Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Íbúða­verð lækk­ar í ann­að sinn á ár­inu – spá­um ögn minni verð­bólgu

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,3% milli mánaða í nóvember. Mælingin kemur í kjölfar hækkana síðustu tvo mánuði á undan. Skammtímaverðbólguspáin okkar hefur breyst lítillega vegna þessara talna og gerum við nú ráð fyrir 9,5% verðbólgu í desember í stað 9,6%.
Gata í Reykjavík
21. desember 2022 - Greiningardeild

Samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) lækkaði vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu um 0,3% milli október og nóvember. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem íbúðaverð lækkar milli mánaða, en síðast mældist lækkun í ágúst upp á 0,4% milli mánaða.

Mikið flökt milli mánaða

Mikið flökt hefur mælst á vísitölunni milli mánaða á allra síðustu mánuðum sem kann að endurspegla minni veltu og þar með eru færri samningar til grundvallar vísitölunni hverju sinni. Lækkunin nú kemur í kjölfar hækkana bæði í september og október upp á annars vegar 0,8% og hins vegar 0,6%. Þær hækkanir komu nokkuð á óvart þar sem flest benti til þess að markaðurinn væri farinn að róast. Lækkunin í nóvember er mögulega nokkurs konar leiðrétting á þeim hækkunum sem urðu á síðustu mánuðum. Breytingar milli einstakra mánaða geta verið mjög sveiflukenndar og því ber að varast að taka einstaka mælingar of hátíðlega. Það er hins vegar alveg ljóst að markaðurinn hefur kólnað töluvert frá miðju sumri og teljum við að kólnunin sé komin til að vera í þónokkurn tíma.

Verð á fjölbýli stóð nánast í stað milli mánaða, lækkaði einungis um 0,04% en verð á sérbýli lækkaði um 1,2%. Þetta er í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem bæði fjölbýli og sérbýli lækka milli mánaða. 12 mánaða hækkun íbúðaverðs mælist nú 20,3% og lækkar fjórða mánuðinn í röð. 12 mánaða hækkun á verði fjölbýlis mælist 20,2% og sérbýlis 21,6%. Árstakturinn lækkar milli mánaða í báðum tilfellum.

Almennt verðlag án húsnæðis (VNV án húsnæðis) hækkaði um 0,06% milli mánaða í nóvember og lækkar raunverð íbúða því um tæplega 0,4% milli mánaða. Þetta er annan mánuðinn í röð sem raunverð íbúða lækkar, sem þýðir að á allra síðustu mánuðum hefur verð á húsnæði hækkað minna en verðlag almennt. Ef fram heldur sem horfir gæti húsnæði hætt að vera aðaldrifkraftur verðbólgunnar.

Verðbólguspáin breytist lítillega

Við þessa nýju mælingu HMS breytist nýjasta skammtímaverðbólguspáin okkar og hliðrast niður á við um 0,1 prósentustig. Í síðustu verðbólguspá gerðum við ráð fyrir að íbúðaverð myndi hækka lítillega, en ekki lækka eins og það gerði. Það vinnur hins vegar gegn hjöðnun verðbólgunnar að krónan er örlítið veikari en þegar við birtum spána.

Í stað 9,6% verðbólgu í desember gerum við nú ráð fyrir 9,5% en á morgun birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs fyrir mánuðinn. Við spáum því að verðbólgan hjaðni á næstu mánuðum og verði komin niður í 7,8% í mars á næsta ári.

Íbúðamarkaður farinn að róast

Stór þáttur í hjöðnun verðbólgunnar er rólegri íbúðamarkaður og nýjustu tölur benda til þess að markaðurinn sé farinn að róast. Færri kaupsamningar eru alla jafna undirritaðir nú og samkvæmt gögnum HMS seljast nú hlutfallslega færri íbúðir yfir ásettu verði. Saman bendir þetta til þess að eftirspurn sé farin að dragast saman sem kemur ekki á óvart eftir miklar vaxtahækkanir og hert lánþegaskilyrði.

