Viku­byrj­un 12. des­em­ber 2021

Viðbrögð stjórnvalda gagnvart efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins hafa skilað góðum árangri og átt ríkan þátt í að stýra hagkerfinu í gegnum einn dýpsta efnahagssamdrátt sögunnar. Þetta hefur ekki verið ókeypis, en ríkissjóður hefur skuldsett sig til þess að fjármagna tímabundinn hallarekstur í gegnum faraldurinn.
Alþingishús
6. desember 2021 - Hagfræðideild

Vikan framundan

Á miðvikudag birtir Seðlabankinn yfirlýsingu fjármálastöðuleikanefndar og útreikning á raungenginu í nóvember.

Á föstudag birtir Ferðamálastofa talningu á fjölda ferðamanna um Leifsstöð í nóvember og Vinnumálastofnun birtir tölur um skráð atvinnuleysi í nóvember.

Í vikunni fara fram verðmælingar vegna desembermælingar vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir hana þriðjudaginn 21. desember.

Mynd vikunnar

Viðbrögð stjórnvalda gagnvart efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins hafa skilað góðum árangri og átt ríkan þátt í að stýra hagkerfinu í gegnum einn dýpsta efnahagssamdrátt sögunnar. Þetta hefur ekki verið ókeypis, en ríkissjóður hefur skuldsett sig til þess að fjármagna tímabundinn hallarekstur í gegnum faraldurinn. Þannig voru skuldir ríkissjóðs í lok árs 2019, áður en faraldurinn skall á, um 20% af vergri landsframleiðslu. Samkvæmt fjármálastefnu 2022-2026 er útlit fyrir að skuldir ríkissjóðs verði um 40% af VLF í lok árs 2026. Gangi það eftir munu skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af VLF hafa tvöfaldast.

Efnahagsmál

Samkvæmt fyrsta mati Hagstofu Íslands mældist 6,0% hagvöxtur á 3. ársfjórðungi og 4,1% hagvöxtur á fyrstu níu mánuði ársins. Hagvöxturinn á þriðja fjórðungi var mjög kröftugur, sérstaklega í einkaneyslu, atvinnuvegafjárfestingu og útflutningi. Það skýrist að umtalsverðu leyti af grunnáhrifum vegna samdráttar á þriðja fjórðungi í fyrra.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verður ríkissjóður rekinn með 169 ma. kr. halla á næsta ári. Til samanburðar stefnir í að hallinn í ár verði 288 ma. kr. og batnar því afkoma ríkissjóðs um 120 ma. kr. milli ára.

Á þriðja ársfjórðungi mældist 13,1 ma.kr. afgangur af viðskiptum við útlönd. Þetta er 12,5 ma.kr. betri niðurstaða en á sama ársfjórðungi árið áður og 50 ma. kr. betri niðurstaða en á næsta fjórðungi á undan. Hrein staða við útlönd var um 1.294 ma.kr. (44% af VLF) í lok fjórðungsins og batnaði um 175 ma.kr. (5,6% af VLF) á fjórðungnum.

Allir fimm nefndarmenn peningastefnunefndar voru sammála um að hækka vexti bankans um 0,5 prósentustig á fundi nefndarinnar um miðjan nóvember. Allir nefndarmenn voru þeirrar skoðunar að hækka þyrfti vexti bankans og var rætt um hækkun á bilinu 0,25-0,75 prósentustig.

Greiddar gistinætur í október voru 550 þúsund, sem eru um 16% færri en í október 2019 áður en heimsfaraldurinn skall á. Um 27% gistinótta í október voru Íslendingar og 73% útlendingar.

Hagstofan spáir 5,3% hagvexti á næsta ári. Þetta er mjög svipað og við eigum von á, en við spáum 5,5% hagvexti á næsta ári.

Hagstofan birti einnig losun koltvísýrings á 3. ársfjórðungi, tilraunatölfræði um launasummu í september, vöruskipti í október og aflaverðmæti á 3. ársfjórðungi.

Fjármálamarkaðir

Lánamál ríkisins luku útboði ríkisvíxla, Félagsbústaðir stækkuðu áður útgefinn skuldabréfaflokk og Íslandsbanki lauk útboði á sértryggðum skuldabréfum.

Icelandair gekk frá sölu á Iceland Travel.

Marel hélt fjárfestafund um stafrænar lausnir félagsins.

Reginn og Hagar undirrituðu samning um kaup á nýju hlutafé í Klasa ehf.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 6. desember 2021 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hús í Reykjavík
6. des. 2023
Áfram ásókn í verðtryggð lán og fyrstu kaupendum fjölgar
Í október voru óverðtryggð íbúðalán hjá bönkunum greidd upp fyrir tæpa 20 ma. kr., að frádreginni nýrri lántöku. Upphæðin er svipuð og hrein ný lántaka verðtryggðra íbúðalána. Með hækkandi vaxtastigi hefur samsetning nýrra lána gjörbreyst, enda hafa afborganir af óverðtryggðum lánum hækkað verulega. Þótt aðgengi að lánsfé hafi síst batnað á síðustu mánuðum hefur fyrstu kaupendum á íbúðamarkaði fjölgað á ný.
6. des. 2023
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - nóvember 2023
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit um sértryggð skuldabréf.
Flutningaskip
4. des. 2023
Afgangur af viðskiptum við útlönd á 3. ársfjórðungi - líklega afgangur á árinu í heild
Afgangur af viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi mældist 62 ma. kr. Myndalegur þjónustujöfnuður bætti upp fyrir aukinn halla á vöruskiptajöfnuði á fjórðungnum, en auk þess var afgangur af þáttatekjujöfnuði. Á fyrstu þremur fjórðungum ársins mælist 42 ma. kr. afgangur og ólíklegt er að svo mikill halli mælist á lokafjórðungi ársins. Þetta er viðsnúningur frá síðustu tveimur árum þegar halli hefur mælst á viðskiptajöfnuði.
4. des. 2023
Vikubyrjun 4. desember 2023
Á síðustu mánuðum hefur dregið verulega úr vexti hagkerfisins. Hagvöxtur mældist aðeins 1,1% á þriðja ársfjórðungi og bæði einkaneysla og fjárfesting drógust saman milli ára.
Lyftari í vöruhúsi
30. nóv. 2023
Hagkerfið stefnir í átt að jafnvægi
Hagvöxtur mældist 1,1% á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar. Verulega hægði á hagkerfinu á þriðja ársfjórðungi en til samanburðar var hagvöxtur 7,0% á fyrsta ársfjórðungi og 4,7% á öðrum. Hátt vaxtastig segir til sín víðar en áður og áhrifin sjást skýrt á samdrætti í einkaneyslu og fjárfestingu. 
Íbúðir
29. nóv. 2023
Húsnæðisverð lyftir verðbólgu aftur í 8,0%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,38% milli mánaða í nóvember og við það hækkaði ársverðbólga úr 7,9% í 8,0%. Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði minna en við gerðum ráð fyrir en kostnaður við búsetu í eigin húsnæði hækkaði umfram spá okkar. Verð á flugfargjöldum lækkaði meira en við spáðum.
Íbúðahús
27. nóv. 2023
Vikubyrjun 27. nóvember 2023
Fyrstu kaupendum á íbúðamarkaði fjölgaði verulega á þriðja fjórðungi ársins og voru 1.123 talsins, 33% allra kaupenda. Til samanburðar voru fyrstu kaupendur 789 talsins á öðrum fjórðungi, 26% allra kaupenda.
Gata í Reykjavík
24. nóv. 2023
Vísitala íbúðaverðs hækkar enn og kaupsamningum fjölgar
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,9% milli mánaða í október. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 19% fleiri en í október í fyrra og fjölgaði einnig í september eftir að hafa fækkað viðstöðulaust milli ára frá miðju ári 2021. Vísitalan er hærri en við gerðum ráð fyrir við gerð verðbólguspár fyrir nóvembermánuð og því færum við hana örlítið upp og spáum nú 8,1% ársverðbólgu í stað 8,0%.
Seðlabanki
20. nóv. 2023
Vikubyrjun 20. nóvember 2023
Í nýjustu könnun á væntingum markaðsaðila, sem fór fram fyrir um tveimur vikum, töldu fleiri svarendur að taumhald peningastefnu væri of þétt en of laust. Þetta er viðsnúningur frá því sem verið hefur, en allt frá janúar árið 2020 hafa fleiri talið taumhaldið of laust.
Seðlabanki Íslands
17. nóv. 2023
Spáum óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku
Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 9,25% í næstu viku. Við teljum að óvissa og viðkvæm staða í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesskaga spili stóran þátt í ákvörðuninni og vegi þyngra en vísbendingar um þrálátan verðbólguþrýsting og viðvarandi háar verðbólguvæntingar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur