Viku­byrj­un 2. janú­ar 2023

Óhætt er að segja að ein stærsta frétt síðustu tveggja ára í efnahagsmálum sé aukin verðbólga og vaxtahækkanir hjá helstu seðlabönkum heims til að reyna að ná tökum á verðbólgunni. Þó vandamálið sé svipað að stærðargráðu víðsvegar í heiminum geta ástæðurnar fyrir mikilli verðbólgu verið af ýmsum toga.
Seðlabanki Íslands
2. janúar 2023 - Hagfræðideild

Vikan framundan

Á fimmtudag birtir Hagstofan bráðabirgðatölur vöruviðskipta í desember og uppfærðar tölur fyrir nóvember.

Á föstudag birtir Seðlabankinn útreikning á raungengi fyrir desember og talnaefni um veltu á millibankamarkaði með gjaldeyri og krónur í desember.

Mynd vikunnar

Óhætt er að segja að ein stærsta frétt síðustu tveggja ára í efnahagsmálum sé aukin verðbólga og vaxtahækkanir hjá helstu seðlabönkum heimsins til að reyna að ná tökum á verðbólgunni. Þó vandamálið sé svipað að stærðargráðu víðsvegar í heiminum geta ástæðurnar fyrir hárri verðbólgu verið af ýmsum toga. Þannig skýrist meirihluti verðbólgunnar á evrusvæðinu af hækkunum á matvælum og orku vegna framboðsvanda. Mun stærri hluti verðbólgunnar í Bandaríkjunum stafar af aukinni eftirspurn í kerfinu. Ísland sker sig síðan frá að því leyti að stóran hluta verðbólgunnar má skýra með hækkunum á fasteignamarkaði. Það sem er þó alls staðar sameiginlegt er að erfitt verður að ná verðbólgu niður aftur ef verðbólguvæntingar hækka og fólk missir trú á getu seðlabankanna til þess að hafa hemil á henni.

Það helsta frá síðustu tveimur vikum

Ársverðbólgan hækkaði út 9,3% í 9,6% í desember. Við áttum von á svipaðri hækkun og breytir þessi mæling því ekki spá okkar um framvinduna. Við eigum ennþá von á að verðbólga muni hjaðna næstu mánuði. Skammtímaspá okkar gerir ráð fyrir að verðbólgan lækki í 9,1% í janúar, 8,6% í febrúar og 7,9% í mars.

Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,3% milli mánaða í nóvember. Árshækkunin mældist 20,3% og lækkar fjórða mánuðinn í röð. Mikið flökt hefur mælst á vísitölunni síðustu mánuði sem kann að endurspegla minni veltu og þar með eru færri samningar til grundvallar vísitölunni hverju sinni. Lækkunin milli mánaða í nóvember kemur í kjölfar óvæntra hækkana bæði í september og október. HMS birti mánaðarskýrslu um fasteignamarkaðinn, en að mati stofnunarinnar er fasteignamarkaðurinn að kólna.

Hagstofan birti niðurstöður úr mánaðarlegri vinnumarkaðsrannsókn sinni og fjölda skráðra gistinótta, hvoru tveggja fyrir nóvember. Seðlabanki Íslands birti Hagvísa.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið birti samantekt um skattbreytingar á árinu 2023 og breytingar á tekjuskatti.

Á skuldabréfamarkaði  seldi Alma víxla, Lánasjóður sveitarfélaga birti útboðsdagatal, Lánamál ríkisins birtu ársáætlun fyrir 2023 og ársfjórðungsáætlun fyrir 1F. Fjármála- og efnahagsráðuneytið birti stefnu í lánamálum fyrir 2023-2027.

Á hlutabréfamarkaði undirrituðu Sýn og Ljósleiðarinn samning um sölu Sýnar á stofnneti sínu og Alvotech birti tilkynningu um stöðu umsóknar um markaðsleyfi í Bandaríkjunum

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 2. janúar 2023 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Dollarar og Evrur
6. feb. 2023

Vikubyrjun 6. febrúar 2023

Það er ekki bara hér á landi sem verðbólga er há um þessar mundir heldur er það staðan víða um heim og hafa seðlabankar flest allra ríkja brugðist við með vaxtahækkunum. Í síðustu viku hækkuðu seðlabankar Bandaríkjanna, Evrópu og Englandsbanki vexti og hafa stýrivextir í þessum hagkerfum ekki verið hærri síðan fyrir fjármálakreppuna haustið 2008.
Seðlabanki
2. feb. 2023

