Viku­byrj­un 12. des­em­ber 2021

Viðbrögð stjórnvalda gagnvart efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins hafa skilað góðum árangri og átt ríkan þátt í að stýra hagkerfinu í gegnum einn dýpsta efnahagssamdrátt sögunnar. Þetta hefur ekki verið ókeypis, en ríkissjóður hefur skuldsett sig til þess að fjármagna tímabundinn hallarekstur í gegnum faraldurinn.
Alþingishús
6. desember 2021 - Greiningardeild

Vikan framundan

Á miðvikudag birtir Seðlabankinn yfirlýsingu fjármálastöðuleikanefndar og útreikning á raungenginu í nóvember.

Á föstudag birtir Ferðamálastofa talningu á fjölda ferðamanna um Leifsstöð í nóvember og Vinnumálastofnun birtir tölur um skráð atvinnuleysi í nóvember.

Í vikunni fara fram verðmælingar vegna desembermælingar vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir hana þriðjudaginn 21. desember.

Mynd vikunnar

Viðbrögð stjórnvalda gagnvart efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins hafa skilað góðum árangri og átt ríkan þátt í að stýra hagkerfinu í gegnum einn dýpsta efnahagssamdrátt sögunnar. Þetta hefur ekki verið ókeypis, en ríkissjóður hefur skuldsett sig til þess að fjármagna tímabundinn hallarekstur í gegnum faraldurinn. Þannig voru skuldir ríkissjóðs í lok árs 2019, áður en faraldurinn skall á, um 20% af vergri landsframleiðslu. Samkvæmt fjármálastefnu 2022-2026 er útlit fyrir að skuldir ríkissjóðs verði um 40% af VLF í lok árs 2026. Gangi það eftir munu skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af VLF hafa tvöfaldast.

Efnahagsmál

Samkvæmt fyrsta mati Hagstofu Íslands mældist 6,0% hagvöxtur á 3. ársfjórðungi og 4,1% hagvöxtur á fyrstu níu mánuði ársins. Hagvöxturinn á þriðja fjórðungi var mjög kröftugur, sérstaklega í einkaneyslu, atvinnuvegafjárfestingu og útflutningi. Það skýrist að umtalsverðu leyti af grunnáhrifum vegna samdráttar á þriðja fjórðungi í fyrra.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verður ríkissjóður rekinn með 169 ma. kr. halla á næsta ári. Til samanburðar stefnir í að hallinn í ár verði 288 ma. kr. og batnar því afkoma ríkissjóðs um 120 ma. kr. milli ára.

Á þriðja ársfjórðungi mældist 13,1 ma.kr. afgangur af viðskiptum við útlönd. Þetta er 12,5 ma.kr. betri niðurstaða en á sama ársfjórðungi árið áður og 50 ma. kr. betri niðurstaða en á næsta fjórðungi á undan. Hrein staða við útlönd var um 1.294 ma.kr. (44% af VLF) í lok fjórðungsins og batnaði um 175 ma.kr. (5,6% af VLF) á fjórðungnum.

Allir fimm nefndarmenn peningastefnunefndar voru sammála um að hækka vexti bankans um 0,5 prósentustig á fundi nefndarinnar um miðjan nóvember. Allir nefndarmenn voru þeirrar skoðunar að hækka þyrfti vexti bankans og var rætt um hækkun á bilinu 0,25-0,75 prósentustig.

Greiddar gistinætur í október voru 550 þúsund, sem eru um 16% færri en í október 2019 áður en heimsfaraldurinn skall á. Um 27% gistinótta í október voru Íslendingar og 73% útlendingar.

Hagstofan spáir 5,3% hagvexti á næsta ári. Þetta er mjög svipað og við eigum von á, en við spáum 5,5% hagvexti á næsta ári.

Hagstofan birti einnig losun koltvísýrings á 3. ársfjórðungi, tilraunatölfræði um launasummu í september, vöruskipti í október og aflaverðmæti á 3. ársfjórðungi.

Fjármálamarkaðir

Lánamál ríkisins luku útboði ríkisvíxla, Félagsbústaðir stækkuðu áður útgefinn skuldabréfaflokk og Íslandsbanki lauk útboði á sértryggðum skuldabréfum.

Icelandair gekk frá sölu á Iceland Travel.

Marel hélt fjárfestafund um stafrænar lausnir félagsins.

Reginn og Hagar undirrituðu samning um kaup á nýju hlutafé í Klasa ehf.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 6. desember 2021 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
2. jan. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 2. janúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvöllur, Leifsstöð
19. des. 2024
Verðbólga stendur í stað á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
9. des. 2024
Vikubyrjun 9. desember 2024
Í vikunni fáum við tölur um fjölda ferðamanna sem komu hingað til lands í nóvember og skráð atvinnuleysi í október. Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi þar sem í ljós kom að minni afgangur var en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn birti einnig fundargerð peningastefnunefndar sem sýnir að allir nefndarmenn voru sammála um að lækka vexti um 0,5 prósentustig í síðasta mánuði.
Flutningaskip
5. des. 2024
Afgangur á 3. ársfjórðungi, en að öllum líkindum halli á árinu
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
3. des. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 3. desember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur