Vikan framundan
- Í dag birtir Ferðamálastofa talningu á fjöldi ferðamanna um Leifsstöð.
- Á föstudag birtir Seðlabankinn tölur um greiðslumiðlun fyrir september.
- Í vikunni fara fram verðmælingar vegna októbermælingar vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir hana miðvikudag 27. október.
Mynd vikunnar
Í yfirlýsingu peningastefnunefndar vegna vaxtahækkunarinnar í síðustu viku kom fram að hún teldi það áhyggjuefni að verðbólguvæntingar væru að aukast á ný. Þeir tveir mælikvarðar á verðbólguvæntingar sem við höfum úr að spila eru annars vegar kannanir meðal markaðsaðila, stjórnenda fyrirtækja og heimila og hins vegar svokallað verðbólguálag á skuldabréfamarkaði. Verðbólguálag er munurinn á ávöxtunarkröfu óverðtryggðra og verðtryggðra skuldabréfa sem gefin eru út af ríkinu til svipaðs langs tíma. Að öllu jöfnu ætti þessi munur að endurspegla væntingar fjárfesta til verðbólgunnar fram að gjalddaga bréfanna, þ.e. því hærri verðbólgu sem fjárfestar eiga von á, því hærri ávöxtun vilja þeir fá fyrir að eiga óverðtryggð bréf frekar en verðtryggð bréf. Um mitt ár 2020 var þessi munur kominn niður í um 2%, en er núna um 3,5%.
Efnahagsmál
- Peningastefnunefnd hækkaði vexti bankans um 0,25 prósentustig í vikunni. Meginvextir bankans, þ.e. vextir á sjö daga bundnum innlánum, eru eftir ákvörðunina 1,5%.
- Skráð atvinnuleysi mældist 5,0% í september samborið við 5,5% í ágúst.
- Ferðamálastofa birti hlutfallslega skiptingu þjóðerna erlendra ferðamanna fyrir september.
- Seðlabankinn birti Hagvísa og talnaefni um raungengi, gjaldeyrismarkaðinn, krónumarkaðinn, efnahagsreikning Seðlabankans, erlenda stöðu Seðlabankans og efnahagsreikning lífeyrissjóðanna.
- Hagstofan birti tilraunatölfræði um launasummu í júlí og gistinætur í september og fyrsta mat á vöruskiptajöfnuði í september.
Fjármálamarkaðir
- ALMA leigufélag og Lánamál ríkisins héldu skuldabréfaútboð.
- Icelandair birti flutningstölur fyrir september.
- Arion banki tilkynnti til kauphallarinnar lok endurkaupaáætlunar og að bankinn hafi fengið leyfi Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að hefja nýja endurkaupaáætlun.
- Krónan veiktist í september.
- Við birtum mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf.
Hagtölur og markaðsupplýsingar









