Vikan framundan
Í dag birtir Ferðamálastofa fjölda brottfara frá Leifsstöð í júní og Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi.
Mynd vikunnar
Fyrir helgi birti Hagstofunnar tölur sem unnar voru upp úr skattskýrslum fyrir árið 2022. Þar er ýmislegt áhugavert. Ef við skoðum t.d. heildarárstekjur á mann sést að efsta tekjutíundin sker sig nokkuð úr, en þar eru heildar árstekjur á mann að meðaltali um 34 milljón krónur, næstum tvöfalt meira en í næstu tekjutíund fyrir neðan, þar sem heildartekjur voru að meðaltali 17,7 milljón krónur. Ef við skoðum þróunina síðustu 10 ár sést að þriðja, fjórða og fimmta tekjutíundin hafa hækkað mest.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Seðlabankinn birti fundargerð fjármálastöðugleikanefndar frá júní.
- Hagstofan birti samantekt um tekjur og skuldir, eignir og eiginfjárstöðu í fyrra byggt á skattframtölum.
- Icelandair og Play birtu flutningstölur fyrir júní mánuð.
- Tvö skuldabréfaútboð voru í vikunni þar sem Landsbankinn hélt útboð á sértryggðum skuldabréfum og Lánamál ríkisins héldu útboð á ríkisbréfum.
- Reginn hélt hluthafafund í tengslum við yfirtökutilboð félagsins á Eik og birti í auglýsingu varðandi tilboð í hlutafé félagsins.
- Sjóvá og VÍS samþykktu að selja hlut sinn í Kerecis. VÍS birti síðan upplýsingar um áhrif þessara sölu og Kvika birtu upplýsingar um eignarhlut sinn.
- Icelandair skrifaði undir samning um kaup á allt að 25 Airbus flugvélum.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi umfjöllun og/eða samantekt er markaðsefni sem er ætlað til upplýsinga en felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningar eiga því ekki við, þar með talið bann við viðskiptum fyrir dreifingu. Umfjöllunin er unnin út frá opinberum upplýsingum frá aðilum sem Landsbankinn telur áreiðanlega, en bankinn getur ekki ábyrgst réttmæti upplýsinganna. Landsbankinn tekur enga ábyrgð á tjóni sem gæti hlotist af notkun upplýsinganna sem hér eru settar fram. Upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga eða -vísitalna sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef árangur byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur. Nánari upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga og -vísitalna má finna á vef Landsbankans, þ.m.t. um ávöxtun síðastliðinna 5 ára.Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra á vef Landsbankans. Landsbankinn er viðskiptabanki sem starfar samkvæmt lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og starfar undir leyfi og eftirliti fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.fme.is).








