End­uð­um árið í 9,6% ár­s­verð­bólgu

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,66% milli mánaða í desember. Ársverðbólgan jókst úr 9,3% í 9,6% sem var nokkurn veginn í samræmi við væntingar okkar, en við áttum von á að verðbólgan færi í 9,5%. Við búumst við að verðbólgan hjaðni strax í næsta mánuði og verði komin niður fyrir 8% í mars.
Flugvél
22. desember 2022

Mest áhrif til hækkunar milli mánaða höfðu flugfargjöld til útlanda (+19,4% milli mánaða, +0,34% áhrif) og matur og drykkjarvörur (+0,6% milli mánaða, +0,10% áhrif). Mest áhrif til lækkunar hafði bensín (-1,8% milli mánaða, -0,07% áhrif).

Mæling Hagstofunnar var nokkurn veginn í samræmi við væntingar okkar. Við höfðum spáð 0,68% hækkun í verðkönnunarvikunni, en lækkuðum spána í 0,60% í gær eftir að HMS birti vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu, en sú mæling var mun lægri en við áttum von á.

Þó verðbólga í heild sé í takt við spá okkar var ýmislegt í tölunum sem kom okkur á óvart. Reiknuð húsaleiga, matarkarfan og húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. hækkuðu nokkuð meira en við áttum von á. Verð á nýjum bílum hækkaði hins vegar minna en við áttum von á.

Mismunandi þróun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu og utan

Eins og fram kom að ofan hækkaði reiknuð húsaleiga nokkuð meira en við áttum von á, um 0,41% en við spáðum 0,17% hækkun. Reiknuð húsaleiga samanstendur af markaðsverði húsnæðis á landinu öllu ásamt framlagi vaxtabreytinga húsnæðislána. Vaxtaliðurinn var í fullu samræmi við væntingar, en framlag hans var 0,45 prósentustig til hækkunar. Við áttum hins vegar von á að markaðsverð húsnæðis myndi lækka nokkuð meira en mæling Hagstofunnar sýndi, sem skýrir spáskekkjuna. Við gerðum ráð fyrir um 0,3% lækkun en mæling Hagstofunnar var upp á 0,04% lækkun. Það sem skýrir einna helst muninn er að sérbýli á höfuðborgarsvæðinu lækkaði minna samkvæmt mælingum Hagstofunnar en gögn HMS bentu til, auk þess sem húsnæðisverð utan höfuðborgarsvæðisins hækkaði um 0,6%. Saman varð þetta til þess að mjög lítil lækkun mældist á húsnæðisverði á landinu öllu sem er það sem haft er til grundvallar í útreikningi á reiknaðri húsaleigu.

Matarkarfan hefur á undanförnum þremur mánuðum hækkað nokkuð meira en við höfðum spáð. Þetta bendir til þess að verðhækkanir að utan komi fram með skýrari hætti í verðlaginu nú en á fyrri hluta ársins.

Smávægileg breyting á samsetningu verðbólgunnar

Það varð smávægileg breyting á samsetningu verðbólgunnar milli mánaða. Framlag innfluttra vara (án bensíns) hækkaði um 0,2 prósentustig, eða úr 1,3 prósentustigum í 1,5 prósentustig og framlag þjónustu hækkaði einnig um 0,2 prósentustig, úr 1,9 prósentustigum í 2,1 prósentustig. Árshækkun allra fjögurra kjarnavísitalnanna jókst meira en vísitölunnar í heild. Árshækkun kjarnavísitölu 4 jókst mest, eða 0,6 prósentustig og fór hún í fyrsta sinn yfir 6% á þessu ári. Í kjarnavísitölu 4 er búið að taka út flesta sveiflukennda liði auk áhrifa húsnæðisverðs. Þetta er í samræmi við það að framlag húsnæðisverðs, sem hefur verið einn megindrifkraftur verðbólgu síðasta árs, sé að fjara út enda er húsnæðismarkaður farinn að kólna. Áhrif annarra liða er að aukast og verðbólgan því að verða almennari.

Óbreyttar horfur til næstu þriggja mánaða

Það er ekkert í þessum tölum sem breytir skoðun okkar til næstu mánaða. Við áttum von á að verðbólga myndi hækka milli mánaða í desember og byrja að hjaðna aftur strax í janúar á næsta ári. Við spáum því að verðbólgan verði 9,1% í janúar, 8,6% í febrúar og 7,9% í mars. Spáin fyrir næstu þrjá mánuði er 0,1 prósentustigi hærri en sú sem við birtum fyrr í vikunni, en spá um breytingar milli mánaða er óbreytt. Hækkunin á spánni skýrist einungis af því að desembermælingin var um 0,1 prósentustigi hærri en við höfðum gert ráð fyrir.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Ferðamenn
18. mars 2024
Vikubyrjun 18. mars 2024
Gögn síðasta árs benda til þess að þeir ferðamenn sem hingað komu hafi að meðaltali dvalið skemur en árið á undan en aftur á móti eytt meiru á dag.
Vélsmiðja Guðmundar
15. mars 2024
Að flytja út „annað“ er heldur betur að skila sér
Útflutningur hefur alltaf verið mjög mikilvægur fyrir Íslendinga og íslenskan efnahag. Lengst af var fiskurinn okkar aðal útflutningsvara, svo bættist álið við og nú síðasta áratuginn eða svo hefur ferðaþjónusta rutt sér til rúms og er orðin stærsta einstaka útflutningsvara Íslendinga. Á síðustu árum hefur annar útflutningur, þ.e. útflutningur sem ekki heyrir undir neinn þessara flokka, vaxið hratt og raunar hraðar en ferðaþjónustan, þó faraldurinn torveldi samanburðinn aðeins.
Fjölbýlishús
14. mars 2024
Spáum 6,6% verðbólgu í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,57% milli mánaða í mars og að ársverðbólga verði óbreytt í 6,6%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda, föt og skór og matarkarfan. Við eigum enn von á að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í júní.
14. mars 2024
Óbreytt vaxtastig en bjartur tónn
Þrátt fyrir hjaðnandi verðbólgu og sátt um langtímakjarasamning á stórum hluta vinnumarkaðar teljum við að peningastefnunefnd haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 9,25% í næstu viku, fjórða skiptið í röð. Verðlag hækkaði umfram væntingar í febrúar og verðbólguvæntingar hafa lítið breyst frá síðasta fundi nefndarinnar. Auk þess ríkir enn óvissa um framvindu kjarasamninga annarra hópa. Við teljum þó að tónninn í yfirlýsingunni verði bjartari en verið hefur og að vaxtalækkun kunni að vera handan við hornið.
Sky Lagoon
12. mars 2024
Neysla erlendra ferðamanna helst ekki í hendur við fjölgun þeirra
Um 156 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar. Aðeins einu sinni hafa fleiri ferðamenn farið um flugvöllinn í febrúarmánuði, eða á metárinu 2018. Fjölgunin var um 14% á milli ára í fjölda ferðamanna, en erlend kortavelta jókst aðeins um 3,1%, á föstu gengi. Þeir ferðamenn sem nú koma virðast því eyða minna en þeir sem komu fyrir ári síðan.
Ferðafólk
11. mars 2024
Vikubyrjun 11. mars 2024
Stóru útflutningsgreinarnar þrjár, ferðaþjónusta (600 ma. kr.), ál og álafurðir (320 ma. kr.) og sjávarafurðir (350 ma. kr.), stóðu undir 70% af heildarútflutningsverðmæti síðasta árs. Verðmæti annars útflutnings var um 580 ma. kr. og skilaði því meira verðmæti en sjávarafurðir eða ál og álafurðir.
Flutningaskip
5. mars 2024
Utanríkisviðskipti í góðu jafnvægi
Alls var 41,4 ma.kr. afgangur af viðskiptum við útlönd í fyrra. Eins og við var búist var mikill halli á vöruskiptajöfnuði, mikill afgangur af þjónustujöfnuði, smá afgangur af frumþáttatekjum og smá halli á rekstrarframlögum. Erlend staða þjóðarbúsins batnaði nokkuð í fyrra, en í lok árs voru erlendar eignir þjóðarbúsins um 1.600 ma.kr. meiri en erlendar skuldir.
5. mars 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - febrúar 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
4. mars 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 4. mars 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
4. mars 2024
Vikubyrjun 4. mars 2024
Eftir næstum tvö ár af mjög kröftugum hagvexti í kjölfar heimsfaraldursins, hægði mjög á umsvifum í hagkerfinu eftir því sem leið á síðasta ár.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur