Launa­vísi­tal­an hækk­aði mik­ið í apríl – hag­vaxt­ar­auk­inn skil­ar sínu

Launavísitalan hækkaði um 1,6% milli mars og apríl samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Hækkun vísitölunnar milli mánaða í apríl var óvenjumikil og er meginskýringin launahækkun vegna hagvaxtarauka sem launafólk, sem fær fyrirframgreidd laun, fékk greidda út í apríl. Árshækkunartaktur launa hefur verið vel rúmlega 7% síðustu mánuði en fór nú upp í 8,5%.
24. maí 2022 - Hagfræðideild

Launavísitalan hækkaði um 1,6% milli mars og apríl samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,5% sem er mun hærri árstaktur en verið hefur síðustu mánuði.

Hækkun vísitölunnar milli mánaða í apríl var óvenjumikil og er meginskýringin launahækkun vegna hagvaxtarauka. Árshækkunartaktur launa hefur verið vel rúmlega 7% síðustu mánuði en fór nú upp í 8,5%.

Verðbólga í apríl 2022 mældist 7,2% sem er mesta verðbólga sem hefur mælst síðan í maí 2010. Árshækkun launavísitölunnar var hins vegar 8,5% þannig að kaupmáttur launa jókst um 1,2% milli aprílmánaða 2021 og 2022, þrátt fyrir óvenju mikla verðbólgu. Kaupmáttur í apríl var engu að síður 1,2% lægri en hann var í janúar 2022, en þá var kaupmáttur sá mesti í sögunni þannig að mikil verðbólga síðustu mánaða hefur minnkað kaupmátt töluvert. Í nýútgefinni þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar er gert ráð fyrir að kaupmáttur aukist aðeins um 0,1% milli ára að jafnaði í ár, fyrst og fremst vegna verulega aukinnar verðbólgu.

Sé litið á launabreytingar hjá stóru hópunum á vinnumarkaðnum milli febrúarmánaða 2021 og 2022 sést að laun hafa hækkað með svipuðum hætti á öllum mörkuðum. Launin hækkuðu um 7,1% á almenna markaðnum á þessum tíma og um 7,2% á þeim opinbera, þar af 7,3% hjá ríkinu og 7,1% hjá sveitarfélögunum.

Tvær starfsstéttir skera sig nokkuð úr ef litið er til launabreytinga milli febrúarmánaða 2021 og 2022. Laun verkafólks hafa hækkað mest, um 9,2%, og laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks næst mest, um 8%. Laun annarra starfsstétta hafa hækkað í kringum 6%. Segja má að þessar breytingar séu í takt við markmið gildandi kjarasamninga þar sem krónutöluhækkanir á lægri launum gefa meiri prósentubreytingar en á þeim hærri. Á þessu tímabili hækkaði vísitala neysluverðs um 6,2% þannig að kaupmáttur hafði annaðhvort lækkað eilítið eða staðið í stað meðal sumra hópanna.

Milli febrúarmánaða 2021 og 2022 hækkuðu laun áberandi mest í veitinga- og gististarfsemi, eða um 11,6%, og næst mesta hækkunin var í byggingum og mannvirkjagerð og verslun og viðgerðum, 7,5%.

Launastig í veitinga- og gististarfsemi er tiltölulega lágt og því valda krónutöluhækkanir meiri prósentubreytingum þar. Fréttir hafa einnig borist af erfiðleikum við að manna störf í greininni þegar eftirspurn eykst tiltölulega skyndilega. Ekki er ólíklegt að eitthvert launaskrið hafi orðið vegna þess. Laus störf eru hlutfallslega flest í byggingariðnaði og gæti það því einnig skýrt meiri hækkanir á launum þar en annars staðar.

Á hinum enda atvinnugreina er fjármála- og vátryggingarstarfsemi með 5% hækkun. Allar þessar greinar nema fjármála- og vátryggingarstarfsemi og flutningar og geymsla hafa því búið við kaupmáttaraukningu á þessu tímabili. Á þessum tölum má glöggt sjá áhrif krónutöluhækkana á launaþróun. Í greinum þar sem laun eru almennt lág hækka þau hlutfallslega mikið og minna í greinum þar sem laun eru hærri.

Lesa Hagsjána í heild:

Launavísitalan hækkaði mikið í apríl – hagvaxtaraukinn skilar sínu

Þú gætir einnig haft áhuga á
2. júní 2023

Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Meðfylgjandi er nýjasta mánaðarlega yfirlit Hagfræðideildar um sértryggð skuldabréf.
Peningaseðlar
31. maí 2023

Kröftugur hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi

7,0% hagvöxtur mældist á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Útflutningur jókst mun meira en innflutningur og utanríkisviðskipti ýttu þannig undir hagvöxt. Einkaneysla jókst líka mjög en fjármunamyndun dróst lítillega saman vegna samdráttar í íbúðafjárfestingu. Samdrátturinn hlýtur að skýrast af hærri vöxtum, sem bæði tempra eftirspurn eftir íbúðum til kaupa og hækka kostnaðinn við að reisa íbúðir, og hugsanlega af skorti á starfsfólki í byggingargeiranum.
Paprika
30. maí 2023

Vikubyrjun 30. maí 2023

Hér á landi hefur kjölfesta verðbólguvæntinga gefið nokkuð eftir, en í öðrum þróuðum ríkjum virðast verðbólguvæntingar ekki hafa versnað að ráði þrátt fyrir mikla verðbólgu.
26. maí 2023

Ársverðbólga úr 9,9% í 9,5%

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% milli mánaða í maí og við það lækkaði ársverðbólgan úr 9,9% í 9,5%. Reiknuð húsaleiga hækkaði minna en við áttum von á og á stærstan hlut í muninum á mælingu Hagstofunnar og okkar spá fyrir maí.
Flutningaskip
25. maí 2023

Vöru- og þjónustujöfnuður neikvæður á fyrsta ársfjórðungi

Útflutningsverðmæti landsins jókst mjög á fyrsta fjórðungi borið saman við sama fjórðung í fyrra. Aukning varð í útflutningsverðmæti sjávarafurða og ferðaþjónustu en dróst örlítið saman fyrir ál. Það skýrist af fjölgun ferðamanna, hærra verði sjávarafurða og lækkun á álverði. Samanlagt útflutningsverðmæti stoðanna þriggja á fjórðungnum nam 266,8 mö.kr.
23. maí 2023

Hagvöxtur byggir sífellt meira á ferðaþjónustunni

Eftir mikinn samdrátt í ferðaþjónustu á heimsvísu vegna samkomutakmarkana í Covid-faraldrinum tók eftirspurn mikið stökk á síðasta ári, þegar samkomutakmarkanirnar voru að mestu afnumdar. Aðdragandinn var lítill og umskiptin því skörp. Þetta torveldaði allan undirbúning fyrir fyrirtækin en þrátt fyrir ákveðna hnökra, eins og skort á starfsfólki, náði greinin fljótt vopnum sínum og kom sterk til baka.
22. maí 2023

Vikubyrjun 22. maí 2023

Um 20% af allri kortaveltu íslenskra heimila fer núna fram erlendis, en aukning í kortaveltu íslenskra heimila síðan heimsfaraldrinum lauk hefur verið drifinn áfram af kaupum á vöru og þjónustu frá erlendum söluaðilum.
17. maí 2023

Spáum stýrivaxtahækkun um 1,0 prósentustig

Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 1,0 prósentustig í næstu viku. Gangi spáin eftir fara meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, úr 7,5% upp í 8,5%.
Bananar
17. maí 2023

Spáum 9,6% verðbólgu í maí

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,54% milli mánaða í maí og að ársverðbólgan lækki úr 9,9% í 9,6%. Verðbólgan hefur reynst þrálát síðustu mánuði og meiri en spár gerðu ráð fyrir. Við gerum ráð fyrir því að toppnum sé náð, verðbólga fari hægt hjaðnandi og mælist 8,4% í ágúst. Hagstofan birtir maímælingu vísitölu neysluverðs föstudaginn 26. maí næstkomandi.
Símagreiðsla
16. maí 2023

Kortavelta innanlands dróst saman um 7,2% í apríl

Heildarkortavelta íslenskra heimila dróst saman um 5% í apríl, sé hún borin saman við aprílmánuð í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn í rúm tvö ár sem heildarkortaveltan dregst saman milli ára. Kortavelta Íslendinga innanlands var 7,2% minni en í apríl í fyrra en erlendis jókst hún um 5%. Samdráttur í kortaveltu kann að vera merki um að tekið sé að hægja á einkaneyslu, en þó ber að varast að lesa of mikið í einstaka mánuði.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur