11. apríl 2022 - Greiningardeild
Vikan framundan
- Í dag birtir Ferðamálastofa talningu á ferðamönnum sem fóru um Leifsstöð í mars.
- Á þriðjudag lýkur verðkönnunarvikunni fyrir aprílmælingu vísitölu neysluverðs.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn veltu greiðslukorta í mars.
Mynd vikunnar
Allt bendir til þess að hið opinbera muni fara betur í gegnum faraldurinn en búist var við fyrst eftir að hann skall á. Þannig gerði fjármálaáætlun fyrir 2021-2025 sem var birt í upphafi faraldursins ráð fyrir að skuldir hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu myndu rúmlega tvöfaldast og fara úr 27% árið 2019 í 60% í lok áætlunarinnar. En nýjasta áætlun frá því í síðustu viku gerir ráð fyrir að þetta hlutfall muni fara í hæst í 44%.
Efnahagsmál
- Skráð atvinnuleysi var 4,9% í mars og lækkaði um 0,3 prósentustig milli mánaða.
- Ríkisstjórnin kynnti fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027.
- Seðlabankinn birti fundargerð fjármálastöðugleikanefndar 14. - 15. mars 2022.
- Ferðamálastofa birti skiptingu brottfararfarþega eftir þjóðerni í mars.
- Hagstofan birti tilraunatölfræði um launasummu, uppfærðar tölur um vöruskipti og bráðabirgðatölur um gistinætur í mars. Auk þess birti Hagstofan talnaefni um fiskeldi, búferlaflutninga og vinnumarkaðinn á síðasta ári.
- Seðlabankinn birti talnaefni um lífeyrissjóði, raungengi, efnahag Seðlabankans, gjaldeyrismarkaðinn, krónumarkaðinn og erlenda stöðu Seðlabankans.
Fjármálamarkaðir
- Við birtum í vikunni mánaðarleg yfirlit yfir hlutabréfamarkaðinn, sértryggð skuldabréf og gjaldeyrismarkaðinn.
- Icelandair birti flutningstölur fyrir mars.
- Eimskip birti afkomuviðvörun.
- Nokkuð mörg skuldabréfaútboð voru í síðustu viku. Alma íbúðarfélag lauk skuldabréfaútboði, Arion banki lauk útboði á grænum skuldabréfum, Reykjavíkurborg lauk skuldabréfaútboði, Landsbankinn lauk útboði sértryggðra skuldabréfa og Lánamál ríkisins luku útboði ríkisbréfa.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á

30. jan. 2026
Við spáum því að peningastefnunefnd hækki stýrivexti um 0,25 prósentustig í næstu viku en muni á fundi sínum einnig fjalla um möguleika á að halda stýrivöxtum óbreyttum. Verðbólga jókst umfram væntingar í janúar og mældist 5,2%. Aukin verðbólga í janúar skýrist að mestu leyti af hækkun opinberra gjalda, en þó ekki einungis. Mælingin ber þess einnig merki að undirliggjandi verðþrýstingur er enn til staðar. Ekki hefur tekist að draga úr verðbólguvæntingum og kaupmáttaraukning heldur áfram að skila sér í aukinni neyslu.

29. jan. 2026
Verðbólga jókst úr 4,5% í 5,2% í janúar. Verðbólga mældist lægst 3,7% í nóvember síðastliðnum og hefur því hækkað um 1,5 prósentustig síðan þá. Verðhækkanir tengdar bílum og rekstri bifreiða skýra hækkunina að langmestu leyti nú í janúar. Matvara hækkaði þó töluvert umfram spár og verð á flugfargjöldum lækkaði minna en við spáðum. Á móti hafði húsnæðiskostnaður minni áhrif til hækkunar en við höfðum gert ráð fyrir.

26. jan. 2026
Vísitala íbúðaverðs lækkaði um tæplega 1,2% á milli mánaða í desember og á sama tíma lækkaði vísitala leiguverðs um 1,4%. Hagstofan birti vísitölu launa, sem hélst óbreytt á milli mánaða. Á fimmtudag verður vísitala neysluverðs í janúar birt.

19. jan. 2026
Kortavelta heimila heldur áfram að aukast á milli ára en velta erlendra korta hér á landi hefur tekið að dragast saman í takt við fækkun ferðamanna. Í vikunni birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.

15. jan. 2026
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,30% á milli mánaða í janúar. Gangi spáin eftir mun verðbólga aukast úr 4,5% í 5,1%. Janúarútsölur hafa mest áhrif til lækkunar í mánuðinum en breytingar á gjaldtöku ökutækja hafa mest áhrif til hækkunar, samkvæmt spánni. Mikil óvissa er þó um hvernig Hagstofan tekur breytingarnar inn í verðmælingar.

13. jan. 2026
Atvinnuástandið hefur versnað smám saman og eftirspurn eftir vinnuafli er minni en áður. Atvinnuleysi hefur aukist hratt og mældist 4,4% í desember, en svo mikið hefur atvinnuleysi ekki mælst í rúmlega þrjú og hálft ár. Þessi þróun styður við markmið Seðlabankans um að draga úr þenslu í hagkerfinu og vinna bug á verðbólgu. Á sama tíma heldur neysla landsmanna áfram að aukast með hverjum mánuðinum, en heildarkortavelta hefur aukist um 6% á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs frá sama tímabili árið áður.

12. jan. 2026
Breytingar á gjaldtöku hins opinbera af rekstri og kaupum ökutækja gætu aukið verðbólgu um 0,7 prósentustig. Óvíst er hvort áhrifin komi fram að öllu leyti í janúar eða dreifist yfir næstu mánuði, en telja má að það velti ekki síst á eftirspurn eftir bílum í byrjun árs.

12. jan. 2026
Skráð atvinnuleysi hélt áfram að aukast í desember og var 0,6 prósentustigum meira en á sama tíma árið áður. Álíka margir erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í fyrra og síðustu tvö ár á undan en utanlandsferðir Íslendinga voru 18% fleiri í fyrra en árið á undan. Þó nokkur óvissa ríkir um verðbólgumælingu janúarmánaðar, ekki síst í tengslum við breytta gjaldtöku á innflutningi og rekstri bíla. Við gefum út verðbólguspá næsta fimmtudag.

5. jan. 2026
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

5. jan. 2026
Verðbólgan kom aftan að landsmönnum stuttu fyrir jól og fór úr 3,7% í 4,5%. Verðbólga í desember var aðeins 0,3 prósentustigum minni en í upphafi síðasta árs þegar hún mældist 4,8%. Á sama tímabili lækkuðu stýrivextir um 1,25 prósentustig, úr 8,50% í 7,25%.