Samkvæmt bráðabirgðatölum HMS voru 488 kaupsamningar undirritaðir í nóvember, en frá því í júlí hafa að jafnaði 484 samningar verið undirritaðir mánaðarlega sem er mikil breyting frá því sem verið hefur. Í fyrra voru að jafnaði 748 samningar undirritaðir mánaðarlega en meðaltalið í ár virðist stefna í ríflega 500 samninga mánaðarlega. Það er einnig nokkuð lægra en sást á árunum 2016-2019 þegar um 600 samningar voru alla jafnan undirritaðir mánaðarlega.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
13. nóv. 2025
Spáum 4,3% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að verðbólga standi óbreytt á milli mánaða og mælist 4,3% í nóvember. Flugfargjöld til útlanda verða til lækkunar á vísitölunni, en reiknuð húsaleiga og matarkarfan verða til hækkunar. Við búumst við aukinni verðbólgu á næstu mánuðum.
Hverasvæði
10. nóv. 2025
Raungengi enn í hæstu hæðum
Raungengi krónunnar er mjög hátt í sögulegu samhengi en hefur gefið lítillega eftir á allra síðustu dögum. Horfur í álútflutningi eru dræmar eftir bilun hjá Norðuráli og aflaheimildir gefa fyrirheit um samdrátt í útflutningi sjávarafurða. Ferðaþjónusta hefur vaxið umfram væntingar það sem af er ári og telja má horfur á vexti í nýjustu útflutningsstoðum Íslands. Velta samkvæmt VSK-skýrslum hefur þróast með svipuðum hætti í útflutningsgeiranum og í innlenda hagkerfinu, en ávöxtun hlutabréfa félaga í kauphöllinni með tekjur í erlendri mynt er mun lakari en fyrirtækja með tekjur í íslenskum krónum.
10. nóv. 2025
Vikubyrjun 10. nóvember 2025
Fáar áhugaverðar hagtölur voru birtar í síðustu viku, en í þessari viku birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir ferðamannatölur. Uppgjörstímabilið fyrir þriðja ársfjórðung er í fullum gangi.
Byggingakrani og fjölbýlishús
6. nóv. 2025
Óvissa á íbúðamarkaði og takmarkaðar raunverðshækkanir í kortunum 
Hátt vaxtastig og ströng lánþegaskilyrði hafa slegið verulega á verðhækkanir á íbúðamarkaði. Á sama tíma hefur fjöldinn allur af nýjum íbúðum risið og sölutími þeirra lengst til muna. Eftir að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu féll hafa viðskiptabankarnir tekið lánaframboð til endurskoðunar og það sama má segja um suma lífeyrissjóðina. Seðlabankinn ákvað í síðustu viku að slaka lítillega á lánþegaskilyrðum.  
3. nóv. 2025
Mánaðamót 1. nóvember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fataverslun
3. nóv. 2025
Vikubyrjun 3. nóvember 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar í október og mældist 4,3%. Svo mikil hefur verðbólga ekki verið síðan í febrúar síðastliðnum. Telja má áhyggjuefni að aukin verðbólga skýrist ekki af tilfallandi sveiflukenndum liðum heldur virðist undirliggjandi verðþrýstingur hafa aukist. Í þessari viku halda félög áfram að birta uppgjör og hugsanlega má búast við fleiri púslum í breytta mynd af framboði íbúðalána í kjölfar vaxtamálsins.  
Smiður
31. okt. 2025
Minnkandi spenna á vinnumarkaði og minni fólksfjölgun
Eftirspurn eftir vinnuafli hefur minnkað og dregið hefur úr hækkun launa. Atvinnuleysi hefur aukist smám saman og rólegri taktur í atvinnulífinu hefur endurspeglast í hægari fólksfjölgun. Kaupmáttur hefur aukist jafnt og þétt og við teljum að þótt hægi á launahækkunum komi kaupmáttur til með að aukast áfram á næstu árum. Mikill kraftur er í neyslu landsmanna, kortavelta eykst sífellt og Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir.
Paprika
30. okt. 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,47% á milli mánaða í október og verðbólga jókst úr 4,1% í 4,3%. Vísitala neysluverðs hækkaði meira en við bjuggumst við, ekki síst reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykk. Skammtímaspá okkar gerir nú ráð fyrir að verðbólga haldist í 4,3% út árið, en aukist svo í janúar og mælist 4,5%.
27. okt. 2025
Vikubyrjun 27. október 2025
Íslenska hagkerfið verður í hægum vaxtartakti á næstu árum gangi hagspá sem við birtum í síðustu viku eftir. Á fimmtudag koma verðbólgutölur fyrir október og við eigum von á að verðbólga hækki úr 4,1% í 4,2%.
Hagspá október 2025
22. okt. 2025
Kólnandi kerfi en kraftmikil neysla
Hagvöxtur verður 1,5% á þessu ári og 1,7% á því næsta, samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans. Hagvöxtur verður ekki síst drifinn áfram af neyslu innanlands en á sama tíma er útlit fyrir smám saman minnkandi spennu í atvinnulífinu. Verðbólga reynist áfram þrálát næstu misseri og ekki eru horfur á að hún komist niður í markmið Seðlabankans á spátímabilinu. Því má áfram búast við háum raunstýrivöxtum.