27. september 2021 - Greiningardeild
Vikan framundan
- Á þriðjudag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs. Við eigum von á að vísitalan hækki um 0,5% milli mánaða og að verðbólga hækki úr 4,3% í 4,4%.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fjármálastöðugleikaskýrslu.
- Á fimmtudag birtir Seðlabankinn Hagvísa og Ferðamálastofa birtir skýrslu sína Ferðaþjónustan í tölum.
Mynd vikunnar
Verulegar hækkanir hafa orðið á íbúðaverði hérna á landi undanfarið ár. Ef við berum vísitölu íbúðaverðs saman við nokkrar undirliggjandi hagstærðir sést að raunverð, þ.e. vísitala íbúðaverðs á móti vísitölu neysluverðs án húsnæðis, er núna um fjórðungi hærra en þegar það var hæst í október 2007. Sem hlutfall af vísitölu byggingarkostnaðar er vísitala íbúðaverðs svipuð, en á móti launavísitölunni er vísitala íbúðaverðs 12% lægri.
Efnahagsmál
- Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,6% milli mánaða í ágúst. Þar af hækkaði fjölbýli um 1,5% og sérbýli um 2,1%. Árshækkun vísitölunnar mælist 16,4% og hækkar um prósentustig milli mánuði.
- Launavísitalan hækkaði um 0,3% milli mánaða í ágúst. Launavísitalan hækkaði um 3,7% í janúar vegna áfangahækkana í kjarasamningum og hefur nú hækkað um samtals 5,7% á fyrstu átta mánuðum ársins. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,9%, sem er eilítið hærri árstaktur en verið hefur síðustu mánuði.
- Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að um 211.600 manns hafi verið á vinnumarkaði í ágúst 2021, sem jafngildir 79,8% atvinnuþátttöku. Af þeim voru um 200.800 starfandi, eða 75,8% af vinnuaflinu, og um 10.900 atvinnulausir og í atvinnuleit, eða um 5,5% af vinnuaflinu.
- Fitch Ratings staðfesti A lánshæfiseinkunn ríkissjóðs með neikvæðum horfum.
- Hagstofan birti tölfræði um vinnuafl í ferðaþjónustu 2020 og fjármálareikninga fyrir 2020.
- Seðlabankinn birti talnaefni um beina fjárfestingu 2020, bankakerfið í lok ágúst og útboð verðbréfa í ágúst.
- Þjóðskrá birti vísitölu leiguverðs og veltu á fasteignamarkaði fyrir ágúst.
Fjármálamarkaðir
- Reginn lauk skuldabréfaútboði, Íslandsbanki lauk útboði sértryggðra skuldabréfa og gaf út víkjandi skuldabréf í sænskum krónum og Iceland Seafood lauk víxlaútboði.
- Arion banki tilkynnti til kauphallarinnar að S&P gerir ráð fyrir að gefa útgáfuramma Arion banka fyrir sértryggð skuldabréf lánshæfiseinkunnina A-.
- Hagar birtu uppfærðra afkomuspá fyrir rekstrarárið 2021/22.
- Eimskip birti afkomuviðvörun.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á

22. des. 2025
Verðbólga rauk upp í 4,5% í desember eftir að hafa hjaðnað verulega í nóvember og mælst 3,7%. Rífleg hækkun á flugfargjöldum til útlanda skýrir stóran hluta hækkunarinnar, en einnig töluverð gjaldskrárhækkun á hitaveitu í desember. Aukin verðbólga skýrist þannig af afmörkuðum, sveiflukenndum liðum og ekki er að greina merki um að undirliggjandi verðbólguþrýstingur hafi aukist að ráði.

22. des. 2025
Fasteignamarkaðurinn fer enn kólnandi, ef marka má skýrslu sem HMS gaf út í síðustu viku. Gistinóttum á hótelum fækkaði um 6,6% á milli ára í nóvember. Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um 1,9% á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt Hagstofunni. Í dag birtir Hagstofan verðbólgutölur.

15. des. 2025
Færri erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í nóvember í ár en í nóvember í fyrra en utanlandsferðum Íslendinga hélt áfram að fjölga. Skráð atvinnuleysi hefur aukist þó nokkuð á síðustu mánuðum og var 4,3% í nóvember.

11. des. 2025
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,56% á milli mánaða í desember. Gangi spáin eftir mun verðbólga hækka úr 3,7% í 3,9% í desember. Flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og lok tilboðsdaga í nóvember verða til hækkunar en bensínverð til lækkunar. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði á bilinu 3,9% til 4,0% næstu mánuði.

8. des. 2025
Talsvert minni afgangur mældist af viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi þessa árs en þess síðasta. Í síðustu viku gaf Seðlabankinn út yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fundargerð peningastefnunefndar. Í þessari viku verða birtar ferðamannatölur og skráð atvinnuleysi fyrir nóvembermánuð.

1. des. 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

1. des. 2025
Óhætt er að segja að verðbólgumælingin í síðustu viku hafi komið á óvart. Verðbólga mældist 3,7% í nóvember og hefur ekki mælst minni í fimm ár. Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi aukist um 1,2% á þriðja ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 1,8% á milli ára í október.

28. nóv. 2025
Landsframleiðsla jókst um 1,2% á þriðja ársfjórðungi og um 1,5% á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var drifinn áfram af innlendri eftirspurn og þjóðarútgjöld jukust um heil 4,7%. Áfram er kraftur í einkaneyslu og fjárfestingu, en auknar birgðir hafa einnig sitt að segja. Innflutningur vegur þungt á móti og framlag utanríkisviðskipta er neikvætt, líkt og á síðustu fjórðungum.

27. nóv. 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,3% í 3,7% í nóvember og hefur ekki verið minni frá því í desember 2020. Áhrif af afsláttardögum í nóvember komu mun skýrar fram í mælingu Hagstofunnar nú en síðustu ár og flugfargjöld til útlanda lækkuðu mun meira en við bjuggumst við.

24. nóv. 2025
Seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku með það fyrir augum að stemma stigu við því aukna peningalega aðhaldi sem hefur hlotist af breyttu lánaframboði í kjölfar vaxtadómsins. Auk þess spáir Seðlabankinn nú auknum slaka í hagkerfinu, minni hagvexti og minni verðbólgu en í síðustu spá. Hagstofan birtir verðbólgumælingu nóvembermánaðar á fimmtudaginn og þjóðhagsreikninga fyrir þriðja ársfjórðung á föstudaginn.
