Vikubyrjun 21. maí 2024
Velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum gefur mynd af því hvar hagkerfið er að vaxa og hvar það er að dragast saman. Samkvæmt nýjustu gögnum mældist veruleg aukning milli ára í fasteignaviðskiptum og í byggingarstarfsemi en samdráttur í framleiðslu málma, bílasölu og í sjávarútvegi á fyrstu mánuðum ársins.

21. maí 2024
Vikan framundan
- Í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar, Alvotech birtir uppgjör, hlutafjárútboð Íslandshótela lýkur og það verður birt vísitala neysluverðs í Bretlandi.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan vöru- og þjónustujöfnuð fyrir fyrsta ársfjórðung. Brim, Hampiðjan og Síldarvinnslan birta uppgjör.
Mynd vikunnar
Velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum gefur mynd af því hvar hagkerfið er að vaxa og hvar það er að dragast saman. Þetta sést nokkuð vel í nýjustu tölunum sem eru frá VSK tímabilinu janúar og febrúar 2024. Það mældist langmesta aukning milli ára í fasteignaviðskiptum og í byggingarstarfsemi. Auk þess er nokkur aukning milli ára í matvælaframleiðslu (án fiskvinnslu), upplýsingatækni og í ferðaþjónustu en samdráttur í framleiðslu málma, bílasölu og í sjávarútvegi.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,38% á milli mánaða í maí og að ársverðbólga haldist óbreytt í 6,0%. Húsnæðiskostnaður og flugfargjöld til útlanda munu hafa mest áhrif á vísitöluna, en í sitthvora áttina gangi spá okkar eftir. Húsnæði hækkar en flugfargjöld lækka. Við eigum núna von á að verðbólga verði nær óbreytt næstu mánuði.
- Greiðslukortavelta heimilanna dróst saman um 2,1% milli ára, á föstu verðlagi í apríl. Innanlands dróst kortavelta íslenskra heimila saman um 1,7% að raunvirði í apríl og erlendis um 3,3%, á föstu gengi. Samfelldur samdráttur í kortaveltu síðustu mánuði er vísbending um að smám saman dragi úr eftirspurn í hagkerfinu.
- HMS er nú með vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs aðgengilegar á einum stað á vefnum sínum.
- Verðbólga mældist 3,4% í Bandaríkjunum í apríl.
- Amaroq, Iceland Seafood, Íslandshótel og Reitir birtu uppgjör. JBT skilaði inn skráningaryfirlýsingu í tengslum við yfirtökutilboð félagsins í Marel
- Íslandsbanki, Kaldalón, Lánasjóður sveitarfélag, Lánamál ríkisins og Orkuveita Reykjavíkur seldu skuldabréf í krónum. Arion banki gaf út skuldabréf í evrum og í bandarískum dollurum. Íslandsbanki keypti til baka skuldabréf í sænskum og norskum krónum.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).
Þú gætir einnig haft áhuga á

7. maí 2025
Ætla má að um þriðjungur íslenskra vara sem fluttar eru frá Íslandi til Bandaríkjanna sé undanþeginn þeim tollum sem nú eru í gildi, til dæmis lyf og flestar lækningavörur. Óvissa um framvindu mála í alþjóðaviðskiptum getur samt ein og sér leitt til þess að fyrirtæki halda að sér höndum og ráðast síður í nýjar fjárfestingar. Á síðasta ári fór um 12% af vöruútflutningi Íslands til Bandaríkjanna.

5. maí 2025
Í apríl jókst verðbólga úr 3,8% í 4,2%, nokkuð umfram okkar spá um 4,0% verðbólgu. Velta samkvæmt VSK-skýrslum jókst á milli ára í flestum atvinnugreinum á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Á fyrsta ársfjórðungi mældist hagvöxtur á evrusvæðinu en samdráttur í Bandaríkjunum. Í þessari viku er vaxtaákvörðun í Bandaríkjunum og einnig í Bretlandi.

2. maí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

2. maí 2025
Ör fólksfjölgun og hækkun húsnæðisverðs hefur aukið eftirspurn eftir leiguíbúðum. Stærstur hluti Airbnb-íbúða er nú leigður út af leigusölum með fleiri en tvær íbúðir í útleigu. Frumvarp um hert skilyrði um skammtímaleigu hefur verið sett í samráðsgátt. Hömlur á skammtímaleigu gætu aukið framboð leiguíbúða og jafnvel söluframboð.

29. apríl 2025
Verðbólga mældist 4,2% í apríl og hækkaði úr 3,8% frá því í mars. Verðbólga var umfram okkar spá, einkum vegna þess að reiknuð húsaleiga og verð á matvörum hækkaði meira en við bjuggumst við.

28. apríl 2025
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) birti nýja efnahagsspá um páskana. Hagvaxtarhorfur í heiminum hafa verið færðar niður og AGS telur að spenna í alþjóðaviðskiptum og veruleg óvissa komi til með að draga úr umsvifum í heimshagkerfinu.

28. apríl 2025
Hagstofan birtir verðbólgutölur fyrir aprílmánuð á morgun og við búumst við að verðbólga hækki tímabundið upp í 4%. Í vikunni fáum við fyrstu uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung og fyrsta mat á hagvexti í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu á fyrsta ársfjórðungi.

23. apríl 2025
Við teljum horfur á tiltölulega hófstilltum verðhækkunum á íbúðamarkaði næstu árin, 5,9% hækkun á þessu ári, 4,8% hækkun á næsta ári og 6,4% hækkun árið 2027. Til samanburðar hefur íbúðaverð hækkað um 9% á ári að jafnaði frá aldamótum, og að meðaltali um 13% á ári frá árinu 2021.

22. apríl 2025
Leiguverð hefur hækkað um 11,3% á síðustu tólf mánuðum, þó nokkuð meira en íbúðaverð sem hefur hækkað um 8% á sama tímabili. Hækkanir á íbúða- og leigumarkaði eru þó nokkuð umfram almennar verðhækkanir í landinu, en verðbólga mældist 3,8% í mars. Áfram er kraftur í innlendri neyslu, greiðslukortavelta heimila hefur aukist statt og stöðugt síðustu mánuði og var 1,8% meiri í mars síðastliðnum en í mars í fyrra.

16. apríl 2025
Sviptingar í alþjóðaviðskiptum gætu haft margvísleg áhrif á ferðaþjónustu hér á landi. Tollar gætu rýrt kaupmátt Bandaríkjamanna og haft áhrif á komur þeirra hingað til lands. Auk þess eru merki um að áhugi Evrópubúa á að heimsækja Bandaríkin fari dvínandi, sem gæti haft áhrif hingað heim, enda hafa Evrópubúar gjarnan komið við á Íslandi á leið sinni vestur um haf. Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir samdrætti í ferðaþjónustu á þessu ári, en að hún taki aftur við sér á næstu tveimur árum.