11. janúar 2021 - Greiningardeild
Vikan framundan
- Í vikunni fara fram verðmælingar fyrir vísitölu neysluverðs.
- Í dag birta Lánamál ríkisins Markaðsupplýsingar og Ferðamálastofa talningu um fjölda ferðamanna um Leifsstöð í desember.
- Á miðvikudag birti Seðlabankinn upplýsingar um greiðslumiðlun í desember.
- Á fimmtudag birta Hagar árshlutauppgjör fyrir 3F 2020 (1. mars - 30. nóvember)
- Á föstudag birtir Vinnumálastofnun tölur um skráð atvinnuleysi í desember.
Mynd vikunnar
Nýlega sagði seðlabankastjóri að árið 2021 yrði ár peningaprentunar. Ef við skoðum peningamagn í umferð, þ.e. seðla, myntir og innlán sést að það jókst nokkuð hratt að raunvirði í fyrra. Má því segja að árið 2020 hafi einnig verið ár peningaprentunar.
Það helsta frá síðustu Vikubyrjun (21. desember)
- Verðbólgan mældist 3,6% í desember.
- Fjármála- og efnahagsráðuneytið birti greinagerð um ráðgerða sölumeðferð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka.
- Hagstofan birti niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn fyrir nóvember, launavísitöluna fyrir nóvember og vísitölu heildarlauna fyrir 3F 2020.
- Hagstofan birti tilraunatölfræði um gjaldþrot fyrirtækja og gistinætur á hótelum.
- Netverslun jókst nokkuð í faraldrinum.
- Tekjur í Airbnb í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru lægri en af langtímaleigu.
- Seðlabankinn birti Hagvísa í desember.
- Seðlabankinn birti fréttatilkynningar um reglulega sölu á gjaldeyri og um kaup á skuldabréfum ríkissjóðs.
- Hagdeild HMS birti skýrslu um stöðuna á leigumarkaði.
- Icelandair birti flutningstölur fyrir desember.
- Lánamál ríkisins birtu ársáætlun fyrir 2020, ársfjórðungsárætlun fyrir 1F 2020, og stefnu fyrir 2021-2025, Landsbankinn birti útgáfuáætlun fyrir 2021, Reykjavíkurborg birti útgáfuáætlun fyrir 1H 2021, Lánasjóður sveitarfélaga birti útgáfuáætlun fyrir 2021.
- Lánamál ríkisins luku útboði ríkisbréfa.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 11. janúar 2021 (PDF)
Innlendar markaðsupplýsingar 11. janúar 2021 (PDF)
Þú gætir einnig haft áhuga á

28. ágúst 2025
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,15% á milli mánaða í ágúst og verðbólga hjaðnaði úr 4,0% í 3,8%. Hjöðnun á milli mánaða kemur ánægjulega á óvart en við spáðum 0,07% hækkun á vísitölunni og óbreyttri verðbólgu. Við gerum nú ráð fyrir að verðbólga verði 3,8% í árslok, að stærstum hluta vegna lægri mælingar nú en við spáðum áður.

25. ágúst 2025
Seðlabanki Íslands hélt stýrivöxtum óbreyttum í 7,50% í síðustu viku og allir nefndarmenn studdu ákvörðunina. Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 4,2% á síðasta árinu, en í janúar var árshækkunin 10,4%. Í vikunni birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir ágústmánuð og þjóðhagsreikninga fyrir annan ársfjórðung.

22. ágúst 2025
Á síðustu misserum hefur dregið töluvert úr verðhækkunum á íbúðamarkaði. Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 4,2% á síðustu 12 mánuðum, aðeins örlítið umfram almennt verðlag, og ársbreytingin hefur ekki verið minni frá því í byrjun árs 2024. Þótt kaupsamningar hafi verið færri á fyrstu sjö mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra er enn talsverð velta á markaðnum.

19. ágúst 2025
Vöruútflutningur frá Íslandi hefur aukist frá því í fyrra en samt hefur vöruskiptahalli aldrei verið meiri en nú. Þetta skýrist af stórauknum vöruinnflutningi, einkum á tölvubúnaði í tengslum við uppbyggingu gagnavera. Ferðaþjónustan hefur skilað auknum tekjum í ár en á móti hefur utanlandsferðum Íslendinga fjölgað og uppsafnaður kortaveltujöfnuður við útlönd var enn neikvæður í lok júlí.

18. ágúst 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi stýrivöxtum óbreyttum á miðvikudag. Auk vaxtaákvörðunarinnar fáum við vísitölu íbúðaverðs í vikunni og nokkur uppgjör. Metfjöldi erlendra ferðamanna fór frá landinu í júlí, atvinnuleysi var óbreytt á milli mánaða og áfram var nokkur kraftur í greiðslukortaveltu heimila.

15. ágúst 2025
Við spáum því að peningastefnunefnd geri hlé á vaxtalækkunarferlinu og haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í apríl og verðbólguvæntingar hafa haldist tiltölulega stöðugar. Þá virðist hagkerfið þola vaxtastigið vel, kortavelta hefur aukist sífellt síðustu mánuði og enn er þó nokkur velta á íbúðamarkaði. Peningalegt taumhald losnaði með aukinni verðbólgu í apríl og við teljum ólíklegt að peningastefnunefnd þyki tímabært að lækka raunstýrivexti enn frekar.

14. ágúst 2025
Við spáum því að verðbólga standi í stað í ágúst og mælist 4,0%. Eins og alla jafna í ágústmánuði má búast við að sumarútsölur gangi til baka að hluta. Einnig má gera ráð fyrir lækkandi flugfargjöldum. Næstu mánuði gerum við ráð fyrir að verðbólga aukist lítillega en hjaðni svo undir lok árs, og mælist 4,0% í desember.

13. ágúst 2025
Neysla landsmanna virðist halda áfram að aukast og utanlandsferðir hafa verið þó nokkuð fleiri á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Launavísitalan hefur enda hækkað um 8,1% á síðustu tólf mánuðum og kaupmáttur haldið áfram að aukast. Atvinnuleysi hefur haldist nokkuð hóflegt. Það er þó lítillega meira en á sama tíma í fyrra og merki eru um að spenna á vinnumarkaði fari smám saman dvínandi.

11. ágúst 2025
Í síðustu viku tóku gildi nýir tollar á innflutning til Bandaríkjanna. Nokkrar áhugaverðar hagtölur koma í þessari viku: brottfarir um Keflavíkurflugvöll, skráð atvinnuleysi, væntingakönnun markaðsaðila og greiðslumiðlun. Í vikunni fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs og uppgjörstímabil í Kauphöllinni heldur áfram með sex uppgjörum.

5. ágúst 2025
Gistinóttum á landinu fjölgaði alls um 8,4% á milli ára í júní. Verðbólga á evrusvæðinu hélst óbreytt á milli mánaða og Seðlabanki Bandaríkjanna hélt stýrivöxtum óbreyttum.