Viku­byrj­un 2. janú­ar 2023

Óhætt er að segja að ein stærsta frétt síðustu tveggja ára í efnahagsmálum sé aukin verðbólga og vaxtahækkanir hjá helstu seðlabönkum heims til að reyna að ná tökum á verðbólgunni. Þó vandamálið sé svipað að stærðargráðu víðsvegar í heiminum geta ástæðurnar fyrir mikilli verðbólgu verið af ýmsum toga.
Seðlabanki Íslands
2. janúar 2023 - Hagfræðideild

Vikan framundan

Á fimmtudag birtir Hagstofan bráðabirgðatölur vöruviðskipta í desember og uppfærðar tölur fyrir nóvember.

Á föstudag birtir Seðlabankinn útreikning á raungengi fyrir desember og talnaefni um veltu á millibankamarkaði með gjaldeyri og krónur í desember.

Mynd vikunnar

Óhætt er að segja að ein stærsta frétt síðustu tveggja ára í efnahagsmálum sé aukin verðbólga og vaxtahækkanir hjá helstu seðlabönkum heimsins til að reyna að ná tökum á verðbólgunni. Þó vandamálið sé svipað að stærðargráðu víðsvegar í heiminum geta ástæðurnar fyrir hárri verðbólgu verið af ýmsum toga. Þannig skýrist meirihluti verðbólgunnar á evrusvæðinu af hækkunum á matvælum og orku vegna framboðsvanda. Mun stærri hluti verðbólgunnar í Bandaríkjunum stafar af aukinni eftirspurn í kerfinu. Ísland sker sig síðan frá að því leyti að stóran hluta verðbólgunnar má skýra með hækkunum á fasteignamarkaði. Það sem er þó alls staðar sameiginlegt er að erfitt verður að ná verðbólgu niður aftur ef verðbólguvæntingar hækka og fólk missir trú á getu seðlabankanna til þess að hafa hemil á henni.

Það helsta frá síðustu tveimur vikum

Ársverðbólgan hækkaði út 9,3% í 9,6% í desember. Við áttum von á svipaðri hækkun og breytir þessi mæling því ekki spá okkar um framvinduna. Við eigum ennþá von á að verðbólga muni hjaðna næstu mánuði. Skammtímaspá okkar gerir ráð fyrir að verðbólgan lækki í 9,1% í janúar, 8,6% í febrúar og 7,9% í mars.

Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,3% milli mánaða í nóvember. Árshækkunin mældist 20,3% og lækkar fjórða mánuðinn í röð. Mikið flökt hefur mælst á vísitölunni síðustu mánuði sem kann að endurspegla minni veltu og þar með eru færri samningar til grundvallar vísitölunni hverju sinni. Lækkunin milli mánaða í nóvember kemur í kjölfar óvæntra hækkana bæði í september og október. HMS birti mánaðarskýrslu um fasteignamarkaðinn, en að mati stofnunarinnar er fasteignamarkaðurinn að kólna.

Hagstofan birti niðurstöður úr mánaðarlegri vinnumarkaðsrannsókn sinni og fjölda skráðra gistinótta, hvoru tveggja fyrir nóvember. Seðlabanki Íslands birti Hagvísa.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið birti samantekt um skattbreytingar á árinu 2023 og breytingar á tekjuskatti.

Á skuldabréfamarkaði  seldi Alma víxla, Lánasjóður sveitarfélaga birti útboðsdagatal, Lánamál ríkisins birtu ársáætlun fyrir 2023 og ársfjórðungsáætlun fyrir 1F. Fjármála- og efnahagsráðuneytið birti stefnu í lánamálum fyrir 2023-2027.

Á hlutabréfamarkaði undirrituðu Sýn og Ljósleiðarinn samning um sölu Sýnar á stofnneti sínu og Alvotech birti tilkynningu um stöðu umsóknar um markaðsleyfi í Bandaríkjunum

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 2. janúar 2023 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hús í Reykjavík
18. júlí 2024
Spenna á íbúðamarkaði
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í júní. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs jókst úr 8,4% í 9,1% en svo mikil hefur árshækkunin ekki verið síðan í febrúar 2023. Leiguverð hækkaði einnig á milli mánaða í júní, alls um 2,5%. Mikil velta var á íbúðamarkaði í júní og ljóst að íbúðamarkaður hefur tekið verulega við sér.
Gönguleið
15. júlí 2024
Vikubyrjun 15. júlí 2024
Erlendir ferðamenn voru 9% færri í júní á þessu ári en í júní í fyrra. Atvinnuleysi var 3,1% í júní og er áfram lítillega meira en á sama tíma í fyrra.
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur