Viku­byrj­un 23. maí 2022

Hagfræðideild Landsbankans birti í síðustu viku þjóðhags- og verðbólguspá til ársins 2024 þar sem töluverðum hagvexti er spáð í skugga verðbólgu.
23. maí 2022 - Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Í dag birtir Hagstofan launavísitölu í apríl ásamt tengdum vísitölum.
  • Almennt útboð á hlutabréfum Ölgerðarinnar hefst í dag og lýkur á föstudaginn.
  • Á þriðjudaginn birtir PLAY ársfjórðungsuppgjör.
  • Á miðvikudag gefur Hagstofan út tölur um vöru- og þjónustuviðskipti á fyrsta ársfjórðungi og niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn sinni fyrir apríl. Sama dag birta Brim og Síldarvinnslan ársfjórðungsuppgjör.

Mynd vikunnar

Síðasta fimmtudag birti Hagfræðideild Landsbankans hagspá fyrir árin 2022-2024. Efnahagsbatinn sem hófst í fyrra heldur áfram á þessu ári og gerum við ráð fyrir myndarlegum hagvexti í ár og áfram út spátímann. Ýmsar áskoranir fylgja þó hagvaxtarskeiði sem þessu. Verðbólguhorfur bæði innanlands og erlendis hafa gjörbreyst til hins verra frá því við birtum spá okkar í október. Verðbólga í helstu viðskiptalöndum Íslands hefur ekki mælst hærri í 40 ár. Hér á landi þarf að fara 12 ár aftur í tímann til að finna hærri verðbólgu en þá var verðbólguskot hrunsins að fjara út. Það sem skýrir hærri verðbólgu eru miklar verðlagshækkanir erlendis sem fyrst og fremst má rekja til hækkunar á hrávöruverði sem stríðið í Úkraínu hefur kynt undir. Þessu til viðbótar hafa verðhækkanir á húsnæði hér á landi verið mun meiri en reiknað var með í flestum spám.

Efnahagsmál

  • Hagfræðideild Landsbankans birti þjóðhags- og verðbólguspá fyrir árin 2022-2024. Við gerum ráð fyrir að landsframleiðslan hér á landi aukist um 5,1% á árinu 2022, að verðbólgan nái hámarki á þriðja ársfjórðungi í 8,4% og að 1,5 milljónir erlendra ferðamanna heimsæki Ísland í ár.
  • Ekkert lát er á hækkunum íbúðaverðs sem hækkaði um 2,7% milli mars og apríl, samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands. Hækkunin var meiri en gert var ráð fyrir sem gerir það að verkum að verðbólguspá okkar fyrir maí hækkar úr 7,6% í 7,7%. Auk þess hækkaði vísitala leiguverðs um 2,1% í apríl sem er talsvert mikil hækkun samanborið við hækkanir síðustu mánaða.
  • Seðlabankinn birti fundargerð peningastefnunefndar. Samkvæmt fundargerðinni voru allir nefndarmenn þeirrar skoðunar að hækka þyrfti vexti bankans og var rætt um hækkun á bilinu 0,75-1 prósentustig.

Fjármálamarkaðir

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 23. maí 2022 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Gönguleið
15. júlí 2024
Vikubyrjun 15. júlí 2024
Erlendir ferðamenn voru 9% færri í júní á þessu ári en í júní í fyrra. Atvinnuleysi var 3,1% í júní og er áfram lítillega meira en á sama tíma í fyrra.
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur