Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Launa­vísi­tal­an hækk­aði mik­ið í apríl – hag­vaxt­ar­auk­inn skil­ar sínu

Launavísitalan hækkaði um 1,6% milli mars og apríl samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Hækkun vísitölunnar milli mánaða í apríl var óvenjumikil og er meginskýringin launahækkun vegna hagvaxtarauka sem launafólk, sem fær fyrirframgreidd laun, fékk greidda út í apríl. Árshækkunartaktur launa hefur verið vel rúmlega 7% síðustu mánuði en fór nú upp í 8,5%.
24. maí 2022 - Greiningardeild

Launavísitalan hækkaði um 1,6% milli mars og apríl samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,5% sem er mun hærri árstaktur en verið hefur síðustu mánuði.

Hækkun vísitölunnar milli mánaða í apríl var óvenjumikil og er meginskýringin launahækkun vegna hagvaxtarauka. Árshækkunartaktur launa hefur verið vel rúmlega 7% síðustu mánuði en fór nú upp í 8,5%.

Verðbólga í apríl 2022 mældist 7,2% sem er mesta verðbólga sem hefur mælst síðan í maí 2010. Árshækkun launavísitölunnar var hins vegar 8,5% þannig að kaupmáttur launa jókst um 1,2% milli aprílmánaða 2021 og 2022, þrátt fyrir óvenju mikla verðbólgu. Kaupmáttur í apríl var engu að síður 1,2% lægri en hann var í janúar 2022, en þá var kaupmáttur sá mesti í sögunni þannig að mikil verðbólga síðustu mánaða hefur minnkað kaupmátt töluvert. Í nýútgefinni þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar er gert ráð fyrir að kaupmáttur aukist aðeins um 0,1% milli ára að jafnaði í ár, fyrst og fremst vegna verulega aukinnar verðbólgu.

Sé litið á launabreytingar hjá stóru hópunum á vinnumarkaðnum milli febrúarmánaða 2021 og 2022 sést að laun hafa hækkað með svipuðum hætti á öllum mörkuðum. Launin hækkuðu um 7,1% á almenna markaðnum á þessum tíma og um 7,2% á þeim opinbera, þar af 7,3% hjá ríkinu og 7,1% hjá sveitarfélögunum.

Tvær starfsstéttir skera sig nokkuð úr ef litið er til launabreytinga milli febrúarmánaða 2021 og 2022. Laun verkafólks hafa hækkað mest, um 9,2%, og laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks næst mest, um 8%. Laun annarra starfsstétta hafa hækkað í kringum 6%. Segja má að þessar breytingar séu í takt við markmið gildandi kjarasamninga þar sem krónutöluhækkanir á lægri launum gefa meiri prósentubreytingar en á þeim hærri. Á þessu tímabili hækkaði vísitala neysluverðs um 6,2% þannig að kaupmáttur hafði annaðhvort lækkað eilítið eða staðið í stað meðal sumra hópanna.

Milli febrúarmánaða 2021 og 2022 hækkuðu laun áberandi mest í veitinga- og gististarfsemi, eða um 11,6%, og næst mesta hækkunin var í byggingum og mannvirkjagerð og verslun og viðgerðum, 7,5%.

Launastig í veitinga- og gististarfsemi er tiltölulega lágt og því valda krónutöluhækkanir meiri prósentubreytingum þar. Fréttir hafa einnig borist af erfiðleikum við að manna störf í greininni þegar eftirspurn eykst tiltölulega skyndilega. Ekki er ólíklegt að eitthvert launaskrið hafi orðið vegna þess. Laus störf eru hlutfallslega flest í byggingariðnaði og gæti það því einnig skýrt meiri hækkanir á launum þar en annars staðar.

Á hinum enda atvinnugreina er fjármála- og vátryggingarstarfsemi með 5% hækkun. Allar þessar greinar nema fjármála- og vátryggingarstarfsemi og flutningar og geymsla hafa því búið við kaupmáttaraukningu á þessu tímabili. Á þessum tölum má glöggt sjá áhrif krónutöluhækkana á launaþróun. Í greinum þar sem laun eru almennt lág hækka þau hlutfallslega mikið og minna í greinum þar sem laun eru hærri.

Lesa Hagsjána í heild:

Launavísitalan hækkaði mikið í apríl – hagvaxtaraukinn skilar sínu

Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki Íslands
25. ágúst 2025
Vikubyrjun 25. ágúst 2025
Seðlabanki Íslands hélt stýrivöxtum óbreyttum í 7,50% í síðustu viku og allir nefndarmenn studdu ákvörðunina. Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 4,2% á síðasta árinu, en í janúar var árshækkunin 10,4%. Í vikunni birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir ágústmánuð og þjóðhagsreikninga fyrir annan ársfjórðung.
Hús í Reykjavík
22. ágúst 2025
Íbúðamarkaður í betra jafnvægi þótt nýjar íbúðir seljist hægt
Á síðustu misserum hefur dregið töluvert úr verðhækkunum á íbúðamarkaði. Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 4,2% á síðustu 12 mánuðum, aðeins örlítið umfram almennt verðlag, og ársbreytingin hefur ekki verið minni frá því í byrjun árs 2024. Þótt kaupsamningar hafi verið færri á fyrstu sjö mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra er enn talsverð velta á markaðnum.
Fólk við Geysi
19. ágúst 2025
Útflutningur í sókn en innflutningur líka
Vöruútflutningur frá Íslandi hefur aukist frá því í fyrra en samt hefur vöruskiptahalli aldrei verið meiri en nú. Þetta skýrist af stórauknum vöruinnflutningi, einkum á tölvubúnaði í tengslum við uppbyggingu gagnavera. Ferðaþjónustan hefur skilað auknum tekjum í ár en á móti hefur utanlandsferðum Íslendinga fjölgað og uppsafnaður kortaveltujöfnuður við útlönd var enn neikvæður í lok júlí.
Frosnir ávextir og grænmeti
18. ágúst 2025
Vikubyrjun 18. ágúst 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi stýrivöxtum óbreyttum á miðvikudag. Auk vaxtaákvörðunarinnar fáum við vísitölu íbúðaverðs í vikunni og nokkur uppgjör. Metfjöldi erlendra ferðamanna fór frá landinu í júlí, atvinnuleysi var óbreytt á milli mánaða og áfram var nokkur kraftur í greiðslukortaveltu heimila.
Seðlabanki Íslands
15. ágúst 2025
Ekki horfur á frekari vaxtalækkun á árinu
Við spáum því að peningastefnunefnd geri hlé á vaxtalækkunarferlinu og haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í apríl og verðbólguvæntingar hafa haldist tiltölulega stöðugar. Þá virðist hagkerfið þola vaxtastigið vel, kortavelta hefur aukist sífellt síðustu mánuði og enn er þó nokkur velta á íbúðamarkaði. Peningalegt taumhald losnaði með aukinni verðbólgu í apríl og við teljum ólíklegt að peningastefnunefnd þyki tímabært að lækka raunstýrivexti enn frekar.
Flugvél á flugvelli
14. ágúst 2025
Spáum óbreyttri verðbólgu í ágúst
Við spáum því að verðbólga standi í stað í ágúst og mælist 4,0%. Eins og alla jafna í ágústmánuði má búast við að sumarútsölur gangi til baka að hluta. Einnig má gera ráð fyrir lækkandi flugfargjöldum. Næstu mánuði gerum við ráð fyrir að verðbólga aukist lítillega en hjaðni svo undir lok árs, og mælist 4,0% í desember.
Flugvöllur, Leifsstöð
13. ágúst 2025
Aukinn kaupmáttur, meiri neysla og fleiri utanlandsferðir
Neysla landsmanna virðist halda áfram að aukast og utanlandsferðir hafa verið þó nokkuð fleiri á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Launavísitalan hefur enda hækkað um 8,1% á síðustu tólf mánuðum og kaupmáttur haldið áfram að aukast. Atvinnuleysi hefur haldist nokkuð hóflegt. Það er þó lítillega meira en á sama tíma í fyrra og merki eru um að spenna á vinnumarkaði fari smám saman dvínandi.
11. ágúst 2025
Vikubyrjun 11. ágúst 2025
Í síðustu viku tóku gildi nýir tollar á innflutning til Bandaríkjanna. Nokkrar áhugaverðar hagtölur koma í þessari viku: brottfarir um Keflavíkurflugvöll, skráð atvinnuleysi, væntingakönnun markaðsaðila og greiðslumiðlun. Í vikunni fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs og uppgjörstímabil í Kauphöllinni heldur áfram með sex uppgjörum.
Epli
5. ágúst 2025
Vikubyrjun 5. ágúst 2025
Gistinóttum á landinu fjölgaði alls um 8,4% á milli ára í júní. Verðbólga á evrusvæðinu hélst óbreytt á milli mánaða og Seðlabanki Bandaríkjanna hélt stýrivöxtum óbreyttum.
1. ágúst 2025
Mánaðamót 1. ágúst 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.