrir desember sem sýndi lækkun upp á 0,6% á milli mánaða. Vísitala leiguverðs sýndi einnig lækkun á milli mánaða, um 0,9%.

24. jan. 2025
Launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 6,6% árið 2024. Á síðustu mánuðum hefur hægt verulega á launahækkunum, bæði vegna minni kjarasamningsbundinna hækkana en síðustu ár og minna launaskriðs. Kaupmáttur hefur því sem næst staðið í stað og óhætt að segja að staðan á vinnumarkaði styðji nú mun betur við verðstöðugleika en áður.

20. jan. 2025
Kortaveltutölur sem komu í síðustu viku voru nokkuð sterkar og sýndu að kortavelta heimilanna jókst nokkuð á milli ára í desember. Það voru tvö uppgjör í síðustu viku, Hagar og Ölgerðin, en fjárhagsár þessa tveggja félaga er, ólíkt öðrum félögum í kauphöllin, ekki hið sama og almanaksárið. Í vikunni fram undan fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS.