Viku­byrj­un 1. nóv­em­ber 2021

Til að meta undirliggjandi verðbólguþrýsting eru oft notaðar svokallaðar kjarnavísitölur, þ.e. vísitala neysluverðs án sveiflukenndra liða. Hagstofan reiknar og birtir fjórar mismunandi kjarnavísitölur.
Seðlabanki Íslands
1. nóvember 2021 - Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á miðvikudag birtir Sýn uppgjör.
  • Á fimmtudag birtir Reginn uppgjör og Hagstofan birtir niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn sinni fyrir 3. ársfjórðung.

Mynd vikunnar

Verðbólga mældist 4,5% í október. Til að meta undirliggjandi verðbólguþrýsting eru oft notaðar svokallaðar kjarnavísitölur, þ.e. vísitala neysluverðs án sveiflukenndra liða. Hagstofan reiknar og birtir fjórar mismunandi kjarnavísitölur. Ársbreyting kjarnavísitölu 1 (vísitala neysluverðs án búvara, grænmetis, ávaxta og bensíns) og kjarnavísitölu 2 (kjarnavísitala 1 án opinberrar þjónustu) er aðeins lægri en vísitölu neysluverðs í heild. Ef áhrif vaxtabreytinga á reiknaða húsaleigu eru einnig fjarlægð (kjarnavísitala 3) mælist 5,1% verðbólga. Ef við fjarlægjum hins vegar reiknaða húsaleigu alveg (kjarnavísitala 4) mælist einungis 2,6% verðbólga, þ.e. rétt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans.

Efnahagsmál

  • Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59% milli mánaða í október og mælist verðbólga 4,5%. Þetta var í samræmi við væntingar, en við spáðum +0,6% milli mánaða. Mest áhrif til hækkunar hafði kostnaður við að búa í eigin húsnæði (+1,4% milli mánaða) og bensín (+4,2% milli mánaða), mestu áhrif til lækkunar höfðu flugfargjöld til útlanda (-4,3% milli mánaða).
  • Velta samkvæmt  virðisaukaskattskýrslum var 25% meiri á VSK-tímabilinu júlí-ágúst 2021 en á sama tímabili 2020 og 9% meiri en á sama tímabili 2019. Mesta aukning milli 2019 og 2021 var í veltu erlendra fyrirtækja sem eru virðisaukaskattskyld á Íslandi, framleiðslu málma, og sölu og viðhaldi vélknúinna ökutækja.
  • Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar var atvinnuleysi 2,8% í september sem er 1,6 prósentustigum lægra en í september í fyrra. Atvinnuleysi samkvæmt skrám Vinnumálastofnunnar var nokkuð hærra, eða 5,0%. Alls voru 207.900 manns á vinnumarkaði í september sem samsvarar 78% atvinnuþátttöku. Af þeim voru um 202.000 starfandi og um 5.900 atvinnulausir.
  • Heildarfjöldi greiddra gistinótta í september var 698.000 sem er um 15% færri en í september 2019 en tæplega fimm sinnum fleiri en í september 2020. Um ein af hverjum fimm gistinóttum var notuð af Íslendingum.

Fjármálamarkaðir

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 1. nóvember 2021 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki Íslands
7. des. 2021

Fyrsti mánuður síðan fyrir faraldurinn sem Seðlabankinn grípur ekki inn

Íslenska krónan styrktist á móti gjaldmiðlum flestra viðskiptalanda okkar í nóvember, að Bandaríkjadal undanskildum. SÍ greip ekki inn í markaðinn í nóvember og er þetta fyrsti mánuðurinn sem það gerist síðan í febrúar 2020.
Fasteignir
6. des. 2021

Íbúðafjárfesting dregst saman

Íbúðafjárfesting hefur nú dregist saman milli ára þrjá ársfjórðunga í röð samkvæmt þjóðhagsreikningum. Engu að síður mælist hún mikil sem hlutfall af landsframleiðslu. Vöxtur í fólksflutningi til landsins eykur þörf fyrir nýjar íbúðir. Nú um 5.700 íbúðir í byggingu samkvæmt Þjóðskrá og hafa tæplega 3.000 skilað sér á markað það sem af er ári.
Alþingishús
6. des. 2021

Vikubyrjun 12. desember 2021

Viðbrögð stjórnvalda gagnvart efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins hafa skilað góðum árangri og átt ríkan þátt í að stýra hagkerfinu í gegnum einn dýpsta efnahagssamdrátt sögunnar. Þetta hefur ekki verið ókeypis, en ríkissjóður hefur skuldsett sig til þess að fjármagna tímabundinn hallarekstur í gegnum faraldurinn.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
3. des. 2021

Afgangur af viðskiptum við útlönd og bætt erlend staða

Á þriðja ársfjórðungi mældist 13,1 ma. kr. afgangur af viðskiptum við útlönd. Þetta er mun betri niðurstaða en á næsta fjórðungi á undan og sama fjórðungi í fyrra. Erlend staða þjóðarbúsins batnaði á ársfjórðungnum og hefur aldrei verið hagstæðari.
Fjallgöngumaður
3. des. 2021

Sýn var hástökkvarinn í nóvember

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði um 2,5% í nóvember rétt eins og hlutabréfamarkaðir helstu viðskiptalanda Íslands. Þrátt fyrir það hefur ávöxtun á íslenska hlutabréfamarkaðnum verið góð á undanförnum 12 mánuðum. Markaðurinn hefur hækkað um tæplega 50% á síðustu 12 mánuðum og er það meiri hækkun en í helstu viðskiptalöndum.
Ský
2. des. 2021

Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Landsbankinn seldi sértryggð skuldabréf að fjárhæð 2.200 m.kr. og Arion banki að fjárhæð 1.720 m.kr. í útboðum í nóvember. Íslandsbanki hélt ekki útboð.
Alþingi við Austurvöll
2. des. 2021

Fjármál ríkissjóðs að taka á sig mynd

Skv. fjárlagafrumvarpinu mun afkoma ríkissjóðs batna um u.þ.b. 120 ma.kr. milli áranna 2021 og 2022 og verða neikvæð um 169 ma.kr. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hallarekstri ríkissjóðs næstu árin, allt fram til 2026, en hann verður þó töluvert minni en reiknað var með í gildandi fjármálaáætlun. Það er því ekki verið að boða niðurskurð í frumvarpinu, frekar má segja að stefnt sé að mjúkri lendingu sé litið til áranna fram til 2026.
Flutningaskip
30. nóv. 2021

Áframhald á kröftugum hagvexti á þriðja fjórðungi

Samkvæmt bráðabirgðamati Hagstofu Íslands jókst landsframleiðslan um 6% á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta er annar fjórðungurinn í röð sem hagvöxtur mælist eftir að faraldurinn hófst og frekari staðfesting þess að hagkerfið sé á leið út úr kreppunni. Hagvöxtur á fyrstu þremur fjórðungum ársins nam 4,1% og var hann borinn af vextinum á öðrum og þriðja fjórðungi en hagvöxtur var lítillega neikvæður á fyrsta fjórðungi.
Grafarholt
29. nóv. 2021

Hlutfall íbúða í eigu þeirra sem eiga fleiri en eina íbúð helst stöðugt

Ríflega þriðjungur íbúðastofnsins er í eigu einstaklinga eða lögaðila sem eiga fleiri en eina íbúð og hefur hlutfallið haldist nær stöðugt síðustu ár. Ekki er að sjá að lægri vextir hafi aukið áhuga fólks á að fjárfesta í fleiri en einni íbúð.
Íbúðir
29. nóv. 2021

Vikubyrjun 29. nóvember 2021

Verðbólga mældist 4,8% í nóvember og skýrir húsnæðiskostnaður rúmlega helming hennar, eða um 55%.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur