Vikubyrjun 20. apríl
Vikan framundan
- Í dag birtir Marel uppgjör fyrir 1. ársfjórðungi.
- Á þriðjudag birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs.
- Á miðvikudag birtir Hagstofan launavístölu fyrir mars og Ferðamálastofa mánaðarlega skýrslu sína Ferðaþjónustan í tölum.
Myndir vikunnar
Alls voru 38.600 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í lok mars, þar af 14.200 á almennum atvinnuleysisbótum og 24.400 í minnkuðu starfshlutfalli. Samtals reiknast atvinnuleysi í mars 9,2%, þar af 5,7% vegna almennra umsókna og 3,5% vegna minnkaðs starfshlutfalls. Vinnumálastofnun býst við að atvinnuleysi fari upp í 16,9% í apríl en lækki síðan í maí. Gangi það eftir verður þetta hæsta skráða atvinnuleysi sem mælst hefur hér á landi, en atvinnuleysi fór hæst í 9,3% snemma árs 2010. Þetta er þó ekki að öllu leyti sambærilegt þar sem stór hluti þess fólks sem skráð er atvinnulaust nú heldur enn starfi sínu og ekki er fyrirliggjandi að það verði raunverulega atvinnulaust.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Skráð atvinnuleysi var 9,2% í mars.
- Útbreiðsla Covid-19 virðist hafa töluverð áhrif á neysluvenjur Íslendinga.
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) birti efnahagsspá fyrir þetta og næsta ár.
- Þjóðskrá birti talnaefni um veltu á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu og utan þess.
- Icelandair tilkynnti til kauphallarinnar að félagið er að undirbúa hlutafjárútboð.
- Hagstofan birti tölur um fiskafla í mars og útflutningsverðmæti sjávarafurða fram að páskum.
- Lánamál ríkisins birtu Markaðsupplýsingar í apríl.
- Lánasjóður sveitarfélaga lauk skuldabréfaútboði og Lánamál ríkisins luku útboði ríkisbréfa.