Vikubyrjun 23. september
Vikan framundan
- Klukkan 9 í dag birtir Hagstofan launavísitölur fyrir 2. ársfjórðung.
- Á fimmtudag er ferðaþjónusturáðstefna Landsbankans.
- Á föstudaginn birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs. Við búumst við 0,1% hækkun milli mánaða.
Mynd vikunnar
Virðisaukaskattsskýrslur í þeim atvinnugreinaflokkum sem tengjast íbúðauppbyggingu benda til þess að byggingariðnaðurinn sé aðeins að róast. Velta í byggingu húsnæðis og þróun byggingarverkefna jókst um 2,5% að raunvirði á fyrr helmingi ársins samanborið við stöðuna fyrir ári síðan en velta í sérhæfðri byggingarstarfsemi jókst um 1,7% milli ára. Til samanburðar jókst veltan í þessum tveimur flokkum um yfir 10% á fyrri helmingi ársins, árlega síðustu fimm ár. Sjá nánar í Hagsjá um fasteignamarkaðinn sem við birtum í síðustu viku.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Eftir miklar hækkanir síðustu ár virðist sem fasteignamarkaðurinn sé að leita í jafnvægi.
- Kortanotkun Íslendinga dróst saman milli ára í ágúst.
- RSV birti kortaveltu erlendra ferðamanna án flugsamgangna í ágúst.
- Hagstofan birti leiðréttingu á áður birtir frétt um erlendra kortaveltu.
- Opinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd um störf peningastefnunefndar var haldinn í vikunni.
- Ferðamálastofa birti mánaðarlega skýrslu sína um ferðaþjónustuna í tölum.
- Skeljungur keypti allt hlutafé Baskó.
- Arion banki seldi Íbúðalánasjóði lánasafn og notaði ágóðann til að greiða upp skuldabréf í eigu ÍLS.
- Þrjú útboð voru í vikunni: Kvika banki hélt víxlaútboð, Lánasjóður sveitarfélaga hélt skuldabréfaútboð og Lánamál ríkisins útboð á nýjum flokki ríkisbréfa.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 23. september 2019 (PDF)