18. febrúar 2019
Vikan framundan
- Í dag birtir Reitir ársuppgjör.
- Á morgun birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð frá síðasta fundi peningastefnunefndar.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn sinni.
- Á föstudag birtir Hagstofan þjóðhagsspá.
Mynd vikunnar
Velta innlendra greiðslukorta dróst saman um 0,4% að raunvirði milli ára í janúar. Þetta bendir til þess að heimilin séu farin að halda meira að sér höndum með neyslu. Opinber umræða frá því í haust bendir til þess að yfirvofandi gætu verið meiri átök á vinnumarkaði en sést hafa um áratugaskeið. Slíkt ástand líkt og önnur óvissa virkar almennt neysluletjandi á heimilin.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Við spáum 3,3% verðbólgu í febrúar.
- Fasteignaverð hækkaði mun meiri í stærri bæjum úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu á milli áranna 2017 og 2018.
- Kortavelta í verslun innanlands dróst áfram saman í janúar.
- Íslandsbanki birti ársuppgjör, ársskýrslu og áhættuskýrslu. Arion banki birti ársuppgjör.
- Eik, Reginn, Heimavellir, Sjóvá og TM birtu ársuppgjör.
- Hagstofan birti:
- Landsbankinn lauk útboði sértryggðra skuldabréfa, Orkuveita Reykjavíkur lauk útboði grænna skuldabréfa, Arion banki lauk víxlaútboði.
- Lánamál ríkisins birtu markaðsupplýsingar.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 18. febrúar 2019 (PDF)
Þú gætir einnig haft áhuga á

19. júní 2025
Kortavelta jókst um 6,8% á milli ára í maí að raunvirði þar af jókst hún um 21% erlendis. Það sem af er ári hefur kortavelta aukist um 5,5% frá sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir í maímánuði en nú í ár. Greiðslukortajöfnuður var neikvæður um 4,2 ma.kr. sem er töluvert meiri halli en í maí í fyrra.

16. júní 2025
Í síðustu viku fór fram uppgjör við eigendur HFF-bréfa. Erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í maí og atvinnuleysi jókst á milli ára. Í vikunni fram undan birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.

12. júní 2025
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í júní og mælist 3,9%. Verðbólga helst líklega nær óbreytt í sumar en eykst svo aðeins með haustinu, þegar einskiptisliðir vegna skólagjalda og skólamáltíða detta út úr tólf mánaða taktinum. Við gerum áfram ráð fyrir 4,0% verðbólgu í árslok.

11. júní 2025
Eftir hægagang í bílaviðskiptum á síðasta ári virðast þau hafa færst í aukana í byrjun þessa árs. Um 53% fleiri fólksbílar hafa verið nýskráðir til einkanota á fyrstu fimm mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Um 21% þeirra bíla sem hafa verið nýskráðir á þessu ári eru hreinir rafmagnsbílar.

10. júní 2025
Viðskiptahalli Íslands hefur aldrei verið jafnmikill og á síðustu tveimur fjórðungum. Þá hefur halli á vöruviðskiptum aldrei verið meiri en í maí og hið sama má segja um innflutningsverðmæti, samkvæmt Hagstofu Íslands. Í næstu viku verða birtar atvinnuleysistölur og brottfarir um Keflavíkurflugvöll í maí.

6. júní 2025
Alls var 59,5 ma.kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta fjórðungi ársins. Viðskiptahalli Íslands hefur aldrei verið jafnmikill og á síðustu tveimur fjórðungum. Hann skýrist að verulegu leyti af stórfelldum innflutningi á tölvubúnaði vegna uppbyggingar á gagnaverum. Erlend staða þjóðarbúsins breyttist lítið á fjórðungnum.

5. júní 2025
Útgjöld til hernaðar- og varnarmála hafa stóraukist á síðustu árum, einkum í Evrópu og Mið-Austurlöndum. Leiðtogafundur NATO verður haldinn í Haag í lok mánaðarins og talið er að viðmið um útgjöld aðildarríkja til varnarmála verði hækkað til muna. Enn er óljóst upp að hvaða marki Ísland gæti þurft að auka varnartengd útgjöld. Aukin hernaðaruppbygging litar hagvaxtar- og verðbólguhorfur á heimsvísu og getur haft margþætt efnahags- og samfélagsleg áhrif.

2. júní 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

2. júní 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,2% í 3,8% í apríl og landsframleiðsla jókst um 2,6% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 11,6% á milli ára í apríl. Í vikunni birtir Seðlabankinn viðskiptajöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.

30. maí 2025
2,6% hagvöxtur mældist á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar sem var birt í morgun. Samkvæmt endurskoðuðum þjóðhagsreikningum mældist 0,7% samdráttur á síðasta ári en ekki 0,5% hagvöxtur eins og áður var áætlað.