Vikan framundan
- Á miðvikudaginn birta Arion banki, Festi og Marel ársfjórðungsuppgjör fyrir annan ársfjórðung en Íslandsbanki birtir sitt uppgjör deginum eftir.
- Á föstudaginn birtir Hagstofan tölur um gistinætur í júní.
Mynd vikunnar
Verðbólga mældist 9,9% í júlí og hækkaði um 1,17 prósentustig milli mánaða. Verðbólga hefur ekki verið hærri frá því í september árið 2009. Mest áhrif til hækkunar á milli mánaða hafði flugfargjöld til útlanda sem hækkaði um 38% milli mánaða, að hluta til skýrist sú hækkun af villu sem var gerð í mælingu Hagstofunnar í júní. Raunveruleg hækkun var 19,9% þar sem verð á flugfargjöldum í júní var að hluta til vanmetið. Verð á flugmiðum nálgast nú verð á sama tíma árið 2017 en á síðustu árum, eða fram að heimfaraldrinum, leitaði verð á flugmiðum niður á við þó með árstíðasveiflum.
Efnahagsmál
- Enn hækkar íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu en það hækkaði um 2,2% á milli mánaða í júní, samkvæmt tölum Þjóðskrár. Fjölbýli hækkar talsvert meira, eða um 2,6% en sérbýli um 0,8%.
- Þjóðskrá birti einnig vísitölu leiguverðs sem hækkaði um 0,8% í júní frá fyrri mánuði.
- Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 1,2% milli júní og júlí og VNV án húsnæðis hækkaði um 0,9%. Ársverðbólgan hækkaði úr 8,8% í 9,9% og hefur verðbólgan ekki mælst hærri síðan í september 2009.
- Hagstofan birti launavísitölu fyrir júní sem var nær óbreytt frá fyrri mánuði.
Fjármálamarkaðir
- Landsbankinn birti uppgjör fyrir fyrri helming árs.