Vikan framundan
- Á þriðjudag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs. Við spáum 0,1% lækkun milli mánaða.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar. HB Grandi birtir hálfsársuppgjör.
- Á föstudag birtir Hagstofan þjónustujöfnuð fyrir 3. ársfjórðung.
Mynd vikunnar
Á heildina litið hafa heimilin sýnt mun meiri ráðdeild en á síðasta hagvaxtarskeiði árin 2003-2007. Til marks um það hefur vöxtur einkaneyslu t.a.m. verið töluvert minni en kaupmáttaraukning launa undanfarin ár. Ákveðin tímamót urðu þó í þessari þróun á fyrri helmingi þessa árs þar sem bráðabirgðatölur Hagstofunnar benda til þess að einkaneysla, sem jókst um 8,2% á fyrri helmingi ársins, hafi aukist talsvert meira en sem nemur hækkun kaupmáttar launa á tímabilinu, sem jókst um 4,7%. Þetta kann að vera vísbending um að einkaneysla á komandi misserum verði í meira mæli skuldsett en síðustu ár.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Við birtum nýja þjóðhags- og verðbólguspá fyrir árin 2017-2020.
- Eimskip, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur birtu níu mánaða uppgjör.
- Atvinnuleysi var 3,6% í október.
- Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi í júlí og ágúst jókst um 0,1% milli ára.
- Launavísitalan hækkaði um 0,1% milli mánaða í október.
- Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan nóvember hækkaði um 0,3% milli mánaða.
- Landsbankinn gaf út skuldabréf í evrum.
- Reitir og Íslandsbanki héldu skuldabréfaútboð.