Vikan framundan
- Á miðvikudag birtir Sýn uppgjör.
- Á fimmtudag birtir Reginn uppgjör og Hagstofan birtir niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn sinni fyrir 3. ársfjórðung.
Mynd vikunnar
Verðbólga mældist 4,5% í október. Til að meta undirliggjandi verðbólguþrýsting eru oft notaðar svokallaðar kjarnavísitölur, þ.e. vísitala neysluverðs án sveiflukenndra liða. Hagstofan reiknar og birtir fjórar mismunandi kjarnavísitölur. Ársbreyting kjarnavísitölu 1 (vísitala neysluverðs án búvara, grænmetis, ávaxta og bensíns) og kjarnavísitölu 2 (kjarnavísitala 1 án opinberrar þjónustu) er aðeins lægri en vísitölu neysluverðs í heild. Ef áhrif vaxtabreytinga á reiknaða húsaleigu eru einnig fjarlægð (kjarnavísitala 3) mælist 5,1% verðbólga. Ef við fjarlægjum hins vegar reiknaða húsaleigu alveg (kjarnavísitala 4) mælist einungis 2,6% verðbólga, þ.e. rétt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans.
Efnahagsmál
- Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59% milli mánaða í október og mælist verðbólga 4,5%. Þetta var í samræmi við væntingar, en við spáðum +0,6% milli mánaða. Mest áhrif til hækkunar hafði kostnaður við að búa í eigin húsnæði (+1,4% milli mánaða) og bensín (+4,2% milli mánaða), mestu áhrif til lækkunar höfðu flugfargjöld til útlanda (-4,3% milli mánaða).
- Velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum var 25% meiri á VSK-tímabilinu júlí-ágúst 2021 en á sama tímabili 2020 og 9% meiri en á sama tímabili 2019. Mesta aukning milli 2019 og 2021 var í veltu erlendra fyrirtækja sem eru virðisaukaskattskyld á Íslandi, framleiðslu málma, og sölu og viðhaldi vélknúinna ökutækja.
- Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar var atvinnuleysi 2,8% í september sem er 1,6 prósentustigum lægra en í september í fyrra. Atvinnuleysi samkvæmt skrám Vinnumálastofnunnar var nokkuð hærra, eða 5,0%. Alls voru 207.900 manns á vinnumarkaði í september sem samsvarar 78% atvinnuþátttöku. Af þeim voru um 202.000 starfandi og um 5.900 atvinnulausir.
- Heildarfjöldi greiddra gistinótta í september var 698.000 sem er um 15% færri en í september 2019 en tæplega fimm sinnum fleiri en í september 2020. Um ein af hverjum fimm gistinóttum var notuð af Íslendingum.
Fjármálamarkaðir
- Arion banki, Eik (fjárfestakynning), Festi, Íslandsbanki, Landsbankinn, Síminn, Skeljungur og Sjóvá birtu uppgjör í síðustu viku.
- Reitir birtu afkomuviðvörun.
- Síminn seldi Mílu til Ardian.
- Seðlabankinn birti fundargerð fjármálastöðugleikanefndar.
- Lánamál ríkisins luku útboði ríkisvíxla.
Hagtölur og markaðsupplýsingar









