Verð­bólga byrj­uð að hjaðna

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,29% milli mánaða í ágúst og lækkaði ársverðbólgan úr 9,9% í 9,7%. Þetta er í fyrsta sinn síðan í júní 2021 sem ársverðbólgan lækkar milli mánaða. Við teljum að verðbólgan hafi náð hámarki í júlí og að við taki mjög hæg hjöðnun næstu mánuði.
Flugvél á flugvelli
30. ágúst 2022 - Hagfræðideild

Mest áhrif til hækkunar verðlags milli mánaða hafði reiknuð húsaleiga (0,9% milli mánaða, 0,17% áhrif). Mest áhrif til lækkunar milli mánaða höfðu flugfargjöld til útlanda (-8,7% milli mánaða, -0,22% áhrif) og dælueldsneyti (-3,9% milli mánaða, -0,16% áhrif).

Aðeins minni hækkun en við áttum von á

Þetta var aðeins minni hækkun en við áttum von á, en við spáðum 0,4% hækkun milli mánaða. Að þessu sinni er enginn einn liður sem skýrir megnið af spáskekkjunni.  Flugfargjöld til útlanda lækka alla jafna milli mánaða í ágúst, en lækkunin núna var aðeins meiri en við áttum von á. Föt og skór hækkuðu aðeins minna en við áttum von á, sem skýrist af því að sumarútsölurnar hafa teygt sig lengra inn í ágúst en við reiknuðum með. Verð á nýjum bílum var óbreytt en við áttum von á smávægilegri hækkun. Reiknuð húsaleiga hækkaði aðeins minna en við áttum von á. Framlag vaxtabreytinga til lækkunar var meira en við reiknuðum með á meðan hækkunin á markaðsverði húsnæðis var svipuð og við höfðum spáð. Að lokum var breytingin milli mánaða á dæluverði á eldsneyti í samræmi við verðkönnun okkar.

Framlag þjónustu og dælueldsneytis til ársverðbólgu lækkaði milli mánaða

Ef við skoðum verðbólgu eftir eðli og uppruna sést að 41% af 12 mánaða verðbólgu í ágúst skýrist af húsnæði, 23% af þjónustu og 35% vörum. Framlag vöruverðs skiptist nokkuð jafnt á milli innlendra vara, dælueldsneytis og innfluttra vara án dælueldsneytis. Ársverðbólgan lækkaði um 0,2 prósentustig milli mánaða í ágúst. Framlag þjónustu og framlag dælueldsneytis lækkaði milli mánaða, framlag innfluttra vara án bensíns hækkaði milli mánaða og óveruleg breyting var á framlagi húsnæðis og innlendra vara.

Húsnæði, eldsneyti og flugfargjöld skýra 60% af ársverðbólgunni

Vísitölu neysluverðs er ætlað að mæla verðþróun á neyslu meðalheimilis og samanstendur af útgjaldaliðum dæmigerðs heimilis. Mesta niðurbrot sem Hagstofan birtir á vísitölu neysluverðs eru 169 undirliðir. Þrátt fyrir að verðbólgan sé 9,7% hafa 82% undirliða hækkað minna en 9,7% á síðustu 12 mánuðum. Sex undirliðir (4% undirliða) hafa hins vegar hækkað meira en 20% síðustu tólf mánuði og vega þeir nokkuð þungt. Meðal þessara sex undirliða eru fjórir afar stórir stórir: reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda, bensín 95 okt og díselolía. Þessir fjórir undirliðir skýra 60% af ársverðbólgunni, eða 6,0 prósentustig af 9,7% ársverðbólgu.

Teljum að verðbólgan hafi náð hámarki

Þrátt fyrir að ágústmælingin hafi verið aðeins lægri en við áttum von er spá okkar, um 9,5% verðbólgu í september, óbreytt. Skýrist það af tvennu. Í fyrsta lagi hefur krónan veikst aðeins síðan við birtum síðustu spá. Í öðru lagi skýrist hluti af muninum á spá okkar og mælingunni sem kom í morgun af því að sumarútsölurnar teygðu sig lengra inn í ágúst en við áttum von á. Við reiknum því með að hækkunin sem við áttum von á að kæmi fram á fötum og skóm í ágúst komi í staðinn fram í september.

Við teljum að verðbólgan hafi náð hámarki í júlí og að framundan sé mjög hæg hjöðnun næstu mánuði. Gangi spá okkar eftir mun ársverðbólgan fara undir 9% í nóvember á þessu ár.

Skammtíma verðbólguspár Hagfræðideildar

Dags   júl. 2022 ágú. 2022 sep. 2022 okt. 2022 nóv. 2022
13. júl Verðkönnunarvika 9,2% 9,5% 9,0% 8,6%
19. júl Birting vísitölu íbúðaverðs 9,3% 9,7% 9,3% 8,8%
22. júl Birting vísitölu neysluverðs 9,9% 10,3% 9,9% 9,4%  
18. ágú Verðkönnunarvika 9,9% 9,9% 9,5% 9,2% 8,8%
30. ágú Birting vísitölu neysluverðs 9,9% 9,7% 9,5% 9,2% 8,8%

Rauntölur eru feitletraðar

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara. Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti. Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki
29. sept. 2022

Spáum 0,5 prósentustiga hækkun stýrivaxta í október

Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,5 prósentustig í næstu viku. Gangi spá okkar eftir fara meginvextir bankans, sjö daga bundin innlán, úr 5,5% upp í 6%.
Fataverslun
28. sept. 2022

Verðbólga heldur áfram að hjaðna

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% milli mánaða í september. Ársverðbólgan dróst saman úr 9,7% í 9,3% og alls hefur hún minnkað um 0,6% prósentustig síðan hún náði hámarki í 9,9% í júlí. Við eigum von á hægfara hjöðnun næstu mánuði og að verðbólga mælist 8,3% í desember.
Lyftari í vöruhúsi
26. sept. 2022

Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2% á árinu

Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2% frá því í janúar og þótt launavísitalan hafi hækkað örlítið í ágúst hægist enn á árshækkuninni. Laun hafa hækkað hlutfallslega langmest í greinum tengdum ferðaþjónustunni á síðustu 12 mánuðum, en einnig í byggingar- og veitustarfsemi, og mest meðal verkafólks.
Fjölbýlishús
26. sept. 2022

Vikubyrjun 26. september 2022

Íbúðum til sölu á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað verulega frá því í vor, úr tæplega 500 í rúmlega 1.000. Fjölgunin skýrist fremur af eldri íbúðum sem eru settar í sölu en nýjum íbúðum sem koma inn á markaðinn.
Fasteignir
21. sept. 2022

Íbúðaverð lækkar milli mánaða í fyrsta sinn síðan 2019

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,4% milli mánaða í ágúst. Þetta er í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem vísitalan lækkar og skýr merki um að markaðurinn sé farinn að kólna.
Fólk við Geysi
20. sept. 2022

Atvinnuleysi minnkar enn og aðflutt vinnuafl sífellt mikilvægara

Atvinnuleysi dróst saman um 0,1 prósentustig milli mánaða í ágúst og var 3,1%. Atvinnuleysi minnkaði mest í ferðatengdum greinum milli mánaða, enda fjölgaði erlendum ferðamönnum eftir því sem leið á sumarið. Sífellt fleiri stjórnendur fyrirtækja á Íslandi telja vanta vinnuafl og eftir því sem störfum fjölgar verður erlent vinnuafl mikilvægara á íslenskum vinnumarkaði.
Flutningaskip
19. sept. 2022

Vikubyrjun 19. september 2022

Á fyrstu sex mánuðum ársins var 84 milljarða króna halli af viðskiptum við útlönd. Þrátt fyrir þennan mikla halla hefur krónan styrkst innan árs. Skýrist þetta meðal annars af því að öllum viðskiptum fylgir ekki endilega gjaldeyrisflæði.
Bananar í verslun
15. sept. 2022

Verðbólga mun mjakast niður á við í september

Við spáum því að almennt verðlag hækki um 0,34% milli ágúst og september. Gangi spáin eftir verður ársverðbólgan 9,6% og yrði það þá frekari staðfesting þess að verðbólga hafi þegar náð hámarki hér á landi. Verðbólga fór hæst í 9,9% í júlí og mældist svo aðeins minni eða 9,7% í ágúst. Gangi spáin eftir verður septembermánuður annar mánuðurinn í röð þar sem verðbólgan lækkar milli mánaða. Við eigum von hægri hjöðnun verðbólgunnar á næstunni og að hún verði komin niður í 8,8% í desember.
Olíuvinnsla
12. sept. 2022

Olíuverð einn helsti drifkraftur verðbólgu á síðustu 50 árum

Hrávöruverð hefur almennt farið lækkandi á síðustu mánuðum. Það mun styðja við hjöðnun verðbólgunnar í heiminum en hún hefur ekki mælst meiri á Vesturlöndum í nokkra áratugi.
12. sept. 2022

Vikubyrjun 12. september 2022

Flest ríki eru núna að berjast við mikla verðbólgu. Þó vandamálið sé svipað að stærðargráðu víðsvegar í heiminum geta ástæðurnar fyrir hárri verðbólgu verið af ýmsum toga.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur