27. september 2021 - Greiningardeild
Vikan framundan
- Á þriðjudag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs. Við eigum von á að vísitalan hækki um 0,5% milli mánaða og að verðbólga hækki úr 4,3% í 4,4%.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fjármálastöðugleikaskýrslu.
- Á fimmtudag birtir Seðlabankinn Hagvísa og Ferðamálastofa birtir skýrslu sína Ferðaþjónustan í tölum.
Mynd vikunnar
Verulegar hækkanir hafa orðið á íbúðaverði hérna á landi undanfarið ár. Ef við berum vísitölu íbúðaverðs saman við nokkrar undirliggjandi hagstærðir sést að raunverð, þ.e. vísitala íbúðaverðs á móti vísitölu neysluverðs án húsnæðis, er núna um fjórðungi hærra en þegar það var hæst í október 2007. Sem hlutfall af vísitölu byggingarkostnaðar er vísitala íbúðaverðs svipuð, en á móti launavísitölunni er vísitala íbúðaverðs 12% lægri.
Efnahagsmál
- Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,6% milli mánaða í ágúst. Þar af hækkaði fjölbýli um 1,5% og sérbýli um 2,1%. Árshækkun vísitölunnar mælist 16,4% og hækkar um prósentustig milli mánuði.
- Launavísitalan hækkaði um 0,3% milli mánaða í ágúst. Launavísitalan hækkaði um 3,7% í janúar vegna áfangahækkana í kjarasamningum og hefur nú hækkað um samtals 5,7% á fyrstu átta mánuðum ársins. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,9%, sem er eilítið hærri árstaktur en verið hefur síðustu mánuði.
- Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að um 211.600 manns hafi verið á vinnumarkaði í ágúst 2021, sem jafngildir 79,8% atvinnuþátttöku. Af þeim voru um 200.800 starfandi, eða 75,8% af vinnuaflinu, og um 10.900 atvinnulausir og í atvinnuleit, eða um 5,5% af vinnuaflinu.
- Fitch Ratings staðfesti A lánshæfiseinkunn ríkissjóðs með neikvæðum horfum.
- Hagstofan birti tölfræði um vinnuafl í ferðaþjónustu 2020 og fjármálareikninga fyrir 2020.
- Seðlabankinn birti talnaefni um beina fjárfestingu 2020, bankakerfið í lok ágúst og útboð verðbréfa í ágúst.
- Þjóðskrá birti vísitölu leiguverðs og veltu á fasteignamarkaði fyrir ágúst.
Fjármálamarkaðir
- Reginn lauk skuldabréfaútboði, Íslandsbanki lauk útboði sértryggðra skuldabréfa og gaf út víkjandi skuldabréf í sænskum krónum og Iceland Seafood lauk víxlaútboði.
- Arion banki tilkynnti til kauphallarinnar að S&P gerir ráð fyrir að gefa útgáfuramma Arion banka fyrir sértryggð skuldabréf lánshæfiseinkunnina A-.
- Hagar birtu uppfærðra afkomuspá fyrir rekstrarárið 2021/22.
- Eimskip birti afkomuviðvörun.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á

29. jan. 2026
Verðbólga jókst úr 4,5% í 5,2% í janúar. Verðbólga mældist lægst 3,7% í nóvember síðastliðnum og hefur því hækkað um 1,5 prósentustig síðan þá. Verðhækkanir tengdar bílum og rekstri bifreiða skýra hækkunina að langmestu leyti nú í janúar. Matvara hækkaði þó töluvert umfram spár og verð á flugfargjöldum lækkaði minna en við spáðum. Á móti hafði húsnæðiskostnaður minni áhrif til hækkunar en við höfðum gert ráð fyrir.

26. jan. 2026
Vísitala íbúðaverðs lækkaði um tæplega 1,2% á milli mánaða í desember og á sama tíma lækkaði vísitala leiguverðs um 1,4%. Hagstofan birti vísitölu launa, sem hélst óbreytt á milli mánaða. Á fimmtudag verður vísitala neysluverðs í janúar birt.

19. jan. 2026
Kortavelta heimila heldur áfram að aukast á milli ára en velta erlendra korta hér á landi hefur tekið að dragast saman í takt við fækkun ferðamanna. Í vikunni birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.

15. jan. 2026
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,30% á milli mánaða í janúar. Gangi spáin eftir mun verðbólga aukast úr 4,5% í 5,1%. Janúarútsölur hafa mest áhrif til lækkunar í mánuðinum en breytingar á gjaldtöku ökutækja hafa mest áhrif til hækkunar, samkvæmt spánni. Mikil óvissa er þó um hvernig Hagstofan tekur breytingarnar inn í verðmælingar.

13. jan. 2026
Atvinnuástandið hefur versnað smám saman og eftirspurn eftir vinnuafli er minni en áður. Atvinnuleysi hefur aukist hratt og mældist 4,4% í desember, en svo mikið hefur atvinnuleysi ekki mælst í rúmlega þrjú og hálft ár. Þessi þróun styður við markmið Seðlabankans um að draga úr þenslu í hagkerfinu og vinna bug á verðbólgu. Á sama tíma heldur neysla landsmanna áfram að aukast með hverjum mánuðinum, en heildarkortavelta hefur aukist um 6% á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs frá sama tímabili árið áður.

12. jan. 2026
Breytingar á gjaldtöku hins opinbera af rekstri og kaupum ökutækja gætu aukið verðbólgu um 0,7 prósentustig. Óvíst er hvort áhrifin komi fram að öllu leyti í janúar eða dreifist yfir næstu mánuði, en telja má að það velti ekki síst á eftirspurn eftir bílum í byrjun árs.

12. jan. 2026
Skráð atvinnuleysi hélt áfram að aukast í desember og var 0,6 prósentustigum meira en á sama tíma árið áður. Álíka margir erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í fyrra og síðustu tvö ár á undan en utanlandsferðir Íslendinga voru 18% fleiri í fyrra en árið á undan. Þó nokkur óvissa ríkir um verðbólgumælingu janúarmánaðar, ekki síst í tengslum við breytta gjaldtöku á innflutningi og rekstri bíla. Við gefum út verðbólguspá næsta fimmtudag.

5. jan. 2026
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

5. jan. 2026
Verðbólgan kom aftan að landsmönnum stuttu fyrir jól og fór úr 3,7% í 4,5%. Verðbólga í desember var aðeins 0,3 prósentustigum minni en í upphafi síðasta árs þegar hún mældist 4,8%. Á sama tímabili lækkuðu stýrivextir um 1,25 prósentustig, úr 8,50% í 7,25%.

22. des. 2025
Verðbólga rauk upp í 4,5% í desember eftir að hafa hjaðnað verulega í nóvember og mælst 3,7%. Rífleg hækkun á flugfargjöldum til útlanda skýrir stóran hluta hækkunarinnar, en einnig töluverð gjaldskrárhækkun á hitaveitu í desember. Aukin verðbólga skýrist þannig af afmörkuðum, sveiflukenndum liðum og ekki er að greina merki um að undirliggjandi verðbólguþrýstingur hafi aukist að ráði.
