Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Viku­byrj­un 25. nóv­em­ber 2024

Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku, í takt við væntingar. Í þessari viku birtir Hagstofan verðbólgumælingu nóvembermánaðar en við eigum von á að verðbólga hjaðni úr 5,1% í 4,5%. Á föstudag, þegar Hagstofan birtir þjóðhagsreikninga, kemur svo í ljós hvernig hagvöxtur þróaðist á þriðja ársfjórðungi.
Seðlabanki Íslands
25. nóvember 2024

Vikan framundan

  • Í dag birtir Hagstofan vöru- og þjónustujöfnuð vegna þriðja ársfjórðungs.
  • Á miðvikudag birtir Skaginn uppgjör.
  • Á fimmtudag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs fyrir nóvember. Við eigum von á að verðbólga hjaðni í 4,5%.
  • Á föstudag birtir Hagstofan þjóðhagsreikninga fyrir þriðja ársfjórðung, Ísfélagið birtir uppgjör og verðbólgutölur berast fyrir evrusvæðið.

Mynd vikunnar

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku, í takt við spár. Þetta er önnur vaxtalækkunin í röð og standa meginvextir nú í 8,5%. Í yfirlýsingu nefndarinnar er, líkt og síðast, lögð áhersla á varkárni og tekið fram að áfram þurfi að viðhalda hæfilegu aðhaldsstigi til þess að koma verðbólgu í markmið. Næsta ákvörðun er ekki fyrr en 5. febrúar og munu þrjár verðbólgumælingar hafa borist í millitíðinni. Miðað við okkar verðbólguspá verður verðbólga komin nálægt 4% í janúar. Gangi spáin eftir munu raunstýrivextir því hækka talsvert á næstunni og aðhaldið herðast. Nánar má lesa um þættina sem stuðla að lækkun verðbólgu næstu mánuði hér.

Það helsta frá vikunni sem leið

  • Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) birti vísitölu íbúðaverðs sem stóð nánast í stað á milli mánaða í október, hækkaði aðeins um 0,2%. Þetta kemur í kjölfar 0,3% lækkunar á milli mánaða í september. Árstaktur mælist nú 8,7% og hefur lækkað þrjá mánuði í röð. HMS birti einnig vísitölu leiguverðs sem hækkaði um 1,8% á milli mánaða og gaf út mánaðarskýrslu.
  • Samhliða stýrivaxtaákvörðuninni birti Seðlabankinn nóvemberhefti Peningamála þar sem fram kemur að samkvæmt spá bankans hafi verðbólguhorfur batnað talsvert. Nú er gert ráð fyrir 4,1% verðbólgu á fyrsta fjórðungi næsta árs í stað 5,1% líkt og í síðustu spá bankans frá því í ágúst. Hagvaxtarhorfur hafa aftur á móti versnað lítillega og nú er gert ráð fyrir því að landsframleiðsla standi í stað á milli ára í ár.
  • Við tókum upp hlaðvarp þar sem við förum yfir það nýjasta í efnahagsmálum.
  • Hagstofan birti vísitölu launa fyrir október sem hækkaði um 0,3% á milli mánaða. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 6,0%. Vísitala grunnlauna hækkaði um 0,2% á milli mánaða og hefur hækkað um 6,2% síðastliðna 12 mánuði.
  • Verðbólga í Bretlandi mældist 2,3% í október og jókst úr 1,7% í september.
  • Iceland Seafood, Brim, Hampiðjan og Síldarvinnslan birtu uppgjör. Íslandsbanki tilkynnti um frekari framkvæmd endurkaupaáætlunar.
  • Reitir hélt skuldabréfaútboð. Lánamál ríkisins, Hagar, Útgerðarfélag Reykjavíkur og Fossar voru með víxlaútboð.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 25. nóvember 2024 (PDF)

Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.

Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.

Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.

Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.

Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).
Þú gætir einnig haft áhuga á
Byggingakrani og fjölbýlishús
6. nóv. 2025
Óvissa á íbúðamarkaði og takmarkaðar raunverðshækkanir í kortunum 
Hátt vaxtastig og ströng lánþegaskilyrði hafa slegið verulega á verðhækkanir á íbúðamarkaði. Á sama tíma hefur fjöldinn allur af nýjum íbúðum risið og sölutími þeirra lengst til muna. Eftir að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu féll hafa viðskiptabankarnir tekið lánaframboð til endurskoðunar og það sama má segja um suma lífeyrissjóðina. Seðlabankinn ákvað í síðustu viku að slaka lítillega á lánþegaskilyrðum.  
3. nóv. 2025
Mánaðamót 1. nóvember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fataverslun
3. nóv. 2025
Vikubyrjun 3. nóvember 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar í október og mældist 4,3%. Svo mikil hefur verðbólga ekki verið síðan í febrúar síðastliðnum. Telja má áhyggjuefni að aukin verðbólga skýrist ekki af tilfallandi sveiflukenndum liðum heldur virðist undirliggjandi verðþrýstingur hafa aukist. Í þessari viku halda félög áfram að birta uppgjör og hugsanlega má búast við fleiri púslum í breytta mynd af framboði íbúðalána í kjölfar vaxtamálsins.  
Smiður
31. okt. 2025
Minnkandi spenna á vinnumarkaði og minni fólksfjölgun
Eftirspurn eftir vinnuafli hefur minnkað og dregið hefur úr hækkun launa. Atvinnuleysi hefur aukist smám saman og rólegri taktur í atvinnulífinu hefur endurspeglast í hægari fólksfjölgun. Kaupmáttur hefur aukist jafnt og þétt og við teljum að þótt hægi á launahækkunum komi kaupmáttur til með að aukast áfram á næstu árum. Mikill kraftur er í neyslu landsmanna, kortavelta eykst sífellt og Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir.
Paprika
30. okt. 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,47% á milli mánaða í október og verðbólga jókst úr 4,1% í 4,3%. Vísitala neysluverðs hækkaði meira en við bjuggumst við, ekki síst reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykk. Skammtímaspá okkar gerir nú ráð fyrir að verðbólga haldist í 4,3% út árið, en aukist svo í janúar og mælist 4,5%.
27. okt. 2025
Vikubyrjun 27. október 2025
Íslenska hagkerfið verður í hægum vaxtartakti á næstu árum gangi hagspá sem við birtum í síðustu viku eftir. Á fimmtudag koma verðbólgutölur fyrir október og við eigum von á að verðbólga hækki úr 4,1% í 4,2%.
Hagspá október 2025
22. okt. 2025
Kólnandi kerfi en kraftmikil neysla
Hagvöxtur verður 1,5% á þessu ári og 1,7% á því næsta, samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans. Hagvöxtur verður ekki síst drifinn áfram af neyslu innanlands en á sama tíma er útlit fyrir smám saman minnkandi spennu í atvinnulífinu. Verðbólga reynist áfram þrálát næstu misseri og ekki eru horfur á að hún komist niður í markmið Seðlabankans á spátímabilinu. Því má áfram búast við háum raunstýrivöxtum.
Greiðsla
20. okt. 2025
Vikubyrjun 20. október 2025
Kortavelta Íslendinga jókst um 7,6% að raunvirði á milli ára í september. Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur kortavelta heimila verið um 5,2% meiri en á sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Í vikunni birtir Greiningardeild Landsbankans nýja hagspá til ársins 2028. HMS birtir vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.  
Flugvél
16. okt. 2025
Spáum 4,2% verðbólgu í október
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í október, úr 4,1% í 4,2%. Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni hafa flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og matarkarfan. Gangi spáin eftir verður október níundi mánuðurinn í röð þar sem verðbólga er á bilinu 3,8% til 4,2%. Við teljum að verðbólga verði áfram á þessu bili næstu mánuði.
Fjölskylda við matarborð
13. okt. 2025
Vikubyrjun 13. október 2025
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og við var búist. Þó mátti greina aukna bjartsýni í yfirlýsingu nefndarinnar. Skráð atvinnuleysi var 3,5% í september og jókst um 0,1 prósentustig á milli mánaða. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 0,5% í september og utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 14%.