Viku­byrj­un 4. apríl 2022

Ársverðbólgan hér á landi mælist nú 6,7%. Verð á stökum undirliðum í vísitölu neysluverðs hefur þróast með mjög misjöfnum hætti síðustu tólf mánuði.
Fjölbýlishús
4. apríl 2022 - Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á miðvikudag birtir Icelandair flutningstölur fyrir mars.
  • Á fimmtudag birtir Seðlabankinn útreikning á raungenginu í mars.
  • Á föstudag birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi í mars.

Mynd vikunnar

Ársverðbólgan hér á landi mælist núna 6,7%. Verð á stökum undirliðum í vísitölu neysluverðs hefur þróast misjafnlega síðustu tólf mánuði. Húsnæðiskostnaður hefur hækkað mikið meira en almennt verðlag, aðallega vegna mikilla hækkana á markaðsverði húsnæðis. Bensín og díselolíur hafa einnig hækkað meira en almennt verðlag. Matarkarfan og verð á nýjum bílum hafa aftur á móti hækkað minna en almennt verðlag. Verð á fötum og skóm er nokkurn veginn óbreytt milli ára.

Efnahagsmál

Fjármálamarkaðir

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 4. apríl 2022 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
3. sept. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. september 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Íslenskir peningaseðlar
2. sept. 2024
Vikubyrjun 2. september 2024
Verðbólga lækkaði óvænt á milli mánaða í ágúst. Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, en á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur í fyrra var meiri en áður var talið og einnig að samdráttur var minni á fyrsta ársfjórðungi. Í þessari viku birtir Seðlabankinn gögn um greiðslujöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
Bílar
30. ágúst 2024
Samdráttur annan ársfjórðunginn í röð
Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur var meiri í fyrra en áður var talið og samdráttur einnig minni á fyrsta ársfjórðungi. Umsvif í hagkerfinu eru því meiri en áður var talið þótt landsframleiðsla dragist saman.
Paprika
29. ágúst 2024
Verðbólga undir væntingum - lækkar í 6,0%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í ágúst, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Ísland. Ársverðbólga lækkar því úr 6,3% í 6,0%, um 0,3 prósentustig. Vísitalan hækkaði nokkuð minna en við gerðum ráð fyrir, en við spáðum óbreyttri verðbólgu. Það sem kom okkur mest á óvart var lækkun á menntunarliðnum, sem skýrist af niðurfellingu á skólagjöldum einstaka háskóla. Verð á matarkörfunni lækkaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. 
Flutningaskip
27. ágúst 2024
Halli á vöru- og þjónustuviðskiptum þrjá ársfjórðunga í röð
Afgangur af þjónustuviðskiptum náði ekki að vega upp halla af vöruviðskiptum á öðrum ársfjórðungi, ólíkt því sem var fyrir ári síðan. Bæði var meiri halli af vöruviðskiptum og minni afgangur af þjónustuviðskiptum en á öðrum fjórðungi síðasta árs.
Hús í Reykjavík
26. ágúst 2024
Vikubyrjun 26. ágúst 2024
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og búist var við. Nokkur kraftur er í fasteignamarkaðnum og vísitala íbúðaverðs og vísitala leiguverðs hækkuðu báðar þó nokkuð í júlí. Í þessari viku fáum við verðbólgutölur fyrir ágústmánuð og þjóðhagsreikninga annars ársfjórðungs. 
Rafbíll í hleðslu
20. ágúst 2024
Ný aðferð hefur skilað lægri verðbólgumælingum
Hagstofan hefur frá því í júní notað nýja aðferð við að mæla kostnað við búsetu í eigin húsnæði. Hefði Hagstofan ekki breytt um aðferð væri verðbólgumælingin nú líklega hærri. Um næstu áramót áforma stjórnvöld að breyta innheimtu gjalda á ökutæki sem mun að líkindum einnig hafa áhrif til lækkunar á mældri verðbólgu.
19. ágúst 2024
Neysla heimila meiri en áður var talið 
Uppfærð gögn Seðlabankans gefa til kynna að kortavelta íslenskra heimila hafi verið þó nokkuð meiri á þessu ári en áður var talið. Heildarkortavelta Íslendinga hefur aukist á milli ára alla mánuði ársins og hefur verið 4% meiri að raunvirði það sem af er ári en á sama tímabili í fyrra.
19. ágúst 2024
Vikubyrjun 19. ágúst 2024
Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi það sem af er ári er meiri en áður var talið, samkvæmt uppfærðum tölum sem Seðlabanki Íslands birti í síðustu viku. Í þessari viku ber hæst vaxtaákvörðun hjá Seðlabankanum á miðvikudag.
Kortagreiðsla
16. ágúst 2024
Kortavelta ferðamanna aldrei meiri – uppfærðar tölur gefa nýja mynd
Uppfærðar tölur um kortaveltu teikna upp töluvert aðra mynd af stöðu ferðaþjónustunnar en áður birt gögn. Það sem af er ári hefur kortavelta aukist frá fyrra ári, þvert á það sem áður var talið. Ferðamenn eru því lítillega fleiri í ár en í fyrra og eyða meiru.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur