13. desember 2021 - Greiningardeild
Vikan framundan
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn talnaefni um veltu greiðslukorta í nóvember.
Mynd vikunnar
Alls fóru 75.500 erlendir ferðamenn og 33.700 Íslendingar um Leifsstöð í nóvember. Erlendum ferðamönnum fækkaði um 42% miðað við nóvember 2019, en Íslendingum sem fóru um Leifsstöð fækkaði einungis um 26% miðað við nóvember 2019. Í báðum tilfellum er fjöldinn svipaður og í nóvember 2015.
Efnahagsmál
- Alls fóru 75.500 erlendir ferðamenn og 33.700 Íslendingar um Leifsstöð í nóvember. Fjölmennastir meðal erlendra ferðamanna voru Bandaríkjamenn (19%), Bretar (15%), Þjóðverjar (10%) og Frakkar (9%).
- Seðlabankinn birti yfirlýsingu fjármálastöðuleikanefndar. Að mati nefndarinnar er staða fjármálastöðugleika góð þegar á heildina er litið. Þrátt fyrir það ákvað nefndin að halda sveiflujöfnunaraukanum óbreyttum. Að lokum tók nefndin fram að hún teldi brýnt að „áfram verði unnið að innleiðingu á óháðri innlendri smágreiðslulausn án tengingar við alþjóðlega kortainnviði“.
- Skráð atvinnuleysi var 4,9% í nóvember og stóð óbreytt milli mánaða. Þetta er fyrsti mánuðurinn síðan janúar á þessu ári sem atvinnuleysi lækkar ekki milli mánaða, en í þeim mánuði var almennt atvinnuleysi 11,6%. Alls hefur atvinnuleysi því lækkað um 6,7 prósentustig síðan í janúar.
- Seðlabankinn birti talnaefni um efnahagsreikning lífeyrissjóðanna í október, fjármálareikninga fjármálafyrirtækja á 3. ársf., raungengi í nóvember, efnahag Seðlabankans í nóvember og erlenda stöðu Seðlabankans í nóvember.
- Hagstofan birti afkomu hins opinbera á 3. ársfjórðungi, tilraunatölfræði um gistinætur í nóvember, vöruviðskipti í nóvember og ráðstöfunartekjur heimilanna á 3. ársfjórðungi.
Fjármálamarkaðir
- Nóvember var fyrsti mánuðurinn síðan fyrir faraldur sem Seðlabankinn greip ekki inn á millibankamarkað með gjaldeyri.
- Icelandair birti flutningstölur fyrir nóvember.
- Marel hélt fjárfestadag.
- Landsbankinn lauk útboði sértryggðra skuldabréfa, Alma íbúðafélag gaf út skuldarbréf, Reitir hélt skuldabréfaútboð og Kvika gaf út græn skuldabréf.
- Lánamál ríkisins birtu Markaðsupplýsingar.
- Landsvirkjun greiddi upp skuldabréf í evrum.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á

27. okt. 2025
Íslenska hagkerfið verður í hægum vaxtartakti á næstu árum gangi hagspá sem við birtum í síðustu viku eftir. Á fimmtudag koma verðbólgutölur fyrir október og við eigum von á að verðbólga hækki úr 4,1% í 4,2%.

22. okt. 2025
Hagvöxtur verður 1,5% á þessu ári og 1,7% á því næsta, samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans. Hagvöxtur verður ekki síst drifinn áfram af neyslu innanlands en á sama tíma er útlit fyrir smám saman minnkandi spennu í atvinnulífinu. Verðbólga reynist áfram þrálát næstu misseri og ekki eru horfur á að hún komist niður í markmið Seðlabankans á spátímabilinu. Því má áfram búast við háum raunstýrivöxtum.

20. okt. 2025
Kortavelta Íslendinga jókst um 7,6% að raunvirði á milli ára í september. Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur kortavelta heimila verið um 5,2% meiri en á sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Í vikunni birtir Greiningardeild Landsbankans nýja hagspá til ársins 2028. HMS birtir vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.

16. okt. 2025
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í október, úr 4,1% í 4,2%. Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni hafa flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og matarkarfan. Gangi spáin eftir verður október níundi mánuðurinn í röð þar sem verðbólga er á bilinu 3,8% til 4,2%. Við teljum að verðbólga verði áfram á þessu bili næstu mánuði.

13. okt. 2025
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og við var búist. Þó mátti greina aukna bjartsýni í yfirlýsingu nefndarinnar. Skráð atvinnuleysi var 3,5% í september og jókst um 0,1 prósentustig á milli mánaða. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 0,5% í september og utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 14%.

6. okt. 2025
Fall Fly Play hf. var stærsta fréttin í síðustu viku. Um 400 manns misstu vinnuna og má búast við að atvinnuleysi aukist um um það bil 0,2 prósentustig þess vegna. Við búumst ekki við verulegum þjóðhagslegum áhrifum af falli Play. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði áfram haldið í 7,50%.

2. okt. 2025
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga hefur haldist á þröngu bili í kringum 4% frá því í febrúar og horfur eru á nær óbreyttri verðbólgu á næstu mánuðum. Áfram má greina skýr merki um þenslu í hagkerfinu og nær óhugsandi að peningastefnunefnd telji tímabært að halda vaxtalækkunarferlinu áfram.

1. okt. 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

29. sept. 2025
Verðbólga mældist í takt við væntingar í september og fór úr 3,8% í 4,1%, samkvæmt vísitölu neysluverðs, sem Hagstofan birti í síðustu viku. Aukin verðbólga var fyrirséð og mælingin ber þess ekki merki að verðbólguþrýstingur í hagkerfinu hafi aukist. Kaupmáttur launa er 3,8% meiri en í ágúst í fyrra.

25. sept. 2025
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,11% á milli mánaða í september og verðbólga jókst úr 3,8% í 4,1%. Hækkunin skýrist að langmestu leyti af því að lækkunaráhrif gjaldfrjálsra skólamáltíða duttu nú úr 12 mánaða taktinum. Fátt í septembermælingunni kom á óvart en við spáðum 0,07% hækkun á vísitölunni og 4,1% verðbólgu. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði áfram á þessu bili út árið og verði 4,0% í árslok.
