Viku­byrj­un 12. des­em­ber 2021

Viðbrögð stjórnvalda gagnvart efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins hafa skilað góðum árangri og átt ríkan þátt í að stýra hagkerfinu í gegnum einn dýpsta efnahagssamdrátt sögunnar. Þetta hefur ekki verið ókeypis, en ríkissjóður hefur skuldsett sig til þess að fjármagna tímabundinn hallarekstur í gegnum faraldurinn.
Alþingishús
6. desember 2021 - Hagfræðideild

Vikan framundan

Á miðvikudag birtir Seðlabankinn yfirlýsingu fjármálastöðuleikanefndar og útreikning á raungenginu í nóvember.

Á föstudag birtir Ferðamálastofa talningu á fjölda ferðamanna um Leifsstöð í nóvember og Vinnumálastofnun birtir tölur um skráð atvinnuleysi í nóvember.

Í vikunni fara fram verðmælingar vegna desembermælingar vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir hana þriðjudaginn 21. desember.

Mynd vikunnar

Viðbrögð stjórnvalda gagnvart efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins hafa skilað góðum árangri og átt ríkan þátt í að stýra hagkerfinu í gegnum einn dýpsta efnahagssamdrátt sögunnar. Þetta hefur ekki verið ókeypis, en ríkissjóður hefur skuldsett sig til þess að fjármagna tímabundinn hallarekstur í gegnum faraldurinn. Þannig voru skuldir ríkissjóðs í lok árs 2019, áður en faraldurinn skall á, um 20% af vergri landsframleiðslu. Samkvæmt fjármálastefnu 2022-2026 er útlit fyrir að skuldir ríkissjóðs verði um 40% af VLF í lok árs 2026. Gangi það eftir munu skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af VLF hafa tvöfaldast.

Efnahagsmál

Samkvæmt fyrsta mati Hagstofu Íslands mældist 6,0% hagvöxtur á 3. ársfjórðungi og 4,1% hagvöxtur á fyrstu níu mánuði ársins. Hagvöxturinn á þriðja fjórðungi var mjög kröftugur, sérstaklega í einkaneyslu, atvinnuvegafjárfestingu og útflutningi. Það skýrist að umtalsverðu leyti af grunnáhrifum vegna samdráttar á þriðja fjórðungi í fyrra.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verður ríkissjóður rekinn með 169 ma. kr. halla á næsta ári. Til samanburðar stefnir í að hallinn í ár verði 288 ma. kr. og batnar því afkoma ríkissjóðs um 120 ma. kr. milli ára.

Á þriðja ársfjórðungi mældist 13,1 ma.kr. afgangur af viðskiptum við útlönd. Þetta er 12,5 ma.kr. betri niðurstaða en á sama ársfjórðungi árið áður og 50 ma. kr. betri niðurstaða en á næsta fjórðungi á undan. Hrein staða við útlönd var um 1.294 ma.kr. (44% af VLF) í lok fjórðungsins og batnaði um 175 ma.kr. (5,6% af VLF) á fjórðungnum.

Allir fimm nefndarmenn peningastefnunefndar voru sammála um að hækka vexti bankans um 0,5 prósentustig á fundi nefndarinnar um miðjan nóvember. Allir nefndarmenn voru þeirrar skoðunar að hækka þyrfti vexti bankans og var rætt um hækkun á bilinu 0,25-0,75 prósentustig.

Greiddar gistinætur í október voru 550 þúsund, sem eru um 16% færri en í október 2019 áður en heimsfaraldurinn skall á. Um 27% gistinótta í október voru Íslendingar og 73% útlendingar.

Hagstofan spáir 5,3% hagvexti á næsta ári. Þetta er mjög svipað og við eigum von á, en við spáum 5,5% hagvexti á næsta ári.

Hagstofan birti einnig losun koltvísýrings á 3. ársfjórðungi, tilraunatölfræði um launasummu í september, vöruskipti í október og aflaverðmæti á 3. ársfjórðungi.

Fjármálamarkaðir

Lánamál ríkisins luku útboði ríkisvíxla, Félagsbústaðir stækkuðu áður útgefinn skuldabréfaflokk og Íslandsbanki lauk útboði á sértryggðum skuldabréfum.

Icelandair gekk frá sölu á Iceland Travel.

Marel hélt fjárfestafund um stafrænar lausnir félagsins.

Reginn og Hagar undirrituðu samning um kaup á nýju hlutafé í Klasa ehf.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 6. desember 2021 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Flugvél
15. ágúst 2022

Vikubyrjun 15. ágúst 2022

Erlendir ferðamenn sem fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll voru rúmlega 234 þúsund í júlí. Þetta er í fyrsta sinn eftir faraldurinn sem fjöldinn er meiri í einum mánuði en í sama mánuði 2019.
Krani með stiga
12. ágúst 2022

Atvinnuleysi enn á niðurleið – en áfram mikið meðal erlendra ríkisborgara

Í janúar 2020, þegar atvinnuleysi var í hámarki hér á landi, var atvinnuleysi erlendra ríkisborgara 26% á meðan það var 12,8% meðal allra. Atvinnuleysi beggja hópa hefur minnkað mikið síðan, en mishratt. Nú í júlí var atvinnuleysishlutfall allra um 25% af því sem það var í janúar 2020 á meðan atvinnuleysishlutfall erlendra ríkisborgara var um 28% af því sem það var í janúar 2020. Atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hefur því minnkað hlutfallslega minna en meðaltal allra.
Fólk við Geysi
11. ágúst 2022

Erlendir ferðamenn í fyrsta sinn fleiri en fyrir faraldur

Erlendir ferðamenn um Leifstöð voru rúmlega 234 þúsund í júlí. Til samanburðar voru þeir rúmlega 231 þúsund í júlí 2019, síðasta árið fyrir faraldur. Ferðamenn voru því 1,3% fleiri nú í júlí en fyrir faraldur. Þetta er í fyrsta sinn eftir faraldur sem fjöldinn er meiri í einum mánuði en í sama mánuði 2019.
Þjóðvegur
8. ágúst 2022

Vikubyrjun 8. ágúst 2022

Eftir nokkuð skarpar lækkanir á hlutabréfamörkuðum undanfarið hækkaði verð 19 hlutabréfa hjá þeim 22 félögum sem skráð eru í kauphöllina í júlí.
Bakarí
4. ágúst 2022

Vinnumarkaðurinn búinn að ná fullum styrk

Starfandi fólki á 2. ársfjórðungi 2022 fjölgaði um 8,3% miðað við sama tíma 2021. Vinnutími lengdist um 0,8% á sama tíma þannig að heildarvinnustundum fjölgaði um 9,0% milli ára. Þetta er fimmti fjórðungurinn í röð sem heildarvinnustundum fjölgar milli ára.
Ský
4. ágúst 2022

Aldrei fleiri flutt til landsins á einum ársfjórðungi

Búferlaflutningar hafa tekið rækilega við sér eftir heimsfaraldurinn. Aldrei hafa fleiri flutt til landsins á einum ársfjórðungi frá því Hagstofa Íslands byrjaði að birta þær tölur. Alls fluttu 3.600 einstaklingar hingað til lands, umfram þá sem fluttust frá landinu, á öðrum ársfjórðungi en af þeim voru 3.510 erlendir ríkisborgarar. Álíka tölur sáust síðast á öðrum ársfjórðungi árið 2017 þegar ferðaþjónustan var upp á sitt allra sterkasta.
Kauphöll
3. ágúst 2022

Verulegar hækkanir á hlutabréfamörkuðum í júlí

Eftir almennar og fremur kröftugar lækkanir á hlutabréfamörkuðum heimsins í júní komu kröftugar hækkanir í júlí. Íslenski markaðurinn hækkaði um 7% en mestu hækkanirnar voru í Svíþjóð þar sem markaðir hækkuðu um 12%. Þrátt fyrir þessa kröftugu hækkun nú í júlí eru markaðir samt sem áður enn lægri en þeir voru í upphafi júnímánaðar.
Matvöruverslun
2. ágúst 2022

Vikubyrjun 2. ágúst 2022

Kaupmáttur í júní var 2,9% lægri en hann var í janúar 2022, en þá var kaupmáttur sá mesti í sögunni.
Akureyri
27. júlí 2022

Uppbygging utan höfuðborgarsvæðisins ekki meiri síðan 2008

Utan höfuðborgarsvæðisins hafa ekki fleiri íbúðir verið í byggingu síðan 2008. Samkvæmt tölum Hagstofunnar virðist íbúðaverð þróast með svipuðu móti á höfuðborgarsvæðinu og utan þess, íbúðaverð utan höfuðborgarsvæðisins hefur þó hækkað enn hraðar en innan þess. Af einstaka landshlutum er uppbygging mest á Suðurlandi þar sem yfir 1.100 íbúðir eru nú í byggingu og hafa aldrei verið fleiri.
Ferðafólk
26. júlí 2022

Kaupmáttur á niðurleið – miklar launahækkanir tengdar ferðaþjónustu

Launavísitalan fyrir allan vinnumarkaðinn hækkaði um 8,5% milli aprílmánaða 2021 og 2022. Laun innan flestra atvinnugreina hafa hækkað með svipuðum hætti, þó með tveimur undantekningum. Laun á veitinga- og gististöðum hafa hækkað um 12,7% á þessu tímabili og laun í fjármála- og vátryggingastarfsemi um 5,9%. Hækkunin í veitinga- og gistihúsastarfsemi er mun meiri en í öðrum greinum sem ættu að vera tiltölulega sambærilegar. Stór hluti af veitinga- og gistiþjónustu er háður stöðu ferðaþjónustunnar. Það verður því athyglisvert að fylgjast með þróun launa í þeirri grein eftir því sem líða tekur á sumarið og starfsemin óðum að komast í svipað horf og mest hefur verið.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur