Vikan framundan
- Á fimmtudaginn birtir Hagstofan mánaðarleg gögn um vinnumarkaðinn.
- Á föstudaginn birtir Hagstofan upplýsingar um nýskráningu félaga í júlí.
Mynd vikunnar
Verðbólga í júní 2022 mældist 8,8%. Árshækkun launavísitölunnar var 8,1% þannig að kaupmáttur launa minnkaði um 0,9% milli júnímánaða 2021 og 2022. Kaupmáttur í júní var 2,9% lægri en hann var í janúar 2022, en þá var kaupmáttur sá mesti í sögunni, þannig að mikil verðbólga síðustu mánaða hefur minnkað kaupmátt töluvert. Kaupmáttur hefur ekki verið lægri síðan í desember 2020.
Efnahagsmál
Erlendar gistinætur nærri fjórfölduðust milli ára, samkvæmt tölum Hagstofunnar.
Fjármálamarkaðir
Arion banki, Festi, Íslandsbanki og Marel birtu ársfjórðungsuppgjör fyrir annan ársfjórðung.
Lánamál ríkisins luku útboði ríkisvíxla.
Hagtölur og markaðsupplýsingar









