Verðlag hefur hækkað um tæp 15% frá því fyrir faraldur
Frá janúar 2020, þ.e. áður en heimsfaraldurinn skall á, hefur vísitala neysluverðs hækkað um 14,8%. Engin vara eða þjónusta hefur þó hækkað um nákvæmlega 14,8%. Algengast er að einstakar vörur hafi hækkað um 5-10%.
Vísitala neysluverðs mælir verðbreytingar á tiltekinni körfu af vörum og þjónustu. Vægi einstakra liða er ákvarðað út frá rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna og á vísitalan að endurspegla útgjöld dæmigerðs íslensks heimilis. Heimilin eru þó jafn misjöfn og þau eru mörg og sú verðbólga sem fólk upplifir því einnig ólík eftir neyslusamsetningu.
Húsnæði, þ.e. reiknað endurgjald fyrir að búa í eigin húsnæði og leigukostnaður, hefur hækkað mun meiri en vísitalan í heild. Þetta þarf ekki að koma á óvart miðað við þróun á fasteignamarkaði síðustu ár. Bæði innlendar og innfluttar vörur hafa að meðaltali hækkað svipað og vísitalan í heild. Þar af hefur bensín hækkað einna mest, eða um 31%. Bæði opinber þjónusta og það sem flokkast sem önnur þjónustu hefur síðan hækkað nokkuð minna en vísitalan í heild.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Verðlag hefur hækkað um tæp 15% frá því fyrir faraldur