10. júní 2024
Vikan framundan
- Í dag birtir Ferðamálastofa fjölda ferðmanna um Leifsstöð og Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi.
- Á miðvikudaginn er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og verðbólgutölur verða birtar fyrir Bandaríkin.
- Í vikunni fara fram verðmælingar fyrir júnímælingu vísitölu neysluverðs hér á landi.
Mynd vikunnar
Flestir seðlabankar þróaðra ríkja hækkuðu vexti til þess að berjast við aukna verðbólgu í kjölfar heimsfaraldursins. Í síðustu viku reið Seðlabanki Evrópu á vaðið og lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Þar sem danska krónan er föst við gengi evru lækkaði danski seðlabankinn vexti strax í kjölfarið. Síðar í mánuðinum eru vaxtaákvarðanir hjá bandaríska seðlabankanum og Englandsbanka, en það er talið ólíklegt að þeir lækki vexti að svo stöddu.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Alls var 41 ma.kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Hallinn á viðskiptum við útlönd rúmlega tvöfaldaðist á milli ára. Venju samkvæmt var afgangur af þjónustujöfnuði og halli á vöruskiptajöfnuði. Afgangurinn af þjónustujöfnuði dróst saman á milli ára vegna meiri innflutnings á þjónustu, aðallega á fjármálaþjónustu og á rannsókna- og þróunarþjónustu. Hallinn á vöruskiptajöfnuði jókst vegna minni útflutnings á sjávarafurðum og áli. Óveruleg breyting varð á frumþáttatekjum og rekstrarframlögum. Hrein staða þjóðarbúsins var 1.800 ma. kr. í lok fjórðungsins og batnaði um 200 ma. kr., aðallega vegna hækkana á erlendum fjármálamörkuðum.
- Seðlabankinn birti yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar. Að mati nefndarinnar stendur fjármálakerfið hér á landi traustum fótum, eiginfjár- og lausafjárstaða bankanna er sterk og lítið ber á auknum vanskilum þrátt fyrir hátt vaxtastig. Nefndin ákvað að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5%.
- Hagstofan breytti áður birtar tölur um fjölda gistinótta árið 2023 niður á við. Gistinætur 2023 voru oftaldar í fyrri tölum og því er fækkunin á yfirstandandi ári ekki jafnmikil og áður var talið. Eftir uppfærsluna virðist gistinóttum hafa fækkað um 0,5% á milli ára á fyrstu fjórum mánuðum ársins, en ekki 6,5% eins og áður leit út fyrir.
- Seðlabanka Evrópu lækkaði vexti um 0,25 prósentustig.
- Starfandi í Bandaríkjunum fjölgaði um 272 þúsund í maí og atvinnuleysi vestanhafs var óbreytt í 4,0%. Þessi gögn um vinnumarkaðinn eru talin merki um meiri umsvif en búist var við og líkur á stýrivaxtalækkun í september eru taldar hafa minnkað. Talið er að vextir verði óbreyttir fram á haust.
- Reginn breytti um nafn og heitir nú Heimar, Icelandair og Fly Play birtu flutningstölur, Íslandsbanki tilkynnti um kaup á eigin bréfum og Alvotech gekk frá samningi um endurfjármögnun skulda.
- Iceland Seafood, Hagar og Alma íbúðafélag héldu útboð á víxlum. ÍL-sjóður hélt útboð á skuldabréfum í eigu sjóðsins, Lánamál ríkisins felldu niður þau útboð sem eru eftir á 2. ársfjórðungi og Lánasjóður sveitarfélaga frestaði útboði.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).
Þú gætir einnig haft áhuga á

27. okt. 2025
Íslenska hagkerfið verður í hægum vaxtartakti á næstu árum gangi hagspá sem við birtum í síðustu viku eftir. Á fimmtudag koma verðbólgutölur fyrir október og við eigum von á að verðbólga hækki úr 4,1% í 4,2%.

22. okt. 2025
Hagvöxtur verður 1,5% á þessu ári og 1,7% á því næsta, samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans. Hagvöxtur verður ekki síst drifinn áfram af neyslu innanlands en á sama tíma er útlit fyrir smám saman minnkandi spennu í atvinnulífinu. Verðbólga reynist áfram þrálát næstu misseri og ekki eru horfur á að hún komist niður í markmið Seðlabankans á spátímabilinu. Því má áfram búast við háum raunstýrivöxtum.

20. okt. 2025
Kortavelta Íslendinga jókst um 7,6% að raunvirði á milli ára í september. Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur kortavelta heimila verið um 5,2% meiri en á sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Í vikunni birtir Greiningardeild Landsbankans nýja hagspá til ársins 2028. HMS birtir vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.

16. okt. 2025
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í október, úr 4,1% í 4,2%. Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni hafa flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og matarkarfan. Gangi spáin eftir verður október níundi mánuðurinn í röð þar sem verðbólga er á bilinu 3,8% til 4,2%. Við teljum að verðbólga verði áfram á þessu bili næstu mánuði.

13. okt. 2025
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og við var búist. Þó mátti greina aukna bjartsýni í yfirlýsingu nefndarinnar. Skráð atvinnuleysi var 3,5% í september og jókst um 0,1 prósentustig á milli mánaða. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 0,5% í september og utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 14%.

6. okt. 2025
Fall Fly Play hf. var stærsta fréttin í síðustu viku. Um 400 manns misstu vinnuna og má búast við að atvinnuleysi aukist um um það bil 0,2 prósentustig þess vegna. Við búumst ekki við verulegum þjóðhagslegum áhrifum af falli Play. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði áfram haldið í 7,50%.

2. okt. 2025
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga hefur haldist á þröngu bili í kringum 4% frá því í febrúar og horfur eru á nær óbreyttri verðbólgu á næstu mánuðum. Áfram má greina skýr merki um þenslu í hagkerfinu og nær óhugsandi að peningastefnunefnd telji tímabært að halda vaxtalækkunarferlinu áfram.

1. okt. 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

29. sept. 2025
Verðbólga mældist í takt við væntingar í september og fór úr 3,8% í 4,1%, samkvæmt vísitölu neysluverðs, sem Hagstofan birti í síðustu viku. Aukin verðbólga var fyrirséð og mælingin ber þess ekki merki að verðbólguþrýstingur í hagkerfinu hafi aukist. Kaupmáttur launa er 3,8% meiri en í ágúst í fyrra.

25. sept. 2025
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,11% á milli mánaða í september og verðbólga jókst úr 3,8% í 4,1%. Hækkunin skýrist að langmestu leyti af því að lækkunaráhrif gjaldfrjálsra skólamáltíða duttu nú úr 12 mánaða taktinum. Fátt í septembermælingunni kom á óvart en við spáðum 0,07% hækkun á vísitölunni og 4,1% verðbólgu. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði áfram á þessu bili út árið og verði 4,0% í árslok.
