Viku­byrj­un 21. mars 2022

Veruleg aukning hefur orðið á framvirkum gjaldeyrissamningum, þ.e. samningum þar sem viðskiptavinir skuldbinda sig til þess að kaupa eða selja gjaldeyri af banka í framtíðinni á fyrirfram ákveðnu gengi.
Dollarar og Evrur
21. mars 2022 - Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á þriðjudag birtir Hagstofan vísitölu launa fyrir febrúar.
  • Á fimmtudag birtir Hagstofan niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn sinni fyrir febrúar.

Mynd vikunnar

Veruleg aukning varð í fyrra og í ár á framvirkum gjaldeyrissamningum, þ.e. samningum þar sem viðskiptavinir skuldbinda sig til þess að kaupa eða selja gjaldeyri af banka í framtíðinni á fyrirfram ákveðnu gengi. Hrein framvirk staða viðskiptabankanna var í lok febrúar jákvæð um 140 milljarða króna sem þýðir að viðskiptavinir bankanna hafa selt gjaldeyri framvirkt fyrir 140 milljarð króna umfram það sem þeir hafa keypt framvirkt. Viðskiptavinur gæti selt gjaldeyri framvirkt ef hann á von á að fá tekjur í erlendum gjaldeyri í framtíðinni og vill verja sig gegn því að krónan styrkist í millitíðinni með þeim afleiðingum að færri krónur fáist fyrir erlenda gjaldeyrinn þegar hann kemur í hús. Einnig getur viðskiptavinur selt gjaldeyri framvirkt ef hann vill taka stöðu með krónunni, þ.e. hann á von á að hún styrkist.

Efnahagsmál

Fjármálamarkaðir

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 21. mars 2022 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
26. maí 2023

Ársverðbólga úr 9,9% í 9,5%

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% milli mánaða í maí og við það lækkaði ársverðbólgan úr 9,9% í 9,5%. Reiknuð húsaleiga hækkaði minna en við áttum von á og á stærstan hlut í muninum á mælingu Hagstofunnar og okkar spá fyrir maí.
Flutningaskip
25. maí 2023

Vöru- og þjónustujöfnuður neikvæður á fyrsta ársfjórðungi

Útflutningsverðmæti landsins jókst mjög á fyrsta fjórðungi borið saman við sama fjórðung í fyrra. Aukning varð í útflutningsverðmæti sjávarafurða og ferðaþjónustu en dróst örlítið saman fyrir ál. Það skýrist af fjölgun ferðamanna, hærra verði sjávarafurða og lækkun á álverði. Samanlagt útflutningsverðmæti stoðanna þriggja á fjórðungnum nam 266,8 mö.kr.
23. maí 2023

Hagvöxtur byggir sífellt meira á ferðaþjónustunni

Eftir mikinn samdrátt í ferðaþjónustu á heimsvísu vegna samkomutakmarkana í Covid-faraldrinum tók eftirspurn mikið stökk á síðasta ári, þegar samkomutakmarkanirnar voru að mestu afnumdar. Aðdragandinn var lítill og umskiptin því skörp. Þetta torveldaði allan undirbúning fyrir fyrirtækin en þrátt fyrir ákveðna hnökra, eins og skort á starfsfólki, náði greinin fljótt vopnum sínum og kom sterk til baka.
22. maí 2023

Vikubyrjun 22. maí 2023

Um 20% af allri kortaveltu íslenskra heimila fer núna fram erlendis, en aukning í kortaveltu íslenskra heimila síðan heimsfaraldrinum lauk hefur verið drifinn áfram af kaupum á vöru og þjónustu frá erlendum söluaðilum.
17. maí 2023

Spáum stýrivaxtahækkun um 1,0 prósentustig

Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 1,0 prósentustig í næstu viku. Gangi spáin eftir fara meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, úr 7,5% upp í 8,5%.
Bananar
17. maí 2023

Spáum 9,6% verðbólgu í maí

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,54% milli mánaða í maí og að ársverðbólgan lækki úr 9,9% í 9,6%. Verðbólgan hefur reynst þrálát síðustu mánuði og meiri en spár gerðu ráð fyrir. Við gerum ráð fyrir því að toppnum sé náð, verðbólga fari hægt hjaðnandi og mælist 8,4% í ágúst. Hagstofan birtir maímælingu vísitölu neysluverðs föstudaginn 26. maí næstkomandi.
Símagreiðsla
16. maí 2023

Kortavelta innanlands dróst saman um 7,2% í apríl

Heildarkortavelta íslenskra heimila dróst saman um 5% í apríl, sé hún borin saman við aprílmánuð í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn í rúm tvö ár sem heildarkortaveltan dregst saman milli ára. Kortavelta Íslendinga innanlands var 7,2% minni en í apríl í fyrra en erlendis jókst hún um 5%. Samdráttur í kortaveltu kann að vera merki um að tekið sé að hægja á einkaneyslu, en þó ber að varast að lesa of mikið í einstaka mánuði.
Flugvél
16. maí 2023

Ferðaþjónustan á fleygiferð

Um 142 þúsund erlendir ferðamenn fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll í apríl og er þetta því þriðji stærsti aprílmánuður frá upphafi. Ferðir Íslendinga til útlanda í apríl voru 56 þúsund, örlítið færri en í fyrra. Þeir ferðamenn sem nú koma gera betur við sig en þeir gerðu fyrir faraldur. Þá hafa bílaleigubílar í umferð aldrei verið fleiri í apríl en nú.
Ský
15. maí 2023

Vikubyrjun 15. maí 2023

Í skuldabréfaútboðinu sem Reykjavíkurborg hélt í á miðvikudag í síðustu viku seldi borgin verðtryggð skuldabréf á gjalddaga 2032 á ávöxtunarkröfunni 3,6%. Þann sama dag var ávöxtunarkrafan á ríkisskuldabréf á gjalddaga 2033 1,8% þannig að kjörin sem Reykjavíkurborg bjóðast eru um 1,8% hærri en þau sem ríkinu bjóðast.
9. maí 2023

Hætt við að aðhaldið dugi skammt gegn verðbólgu

Ekki er gert ráð fyrir að það takist að lækka skuldahlutfall ríkissjóðs fyrr en árið 2028 og þá aðeins örlítið, samkvæmt nýrri ríkisfjármálaáætlun sem ríkisstjórnin kynnti í apríl. Þá er áætlaður hægur afkomubati og að ríkissjóður verði rekinn með halla til ársins 2028. Það er eðlilegt að staldra við þegar ríkissjóður er rekinn með viðvarandi halla í efnahagsuppsveiflu, en á sama tíma ber að taka tillit til þess að viðsnúningur eftir faraldurinn taki einhvern tíma. 
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur