Vikubyrjun 10. janúar 2022
Ólíkt fasteignaverði hefur leiguverð þróast með rólegasta móti frá því að heimsfaraldurinn skall á. Þannig hefur vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu einungis hækkað um 1,9% frá því í janúar 2020 á meðan vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 24,6%.

10. janúar 2022 - Greiningardeild
Vikan framundan
- Á þriðjudag birtir Vinnumálastofnun tölur um skráð atvinnuleysi í desember.
- Á miðvikudag birta Hagar árshlutauppgjör.
- Á fimmtudag birtir Seðlabankinn tölur um kortaveltu í desember.
- Í vikunni fara fram verðmælingar vegna janúarmælingar vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir hana föstudaginn 28. janúar.
Mynd vikunnar
Ólíkt fasteignaverði hefur leiguverð þróast með rólegasta móti frá því að heimsfaraldurinn skall á. Þannig hefur vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu einungis hækkað um 1,9% frá því í janúar 2020 á meðan vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 24,6%. Á þessu tímabili hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 8,0% þannig að nokkuð vantar upp á að leiguverð hafi náð að fylgja eftir almennu verðlag. Sjá nánar í Hagsjá: Verðstöðugleiki á leigumarkaði.
Efnahagsmál
- Ferðamálastofa birti greiningu á fjárhagsstöðu ferðaþjónustunnar.
- Fjármála- og efnahagsráðuneytið birti ársskýrslu um fyrirtæki í eigu ríkisins.
- Hagstofan birti bráðabirgðatölur um vöruviðskipti í desember og tilraunatölfræði um staðgreiðsluskyldar greiðslur.
- Seðlabankinn birti veltutölur um millibankamarkað með gjaldeyri og krónur og útreikning á raungengi.
- Engin tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í desember.
Fjármálamarkaðir
- Lánamál ríkisins luku útboði ríkisbréfa og Kvika banki lauk skuldabréfaútboði.
- Icelandair birti flutningstölur fyrir desember.
- Arion banki birti útgáfuáætlun fyrir 2022.
- Krónan veiktist lítillega í desember.
- Við birtum mánaðarlegt yfirlit yfir sértryggð skuldabréf fyrir desember.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á

14. nóv. 2025
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í október og verðbólgumælingin bar þess merki að undirliggjandi verðþrýstingur hefði aukist. Í ljósi breytts lánaframboðs og óviðbúinna áfalla í útflutningsgeirunum má líkast til búast við mildari tón frá peningastefnunefnd.

13. nóv. 2025
Við spáum því að verðbólga standi óbreytt á milli mánaða og mælist 4,3% í nóvember. Flugfargjöld til útlanda verða til lækkunar á vísitölunni, en reiknuð húsaleiga og matarkarfan verða til hækkunar. Við búumst við aukinni verðbólgu á næstu mánuðum.

10. nóv. 2025
Raungengi krónunnar er mjög hátt í sögulegu samhengi en hefur gefið lítillega eftir á allra síðustu dögum. Horfur í álútflutningi eru dræmar eftir bilun hjá Norðuráli og aflaheimildir gefa fyrirheit um samdrátt í útflutningi sjávarafurða. Ferðaþjónusta hefur vaxið umfram væntingar það sem af er ári og telja má horfur á vexti í nýjustu útflutningsstoðum Íslands. Velta samkvæmt VSK-skýrslum hefur þróast með svipuðum hætti í útflutningsgeiranum og í innlenda hagkerfinu, en ávöxtun hlutabréfa félaga í kauphöllinni með tekjur í erlendri mynt er mun lakari en fyrirtækja með tekjur í íslenskum krónum.

10. nóv. 2025
Fáar áhugaverðar hagtölur voru birtar í síðustu viku, en í þessari viku birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir ferðamannatölur. Uppgjörstímabilið fyrir þriðja ársfjórðung er í fullum gangi.

6. nóv. 2025
Hátt vaxtastig og ströng lánþegaskilyrði hafa slegið verulega á verðhækkanir á íbúðamarkaði. Á sama tíma hefur fjöldinn allur af nýjum íbúðum risið og sölutími þeirra lengst til muna. Eftir að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu féll hafa viðskiptabankarnir tekið lánaframboð til endurskoðunar og það sama má segja um suma lífeyrissjóðina. Seðlabankinn ákvað í síðustu viku að slaka lítillega á lánþegaskilyrðum.

3. nóv. 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

3. nóv. 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar í október og mældist 4,3%. Svo mikil hefur verðbólga ekki verið síðan í febrúar síðastliðnum. Telja má áhyggjuefni að aukin verðbólga skýrist ekki af tilfallandi sveiflukenndum liðum heldur virðist undirliggjandi verðþrýstingur hafa aukist. Í þessari viku halda félög áfram að birta uppgjör og hugsanlega má búast við fleiri púslum í breytta mynd af framboði íbúðalána í kjölfar vaxtamálsins.

31. okt. 2025
Eftirspurn eftir vinnuafli hefur minnkað og dregið hefur úr hækkun launa. Atvinnuleysi hefur aukist smám saman og rólegri taktur í atvinnulífinu hefur endurspeglast í hægari fólksfjölgun. Kaupmáttur hefur aukist jafnt og þétt og við teljum að þótt hægi á launahækkunum komi kaupmáttur til með að aukast áfram á næstu árum. Mikill kraftur er í neyslu landsmanna, kortavelta eykst sífellt og Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir.

30. okt. 2025
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,47% á milli mánaða í október og verðbólga jókst úr 4,1% í 4,3%. Vísitala neysluverðs hækkaði meira en við bjuggumst við, ekki síst reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykk. Skammtímaspá okkar gerir nú ráð fyrir að verðbólga haldist í 4,3% út árið, en aukist svo í janúar og mælist 4,5%.

27. okt. 2025
Íslenska hagkerfið verður í hægum vaxtartakti á næstu árum gangi hagspá sem við birtum í síðustu viku eftir. Á fimmtudag koma verðbólgutölur fyrir október og við eigum von á að verðbólga hækki úr 4,1% í 4,2%.