Viku­byrj­un 30. maí 2022

Leiguverð hefur þróast með afar rólegum hætti frá því faraldurinn skall á, ólíkt kaupverði íbúða. Í apríl mældist þó 2,1% hækkun á leiguverði milli mánaða sem er mesta hækkunin síðan í júní 2020.
Gata í Reykjavík
30. maí 2022 - Greiningardeild

Vikan framundan

Í dag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs.

Á þriðjudaginn birtir Hagstofan þjóðhagsreikninga fyrir fyrsta ársfjórðung og fjölda greiddra gistinótta í apríl.

Á miðvikudag birtir Seðlabankinn greiðslujöfnuð fyrir fyrsta ársfjórðung og erlenda stöðu þjóðarbúsins.

Á fimmtudaginn birtist samantekt á niðurstöðum úr könnun Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands meðal erlendra ferðamanna árið 2021. Inntak skýrslunnar eru tölfræðilegar upplýsingar sem gefa mynd af atferli og viðhorfum ferðamanna á Íslandi.

Mynd vikunnar

Líkt og tíðrætt hefur verið virðist ekkert lát á hækkunum íbúðaverðs um þessar mundir og er íbúðaverð meðal annars orðin meginorsök aukinnar verðbólgu. Staðan er þó önnur á leigumarkaði þar sem verðhækkanir hafa verið mun hóflegri. Til lengri tíma litið fylgjast þessar stærðir þó yfirleitt að og er því ekki ólíklegt að annað hvort hægi á hækkunum íbúðaverðs eða leiguverð taki við sér til þess að jafnvægi náist að nýju. Frá því í janúar 2020 hefur leiguverð eingöngu hækkað um 6,5% á meðan kaupverð fjölbýlis hefur hækkað um 38,1% á sama tíma, samkvæmt gögnum frá Þjóðskrá.

Efnahagsmál

Launavísitalan hækkaði um 1,6% milli mars og apríl samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,5% sem er mun meiri árshækkun en verið hefur síðustu mánuði.

Almennu útboði á hlutabréfum Ölgerðarinnar lauk í lok síðustu viku.

Hagstofan birti tölur um vöru- og þjónustuviðskipti á fyrsta ársfjórðungi og niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn en hlutfall atvinnulausra var 2,5% í apríl.

Fjármálamarkaðir

Brim, PLAY og Síldarvinnslan birtu árshlutauppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung.

Lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) hefur hækkað lánshæfismat sértryggðra skuldabréfa Arion banka og Landsbankans úr A- í A, hækkunin kemur í kjölfar tilkynningar S&P um að umgjörð skilameðferðar á Íslandi sé metin fullnægjandi.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 30. maí 2022 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
3. des. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 3. desember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Sendibifreið og gámar
2. des. 2024
Vikubyrjun 2. desember 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
Lyftari í vöruhúsi
29. nóv. 2024
0,5% samdráttur á þriðja ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Verri afkoma þjónustuviðskipta við útlönd skýrir að stórum hluta samdráttinn á fjórðungnum. Innlend eftirspurn jókst um 0,8% milli ára og samneysla og aukin fjármunamyndun vógu þyngst til hækkunar.
29. nóv. 2024
Merki um minna framboð leiguhúsnæðis 
Skammtímaleiga í gegnum Airbnb hefur stóraukist eftir faraldurinn og framboð á íbúðum til langtímaleigu virðist hafa minnkað á móti. Þessi þróun gæti hafa átt þátt í að þrýsta upp leiguverðinu. Stærstur hluti Airbnb-íbúðanna er leigður út af leigusölum með fleiri en tvær íbúðir í útleigu.
28. nóv. 2024
Verðbólga yfir væntingum í nóvember
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í nóvember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 5,1% í 4,8%, eða um 0,3 prósentustig. Reiknuð húsaleiga hafði mest áhrif til hækkunar vísitölunnar og flugfargjöld til útlanda mest áhrif til lækkunar.
Hús í Reykjavík
26. nóv. 2024
Rólegri taktur á íbúðamarkaði?
Nýjustu gögn af íbúðamarkaði benda til þess að lítillega hafi dregið úr eftirspurn. Grindavíkuráhrifin eru líklega tekin að fjara út og hugsanlega heldur fólk að sér höndum nú þegar vaxtalækkunarferlið er nýhafið og loks glittir í ódýrari fjármögnun. Verðið gæti tekið hratt við sér þegar vextir lækka af meiri alvöru.
Seðlabanki Íslands
25. nóv. 2024
Vikubyrjun 25. nóvember 2024
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku, í takt við væntingar. Í þessari viku birtir Hagstofan verðbólgumælingu nóvembermánaðar en við eigum von á að verðbólga hjaðni úr 5,1% í 4,5%. Á föstudag, þegar Hagstofan birtir þjóðhagsreikninga, kemur svo í ljós hvernig hagvöxtur þróaðist á þriðja ársfjórðungi.
Paprika
19. nóv. 2024
Mun verðbólga húrrast niður næstu mánuði? 
Við spáum því að verðbólga lækki nokkuð hratt allra næstu mánuði og í nýlegri verðbólguspá gerum við ráð fyrir að verðbólga verði komin niður í 3,5% í febrúar, sem er talsverð hjöðnun frá núverandi gildum. Það er því ágætt að staldra við og skoða hvaða þættir munu skýra lækkunina, gangi spá okkar eftir. 
Greiðsla
18. nóv. 2024
Vikubyrjun 18. nóvember 2024
Við gerum ráð fyrir því að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,50 prósentustig á miðvikudaginn. Verðmælingar vegna nóvembermælingar vísitölu neysluverðs fóru fram í síðustu viku, en við spáum því að verðbólga hjaðni úr 5,1% niður í 4,5%. Tæplega 5% fleiri erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í október í ár en í fyrra og kortavelta þeirra hér á landi jókst um 5,4% miðað við fast verðlag. Kortavelta Íslendinga jókst um 6,8% að raunvirði á milli ára í október.
14. nóv. 2024
Spáum vaxtalækkun um 0,5 prósentustig í næstu viku
Verðbólga hefur hjaðnað nokkuð kröftuglega á síðustu mánuðum og við spáum því að hún mælist 4,5% í nóvember. Loks má greina merki um hægari gang í neyslu heimilanna og íbúðaverð virðist vera á minna flugi en áður. Þá virðist eftirspurn eftir vinnuafli hafa minnkað auk þess sem hægt hefur á launahækkunum. Peningalegt aðhald hefur aukist statt og stöðugt og landsframleiðsla gæti orðið lítillega minni á þessu ári en því síðasta.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur