Vikubyrjun 14. ágúst 2023

Vikan fram undan
- Í dag birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi.
- Á þriðjudag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu og Eimskip birtir uppgjör.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn niðurstöður úr væntingakönnun markaðsaðila og tölur um greiðslumiðlun. SKEL fjárfestingafélag birtir uppgjör.
- Á fimmtudag birtir Kvika banki uppgjör.
Mynd vikunnar
Brottfarir erlendra ferðamanna á fyrstu sjö mánuðum ársins voru 1.230 þúsund. Brottfarir hafa aðeins einu sinni verið fleiri á fyrstu sjö mánuðum árs, en það var árið 2018 þegar 1.310 þúsund erlendir ferðamenn komu til landsins á sama tímabili. Alls voru ferðamenn 2,3 milljónir árið 2018 og þeir gætu vel orðið nálægt þeim fjölda í ár.
Það helsta frá vikunni sem leið
275 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í júlí. Erlendir ferðamenn hafa aðeins einu sinni verið fleiri í júlímánuði, á metferðamannaárinu 2018 þegar þeir voru tæplega 279 þúsund. Eins og síðustu 12 ár eru Bandaríkjamenn fjölmennasti ferðamannahópurinn í júlí, rétt yfir 40% allra erlendra ferðamanna. Brottfarir Íslendinga voru tæplega 71 þúsund talsins í júlí, fleiri en nokkurn tímann í júlímánuði.
Alls voru 6.230 laus störf á öðrum ársfjórðungi samkvæmt starfaskráningu Hagstofunnar, en til samanburðar voru þau 8.140 á fyrsta ársfjórðungi. Þar af voru 800 laus störf í einkennandi greinum ferðaþjónustu og 1.300 í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, en eftirspurn eftir starfsfólki hefur verið mest í þeim greinum upp á síðkastið.
Verðbólga í Bandaríkjunum mældist 3,2% í júlí sem er 0,2 prósentustigum meira en í júní þegar hún mældist 3,0%. Talan var í samræmi við væntingar. Aukning á ársverðbólgu milli mánaða bendir ekki til þess að verðbólga þar í landi sé að taka aftur við sér, heldur skýrist hún af því að júlítalan í fyrra, sem nú dettur út úr ársverðbólgunni, var lág. Flestir erlendir greinendur telja nýjustu verðbólgutöluna auka líkur á að Seðlabanki Bandaríkjanna haldi vöxtum óbreyttum í september.
Icelandair og Play birtu flutningstölur fyrir júlí.
Lánasjóður sveitarfélaga og Lánamál ríkisins héldu skuldabréfaútboð.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Vikubyrjun 14. ágúst 2023 (PDF)
Fyrirvari
Þessi umfjöllun og/eða samantekt er markaðsefni sem er ætlað til upplýsinga en felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningar eiga því ekki við, þar með talið bann við viðskiptum fyrir dreifingu. Umfjöllunin er unnin út frá opinberum upplýsingum frá aðilum sem Landsbankinn telur áreiðanlega, en bankinn getur ekki ábyrgst réttmæti upplýsinganna. Landsbankinn tekur enga ábyrgð á tjóni sem gæti hlotist af notkun upplýsinganna sem hér eru settar fram.Upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga eða -vísitalna sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef árangur byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur. Nánari upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga og -vísitalna má finna á vef Landsbankans, þ.m.t. um ávöxtun síðastliðinna 5 ára.Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra á vef Landsbankans. Landsbankinn er viðskiptabanki sem starfar samkvæmt lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og starfar undir leyfi og eftirliti fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.fme.is).








