Verð­bólga byrj­uð að hjaðna

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,29% milli mánaða í ágúst og lækkaði ársverðbólgan úr 9,9% í 9,7%. Þetta er í fyrsta sinn síðan í júní 2021 sem ársverðbólgan lækkar milli mánaða. Við teljum að verðbólgan hafi náð hámarki í júlí og að við taki mjög hæg hjöðnun næstu mánuði.
Flugvél á flugvelli
30. ágúst 2022 - Hagfræðideild

Mest áhrif til hækkunar verðlags milli mánaða hafði reiknuð húsaleiga (0,9% milli mánaða, 0,17% áhrif). Mest áhrif til lækkunar milli mánaða höfðu flugfargjöld til útlanda (-8,7% milli mánaða, -0,22% áhrif) og dælueldsneyti (-3,9% milli mánaða, -0,16% áhrif).

Aðeins minni hækkun en við áttum von á

Þetta var aðeins minni hækkun en við áttum von á, en við spáðum 0,4% hækkun milli mánaða. Að þessu sinni er enginn einn liður sem skýrir megnið af spáskekkjunni.  Flugfargjöld til útlanda lækka alla jafna milli mánaða í ágúst, en lækkunin núna var aðeins meiri en við áttum von á. Föt og skór hækkuðu aðeins minna en við áttum von á, sem skýrist af því að sumarútsölurnar hafa teygt sig lengra inn í ágúst en við reiknuðum með. Verð á nýjum bílum var óbreytt en við áttum von á smávægilegri hækkun. Reiknuð húsaleiga hækkaði aðeins minna en við áttum von á. Framlag vaxtabreytinga til lækkunar var meira en við reiknuðum með á meðan hækkunin á markaðsverði húsnæðis var svipuð og við höfðum spáð. Að lokum var breytingin milli mánaða á dæluverði á eldsneyti í samræmi við verðkönnun okkar.

Framlag þjónustu og dælueldsneytis til ársverðbólgu lækkaði milli mánaða

Ef við skoðum verðbólgu eftir eðli og uppruna sést að 41% af 12 mánaða verðbólgu í ágúst skýrist af húsnæði, 23% af þjónustu og 35% vörum. Framlag vöruverðs skiptist nokkuð jafnt á milli innlendra vara, dælueldsneytis og innfluttra vara án dælueldsneytis. Ársverðbólgan lækkaði um 0,2 prósentustig milli mánaða í ágúst. Framlag þjónustu og framlag dælueldsneytis lækkaði milli mánaða, framlag innfluttra vara án bensíns hækkaði milli mánaða og óveruleg breyting var á framlagi húsnæðis og innlendra vara.

Húsnæði, eldsneyti og flugfargjöld skýra 60% af ársverðbólgunni

Vísitölu neysluverðs er ætlað að mæla verðþróun á neyslu meðalheimilis og samanstendur af útgjaldaliðum dæmigerðs heimilis. Mesta niðurbrot sem Hagstofan birtir á vísitölu neysluverðs eru 169 undirliðir. Þrátt fyrir að verðbólgan sé 9,7% hafa 82% undirliða hækkað minna en 9,7% á síðustu 12 mánuðum. Sex undirliðir (4% undirliða) hafa hins vegar hækkað meira en 20% síðustu tólf mánuði og vega þeir nokkuð þungt. Meðal þessara sex undirliða eru fjórir afar stórir stórir: reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda, bensín 95 okt og díselolía. Þessir fjórir undirliðir skýra 60% af ársverðbólgunni, eða 6,0 prósentustig af 9,7% ársverðbólgu.

Teljum að verðbólgan hafi náð hámarki

Þrátt fyrir að ágústmælingin hafi verið aðeins lægri en við áttum von er spá okkar, um 9,5% verðbólgu í september, óbreytt. Skýrist það af tvennu. Í fyrsta lagi hefur krónan veikst aðeins síðan við birtum síðustu spá. Í öðru lagi skýrist hluti af muninum á spá okkar og mælingunni sem kom í morgun af því að sumarútsölurnar teygðu sig lengra inn í ágúst en við áttum von á. Við reiknum því með að hækkunin sem við áttum von á að kæmi fram á fötum og skóm í ágúst komi í staðinn fram í september.

Við teljum að verðbólgan hafi náð hámarki í júlí og að framundan sé mjög hæg hjöðnun næstu mánuði. Gangi spá okkar eftir mun ársverðbólgan fara undir 9% í nóvember á þessu ár.

Skammtíma verðbólguspár Hagfræðideildar

Dags   júl. 2022 ágú. 2022 sep. 2022 okt. 2022 nóv. 2022
13. júl Verðkönnunarvika 9,2% 9,5% 9,0% 8,6%
19. júl Birting vísitölu íbúðaverðs 9,3% 9,7% 9,3% 8,8%
22. júl Birting vísitölu neysluverðs 9,9% 10,3% 9,9% 9,4%  
18. ágú Verðkönnunarvika 9,9% 9,9% 9,5% 9,2% 8,8%
30. ágú Birting vísitölu neysluverðs 9,9% 9,7% 9,5% 9,2% 8,8%

Rauntölur eru feitletraðar

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara. Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti. Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
6. júní 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - maí 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Flutningaskip
5. júní 2024
Aukinn halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 41 ma. kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Hallinn jókst nokkuð milli ára. Þrátt fyrir þetta batnaði erlend staða þjóðarbúsins á fjórðungnum.
4. júní 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 4. júní 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
3. júní 2024
Vikubyrjun 3. júní 2024
Landsframleiðsla dróst saman um 4% á fyrsta ársfjórðungi og verðbólga mældist 6,2% í maí, aðeins umfram spár.
Fiskiskip á Ísafirði
31. maí 2024
Samdráttur á fyrsta ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman um 4% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2021 sem landsframleiðsla dregst saman á milli ára. Samdrátturinn skýrist helst af minni birgðasöfnun vegna loðnubrests. Einkaneysla og fjárfesting jukust aftur á móti á fjórðungnum sem er til marks um eftirspurnarþrýsting.
Íbúðahús
30. maí 2024
Verðbólga jókst þvert á spár
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,58% á milli mánaða í maí og við það hækkaði ársverðbólga úr 6,0% í 6,2%. Hækkanir voru á nokkuð breiðum grunni og meiri en við bjuggumst við. 
Þjóðvegur
29. maí 2024
Margra ára hallarekstur og óskýrar mótvægisaðgerðir
Stjórnvöld sjá fram á að rétta smám saman úr ríkisrekstrinum á næstu árum en gera ekki ráð fyrir afgangi fyrr en árið 2028, eftir níu ára samfelldan hallarekstur. Hallarekstur var viðbúinn í faraldrinum en almennt er óæskilegt að ríkissjóður sé rekinn með halla í uppsveiflu og á tímum mikillar þenslu og verðbólgu. Við teljum að áfram verði reynt að halda aftur af opinberri fjárfestingu og að samneysla aukist aðeins minna á næstu árum en undanfarin ár.
Mynt 100 kr.
27. maí 2024
Krónan stöðug en Ísland verður dýrara
Krónan hefur verið óvenju stöðug frá því í nóvember í fyrra. Við teljum að krónan styrkist lítillega á þessu ári og að raungengið hækki þar sem verðbólga verði meiri hér en í helstu viðskiptalöndum okkar.
Fasteignir
27. maí 2024
Vikubyrjun 27. maí 2024
Velta á íbúðamarkaði hefur aukist á síðustu mánuðum og kaupsamningum fjölgað. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í apríl í ár voru meira en tvöfalt fleiri en í apríl í fyrra.
Fiskveiðinet
22. maí 2024
Botnfisksveiðar vega upp á móti loðnubresti
Heildarafli íslenskra fiskiskipa dróst saman í fyrra og útflutningur sjávarafurða var 7,9% minni í fyrra en árið á undan. Aflaheimildir á þorski hafa dregist saman nokkur ár í röð en nú virðist þróunin vera að snúast við þar sem þorskkvóti var aukinn um 1% fyrir yfirstandandi veiðitímabil. Loðnuvertíð síðasta árs var mjög góð en í ár verður engin loðna veidd. Í nýlegri hagspá gerum við ráð fyrir hóflegum vexti í útflutningi sjávarafurða.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur