Viku­byrj­un 30. maí 2022

Leiguverð hefur þróast með afar rólegum hætti frá því faraldurinn skall á, ólíkt kaupverði íbúða. Í apríl mældist þó 2,1% hækkun á leiguverði milli mánaða sem er mesta hækkunin síðan í júní 2020.
Gata í Reykjavík
30. maí 2022 - Hagfræðideild

Vikan framundan

Í dag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs.

Á þriðjudaginn birtir Hagstofan þjóðhagsreikninga fyrir fyrsta ársfjórðung og fjölda greiddra gistinótta í apríl.

Á miðvikudag birtir Seðlabankinn greiðslujöfnuð fyrir fyrsta ársfjórðung og erlenda stöðu þjóðarbúsins.

Á fimmtudaginn birtist samantekt á niðurstöðum úr könnun Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands meðal erlendra ferðamanna árið 2021. Inntak skýrslunnar eru tölfræðilegar upplýsingar sem gefa mynd af atferli og viðhorfum ferðamanna á Íslandi.

Mynd vikunnar

Líkt og tíðrætt hefur verið virðist ekkert lát á hækkunum íbúðaverðs um þessar mundir og er íbúðaverð meðal annars orðin meginorsök aukinnar verðbólgu. Staðan er þó önnur á leigumarkaði þar sem verðhækkanir hafa verið mun hóflegri. Til lengri tíma litið fylgjast þessar stærðir þó yfirleitt að og er því ekki ólíklegt að annað hvort hægi á hækkunum íbúðaverðs eða leiguverð taki við sér til þess að jafnvægi náist að nýju. Frá því í janúar 2020 hefur leiguverð eingöngu hækkað um 6,5% á meðan kaupverð fjölbýlis hefur hækkað um 38,1% á sama tíma, samkvæmt gögnum frá Þjóðskrá.

Efnahagsmál

Launavísitalan hækkaði um 1,6% milli mars og apríl samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,5% sem er mun meiri árshækkun en verið hefur síðustu mánuði.

Almennu útboði á hlutabréfum Ölgerðarinnar lauk í lok síðustu viku.

Hagstofan birti tölur um vöru- og þjónustuviðskipti á fyrsta ársfjórðungi og niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn en hlutfall atvinnulausra var 2,5% í apríl.

Fjármálamarkaðir

Brim, PLAY og Síldarvinnslan birtu árshlutauppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung.

Lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) hefur hækkað lánshæfismat sértryggðra skuldabréfa Arion banka og Landsbankans úr A- í A, hækkunin kemur í kjölfar tilkynningar S&P um að umgjörð skilameðferðar á Íslandi sé metin fullnægjandi.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 30. maí 2022 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Gata í Reykjavík
4. júlí 2022

Vikubyrjun 4. júlí 2022

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í júní og hækkaði ársverðbólgan úr 7,6% í 8,8%. Verðbólga hefur ekki mælst hærri síðan í október 2009.
Smiður
1. júlí 2022

Verðbólgan stöðvar langt tímabil kaupmáttaraukningar

Launavísitalan hækkaði um 0,4% milli apríl og maí. Verðbólga í maí 2022 mældist 7,6% en árshækkun launavísitölunnar var 8,6% þannig að kaupmáttur launa jókst um 0,9% milli maímánaða 2021 og 2022, þrátt fyrir óvenju mikla verðbólgu. Kaupmáttur í maí var engu að síður 1,5% lægri en hann var í janúar 2022.
Fjölbýlishús
30. júní 2022

Óverðtryggð íbúðalán hjá viðskiptabönkunum þrefölduðust í heimsfaraldrinum

Veruleg breyting varð á samsetningu íbúðalána í heimsfaraldrinum og upphæð óverðtryggðra íbúðalána hjá viðskiptabönkunum rúmlega þrefaldaðist. Nú er hafið verulega bratt hækkunarferli stýrivaxta og viðbúið að vextir íbúðalána fylgi með tilheyrandi hækkun á greiðslubyrði lána.
Olíuvinnsla
29. júní 2022

Verðbólgan hefur ekki mælst hærri síðan í október 2009

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í júní og hækkaði ársverðbólgan í 8,8% úr 7,6%. Verðbólgan hefur ekki mælst hærri síðan í október 2009. Við teljum að verðbólgan muni nái hámarki í ágúst næstkomandi og verði þá um 9,5%. Upp frá því gerum við ráð fyrir hægri hjöðnun hennar.
Fasteignir
27. júní 2022

Vikubyrjun 27. júní 2022

Hrein ný íbúðalán innlánastofnana til heimila námu alls 17 mö. kr. í maímánuði. Mest var um að tekin væru óverðtryggð lán á föstum vöxtum en hreyfing yfir í slík lán hefur aukist. Í byrjun árs 2018 voru um 26% íbúðalána innlánastofnana óverðtryggð en þau eru nú 67%.
Byggingakrani og fjölbýlishús
23. júní 2022

Skráð atvinnuleysi mælist 3,9%

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í maí 3,9% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og minnkaði úr 4,5% frá því í apríl. Alls voru 7.717 á atvinnuleysisskrá í lok maí, 4.233 karlar og 3.484 konur.
Evrópsk verslunargata
21. júní 2022

Íslendingar aldrei eytt meiru erlendis

Kortavelta innlendra greiðslukorta jókst alls um 16,5% á milli ára í maí, að raunvirði. Kortavelta Íslendinga erlendis jókst um 120% milli ára miðað við fast gengi. Þetta sýnir okkur að eftirspurn er mikil í hagkerfinu og það sér í lagi eftir ferðalögum. Vöxtur einkaneyslu mun að öllum líkindum vera innfluttur í formi aukinna ferðalaga næstu misserin.
Símagreiðsla
20. júní 2022

Vikubyrjun 20. júní 2022

Velta innlendra greiðslukorta jókst alls um 16,5% að raunvirði milli ára í maí.
Epli
16. júní 2022

Verðlag hefur hækkað um tæp 15% frá því fyrir faraldur

Frá janúar 2020, þ.e. rétt áður en heimsfaraldurinn skall á, hefur vísitala neysluverðs hækkað um 14,8%. Stakir undirliðir vísitölunnar hafa hækkað ýmist meira eða minna en vísitalan í heild. Samsetning útgjalda er eðli málsins samkvæmt misjöfn eftir heimilum og hefur sú verðbólga sem heimilin hafa upplifað því einnig verið misjöfn eftir aðstæðum.
Seðlabanki
16. júní 2022

Spáum 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta í júní

Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,75 prósentustig í næstu viku. Gangi spá okkar eftir fara meginvextir bankans, sjö daga bundin innlán, úr 3,75% upp í 4,5% og verða jafnháir og þeir voru áður en peningastefnunefnd hóf að lækka vexti 2019.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur