17. apríl 2023
Vikan framundan
- Í dag birtir Seðlabankinn tölur um greiðslumiðlun.
- Á þriðjudaginn birtir HMS vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Ölgerðin birtir ársuppgjör.
Mynd vikunnar
Óhætt er að segja að árið byrji nokkuð vel hjá ferðaþjónustunni. Tæplega 420 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í gegnum Leifsstöð á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er um 60 þúsund (13%) færri en á sama tímabili á metferðamannaárinu 2018, en það ár komu 2.300 þúsund ferðamenn til landsins yfir árið í heild.
Helsta frá vikunni sem leið
- Tæplega 161 þúsund erlendir ferðamenn lögðu upp frá Keflavíkurflugvelli í mars, örlítið færri en í sama mánuði síðustu árin fyrir faraldur. Ferðamenn halda áfram að eyða að jafnaði meiri pening en þá. Ferðir Íslendinga til útlanda í mars voru rétt tæplega 40 þúsund, talsvert færri en í mars síðustu árin fyrir faraldur, sem skýrist líklega af tímasetningu páskaleyfa. Icelandair og Play birtu flutningstölur.
- Skráð atvinnuleysi mældist í 3,5% mars og minnkaði um 0,2 prósentustig milli mánaða, en atvinnuleysi er alla jafna mest í janúar og febrúar.
- Alvotech tilkynnti Kauphöllinni að fyrirtækið hefði ekki fengið markaðsleyfi fyrir lyfjahliðstæðuna AVT02 í Bandaríkjunum að sinni.
- Verðbólgan í Bandaríkjunum hjaðnaði úr 6% í 5%. Kjarnavísitalan, þ.e. verðbólga án orku og matvæla, hækkaði aftur á móti lítillega, eða úr 5,5% í 5,6%, sem bendir til þess að enn sé nokkur verðbólguþrýstingur til staðar.
- Af skuldabréfamarkaði var helst að frétta að Íslandsbanki hélt útboð á sértryggðum skuldabréfum, Lánamál ríkisins héldu útboð ríkisbréfa, Reykjavíkurborg hætti við fyrirhugað skuldabréfaútboð og Lánamál ríkisins birtu Markaðsupplýsingar.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara. Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti. Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.Þú gætir einnig haft áhuga á

18. feb. 2025
Enn eru merki um að landsmenn hafi svigrúm til neyslu þrátt fyrir langvarandi hávaxtastig. Kortavelta eykst með hverjum mánuðinum, utanlandsferðir í janúar hafa aldrei verið jafnmargar og í ár og samt virðast yfirdráttarlán ekki hafa færst í aukana. Á sama tíma hefur slaknað þó nokkuð á spennu á vinnumarkaði, eftirspurn eftir vinnuafli hefur dvínað og atvinnuleysi tók stökk í janúar þegar það fór yfir 4%.

17. feb. 2025
Erlendum ferðamönnum í janúar fækkaði um 5,8% á milli ára samkvæmt talningu Ferðamálastofu sem birt var í síðustu viku. Einnig fóru fram verðmælingar Hagstofunnar vegna vísitölu neysluverðs í febrúar og spáum við því að verðbólga hjaðni niður í 4,3%. Í þessari viku fáum við kortaveltutölur frá Seðlabankanum, vísitölur íbúða- og leiguverðs frá HMS auk þess sem fundargerð peningastefnunefndar verður birt.

13. feb. 2025
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,98% á milli mánaða í febrúar og að verðbólga hjaðni úr 4,6% í 4,3%. Við búumst við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í maí.

10. feb. 2025
Peningastefnunefnd lækkaði vexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku. Í þessari viku koma tölur um skráð atvinnuleysi og fjölda brottfara frá Leifsstöð auk þess sem Hagstofan framkvæmir verðkannanir vegna vísitölu neysluverðs. Uppgjörstímabilið í Kauphöllinni er síðan enn í fullum gangi.

3. feb. 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

3. feb. 2025
Halli af vöruviðskiptum jókst í fyrra, en ekki með sama hraða og síðustu tvö ár þar á undan. Að það hægi á aukningunni gæti verið merki um að jafnvægi sé að aukast í hagkerfinu, en á móti kemur að innflutningsverðmæti hafa aldrei verið meiri sem gæti verið merki um aukin umsvif.

3. feb. 2025
Verðbólga lækkaði á milli mánaða í janúar, úr 4,8% í 4,6%. Við eigum von á að Seðlabankinn lækki vexti um 0,5 prósentustig á miðvikudaginn. Fyrstu uppgjör fyrir árið 2024 komu í síðustu viku, en uppgjörstímabilið heldur áfram í þessari viku.

30. jan. 2025
Við spáum 0,5 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga mældist 4,6% í janúar. Hún hjaðnaði í takt við spá okkar og hefur þokast niður um 0,5 prósentustig frá síðustu vaxtaákvörðun. Hægt hefur á íbúðaverðshækkunum og verðbólguvæntingar virðast stöðugri en áður. Laun hafa hækkað mun minna en áður og vinnumarkaður hefur leitað í eðlilegra horf.

30. jan. 2025
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,27% á milli mánaða í janúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,8% í 4,6%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði 3,9% í apríl.

27. jan. 2025
Í vikunni birtast verðbólgutölur fyrir janúar. Við eigum von á að verðbólga hjaðni og mælist 4,6%. Í síðustu viku birtist vísitala íbúðaverðs fyrir desember sem sýndi lækkun upp á 0,6% á milli mánaða. Vísitala leiguverðs sýndi einnig lækkun á milli mánaða, um 0,9%.