Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Viku­byrj­un 17. fe­brú­ar 2025

Erlendum ferðamönnum í janúar fækkaði um 5,8% á milli ára samkvæmt talningu Ferðamálastofu sem birt var í síðustu viku. Einnig fóru fram verðmælingar Hagstofunnar vegna vísitölu neysluverðs í febrúar og spáum við því að verðbólga hjaðni niður í 4,3%. Í þessari viku fáum við kortaveltutölur frá Seðlabankanum, vísitölur íbúða- og leiguverðs frá HMS auk þess sem fundargerð peningastefnunefndar verður birt.
Fólk við Geysi
17. febrúar 2025

Vikan framundan

  • Í dag birti Seðlabankinn kortaveltutölur fyrir janúar síðastliðinn og Play birtir ársuppgjör.
  • Á morgun birtir HMS vísitölu íbúðaverðs fyrir janúar og Síminn birtir ársuppgjör.
  • Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar vegna síðustu vaxtaákvörðunar og HMS birtir vísitölu leiguverðs fyrir janúar.
  • Á fimmtudaginn birtir HMS mánaðarskýrslu um húsnæðismarkaðinn og Sýn og Skagi birta ársuppgjör.

Mynd vikunnar

Um 121 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í janúar, 5,8% færri en í janúar í fyrra. Árið byrjar því aðeins hægar en síðasta ár en mjög svipaður fjöldi kom nú í janúar og árin 2023 og 2020. Þetta er einnig í fyrsta skipti í 3 mánuði sem fækkun mælist í fjölda ferðamanna á milli ára en á síðustu þremur mánuðum síðasta árs var slegið fjöldamet í komum erlendra ferðamanna hvers mánaðar. Ágætis kraftur var í greininni á lokamánuðum ársins og kortavelta erlendra ferðamanna fylgdi sömu þróun og fjölgun þeirra, jókst raunar meira í desember en fjöldinn. Í dag birti Seðlabankinn kortaveltutölur fyrir janúar sem sýndu að kortavelta jókst um 7,3% milli ára í janúar á föstu verðlagi. Úr því má ráða að ferðamenn gerðu betur við sig í janúar nú en í fyrra.

Það helsta frá vikunni sem leið

  • Skráð atvinnuleysi samkvæmt Vinnumálastofnun var 4,2% í janúar. Atvinnuleysi jókst um 0,4 prósentustig á milli mánaða, en atvinnuleysi eykst jafnan á milli mánaða í janúar. Atvinnuleysi var einnig 0,4 prósentustigum meira en í sama mánuði árið áður.
  • Sem fyrr segir fóru 121 þúsund erlendir ferðamenn um Keflavíkurflugvöll í janúar síðastliðnum og um 48 þúsund íslenskir ferðamenn. Á sama tíma og brottfarir erlendra ferðamanna drógust saman, mældust utanlandsferðir Íslendinga 22% fleiri en í janúar í fyrra.
  • Í síðustu viku fóru fram verðmælingar Hagstofunnar vegna febrúarmælingar á vísitölu neysluverðs. Við birtum verðbólguspá þar sem við spáum því að verðbólga lækki úr 4,6% í 4,3%. Við gerum ráð fyrir að útsölulok hafi mest áhrif á verðmælingar í febrúar.
  • Arion banki, Kvika banki, Eik, Heimar og Íslandsbanki birtu uppgjör.
  • Landsbankinn hélt útboð á sértryggðum skuldabréfum, ásamt útgáfu á AT1 verðbréfum. Lánamál ríkisins var með viðbótarútgáfu á ríkisbréfum og Lánasjóður sveitarfélaga lauk skuldabréfaútboði auk viðbótarútgáfu.
  • Stjórn Arion banka lýsti yfir áhuga á að hefja samrunaviðræður við Íslandsbanka.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 17. febrúar 2025 (PDF)

Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.

Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.

Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.

Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.

Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).
Þú gætir einnig haft áhuga á
10. júlí 2025
Spáum 4% verðbólgu í júlí
Við spáum því að verðbólga minnki lítillega í júlí og mælist 4,0%. Eins og almennt í júlímánuði má búast við að sumarútsölur og breytingar á flugfargjöldum hafi mest áhrif á vísitölu neysluverðs. Við teljum ekki horfur á að verðbólga þokist nær verðbólgumarkmiði á árinu og spáum 4,2% verðbólgu í lok árs.
Fjölbýlishús
9. júlí 2025
Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum 
Íbúðaverð á Íslandi hefur hækkað langtum meira en laun og almennt verðlag frá aldamótum. Greiðslubyrði af meðalláni hélst tiltölulega stöðug til ársins 2021 þegar hún tók að hækka skarpt, sérstaklega greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum.   
Hús í Reykjavík
7. júlí 2025
Matur og húsnæði helstu drifkraftar verðbólgu
Hækkandi matvöruverð og húsnæðiskostnaður eru þeir þættir sem eiga stærstan þátt í því að viðhalda verðbólgu á Íslandi um þessar mundir. Verðbólga mældist 4,2% í júní, nokkuð umfram spár. Ef matvara og húsnæði væru ekki hluti af vísitölu neysluverðs hefði verðbólga verið undir markmiði Seðlabankans frá því í ágúst í fyrra. Þættir á borð við sterkari krónu og lækkandi olíuverð hafa líkast til haldið aftur af verðhækkunum á ýmsum vörum upp á síðkastið, en á móti hefur þjónustuverð hækkað.
Bakarí
7. júlí 2025
Vikubyrjun 7. júlí 2025
Hagstofa Íslands spáir 2,2% hagvexti á yfirstandandi ári, samkvæmt hagspá sem birt var á föstudaginn. Hagvaxtarhorfur hafa verið færðar upp frá marsspánni þegar gert var ráð fyrir 1,8% hagvexti á árinu. Hagstofan spáir lítillega auknu atvinnuleysi næstu misserin, en Vinnumálastofnun birtir atvinnuleysistölur fyrir júnímánuð síðar í þessari viku.
1. júlí 2025
Mánaðamót 1. júlí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvél á flugvelli
30. júní 2025
Vikubyrjun 30. júní 2025
Verðbólga jókst úr 3,8% og mældist 4,2% í júní. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum þrýstingi á innfluttum vörum en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu. Þá jókst velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum um 1,5% að raunvirði í mars og apríl.
Paprika
27. júní 2025
Verðbólga umfram væntingar
Verðbólga mældist 4,2% í júní og jókst úr 3,8% frá því í maí. Verðlag hækkaði umfram spár, en við höfðum spáð 3,9% verðbólgu. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum verðþrýstingi á innfluttum vörum, einkum fötum, skóm og tómstundarvörum, en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu.
Orlofshús á Íslandi
27. júní 2025
Viðskipti með sumarhús færast aftur í aukana
Sumarhúsum á Íslandi hefur fjölgað um 45% á síðustu 20 árum. Viðskipti með sumarhús færðust verulega í aukana á tímum faraldursins. Fyrst eftir faraldurinn hægðist um en nú virðist aftur hafa glaðnað yfir markaðnum.
Herðubreið
25. júní 2025
Áfram merki um viðnámsþrótt í hagkerfinu
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum jókst um 1,5% að raunvirði í mars og apríl og um 5,2% í janúar og febrúar, samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Veltugögnin bera þess merki að hagkerfið standi vaxtastigið vel af sér sem er í takt við aukinn hagvöxt í byrjun árs. Það sem af er ári hefur velta aukist mest í sölu og viðhaldi á bílum en einnig má greina aukin umsvif í helstu útflutningsgreinunum: álframleiðslu, sjávarútvegi og ferðaþjónustu.
Ferðafólk
23. júní 2025
Færri ferðamenn en meiri ferðaþjónusta?
Færri ferðamenn hafa heimsótt Ísland það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir það hefur erlend kortavelta aukist á milli ára og það sama má segja um útflutningstekjur af ferðaþjónustu. Við teljum ýmislegt benda til þess að erlendir ferðamenn hafi verið fleiri síðustu mánuði en talning Ferðamálastofu segir til um.