Viku­byrj­un 23. maí 2022

Hagfræðideild Landsbankans birti í síðustu viku þjóðhags- og verðbólguspá til ársins 2024 þar sem töluverðum hagvexti er spáð í skugga verðbólgu.
23. maí 2022 - Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Í dag birtir Hagstofan launavísitölu í apríl ásamt tengdum vísitölum.
  • Almennt útboð á hlutabréfum Ölgerðarinnar hefst í dag og lýkur á föstudaginn.
  • Á þriðjudaginn birtir PLAY ársfjórðungsuppgjör.
  • Á miðvikudag gefur Hagstofan út tölur um vöru- og þjónustuviðskipti á fyrsta ársfjórðungi og niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn sinni fyrir apríl. Sama dag birta Brim og Síldarvinnslan ársfjórðungsuppgjör.

Mynd vikunnar

Síðasta fimmtudag birti Hagfræðideild Landsbankans hagspá fyrir árin 2022-2024. Efnahagsbatinn sem hófst í fyrra heldur áfram á þessu ári og gerum við ráð fyrir myndarlegum hagvexti í ár og áfram út spátímann. Ýmsar áskoranir fylgja þó hagvaxtarskeiði sem þessu. Verðbólguhorfur bæði innanlands og erlendis hafa gjörbreyst til hins verra frá því við birtum spá okkar í október. Verðbólga í helstu viðskiptalöndum Íslands hefur ekki mælst hærri í 40 ár. Hér á landi þarf að fara 12 ár aftur í tímann til að finna hærri verðbólgu en þá var verðbólguskot hrunsins að fjara út. Það sem skýrir hærri verðbólgu eru miklar verðlagshækkanir erlendis sem fyrst og fremst má rekja til hækkunar á hrávöruverði sem stríðið í Úkraínu hefur kynt undir. Þessu til viðbótar hafa verðhækkanir á húsnæði hér á landi verið mun meiri en reiknað var með í flestum spám.

Efnahagsmál

  • Hagfræðideild Landsbankans birti þjóðhags- og verðbólguspá fyrir árin 2022-2024. Við gerum ráð fyrir að landsframleiðslan hér á landi aukist um 5,1% á árinu 2022, að verðbólgan nái hámarki á þriðja ársfjórðungi í 8,4% og að 1,5 milljónir erlendra ferðamanna heimsæki Ísland í ár.
  • Ekkert lát er á hækkunum íbúðaverðs sem hækkaði um 2,7% milli mars og apríl, samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands. Hækkunin var meiri en gert var ráð fyrir sem gerir það að verkum að verðbólguspá okkar fyrir maí hækkar úr 7,6% í 7,7%. Auk þess hækkaði vísitala leiguverðs um 2,1% í apríl sem er talsvert mikil hækkun samanborið við hækkanir síðustu mánaða.
  • Seðlabankinn birti fundargerð peningastefnunefndar. Samkvæmt fundargerðinni voru allir nefndarmenn þeirrar skoðunar að hækka þyrfti vexti bankans og var rætt um hækkun á bilinu 0,75-1 prósentustig.

Fjármálamarkaðir

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 23. maí 2022 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
New temp image
5. júlí 2022

Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Íslandsbanki og Landsbankinn héldu útboð sértryggðra skuldabréfa í júní. Arion banki hélt ekki útboð.
Mengun í borg
5. júlí 2022

Losun gróðurhúsalofttegunda nálgast sama stig og fyrir faraldur

Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,3% á árinu 2021 eftir verulega minnkun næstu tvö ár þar á undan. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands var heildarlosun hagkerfisins 2021 þó um fjórðungi minni en var á árinu 2018. Heildarlosun frá hagkerfinu jókst um 6% milli fyrstu fjögurra mánaða 2021 og 2022, fyrst og fremst vegna 6,7% aukningar frá atvinnulífinu. Losun frá heimilum fyrstu fjóra mánuðina í ár hefur hins vegar minnkað um u.þ.b. 1% frá árinu 2021.
Gata í Reykjavík
4. júlí 2022

Vikubyrjun 4. júlí 2022

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í júní og hækkaði ársverðbólgan úr 7,6% í 8,8%. Verðbólga hefur ekki mælst hærri síðan í október 2009.
Smiður
1. júlí 2022

Verðbólgan stöðvar langt tímabil kaupmáttaraukningar

Launavísitalan hækkaði um 0,4% milli apríl og maí. Verðbólga í maí 2022 mældist 7,6% en árshækkun launavísitölunnar var 8,6% þannig að kaupmáttur launa jókst um 0,9% milli maímánaða 2021 og 2022, þrátt fyrir óvenju mikla verðbólgu. Kaupmáttur í maí var engu að síður 1,5% lægri en hann var í janúar 2022.
Fjölbýlishús
30. júní 2022

Óverðtryggð íbúðalán hjá viðskiptabönkunum þrefölduðust í heimsfaraldrinum

Veruleg breyting varð á samsetningu íbúðalána í heimsfaraldrinum og upphæð óverðtryggðra íbúðalána hjá viðskiptabönkunum rúmlega þrefaldaðist. Nú er hafið verulega bratt hækkunarferli stýrivaxta og viðbúið að vextir íbúðalána fylgi með tilheyrandi hækkun á greiðslubyrði lána.
Olíuvinnsla
29. júní 2022

Verðbólgan hefur ekki mælst hærri síðan í október 2009

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í júní og hækkaði ársverðbólgan í 8,8% úr 7,6%. Verðbólgan hefur ekki mælst hærri síðan í október 2009. Við teljum að verðbólgan muni nái hámarki í ágúst næstkomandi og verði þá um 9,5%. Upp frá því gerum við ráð fyrir hægri hjöðnun hennar.
Fasteignir
27. júní 2022

Vikubyrjun 27. júní 2022

Hrein ný íbúðalán innlánastofnana til heimila námu alls 17 mö. kr. í maímánuði. Mest var um að tekin væru óverðtryggð lán á föstum vöxtum en hreyfing yfir í slík lán hefur aukist. Í byrjun árs 2018 voru um 26% íbúðalána innlánastofnana óverðtryggð en þau eru nú 67%.
Byggingakrani og fjölbýlishús
23. júní 2022

Skráð atvinnuleysi mælist 3,9%

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í maí 3,9% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og minnkaði úr 4,5% frá því í apríl. Alls voru 7.717 á atvinnuleysisskrá í lok maí, 4.233 karlar og 3.484 konur.
Evrópsk verslunargata
21. júní 2022

Íslendingar aldrei eytt meiru erlendis

Kortavelta innlendra greiðslukorta jókst alls um 16,5% á milli ára í maí, að raunvirði. Kortavelta Íslendinga erlendis jókst um 120% milli ára miðað við fast gengi. Þetta sýnir okkur að eftirspurn er mikil í hagkerfinu og það sér í lagi eftir ferðalögum. Vöxtur einkaneyslu mun að öllum líkindum vera innfluttur í formi aukinna ferðalaga næstu misserin.
Símagreiðsla
20. júní 2022

Vikubyrjun 20. júní 2022

Velta innlendra greiðslukorta jókst alls um 16,5% að raunvirði milli ára í maí.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur