13. desember 2021 - Greiningardeild
Vikan framundan
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn talnaefni um veltu greiðslukorta í nóvember.
Mynd vikunnar
Alls fóru 75.500 erlendir ferðamenn og 33.700 Íslendingar um Leifsstöð í nóvember. Erlendum ferðamönnum fækkaði um 42% miðað við nóvember 2019, en Íslendingum sem fóru um Leifsstöð fækkaði einungis um 26% miðað við nóvember 2019. Í báðum tilfellum er fjöldinn svipaður og í nóvember 2015.
Efnahagsmál
- Alls fóru 75.500 erlendir ferðamenn og 33.700 Íslendingar um Leifsstöð í nóvember. Fjölmennastir meðal erlendra ferðamanna voru Bandaríkjamenn (19%), Bretar (15%), Þjóðverjar (10%) og Frakkar (9%).
- Seðlabankinn birti yfirlýsingu fjármálastöðuleikanefndar. Að mati nefndarinnar er staða fjármálastöðugleika góð þegar á heildina er litið. Þrátt fyrir það ákvað nefndin að halda sveiflujöfnunaraukanum óbreyttum. Að lokum tók nefndin fram að hún teldi brýnt að „áfram verði unnið að innleiðingu á óháðri innlendri smágreiðslulausn án tengingar við alþjóðlega kortainnviði“.
- Skráð atvinnuleysi var 4,9% í nóvember og stóð óbreytt milli mánaða. Þetta er fyrsti mánuðurinn síðan janúar á þessu ári sem atvinnuleysi lækkar ekki milli mánaða, en í þeim mánuði var almennt atvinnuleysi 11,6%. Alls hefur atvinnuleysi því lækkað um 6,7 prósentustig síðan í janúar.
- Seðlabankinn birti talnaefni um efnahagsreikning lífeyrissjóðanna í október, fjármálareikninga fjármálafyrirtækja á 3. ársf., raungengi í nóvember, efnahag Seðlabankans í nóvember og erlenda stöðu Seðlabankans í nóvember.
- Hagstofan birti afkomu hins opinbera á 3. ársfjórðungi, tilraunatölfræði um gistinætur í nóvember, vöruviðskipti í nóvember og ráðstöfunartekjur heimilanna á 3. ársfjórðungi.
Fjármálamarkaðir
- Nóvember var fyrsti mánuðurinn síðan fyrir faraldur sem Seðlabankinn greip ekki inn á millibankamarkað með gjaldeyri.
- Icelandair birti flutningstölur fyrir nóvember.
- Marel hélt fjárfestadag.
- Landsbankinn lauk útboði sértryggðra skuldabréfa, Alma íbúðafélag gaf út skuldarbréf, Reitir hélt skuldabréfaútboð og Kvika gaf út græn skuldabréf.
- Lánamál ríkisins birtu Markaðsupplýsingar.
- Landsvirkjun greiddi upp skuldabréf í evrum.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á

10. apríl 2025
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,77% á milli mánaða í apríl og að verðbólga hækki úr 3,8% í 4,0%. Hækkunin á milli mánaða skýrist meðal annars af tímasetningu páskanna í ár.

9. apríl 2025
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagvöxtur verði 1,4% í ár og 2,1% á næsta ári. Hagkerfið hefur kólnað eftir kröftugt vaxtarskeið fyrstu árin eftir Covid-faraldurinn og við teljum að nú fari það hægt af stað á ný.

7. apríl 2025
Í síðustu viku kynnti Bandaríkjaforseti umfangsmikla tolla á allan innflutning til landsins, þ. á m. 10% tolla á vörur frá Íslandi, sem hafa þegar tekið gildi. Fundargerð peningastefnunefndar var birt og þar kemur fram að nefndin taldi svigrúm til 0,25 eða 0,50 prósentustiga vaxtalækkunar við síðustu vaxtaákvörðun. Samkvæmt nýrri ríkisfjármálaáætlun er markmið ríkisstjórnarinnar að tryggja hallalausan ríkisrekstur árið 2027.

1. apríl 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

31. mars 2025
Verðbólga lækkaði úr 4,2% í 3,8% í mars. Lækkun á verðbólgu skýrist að langstærstum hluta af því að reiknuð húsaleiga hækkaði minna en í sama mánuði í fyrra. Undirliggjandi verðbólga hjaðnaði líka sem sést á því að VNV án húsnæðis og allar kjarnavísitölur lækkuðu á milli mánaða. Fjármálastöðugleikanefnd telur fjármálakerfið standa traustum fótum en segir mikla óvissu í alþjóðamálum geta reynt á viðnámsþrótt þjóðarbúsins.

27. mars 2025
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,37% á milli mánaða í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar úr 4,2% í 3,8% og er komin undir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands, í fyrsta skipti frá því í lok árs 2020. Verðmælingin var nokkuð góð en við teljum að á næstunni hægi á hjöðnuninni.

24. mars 2025
Peningastefnunefnd lækkaði vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn í síðustu viku. Ákvörðunin var í takt við væntingar. Vísitala íbúðaverðs hélst nokkurn veginn óbreytt á milli mánaða í febrúar. Til samanburðar hækkaði verðið mun meira í febrúar í fyrra, um tæp 2%. Kortavelta landsmanna innanlands hélt áfram að aukast á milli ára í febrúar en jókst þó aðeins minna en undanfarna mánuði.

17. mars 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn. Í síðustu viku fóru fram verðmælingar vegna marsmælingar vísitölu neysluverðs og við spáum því að verðbólga lækki úr 4,2% í 3,9%. Atvinnuleysi var 4,3% í febrúar og hækkaði um 0,4 prósentustig á milli ára. 147 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar, 5,6% færri en í sama mánuði í fyrra.

13. mars 2025
Við spáum 0,25 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga hjaðnaði um 0,4 prósentustig í febrúar en við teljum að hagvöxtur umfram væntingar og aukin neysla, lítil breyting á verðbólguvæntingum og ólga á vinnumarkaði haldi peningastefnunefnd á tánum.

13. mars 2025
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,54% á milli mánaða í mars og að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 3,9%. Hjöðnun á milli mánaða skýrist ekki síst af töluvert minni hækkun á reiknaðri húsaleigu en fyrir ári síðan. Við gerum ekki ráð fyrir miklum breytingum á verðbólgu næstu mánuði og teljum að hún verði áfram rétt undir 4% í júní.