Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Viku­byrj­un 12. des­em­ber 2021

Viðbrögð stjórnvalda gagnvart efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins hafa skilað góðum árangri og átt ríkan þátt í að stýra hagkerfinu í gegnum einn dýpsta efnahagssamdrátt sögunnar. Þetta hefur ekki verið ókeypis, en ríkissjóður hefur skuldsett sig til þess að fjármagna tímabundinn hallarekstur í gegnum faraldurinn.
Alþingishús
6. desember 2021 - Greiningardeild

Vikan framundan

Á miðvikudag birtir Seðlabankinn yfirlýsingu fjármálastöðuleikanefndar og útreikning á raungenginu í nóvember.

Á föstudag birtir Ferðamálastofa talningu á fjölda ferðamanna um Leifsstöð í nóvember og Vinnumálastofnun birtir tölur um skráð atvinnuleysi í nóvember.

Í vikunni fara fram verðmælingar vegna desembermælingar vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir hana þriðjudaginn 21. desember.

Mynd vikunnar

Viðbrögð stjórnvalda gagnvart efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins hafa skilað góðum árangri og átt ríkan þátt í að stýra hagkerfinu í gegnum einn dýpsta efnahagssamdrátt sögunnar. Þetta hefur ekki verið ókeypis, en ríkissjóður hefur skuldsett sig til þess að fjármagna tímabundinn hallarekstur í gegnum faraldurinn. Þannig voru skuldir ríkissjóðs í lok árs 2019, áður en faraldurinn skall á, um 20% af vergri landsframleiðslu. Samkvæmt fjármálastefnu 2022-2026 er útlit fyrir að skuldir ríkissjóðs verði um 40% af VLF í lok árs 2026. Gangi það eftir munu skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af VLF hafa tvöfaldast.

Efnahagsmál

Samkvæmt fyrsta mati Hagstofu Íslands mældist 6,0% hagvöxtur á 3. ársfjórðungi og 4,1% hagvöxtur á fyrstu níu mánuði ársins. Hagvöxturinn á þriðja fjórðungi var mjög kröftugur, sérstaklega í einkaneyslu, atvinnuvegafjárfestingu og útflutningi. Það skýrist að umtalsverðu leyti af grunnáhrifum vegna samdráttar á þriðja fjórðungi í fyrra.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verður ríkissjóður rekinn með 169 ma. kr. halla á næsta ári. Til samanburðar stefnir í að hallinn í ár verði 288 ma. kr. og batnar því afkoma ríkissjóðs um 120 ma. kr. milli ára.

Á þriðja ársfjórðungi mældist 13,1 ma.kr. afgangur af viðskiptum við útlönd. Þetta er 12,5 ma.kr. betri niðurstaða en á sama ársfjórðungi árið áður og 50 ma. kr. betri niðurstaða en á næsta fjórðungi á undan. Hrein staða við útlönd var um 1.294 ma.kr. (44% af VLF) í lok fjórðungsins og batnaði um 175 ma.kr. (5,6% af VLF) á fjórðungnum.

Allir fimm nefndarmenn peningastefnunefndar voru sammála um að hækka vexti bankans um 0,5 prósentustig á fundi nefndarinnar um miðjan nóvember. Allir nefndarmenn voru þeirrar skoðunar að hækka þyrfti vexti bankans og var rætt um hækkun á bilinu 0,25-0,75 prósentustig.

Greiddar gistinætur í október voru 550 þúsund, sem eru um 16% færri en í október 2019 áður en heimsfaraldurinn skall á. Um 27% gistinótta í október voru Íslendingar og 73% útlendingar.

Hagstofan spáir 5,3% hagvexti á næsta ári. Þetta er mjög svipað og við eigum von á, en við spáum 5,5% hagvexti á næsta ári.

Hagstofan birti einnig losun koltvísýrings á 3. ársfjórðungi, tilraunatölfræði um launasummu í september, vöruskipti í október og aflaverðmæti á 3. ársfjórðungi.

Fjármálamarkaðir

Lánamál ríkisins luku útboði ríkisvíxla, Félagsbústaðir stækkuðu áður útgefinn skuldabréfaflokk og Íslandsbanki lauk útboði á sértryggðum skuldabréfum.

Icelandair gekk frá sölu á Iceland Travel.

Marel hélt fjárfestafund um stafrænar lausnir félagsins.

Reginn og Hagar undirrituðu samning um kaup á nýju hlutafé í Klasa ehf.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 6. desember 2021 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
1. júlí 2025
Mánaðamót 1. júlí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvél á flugvelli
30. júní 2025
Vikubyrjun 30. júní 2025
Verðbólga jókst úr 3,8% og mældist 4,2% í júní. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum þrýstingi á innfluttum vörum en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu. Þá jókst velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum um 1,5% að raunvirði í mars og apríl.
Paprika
27. júní 2025
Verðbólga umfram væntingar
Verðbólga mældist 4,2% í júní og jókst úr 3,8% frá því í maí. Verðlag hækkaði umfram spár, en við höfðum spáð 3,9% verðbólgu. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum verðþrýstingi á innfluttum vörum, einkum fötum, skóm og tómstundarvörum, en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu.
Orlofshús á Íslandi
27. júní 2025
Viðskipti með sumarhús færast aftur í aukana
Sumarhúsum á Íslandi hefur fjölgað um 45% á síðustu 20 árum. Viðskipti með sumarhús færðust verulega í aukana á tímum faraldursins. Fyrst eftir faraldurinn hægðist um en nú virðist aftur hafa glaðnað yfir markaðnum.
Herðubreið
25. júní 2025
Áfram merki um viðnámsþrótt í hagkerfinu
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum jókst um 1,5% að raunvirði í mars og apríl og um 5,2% í janúar og febrúar, samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Veltugögnin bera þess merki að hagkerfið standi vaxtastigið vel af sér sem er í takt við aukinn hagvöxt í byrjun árs. Það sem af er ári hefur velta aukist mest í sölu og viðhaldi á bílum en einnig má greina aukin umsvif í helstu útflutningsgreinunum: álframleiðslu, sjávarútvegi og ferðaþjónustu.
Ferðafólk
23. júní 2025
Færri ferðamenn en meiri ferðaþjónusta?
Færri ferðamenn hafa heimsótt Ísland það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir það hefur erlend kortavelta aukist á milli ára og það sama má segja um útflutningstekjur af ferðaþjónustu. Við teljum ýmislegt benda til þess að erlendir ferðamenn hafi verið fleiri síðustu mánuði en talning Ferðamálastofu segir til um.
Íbúðahús
23. júní 2025
Vikubyrjun 23. júní 2025
Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,45% á milli mánaða í maí. Vísitalan lækkaði þar með í fyrsta sinn á þessu ári og ársbreytingin hefur ekki verið jafn lítil frá því í byrjun síðasta árs. Áfram er kraftur í kortaveltu Íslendinga, ekki síst erlendis.
Kortagreiðsla
19. júní 2025
Kortavelta Íslendinga erlendis eykst og veldur auknum greiðslukortahalla
Kortavelta jókst um 6,8% á milli ára í maí að raunvirði þar af jókst hún um 21% erlendis. Það sem af er ári hefur kortavelta aukist um 5,5% frá sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir í maímánuði en nú í ár. Greiðslukortajöfnuður var neikvæður um 4,2 ma.kr. sem er töluvert meiri halli en í maí í fyrra.
Hús í Reykjavík
16. júní 2025
Vikubyrjun 16. júní 2025
Í síðustu viku fór fram uppgjör við eigendur HFF-bréfa. Erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í maí og atvinnuleysi jókst á milli ára. Í vikunni fram undan birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
12. júní 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í júní
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í júní og mælist 3,9%. Verðbólga helst líklega nær óbreytt í sumar en eykst svo aðeins með haustinu, þegar einskiptisliðir vegna skólagjalda og skólamáltíða detta út úr tólf mánaða taktinum. Við gerum áfram ráð fyrir 4,0% verðbólgu í árslok.