Viku­byrj­un 1. nóv­em­ber 2021

Til að meta undirliggjandi verðbólguþrýsting eru oft notaðar svokallaðar kjarnavísitölur, þ.e. vísitala neysluverðs án sveiflukenndra liða. Hagstofan reiknar og birtir fjórar mismunandi kjarnavísitölur.
Seðlabanki Íslands
1. nóvember 2021 - Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á miðvikudag birtir Sýn uppgjör.
  • Á fimmtudag birtir Reginn uppgjör og Hagstofan birtir niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn sinni fyrir 3. ársfjórðung.

Mynd vikunnar

Verðbólga mældist 4,5% í október. Til að meta undirliggjandi verðbólguþrýsting eru oft notaðar svokallaðar kjarnavísitölur, þ.e. vísitala neysluverðs án sveiflukenndra liða. Hagstofan reiknar og birtir fjórar mismunandi kjarnavísitölur. Ársbreyting kjarnavísitölu 1 (vísitala neysluverðs án búvara, grænmetis, ávaxta og bensíns) og kjarnavísitölu 2 (kjarnavísitala 1 án opinberrar þjónustu) er aðeins lægri en vísitölu neysluverðs í heild. Ef áhrif vaxtabreytinga á reiknaða húsaleigu eru einnig fjarlægð (kjarnavísitala 3) mælist 5,1% verðbólga. Ef við fjarlægjum hins vegar reiknaða húsaleigu alveg (kjarnavísitala 4) mælist einungis 2,6% verðbólga, þ.e. rétt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans.

Efnahagsmál

  • Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59% milli mánaða í október og mælist verðbólga 4,5%. Þetta var í samræmi við væntingar, en við spáðum +0,6% milli mánaða. Mest áhrif til hækkunar hafði kostnaður við að búa í eigin húsnæði (+1,4% milli mánaða) og bensín (+4,2% milli mánaða), mestu áhrif til lækkunar höfðu flugfargjöld til útlanda (-4,3% milli mánaða).
  • Velta samkvæmt  virðisaukaskattskýrslum var 25% meiri á VSK-tímabilinu júlí-ágúst 2021 en á sama tímabili 2020 og 9% meiri en á sama tímabili 2019. Mesta aukning milli 2019 og 2021 var í veltu erlendra fyrirtækja sem eru virðisaukaskattskyld á Íslandi, framleiðslu málma, og sölu og viðhaldi vélknúinna ökutækja.
  • Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar var atvinnuleysi 2,8% í september sem er 1,6 prósentustigum lægra en í september í fyrra. Atvinnuleysi samkvæmt skrám Vinnumálastofnunnar var nokkuð hærra, eða 5,0%. Alls voru 207.900 manns á vinnumarkaði í september sem samsvarar 78% atvinnuþátttöku. Af þeim voru um 202.000 starfandi og um 5.900 atvinnulausir.
  • Heildarfjöldi greiddra gistinótta í september var 698.000 sem er um 15% færri en í september 2019 en tæplega fimm sinnum fleiri en í september 2020. Um ein af hverjum fimm gistinóttum var notuð af Íslendingum.

Fjármálamarkaðir

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 1. nóvember 2021 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Strönd
14. júní 2024
Óvæntur kraftur í kortaveltu í maí
Kortavelta íslenskra heimila jókst á milli ára í maí, bæði innanlands og erlendis. Síðustu mánuði hefur kortavelta nær alltaf dregist saman á milli ára en eykst nú meira en hún hefur gert frá því í janúar 2023. Þessi aukna kortavelta vekur athygli í þrálátu hávaxtastigi og samdrætti í hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi.
Frosnir ávextir og grænmeti
13. júní 2024
Spáum rétt tæplega 6% verðbólgu í sumar
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,47% á milli mánaða í júní og að verðbólga lækki í 5,8%. Samkvæmt spánni verða hækkanirnar nokkuð almennar, líkt og í síðasta mánuði. Við spáum nokkuð óbreyttri verðbólgu næstu mánuði.
Ferðafólk
11. júní 2024
Fleiri ferðamenn en minni verðmæti
Á fyrstu fimm mánuðum ársins komu 3,9% fleiri erlendir ferðamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra. Á móti hefur skráðum gistinóttum fækkað um hálft prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins frá sama tímabili í fyrra og að sama skapi hefur kortavelta erlendra ferðamanna á föstu gengi dregist saman um tæplega 2% á milli ára.
Seðlabanki Íslands
10. júní 2024
Vikubyrjun 10. júní 2024
Evrópski seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku. Vinnumarkaðstölur frá Bandaríkjunum voru sterkari en almennt var búist við sem eykur líkurnar á að vaxtalækkunarferli seðlabankans þar í landi seinki.
6. júní 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - maí 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Flutningaskip
5. júní 2024
Aukinn halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 41 ma. kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Hallinn jókst nokkuð milli ára. Þrátt fyrir þetta batnaði erlend staða þjóðarbúsins á fjórðungnum.
4. júní 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 4. júní 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
3. júní 2024
Vikubyrjun 3. júní 2024
Landsframleiðsla dróst saman um 4% á fyrsta ársfjórðungi og verðbólga mældist 6,2% í maí, aðeins umfram spár.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur