Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Kaup­mátt­ur á nið­ur­leið – mikl­ar launa­hækk­an­ir tengd­ar ferða­þjón­ustu

Launavísitalan fyrir allan vinnumarkaðinn hækkaði um 8,5% milli aprílmánaða 2021 og 2022. Laun innan flestra atvinnugreina hafa hækkað með svipuðum hætti, þó með tveimur undantekningum. Laun á veitinga- og gististöðum hafa hækkað um 12,7% á þessu tímabili og laun í fjármála- og vátryggingastarfsemi um 5,9%. Hækkunin í veitinga- og gistihúsastarfsemi er mun meiri en í öðrum greinum sem ættu að vera tiltölulega sambærilegar. Stór hluti af veitinga- og gistiþjónustu er háður stöðu ferðaþjónustunnar. Það verður því athyglisvert að fylgjast með þróun launa í þeirri grein eftir því sem líða tekur á sumarið og starfsemin óðum að komast í svipað horf og mest hefur verið.
Ferðafólk
26. júlí 2022 - Greiningardeild

Launavísitalan var nær óbreytt milli maí og júní samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,1%.

Verðbólga í júní 2022 mældist 8,8%. Árshækkun launavísitölunnar var hins vegar 8,1% þannig að kaupmáttur launa minnkaði um 0,9% milli júnímánaða 2021 og 2022. Kaupmáttur í júní var 2,9% lægri en hann var í janúar 2022, en þá var kaupmáttur sá mesti í sögunni, þannig að mikil verðbólga síðustu mánaða hefur minnkað kaupmátt töluvert. Kaupmáttur hefur ekki verið lægri síðan í desember 2020. Nokkuð víst má telja að kaupmáttur haldi áfram að minnka á næstu mánuðum þar sem verðbólga er áfram mikil og ekki um frekari samningsbundnar launahækkanir að ræða á þessu samningstímabili, sem lýkur í lok október á almenna markaðnum.

Sé litið á launabreytingar hjá stóru hópunum á vinnumarkaðnum milli aprílmánaða 2021 og 2022 sést að laun hafa hækkað eilítið meira á opinbera markaðnum en þeim almenna. Launin hækkuðu um 8,2% á almenna markaðnum á þessum tíma og um 9,3% á þeim opinbera, þar af 8,0% hjá ríkinu og 10,6% hjá sveitarfélögunum. Hækkanir hjá sveitarfélögunum hafa því verið töluvert meiri en á öðrum mörkuðum á þessu tímabili.

Launavísitalan fyrir allan vinnumarkaðinn hækkaði um 8,5% milli aprílmánaða 2021 og 2022. Laun innan flestra atvinnugreina hafa hækkað með svipuðum hætti, þó með tveimur undantekningum. Laun á veitinga- og gististöðum hafa hækkað um 12,7% á þessu tímabili og laun í fjármála- og vátryggingastarfsemi um 5,9%. Hækkunin í veitinga- og gistihúsastarfsemi er mun meiri en í öðrum greinum sem ættu að vera tiltölulega sambærilegar. Stór hluti af veitinga- og gistiþjónustu er háður stöðu ferðaþjónustunnar, verður því athyglisvert að fylgjast með þróun launa í þeirri grein eftir því sem líða tekur á sumarið og starfsemin óðum að komast í svipað horf og mest hefur verið.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Kaupmáttur á niðurleið – miklar launahækkanir tengdar ferðaþjónustu

Þú gætir einnig haft áhuga á
Byggingakrani og fjölbýlishús
6. nóv. 2025
Óvissa á íbúðamarkaði og takmarkaðar raunverðshækkanir í kortunum 
Hátt vaxtastig og ströng lánþegaskilyrði hafa slegið verulega á verðhækkanir á íbúðamarkaði. Á sama tíma hefur fjöldinn allur af nýjum íbúðum risið og sölutími þeirra lengst til muna. Eftir að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu féll hafa viðskiptabankarnir tekið lánaframboð til endurskoðunar og það sama má segja um suma lífeyrissjóðina. Seðlabankinn ákvað í síðustu viku að slaka lítillega á lánþegaskilyrðum.  
3. nóv. 2025
Mánaðamót 1. nóvember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fataverslun
3. nóv. 2025
Vikubyrjun 3. nóvember 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar í október og mældist 4,3%. Svo mikil hefur verðbólga ekki verið síðan í febrúar síðastliðnum. Telja má áhyggjuefni að aukin verðbólga skýrist ekki af tilfallandi sveiflukenndum liðum heldur virðist undirliggjandi verðþrýstingur hafa aukist. Í þessari viku halda félög áfram að birta uppgjör og hugsanlega má búast við fleiri púslum í breytta mynd af framboði íbúðalána í kjölfar vaxtamálsins.  
Smiður
31. okt. 2025
Minnkandi spenna á vinnumarkaði og minni fólksfjölgun
Eftirspurn eftir vinnuafli hefur minnkað og dregið hefur úr hækkun launa. Atvinnuleysi hefur aukist smám saman og rólegri taktur í atvinnulífinu hefur endurspeglast í hægari fólksfjölgun. Kaupmáttur hefur aukist jafnt og þétt og við teljum að þótt hægi á launahækkunum komi kaupmáttur til með að aukast áfram á næstu árum. Mikill kraftur er í neyslu landsmanna, kortavelta eykst sífellt og Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir.
Paprika
30. okt. 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,47% á milli mánaða í október og verðbólga jókst úr 4,1% í 4,3%. Vísitala neysluverðs hækkaði meira en við bjuggumst við, ekki síst reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykk. Skammtímaspá okkar gerir nú ráð fyrir að verðbólga haldist í 4,3% út árið, en aukist svo í janúar og mælist 4,5%.
27. okt. 2025
Vikubyrjun 27. október 2025
Íslenska hagkerfið verður í hægum vaxtartakti á næstu árum gangi hagspá sem við birtum í síðustu viku eftir. Á fimmtudag koma verðbólgutölur fyrir október og við eigum von á að verðbólga hækki úr 4,1% í 4,2%.
Hagspá október 2025
22. okt. 2025
Kólnandi kerfi en kraftmikil neysla
Hagvöxtur verður 1,5% á þessu ári og 1,7% á því næsta, samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans. Hagvöxtur verður ekki síst drifinn áfram af neyslu innanlands en á sama tíma er útlit fyrir smám saman minnkandi spennu í atvinnulífinu. Verðbólga reynist áfram þrálát næstu misseri og ekki eru horfur á að hún komist niður í markmið Seðlabankans á spátímabilinu. Því má áfram búast við háum raunstýrivöxtum.
Greiðsla
20. okt. 2025
Vikubyrjun 20. október 2025
Kortavelta Íslendinga jókst um 7,6% að raunvirði á milli ára í september. Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur kortavelta heimila verið um 5,2% meiri en á sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Í vikunni birtir Greiningardeild Landsbankans nýja hagspá til ársins 2028. HMS birtir vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.  
Flugvél
16. okt. 2025
Spáum 4,2% verðbólgu í október
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í október, úr 4,1% í 4,2%. Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni hafa flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og matarkarfan. Gangi spáin eftir verður október níundi mánuðurinn í röð þar sem verðbólga er á bilinu 3,8% til 4,2%. Við teljum að verðbólga verði áfram á þessu bili næstu mánuði.
Fjölskylda við matarborð
13. okt. 2025
Vikubyrjun 13. október 2025
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og við var búist. Þó mátti greina aukna bjartsýni í yfirlýsingu nefndarinnar. Skráð atvinnuleysi var 3,5% í september og jókst um 0,1 prósentustig á milli mánaða. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 0,5% í september og utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 14%.