Spáum 0,5 prósentustiga hækkun stýrivaxta

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kemur saman í næstu viku og stýrivaxtaákvörðun nefndarinnar verður birt miðvikudaginn 8. febrúar. Við teljum líklegast að nefndin hækki vexti bankans um 0,50 prósentur. Það má færa rök fyrir minni hækkun, en miðað við núverandi ástand, og umræðuna í þjóðfélaginu, mun nefndin líklegast líta svo á að senda þurfi skýr skilaboð um að böndum verði náð á verðbólgu.
Bananar
30. jan. 2023

Ársverðbólgan aftur komin upp í 9,9% – verð á bílum hækkaði mikið

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,85% milli mánaða í janúar samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Ársverðbólgan jókst úr 9,6% í 9,9%. Hún er því komin aftur upp í sama gildi og hún var í í júlí í fyrra, en það var hæsta gildið í núverandi verðbólgukúf. Verðbólgan var mun meiri en við áttum von á, sem skýrist að miklu leyti af miklum verðhækkunum á nýjum bílum. Það sem veldur mestum áhyggjum í tölunum frá því í morgun er að þeim undirliðum fjölgar áfram sem hækka í verði umfram verðbólgumarkmið.
Fasteignir
30. jan. 2023

Vikubyrjun 30. janúar 2023

Nýjum, fullbúnum íbúðum fjölgaði minna í fyrra en á árunum 2019 til 2021. Við sjáum samt ýmis merki þess að það sé nokkuð kröftug uppbygging í kortunum.
Fasteignir
25. jan. 2023

Íbúðum fjölgaði minna í fyrra en árin á undan en kröftug uppbygging í kortunum

Íbúðum á Íslandi fjölgaði minna á árinu 2022 en síðustu þrjú ár þar á undan en íbúðir í byggingu hafa aldrei verið fleiri en nú. Velta í byggingariðnaði hefur aukist og útlán banka til fyrirtækja í byggingargeiranum hafa færst mjög í aukana. Því má gera ráð fyrir að nýjar íbúðir rísi hraðar á næstunni. Afar erfitt er þó að segja til um hvort magnið verði í samræmi við þörf eða eftirspurn eftir íbúðum.
Skólavörðustígur í Reykjavík
23. jan. 2023

Vikubyrjun 23. janúar 2023

Frá upphafi árs 2020, rétt áður en heimsfaraldurinn skall á, hefur fasteignaverð hækkað um 50%, mun meira en laun, almennt verðlag og leiguverð.
Fasteignir
18. jan. 2023

Íbúðaverð lækkaði meira en búist var við í desember

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,7% milli mánaða í desember. Við þetta breytist verðbólguspáin okkar fyrir janúarmánuð örlítið og við gerum nú ráð fyrir 9,3% verðbólgu en ekki 9,4% eins og við spáðum í síðustu viku.
Kaffihús
16. jan. 2023

Kortavelta stóð í stað á milli ára í desember

Kortavelta íslenskra heimila stóð í stað á milli ára í desember að raunvirði. Kortaveltan hefur aukist í útlöndum en dregist saman innanlands. Ef desembermánuður 2022 er borinn saman við desember 2019 ferðuðust Íslendingar álíka mikið til útlanda en eyddu mun meiri pening erlendis nú en þá. Að sama skapi hefur meðalneysla erlendra ferðamanna hér á landi aukist.
Flugvél
16. jan. 2023

Vikubyrjun 16. janúar 2023

Tæplega 1,7 milljónir erlendra farþega fóru um Leifsstöð í fyrra. Bandaríkjamenn eru langfjölmennasti ferðamannahópurinn á sumrin en Bretar eiga það til að koma frekar utan háannatíma.
Epli
12. jan. 2023

Spáum að verðbólga lækki í 9,4% í janúar

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,31% milli mánaða í janúar. Gangi spáin eftir lækkar ársverðbólgan úr 9,6% í 9,4%. Það hefur ekki orðið veruleg breyting á verðbólguhorfum til næstu mánaða frá því við birtum síðast spá í lok desember. Við eigum enn von á að verðbólgan hjaðni rólega á næstu mánuðum og fari niður fyrir 8% í apríl. Við gerum þó ráð fyrir ögn hægari hjöðnun nú, m.a. vegna hærra matvælaverðs.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur