17. apríl 2023
Vikan framundan
- Í dag birtir Seðlabankinn tölur um greiðslumiðlun.
- Á þriðjudaginn birtir HMS vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Ölgerðin birtir ársuppgjör.
Mynd vikunnar
Óhætt er að segja að árið byrji nokkuð vel hjá ferðaþjónustunni. Tæplega 420 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í gegnum Leifsstöð á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er um 60 þúsund (13%) færri en á sama tímabili á metferðamannaárinu 2018, en það ár komu 2.300 þúsund ferðamenn til landsins yfir árið í heild.
Helsta frá vikunni sem leið
- Tæplega 161 þúsund erlendir ferðamenn lögðu upp frá Keflavíkurflugvelli í mars, örlítið færri en í sama mánuði síðustu árin fyrir faraldur. Ferðamenn halda áfram að eyða að jafnaði meiri pening en þá. Ferðir Íslendinga til útlanda í mars voru rétt tæplega 40 þúsund, talsvert færri en í mars síðustu árin fyrir faraldur, sem skýrist líklega af tímasetningu páskaleyfa. Icelandair og Play birtu flutningstölur.
- Skráð atvinnuleysi mældist í 3,5% mars og minnkaði um 0,2 prósentustig milli mánaða, en atvinnuleysi er alla jafna mest í janúar og febrúar.
- Alvotech tilkynnti Kauphöllinni að fyrirtækið hefði ekki fengið markaðsleyfi fyrir lyfjahliðstæðuna AVT02 í Bandaríkjunum að sinni.
- Verðbólgan í Bandaríkjunum hjaðnaði úr 6% í 5%. Kjarnavísitalan, þ.e. verðbólga án orku og matvæla, hækkaði aftur á móti lítillega, eða úr 5,5% í 5,6%, sem bendir til þess að enn sé nokkur verðbólguþrýstingur til staðar.
- Af skuldabréfamarkaði var helst að frétta að Íslandsbanki hélt útboð á sértryggðum skuldabréfum, Lánamál ríkisins héldu útboð ríkisbréfa, Reykjavíkurborg hætti við fyrirhugað skuldabréfaútboð og Lánamál ríkisins birtu Markaðsupplýsingar.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara. Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti. Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.Þú gætir einnig haft áhuga á
25. sept. 2023
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst, samkvæmt gögnum sem HMS birti í síðustu viku. Vísitalan lækkaði þó nokkuð í júní og júlí og hækkunin kom því nokkuð á óvart. Í næstu viku ber hæst birting Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs á fimmtudag.
20. sept. 2023
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst. Árshækkun vísitölunnar fór úr 0,8% í 2,0%. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 9,6% færri í júlí en í sama mánuði í fyrra. Vísitalan er hærri en við gerðum ráð fyrir við gerð verðbólguspár fyrir septembermánuð og því færum við hana upp og spáum 7,8% ársverðbólgu í stað 7,7%.
18. sept. 2023
Um 282 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í ágúst. Ef sumarmánuðirnir eru teknir saman hafa aðeins einu sinni komið fleiri ferðamenn að sumri, árið 2018. Samkvæmt nýjustu þjóðhagsreikningum Hagstofunnar jókst þjónustuútflutningur á fyrstu tveimur fjórðungum ársins um 21%, og má rekja allan þann vöxt til ferðaþjónustunnar.
18. sept. 2023
Í síðustu viku komu tölur um brottfarir frá Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og veltu greiðslukorta. Í þessari viku ber hæst vísitala íbúðaverðs, sem kemur á þriðjudag, og yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands, sem gefin verður út á miðvikudaginn.
15. sept. 2023
Nýjar kortaveltutölur bera með sér frekari vísbendingar um að verulega sé að hægja á innlendri eftirspurn. Heildarkortavelta íslenskra heimila dróst saman um 3,4% milli ára í ágúst. Kortavelta Íslendinga innanlands var 4,3% minni en í ágúst í fyrra á föstu verðlagi og hefur nú dregist saman sex mánuði í röð. Erlendis jókst kortavelta Íslendinga um 0,7% á milli ára og kortaveltujöfnuður er jákvæður um 19,2 milljarða.
14. sept. 2023
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,07% milli mánaða í september og að ársverðbólga standi í stað og verði áfram 7,7%. Útsölulok hafa aftur mest áhrif til hækkunar milli mánaða í september samkvæmt spánni. Það sem helst dregur spána niður er árstíðabundin lækkun á flugfargjöldum til útlanda. Við gerum ráð fyrir að verðbólga lækki áfram næstu mánuði og verði 6,6% í desember.
11. sept. 2023
Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar. Samkvæmt henni greiddi einn nefndarmaður atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að hækka vexti um 0,50 prósentustig á síðasta fundi nefndarinnar og hefði heldur kosið að hækka þá um 0,25 prósentustig. Í þessari viku berast gögn yfir fjölda brottfara um Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og kortaveltu.
4. sept. 2023
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit um sértryggð skuldabréf.
4. sept. 2023
Verðbólga jókst úr 7,6% í 7,7% samkvæmt ágústmælingu Hagstofunnar. Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi samkvæmt nýjum þjóðhagsreikningum sem Hagstofan birti í vikunni, en hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi mældist 7,1%. Minni vöxtur einkaneyslu skýrir að stórum hluta minni hagvöxt á öðrum ársfjórðungi.
31. ágúst 2023
Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar. Eins og við var að búast benda tölurnar til þess að hægt hafi á hagkerfinu, en hagvöxtur mældist 7,1% á fyrsta ársfjórðungi. Vaxtahækkanir hafa tekið að tempra innlenda eftirspurn á sama tíma og hægt hefur á vexti kaupmáttar á síðustu misserum. Einkaneysla jókst örlítið en vegna hraðrar fólksfjölgunar dróst hún saman á mann.