Ferða­menn nálg­ast met­fjölda

Tæplega 161 þúsund erlendir ferðamenn lögðu upp frá Keflavíkurflugvelli í mars, örlítið færri en í sama mánuði síðustu árin fyrir faraldur. Ferðamenn halda áfram að eyða að jafnaði meiri pening en þá. Ferðir Íslendinga til útlanda í mars voru rétt tæplega 40 þúsund, talsvert færri en í mars síðustu árin fyrir faraldur sem skýrist líklega af tímasetningu páskaleyfa.
Ferðamenn á jökli
13. apríl 2023

Brottfarir í mars voru mjög nálægt fjöldanum í mars síðustu tvö árin fyrir faraldur, eða 93% af fjöldanum 2018 og 95% af fjöldanum 2019. Þetta er breyting frá því í febrúar, en þá var fjöldinn 86% af fjöldanum 2018 og 92% af fjöldanum 2019. Þessar tölur eru því vísbending um að ferðamannafjöldinn nálgast það sem var á metárinu 2018.

Bretar og Bandaríkjamenn fjölmennastir

Bretar og Bandaríkjamenn voru nú sem endranær lang fjölmennastir erlendra ferðamanna með 43% hlutdeild í heildarfjöldanum, nánast sama hlutfall og í febrúar. Bretar voru fjölmennastir en fækkaði þó milli mánaða, úr tæplega 39 þúsund í 37 þúsund ferðamenn. Bandaríkjamönnum fjölgaði milli mánaða, úr rétt rúmlega 20 þúsund í tæplega 31 þúsund. Bretar hafa verið líklegri en flestar aðrar þjóðir til þess að ferðast hingað yfir vetrarmánuðina og verið fjölmennastir ferðamanna yfir þá mánuði. Bandaríkjamenn koma frekar á sumrin og eru þá fjölmennastir allra ferðamanna.

Nýlega ákváðu kínversk stjórnvöld að leyfa sölu á pakkaferðum til 40 landa og er Ísland þar á meðal. Áhrifa pakkaferðanna virðist ekki farið að gæta en fjöldi Kínverja sem hingað komu í mars var einungis um 40% af fjöldanum í sama mánuði árin 2018 og 2019.

Brottfarir Íslendinga hóflegri

Nú í mars fóru Íslendingar í 40 þúsund ferðir til útlanda. Það er 70% af fjöldanum í sama mánuði árið 2018, og 92% af fjöldanum 2019. Til samanburðar var fjöldinn í febrúar 97% af 2018 og 96% af 2019. Það sem helst gæti útskýrt þennan mun er að páskarnir 2018 byrjuðu í lok mars og ferðir í páskafríi voru því flestar farnar í marsmánuði. Fjöldi brottfara Íslendinga nú í apríl gæti orðið hlutfallslega meiri í samanburði við fyrri ár vegna tímasetningu páskanna nú.

Ferðamenn eyða meiru á mann á sama tíma og þeim fjölgar

Eftir faraldurinn jókst kortavelta á hvern ferðamann á föstu gengi og hefur haldist meiri en hún var fyrir faraldur. Ein skýring á því gæti verið sú sama og útskýrir aukna einkaneyslu Íslendinga: Fólk virðist ennþá eiga uppsafnaðan sparnað eftir faraldurinn og eru enn að ganga á hann. Við sjáum þessa þróun halda áfram í nýjustu kortaveltutölum og nú í mars er eyðsla á mann ennþá nokkuð hærri en fyrir faraldur, eða 20% hærri en hún var í mars 2019 og 4% hærri en í mars 2018 miðað við fast gengi. Það sést þó lítilsháttar samdráttur miðað við sömu mánuði í fyrra.

Fyrsti ársfjórðungur gefur góð fyrirheit

Það virðast vera nokkuð skýr tengsl milli fjölda ferðamanna og hagvaxtar hér á landi síðustu ár og því óhætt að segja að þessi fyrsti ársfjórðungur í ferðaþjónustu gefi góð fyrirheit um hagvaxtarþróun næsta árs. Ferðamenn sem komu hingað til lands á fyrsta fjórðungi þessa árs voru 176 þúsund fleiri en á sama tíma í fyrra sem er svipuð aukning og sást milli ára á fjórða ársfjórðungi í fyrra, þegar hagvöxtur mældist 3,1%.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur