Viku­byrj­un 12. des­em­ber 2021

Viðbrögð stjórnvalda gagnvart efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins hafa skilað góðum árangri og átt ríkan þátt í að stýra hagkerfinu í gegnum einn dýpsta efnahagssamdrátt sögunnar. Þetta hefur ekki verið ókeypis, en ríkissjóður hefur skuldsett sig til þess að fjármagna tímabundinn hallarekstur í gegnum faraldurinn.
Alþingishús
6. desember 2021 - Hagfræðideild

Vikan framundan

Á miðvikudag birtir Seðlabankinn yfirlýsingu fjármálastöðuleikanefndar og útreikning á raungenginu í nóvember.

Á föstudag birtir Ferðamálastofa talningu á fjölda ferðamanna um Leifsstöð í nóvember og Vinnumálastofnun birtir tölur um skráð atvinnuleysi í nóvember.

Í vikunni fara fram verðmælingar vegna desembermælingar vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir hana þriðjudaginn 21. desember.

Mynd vikunnar

Viðbrögð stjórnvalda gagnvart efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins hafa skilað góðum árangri og átt ríkan þátt í að stýra hagkerfinu í gegnum einn dýpsta efnahagssamdrátt sögunnar. Þetta hefur ekki verið ókeypis, en ríkissjóður hefur skuldsett sig til þess að fjármagna tímabundinn hallarekstur í gegnum faraldurinn. Þannig voru skuldir ríkissjóðs í lok árs 2019, áður en faraldurinn skall á, um 20% af vergri landsframleiðslu. Samkvæmt fjármálastefnu 2022-2026 er útlit fyrir að skuldir ríkissjóðs verði um 40% af VLF í lok árs 2026. Gangi það eftir munu skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af VLF hafa tvöfaldast.

Efnahagsmál

Samkvæmt fyrsta mati Hagstofu Íslands mældist 6,0% hagvöxtur á 3. ársfjórðungi og 4,1% hagvöxtur á fyrstu níu mánuði ársins. Hagvöxturinn á þriðja fjórðungi var mjög kröftugur, sérstaklega í einkaneyslu, atvinnuvegafjárfestingu og útflutningi. Það skýrist að umtalsverðu leyti af grunnáhrifum vegna samdráttar á þriðja fjórðungi í fyrra.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verður ríkissjóður rekinn með 169 ma. kr. halla á næsta ári. Til samanburðar stefnir í að hallinn í ár verði 288 ma. kr. og batnar því afkoma ríkissjóðs um 120 ma. kr. milli ára.

Á þriðja ársfjórðungi mældist 13,1 ma.kr. afgangur af viðskiptum við útlönd. Þetta er 12,5 ma.kr. betri niðurstaða en á sama ársfjórðungi árið áður og 50 ma. kr. betri niðurstaða en á næsta fjórðungi á undan. Hrein staða við útlönd var um 1.294 ma.kr. (44% af VLF) í lok fjórðungsins og batnaði um 175 ma.kr. (5,6% af VLF) á fjórðungnum.

Allir fimm nefndarmenn peningastefnunefndar voru sammála um að hækka vexti bankans um 0,5 prósentustig á fundi nefndarinnar um miðjan nóvember. Allir nefndarmenn voru þeirrar skoðunar að hækka þyrfti vexti bankans og var rætt um hækkun á bilinu 0,25-0,75 prósentustig.

Greiddar gistinætur í október voru 550 þúsund, sem eru um 16% færri en í október 2019 áður en heimsfaraldurinn skall á. Um 27% gistinótta í október voru Íslendingar og 73% útlendingar.

Hagstofan spáir 5,3% hagvexti á næsta ári. Þetta er mjög svipað og við eigum von á, en við spáum 5,5% hagvexti á næsta ári.

Hagstofan birti einnig losun koltvísýrings á 3. ársfjórðungi, tilraunatölfræði um launasummu í september, vöruskipti í október og aflaverðmæti á 3. ársfjórðungi.

Fjármálamarkaðir

Lánamál ríkisins luku útboði ríkisvíxla, Félagsbústaðir stækkuðu áður útgefinn skuldabréfaflokk og Íslandsbanki lauk útboði á sértryggðum skuldabréfum.

Icelandair gekk frá sölu á Iceland Travel.

Marel hélt fjárfestafund um stafrænar lausnir félagsins.

Reginn og Hagar undirrituðu samning um kaup á nýju hlutafé í Klasa ehf.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 6. desember 2021 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
USD
17. jan. 2022

Vikubyrjun 17. janúar 2022

Verðbólga í Bandaríkjunum mældist rúmlega 7% í desember. Þetta er í fyrsta sinn síðan í febrúar 1982 sem verðbólga mælist yfir 7% þarlendis en hún fór hæst í 14,8% í mars 1980.
Posi og greiðslukort
14. jan. 2022

Jólavertíðin góð þrátt fyrir ómíkron

Nýtt afbrigði veirunnar og sóttvarnaraðgerðir virðast ekki hafa haft mikil áhrif á venjur fólks í desembermánuði. Neyslan mældist meiri en í hefðbundnum desembermánuði fyrir faraldur.
Þvottavélar
13. jan. 2022

Spáum 5,0% verðbólgu í janúar

Hagstofan birtir janúarmælingu vísitölu neysluverðs (VNV) föstudaginn 28. janúar. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,2% lækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir lækkar verðbólga úr 5,1% í 5%. Við spáum því að verðbólga án húsnæðis verði 3% í janúar.
Smiður að störfum
12. jan. 2022

Atvinnuleysi í desember undir 5% þriðja mánuðinn í röð

Almennt atvinnuleysi var að meðaltali 7,7% á árinu 2021, 0,2 prósentustigum lægra en árið 2020. Atvinnuleysið á árunum 2009 og 2010 var 8,0% og 8,1% þannig að 2021 er þriðja hæsta atvinnuleysisárið frá aldamótum.
Hverasvæði
11. jan. 2022

Mikill vöxtur í flestum atvinnugreinum

Velta samkvæmt VSK-skýrslum jókst um 19% milli ára að raunvirði í september og október í fyrra og er þetta fjórða uppgjörstímabilið í röð sem vöxtur mælist. Það er ljóst að hagkerfið er óðum að ná vopnum sínum og margar atvinnugreinar að rétta úr kútnum. Þróunin er þó misjöfn eftir greinum.
Háþrýstiþvottur
10. jan. 2022

Nokkuð gott jafnvægi að myndast á vinnumarkaði

Meðalatvinnuleysi hefur verið 4,8% frá árinu 2003 og atvinnuleysi ungs fólks (16-24 ára) 13,3%. Atvinnuleysi ungra hefur því að meðaltali verið 2,2 sinnum hærra en meðaltalið. Hlutfallið var mjög hátt í upphafi tímabilsins, lækkaði svo fram til ársloka 2016, en tók þá tímabundið stökk upp á við. Miðað við tölur Hagstofunnar hefur hlutfall atvinnuleysis ungra miðað við heildina aldrei verið lægra en á þessu ári þar sem það hefur verið 1,8 sinnum hærra en allra.
Grafarholt
10. jan. 2022

Vikubyrjun 10. janúar 2022

Ólíkt fasteignaverði hefur leiguverð þróast með rólegasta móti frá því að heimsfaraldurinn skall á. Þannig hefur vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu einungis hækkað um 1,9% frá því í janúar 2020 á meðan vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 24,6%.
Seðlabanki Íslands
7. jan. 2022

Krónan veiktist lítillega í desember

Íslenska krónan veiktist lítillega á móti gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda okkar í desember, að japanska jeninu undanskildu. Seðlabankinn greip ekki inn í markaðinn í desember.
New temp image
6. jan. 2022

Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Landsbankinn seldi bréf í flokknum LBANK CB 25 að fjárhæð 700 m.kr. á kröfunni 4,18% (0,47% álag á ríki) í útboði 7. desember.
Ský
6. jan. 2022

Mesta ávöxtun hlutabréfamarkaðarins eftir hrun

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hækkaði um 3,9% í desember en hækkanir urðu á öllum hlutabréfamörkuðum helstu viðskiptalanda Íslands í mánuðinum. Sé litið yfir árið í heild varð góð ávöxtun á markaðnum hér heima, eða 40,2%, og var það hæsta ávöxtunin meðal helstu viðskiptalanda Íslands. Þetta var jafnframt hæsta ávöxtun íslenska markaðarins yfir heilt ár eftir hrun. Næstmesta ávöxtunin eftir hrun var 2015 þegar hún mældist 38%.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur