Vikan framundan
- Í vikunni fara fram verðmælingar fyrir vísitölu neysluverðs.
- Í dag birta Lánamál ríkisins Markaðsupplýsingar og Ferðamálastofa talningu um fjölda ferðamanna um Leifsstöð í desember.
- Á miðvikudag birti Seðlabankinn upplýsingar um greiðslumiðlun í desember.
- Á fimmtudag birta Hagar árshlutauppgjör fyrir 3F 2020 (1. mars - 30. nóvember)
- Á föstudag birtir Vinnumálastofnun tölur um skráð atvinnuleysi í desember.
Mynd vikunnar
Nýlega sagði seðlabankastjóri að árið 2021 yrði ár peningaprentunar. Ef við skoðum peningamagn í umferð, þ.e. seðla, myntir og innlán sést að það jókst nokkuð hratt að raunvirði í fyrra. Má því segja að árið 2020 hafi einnig verið ár peningaprentunar.
Það helsta frá síðustu Vikubyrjun (21. desember)
- Verðbólgan mældist 3,6% í desember.
- Fjármála- og efnahagsráðuneytið birti greinagerð um ráðgerða sölumeðferð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka.
- Hagstofan birti niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn fyrir nóvember, launavísitöluna fyrir nóvember og vísitölu heildarlauna fyrir 3F 2020.
- Hagstofan birti tilraunatölfræði um gjaldþrot fyrirtækja og gistinætur á hótelum.
- Netverslun jókst nokkuð í faraldrinum.
- Tekjur í Airbnb í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru lægri en af langtímaleigu.
- Seðlabankinn birti Hagvísa í desember.
- Seðlabankinn birti fréttatilkynningar um reglulega sölu á gjaldeyri og um kaup á skuldabréfum ríkissjóðs.
- Hagdeild HMS birti skýrslu um stöðuna á leigumarkaði.
- Icelandair birti flutningstölur fyrir desember.
- Lánamál ríkisins birtu ársáætlun fyrir 2020, ársfjórðungsárætlun fyrir 1F 2020, og stefnu fyrir 2021-2025, Landsbankinn birti útgáfuáætlun fyrir 2021, Reykjavíkurborg birti útgáfuáætlun fyrir 1H 2021, Lánasjóður sveitarfélaga birti útgáfuáætlun fyrir 2021.
- Lánamál ríkisins luku útboði ríkisbréfa.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 11. janúar 2021 (PDF)
Innlendar markaðsupplýsingar 11. janúar 2021 (PDF)

Verulega breyttar neysluvenjur

Krónan var í hópi þeirra gjaldmiðla sem veiktust hvað mest á síðasta ári

Atvinnuleysi jókst minna í desember en reikna mátti með

Vikubyrjun 18. janúar 2021

Yfirlit yfir sértryggð skuldbréf

Jólaneyslan fann sér farveg

Spáum 3,9% verðbólgu í janúar

Beinar mótvægisaðgerðir ríkissjóðs skýra rúman þriðjung hallareksturs síðasta árs

Erlendum ferðamönnum fækkaði um 76% á síðasta ári
