27. september 2021 - Greiningardeild
Vikan framundan
- Á þriðjudag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs. Við eigum von á að vísitalan hækki um 0,5% milli mánaða og að verðbólga hækki úr 4,3% í 4,4%.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fjármálastöðugleikaskýrslu.
- Á fimmtudag birtir Seðlabankinn Hagvísa og Ferðamálastofa birtir skýrslu sína Ferðaþjónustan í tölum.
Mynd vikunnar
Verulegar hækkanir hafa orðið á íbúðaverði hérna á landi undanfarið ár. Ef við berum vísitölu íbúðaverðs saman við nokkrar undirliggjandi hagstærðir sést að raunverð, þ.e. vísitala íbúðaverðs á móti vísitölu neysluverðs án húsnæðis, er núna um fjórðungi hærra en þegar það var hæst í október 2007. Sem hlutfall af vísitölu byggingarkostnaðar er vísitala íbúðaverðs svipuð, en á móti launavísitölunni er vísitala íbúðaverðs 12% lægri.
Efnahagsmál
- Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,6% milli mánaða í ágúst. Þar af hækkaði fjölbýli um 1,5% og sérbýli um 2,1%. Árshækkun vísitölunnar mælist 16,4% og hækkar um prósentustig milli mánuði.
- Launavísitalan hækkaði um 0,3% milli mánaða í ágúst. Launavísitalan hækkaði um 3,7% í janúar vegna áfangahækkana í kjarasamningum og hefur nú hækkað um samtals 5,7% á fyrstu átta mánuðum ársins. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,9%, sem er eilítið hærri árstaktur en verið hefur síðustu mánuði.
- Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að um 211.600 manns hafi verið á vinnumarkaði í ágúst 2021, sem jafngildir 79,8% atvinnuþátttöku. Af þeim voru um 200.800 starfandi, eða 75,8% af vinnuaflinu, og um 10.900 atvinnulausir og í atvinnuleit, eða um 5,5% af vinnuaflinu.
- Fitch Ratings staðfesti A lánshæfiseinkunn ríkissjóðs með neikvæðum horfum.
- Hagstofan birti tölfræði um vinnuafl í ferðaþjónustu 2020 og fjármálareikninga fyrir 2020.
- Seðlabankinn birti talnaefni um beina fjárfestingu 2020, bankakerfið í lok ágúst og útboð verðbréfa í ágúst.
- Þjóðskrá birti vísitölu leiguverðs og veltu á fasteignamarkaði fyrir ágúst.
Fjármálamarkaðir
- Reginn lauk skuldabréfaútboði, Íslandsbanki lauk útboði sértryggðra skuldabréfa og gaf út víkjandi skuldabréf í sænskum krónum og Iceland Seafood lauk víxlaútboði.
- Arion banki tilkynnti til kauphallarinnar að S&P gerir ráð fyrir að gefa útgáfuramma Arion banka fyrir sértryggð skuldabréf lánshæfiseinkunnina A-.
- Hagar birtu uppfærðra afkomuspá fyrir rekstrarárið 2021/22.
- Eimskip birti afkomuviðvörun.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á
26. nóv. 2024
Nýjustu gögn af íbúðamarkaði benda til þess að lítillega hafi dregið úr eftirspurn. Grindavíkuráhrifin eru líklega tekin að fjara út og hugsanlega heldur fólk að sér höndum nú þegar vaxtalækkunarferlið er nýhafið og loks glittir í ódýrari fjármögnun. Verðið gæti tekið hratt við sér þegar vextir lækka af meiri alvöru.
25. nóv. 2024
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku, í takt við væntingar. Í þessari viku birtir Hagstofan verðbólgumælingu nóvembermánaðar en við eigum von á að verðbólga hjaðni úr 5,1% í 4,5%. Á föstudag, þegar Hagstofan birtir þjóðhagsreikninga, kemur svo í ljós hvernig hagvöxtur þróaðist á þriðja ársfjórðungi.
19. nóv. 2024
Við spáum því að verðbólga lækki nokkuð hratt allra næstu mánuði og í nýlegri verðbólguspá gerum við ráð fyrir að verðbólga verði komin niður í 3,5% í febrúar, sem er talsverð hjöðnun frá núverandi gildum. Það er því ágætt að staldra við og skoða hvaða þættir munu skýra lækkunina, gangi spá okkar eftir.
18. nóv. 2024
Við gerum ráð fyrir því að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,50 prósentustig á miðvikudaginn. Verðmælingar vegna nóvembermælingar vísitölu neysluverðs fóru fram í síðustu viku, en við spáum því að verðbólga hjaðni úr 5,1% niður í 4,5%. Tæplega 5% fleiri erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í október í ár en í fyrra og kortavelta þeirra hér á landi jókst um 5,4% miðað við fast verðlag. Kortavelta Íslendinga jókst um 6,8% að raunvirði á milli ára í október.
14. nóv. 2024
Verðbólga hefur hjaðnað nokkuð kröftuglega á síðustu mánuðum og við spáum því að hún mælist 4,5% í nóvember. Loks má greina merki um hægari gang í neyslu heimilanna og íbúðaverð virðist vera á minna flugi en áður. Þá virðist eftirspurn eftir vinnuafli hafa minnkað auk þess sem hægt hefur á launahækkunum. Peningalegt aðhald hefur aukist statt og stöðugt og landsframleiðsla gæti orðið lítillega minni á þessu ári en því síðasta.
14. nóv. 2024
Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,13% á milli mánaða í nóvember og að verðbólga hjaðni úr 5,1% í 4,5%. Flugfargjöld til útlanda og reiknuð húsaleiga koma til lækkunar að þessu sinni, en húsnæði án reiknaðrar húsaleigu til hækkunar. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,5% í febrúar á næsta ári.
11. nóv. 2024
Skráð atvinnuleysi hækkaði lítillega á milli ára í október og halli á vöruskiptajöfnuði jókst aðeins. Hagstofan birti þjóðhagsspá og bæði Seðlabanki Bandaríkjanna og Englandsbanki lækkuðu vexti. Í vikunni fáum við gögn um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll, niðurstöður úr væntingakönnun markaðsaðila og tölur um veltu greiðslukorta. Uppgjörstímabilið í Kauphöllinni heldur áfram.
8. nóv. 2024
Halli á vöruviðskiptum jókst lítillega á milli ára í október og mældist 49,4 ma.kr, en var 47,5 ma.kr. í október í fyrra. Uppsafnaður halli á vöruskiptum hefur aukist frá fyrra ári, en þó hægar í ár en síðustu ár, og var 330 ma.kr. í október, sem er einungis lítillega meira en mældist á sama tíma í fyrra þegar hann var 320 ma.kr.
6. nóv. 2024
Staðan á vinnumarkaði hefur haldist merkilega stöðug í gegnum hraðar breytingar í hagkerfinu og þrátt fyrir vaxtahækkanir síðustu ára hefur atvinnuleysi lítið aukist. Þó eru vísbendingar um að eftirspurn eftir launafólki hafi minnkað og laun hækka ekki jafn hratt og áður. Óvissa hefur aukist lítillega síðustu daga vegna átaka á opinberum vinnumarkaði.
5. nóv. 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.