4. apríl 2022 - Greiningardeild
Vikan framundan
- Á miðvikudag birtir Icelandair flutningstölur fyrir mars.
- Á fimmtudag birtir Seðlabankinn útreikning á raungenginu í mars.
- Á föstudag birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi í mars.
Mynd vikunnar
Ársverðbólgan hér á landi mælist núna 6,7%. Verð á stökum undirliðum í vísitölu neysluverðs hefur þróast misjafnlega síðustu tólf mánuði. Húsnæðiskostnaður hefur hækkað mikið meira en almennt verðlag, aðallega vegna mikilla hækkana á markaðsverði húsnæðis. Bensín og díselolíur hafa einnig hækkað meira en almennt verðlag. Matarkarfan og verð á nýjum bílum hafa aftur á móti hækkað minna en almennt verðlag. Verð á fötum og skóm er nokkurn veginn óbreytt milli ára.
Efnahagsmál
- Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,94% milli mánaða í mars og mælist verðbólgan nú 6,7% samanborið við 6,2% í febrúar. Verðbólgan hefur ekki mælst meiri síðan í maí 2010. Hækkunin milli mánaða var örlítið lægri en við áttum von á, en þó svipuð.
- Heildarfjöldi greiddra gistinótta á skráðum gististöðum var 396 þúsund í febrúar. Þetta eru um 17% færri gistinætur en í febrúar 2020, áður en heimsfaraldurinn skall á. Um fjórðungur gistinótta voru Íslendingar.
- Ríkisstjórnin kynnti fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í síðustu viku.
- Hagstofan birti þjóðhagsspá.
- Ferðamálastofa kynnti könnun um ferðalög Íslendinga 2021 og ferðaáform 2022.
- Seðlabankinn birti Hagvísa og talnaefni um lánasjóði ríkisins, önnur fjármálafyrirtæki, verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóði, verðbréfafjárfestingu og stöðu markaðsverðbréfa.
Fjármálamarkaðir
- Lánamál ríkisins birtu ársfjórðungsáætlun í lánamálum fyrir 2. ársfjórðung í síðustu viku.
- Lánamál ríkisins luku útboði ríkisvíxla, Íslandsbanki lauk útboði á sértryggðum skuldabréfum og gaf síðan út sértryggð bréf til eigin nota, Reginn lauk skuldabréfaútboði og Síminn lauk víxlaútboði.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á

20. okt. 2025
Kortavelta Íslendinga jókst um 7,6% að raunvirði á milli ára í september. Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur kortavelta heimila verið um 5,2% meiri en á sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Í vikunni birtir Greiningardeild Landsbankans nýja hagspá til ársins 2028. HMS birtir vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.

16. okt. 2025
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í október, úr 4,1% í 4,2%. Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni hafa flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og matarkarfan. Gangi spáin eftir verður október níundi mánuðurinn í röð þar sem verðbólga er á bilinu 3,8% til 4,2%. Við teljum að verðbólga verði áfram á þessu bili næstu mánuði.

13. okt. 2025
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og við var búist. Þó mátti greina aukna bjartsýni í yfirlýsingu nefndarinnar. Skráð atvinnuleysi var 3,5% í september og jókst um 0,1 prósentustig á milli mánaða. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 0,5% í september og utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 14%.

6. okt. 2025
Fall Fly Play hf. var stærsta fréttin í síðustu viku. Um 400 manns misstu vinnuna og má búast við að atvinnuleysi aukist um um það bil 0,2 prósentustig þess vegna. Við búumst ekki við verulegum þjóðhagslegum áhrifum af falli Play. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði áfram haldið í 7,50%.

2. okt. 2025
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga hefur haldist á þröngu bili í kringum 4% frá því í febrúar og horfur eru á nær óbreyttri verðbólgu á næstu mánuðum. Áfram má greina skýr merki um þenslu í hagkerfinu og nær óhugsandi að peningastefnunefnd telji tímabært að halda vaxtalækkunarferlinu áfram.

1. okt. 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

29. sept. 2025
Verðbólga mældist í takt við væntingar í september og fór úr 3,8% í 4,1%, samkvæmt vísitölu neysluverðs, sem Hagstofan birti í síðustu viku. Aukin verðbólga var fyrirséð og mælingin ber þess ekki merki að verðbólguþrýstingur í hagkerfinu hafi aukist. Kaupmáttur launa er 3,8% meiri en í ágúst í fyrra.

25. sept. 2025
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,11% á milli mánaða í september og verðbólga jókst úr 3,8% í 4,1%. Hækkunin skýrist að langmestu leyti af því að lækkunaráhrif gjaldfrjálsra skólamáltíða duttu nú úr 12 mánaða taktinum. Fátt í septembermælingunni kom á óvart en við spáðum 0,07% hækkun á vísitölunni og 4,1% verðbólgu. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði áfram á þessu bili út árið og verði 4,0% í árslok.

23. sept. 2025
Greiðslukortavelta heimila heldur áfram að aukast samhliða aukinni einkaneyslu. Það sama má segja um utanlandsferðir Íslendinga en það sem af er ári hafa Íslendingar farið í rúmlega 20% fleiri utanlandsferðir en á sama tímabili í fyrra. Auk þess að fara meira til útlanda virðast landsmenn kaupa þó nokkuð fleiri bíla en í fyrra. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs voru nýskráðir bílar um 28% fleiri en á sama tíma í fyrra.

22. sept. 2025
Raunverð íbúða lækkaði á milli ára í ágúst, í fyrsta skipti frá því í byrjun árs 2024. Nafnverð íbúða hefur aðeins hækkað um 2,2% á einu ári og sífellt lengri tíma tekur að selja íbúðir. Leiguvísitalan hækkaði þó í ágúst og hækkandi leiguverð hefur með tímanum áhrif á verðbólgumælingar. Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs næsta fimmtudag.