Vikubyrjun 25. ágúst 2025

Vikan framundan
- Í dag birtir Sýn uppgjör.
- Á morgun birtir Eimskip uppgjör.
- Á miðvikudag birtir Hagstofan vöru- og þjónustuviðskipti fyrir annan ársfjórðung. Hagstofan birtir einnig veltu skv. VSK- skýrslum fyrir maí og júní. Sama dag birtir Iceland Seafood uppgjör.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs í ágúst og gistinætur í júlí. Þá birta Brim, Hampiðjan og Síldarvinnslan uppgjör.
- Á föstudag birtir Hagstofan þjóðhagsreikninga fyrir annan ársfjórðung og Ísfélagið birtir uppgjör.
Mynd vikunnar
Seðlabankinn býst nú við þó nokkuð meiri verðbólgu á seinni hluta ársins en áður var gert ráð fyrir. Verðbólguspá sem bankinn gaf út í ritinu Peningamálum í síðustu viku er 0,4-0,5 prósentustigum hærri en sú sem var birt í Peningamálum í maí. Búist er við að verðbólga aukist nokkuð á næstu mánuðum, aðallega vegna einskiptisliða sem drógu snarlega úr verðbólgu síðasta haust, og verði að meðaltali 4,2% á þriðja ársfjórðungi og 4,5% á þeim fjórða. Með spána til hliðsjónar ákvað peningastefnunefnd bankans að halda stýrivöxtum óbreyttum í síðustu viku, eftir fimm vaxtalækkanir í röð. Gangi spáin eftir má ætla að útséð sé um frekari vaxtalækkanir á árinu.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Seðlabanki Íslands hélt stýrivöxtum óbreyttum á miðvikudaginn. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, eru því enn 7,50%. Ákvörðunin var í samræmi við væntingar og okkar spá. Samstaða var í nefndinni og allir nefndarmenn studdu ákvörðunina. Samhliða vaxtaákvörðuninni birti Seðlabankinn Peningamál.
- Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,27% á milli mánaða í júlí. Hækkunin var drifin áfram af sérbýli á landsbyggðinni og fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu. [SJ1] Áfram dregur úr árshækkun vísitölunnar en hún lækkaði úr 4,7% í júní niður í 4,2% í júlí. Vísitala leiguverðs hækkaði um 1,38% á milli mánaða í júlí. Árshækkun leiguvísitölunnar hefur ekki mælst minni frá því í lok árs 2021, en nú í júlí mældist hún 5,1%.
- HMS birti mánaðarskýrslu um fasteignamarkaðinn í júlí.
- Vísitala launa lækkaði um tæplega 0,2% á milli mánaða í júlí. Ársbreyting vísitölunnar er nú 7,6% og hefur ekki verið minni á þessu ári. Kaupmáttur launa er 3,5% meiri en á sama tíma í fyrra.
- Verðbólga í Bretlandi jókst umfram væntingar, úr 3,6% í 3,8% á milli mánaða í júlí.
- Oculis, Síminn, Heimar, Landsvirkjun, Landsnet, Kaldalón, Lánasjóður sveitarfélaga, Rarik og Reitir birtu uppgjör.
- Lánamál ríkisins héldu víxlaútboð og útboð á ríkisbréfum. Landsbankinn lauk sölu á skuldabréfum í sænskum krónum og í norskum krónum. Reykjavíkurborg og Íslandsbanki luku sölu á skuldabréfum. Þá héldu Hagar víxlaútboð.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.
Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).









