Vikan framundan
- Í dag birtir Ferðamálastofa gögn yfir brottfarir um Leifsstöð í mars.
- Á föstudag birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi í mars.
Mynd vikunnar
Samkvæmt nýjustu könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins hyggst um þriðjungur þeirra fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum, en um eitt af hverjum tíu hyggst fækka starfsfólki. Staðan er misjöfn eftir atvinnugreinum og mesti uppgangurinn virðist vera í byggingariðnaði og atvinnugreinum tengdum ferðaþjónustu (þ.e. samgöngum, flutningum og ferðaþjónustu). Ef marka má könnunina má frekar búast við að störfum í sjávarútvegi og fjármála- og tryggingastarfsemi fækki heldur en fjölgi.
Helsta frá vikunni sem leið
- Samkvæmt fundargerð peningastefnunefndar voru allir nefndarmenn þeirrar skoðunar á síðasta fundi að hækka þyrfti vexti og ræddu hækkun á bilinu 0,75 til 1 prósentustig. Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra um að hækka vexti um 1 prósentustig.
- Verðlagsnefnd búvara ákvað að hækka lágmarksverð mjólkur til bænda og heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða.
- Seðlabanki Íslands birti Hagvísa.
- Á skuldabréfamarkaði hélt Lánasjóður sveitarfélaga skuldabréfaútboð og Íslandsbanki gaf út skuldabréf í sænskum krónum. Lánasjóður sveitarfélaga birti endurskoðaða útgáfuætlun.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara. Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti. Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.








