Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Verð­bólga byrj­uð að hjaðna

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,29% milli mánaða í ágúst og lækkaði ársverðbólgan úr 9,9% í 9,7%. Þetta er í fyrsta sinn síðan í júní 2021 sem ársverðbólgan lækkar milli mánaða. Við teljum að verðbólgan hafi náð hámarki í júlí og að við taki mjög hæg hjöðnun næstu mánuði.
Flugvél á flugvelli
30. ágúst 2022 - Greiningardeild

Mest áhrif til hækkunar verðlags milli mánaða hafði reiknuð húsaleiga (0,9% milli mánaða, 0,17% áhrif). Mest áhrif til lækkunar milli mánaða höfðu flugfargjöld til útlanda (-8,7% milli mánaða, -0,22% áhrif) og dælueldsneyti (-3,9% milli mánaða, -0,16% áhrif).

Aðeins minni hækkun en við áttum von á

Þetta var aðeins minni hækkun en við áttum von á, en við spáðum 0,4% hækkun milli mánaða. Að þessu sinni er enginn einn liður sem skýrir megnið af spáskekkjunni.  Flugfargjöld til útlanda lækka alla jafna milli mánaða í ágúst, en lækkunin núna var aðeins meiri en við áttum von á. Föt og skór hækkuðu aðeins minna en við áttum von á, sem skýrist af því að sumarútsölurnar hafa teygt sig lengra inn í ágúst en við reiknuðum með. Verð á nýjum bílum var óbreytt en við áttum von á smávægilegri hækkun. Reiknuð húsaleiga hækkaði aðeins minna en við áttum von á. Framlag vaxtabreytinga til lækkunar var meira en við reiknuðum með á meðan hækkunin á markaðsverði húsnæðis var svipuð og við höfðum spáð. Að lokum var breytingin milli mánaða á dæluverði á eldsneyti í samræmi við verðkönnun okkar.

Framlag þjónustu og dælueldsneytis til ársverðbólgu lækkaði milli mánaða

Ef við skoðum verðbólgu eftir eðli og uppruna sést að 41% af 12 mánaða verðbólgu í ágúst skýrist af húsnæði, 23% af þjónustu og 35% vörum. Framlag vöruverðs skiptist nokkuð jafnt á milli innlendra vara, dælueldsneytis og innfluttra vara án dælueldsneytis. Ársverðbólgan lækkaði um 0,2 prósentustig milli mánaða í ágúst. Framlag þjónustu og framlag dælueldsneytis lækkaði milli mánaða, framlag innfluttra vara án bensíns hækkaði milli mánaða og óveruleg breyting var á framlagi húsnæðis og innlendra vara.

Húsnæði, eldsneyti og flugfargjöld skýra 60% af ársverðbólgunni

Vísitölu neysluverðs er ætlað að mæla verðþróun á neyslu meðalheimilis og samanstendur af útgjaldaliðum dæmigerðs heimilis. Mesta niðurbrot sem Hagstofan birtir á vísitölu neysluverðs eru 169 undirliðir. Þrátt fyrir að verðbólgan sé 9,7% hafa 82% undirliða hækkað minna en 9,7% á síðustu 12 mánuðum. Sex undirliðir (4% undirliða) hafa hins vegar hækkað meira en 20% síðustu tólf mánuði og vega þeir nokkuð þungt. Meðal þessara sex undirliða eru fjórir afar stórir stórir: reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda, bensín 95 okt og díselolía. Þessir fjórir undirliðir skýra 60% af ársverðbólgunni, eða 6,0 prósentustig af 9,7% ársverðbólgu.

Teljum að verðbólgan hafi náð hámarki

Þrátt fyrir að ágústmælingin hafi verið aðeins lægri en við áttum von er spá okkar, um 9,5% verðbólgu í september, óbreytt. Skýrist það af tvennu. Í fyrsta lagi hefur krónan veikst aðeins síðan við birtum síðustu spá. Í öðru lagi skýrist hluti af muninum á spá okkar og mælingunni sem kom í morgun af því að sumarútsölurnar teygðu sig lengra inn í ágúst en við áttum von á. Við reiknum því með að hækkunin sem við áttum von á að kæmi fram á fötum og skóm í ágúst komi í staðinn fram í september.

Við teljum að verðbólgan hafi náð hámarki í júlí og að framundan sé mjög hæg hjöðnun næstu mánuði. Gangi spá okkar eftir mun ársverðbólgan fara undir 9% í nóvember á þessu ár.

Skammtíma verðbólguspár Hagfræðideildar

Dags   júl. 2022 ágú. 2022 sep. 2022 okt. 2022 nóv. 2022
13. júl Verðkönnunarvika 9,2% 9,5% 9,0% 8,6%
19. júl Birting vísitölu íbúðaverðs 9,3% 9,7% 9,3% 8,8%
22. júl Birting vísitölu neysluverðs 9,9% 10,3% 9,9% 9,4%  
18. ágú Verðkönnunarvika 9,9% 9,9% 9,5% 9,2% 8,8%
30. ágú Birting vísitölu neysluverðs 9,9% 9,7% 9,5% 9,2% 8,8%

Rauntölur eru feitletraðar

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara. Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti. Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
7. maí 2025
Stór hluti íslensks vöruútflutnings til Bandaríkjanna undanþeginn tollum
Ætla má að um þriðjungur íslenskra vara sem fluttar eru frá Íslandi til Bandaríkjanna sé undanþeginn þeim tollum sem nú eru í gildi, til dæmis lyf og flestar lækningavörur. Óvissa um framvindu mála í alþjóðaviðskiptum getur samt ein og sér leitt til þess að fyrirtæki halda að sér höndum og ráðast síður í nýjar fjárfestingar. Á síðasta ári fór um 12% af vöruútflutningi Íslands til Bandaríkjanna.
Dollarar og Evrur
5. maí 2025
Vikubyrjun 5. maí 2025
Í apríl jókst verðbólga úr 3,8% í 4,2%, nokkuð umfram okkar spá um 4,0% verðbólgu. Velta samkvæmt VSK-skýrslum jókst á milli ára í flestum atvinnugreinum á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Á fyrsta ársfjórðungi mældist hagvöxtur á evrusvæðinu en samdráttur í Bandaríkjunum. Í þessari viku er vaxtaákvörðun í Bandaríkjunum og einnig í Bretlandi.
2. maí 2025
Mánaðamót 2. maí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fasteignir
2. maí 2025
Leiguverð á hraðari uppleið en kaupverð undanfarið
Ör fólksfjölgun og hækkun húsnæðisverðs hefur aukið eftirspurn eftir leiguíbúðum. Stærstur hluti Airbnb-íbúða er nú leigður út af leigusölum með fleiri en tvær íbúðir í útleigu. Frumvarp um hert skilyrði um skammtímaleigu hefur verið sett í samráðsgátt. Hömlur á skammtímaleigu gætu aukið framboð leiguíbúða og jafnvel söluframboð. 
29. apríl 2025
Verðbólga yfir væntingum og mælist 4,2%
Verðbólga mældist 4,2% í apríl og hækkaði úr 3,8% frá því í mars. Verðbólga var umfram okkar spá, einkum vegna þess að reiknuð húsaleiga og verð á matvörum hækkaði meira en við bjuggumst við.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
28. apríl 2025
Versnandi efnahagshorfur í heiminum að mati AGS
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) birti nýja efnahagsspá um páskana. Hagvaxtarhorfur í heiminum hafa verið færðar niður og AGS telur að spenna í alþjóðaviðskiptum og veruleg óvissa komi til með að draga úr umsvifum í heimshagkerfinu.
USD
28. apríl 2025
Vikubyrjun 28. apríl 2025
Hagstofan birtir verðbólgutölur fyrir aprílmánuð á morgun og við búumst við að verðbólga hækki tímabundið upp í 4%. Í vikunni fáum við fyrstu uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung og fyrsta mat á hagvexti í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu á fyrsta ársfjórðungi.
Íbúðir
23. apríl 2025
Horfur á hófstilltum hækkunum á íbúðaverði
Við teljum horfur á tiltölulega hófstilltum verðhækkunum á íbúðamarkaði næstu árin, 5,9% hækkun á þessu ári, 4,8% hækkun á næsta ári og 6,4% hækkun árið 2027. Til samanburðar hefur íbúðaverð hækkað um 9% á ári að jafnaði frá aldamótum, og að meðaltali um 13% á ári frá árinu 2021. 
Greiðsla
22. apríl 2025
Vikubyrjun 22. apríl 2025
Leiguverð hefur hækkað um 11,3% á síðustu tólf mánuðum, þó nokkuð meira en íbúðaverð sem hefur hækkað um 8% á sama tímabili. Hækkanir á íbúða- og leigumarkaði eru þó nokkuð umfram almennar verðhækkanir í landinu, en verðbólga mældist 3,8% í mars. Áfram er kraftur í innlendri neyslu, greiðslukortavelta heimila hefur aukist statt og stöðugt síðustu mánuði og var 1,8% meiri í mars síðastliðnum en í mars í fyrra.  
Gönguleið
16. apríl 2025
Óljósar horfur í ferðaþjónustu vegna sviptinga í alþjóðasamskiptum
Sviptingar í alþjóðaviðskiptum gætu haft margvísleg áhrif á ferðaþjónustu hér á landi. Tollar gætu rýrt kaupmátt Bandaríkjamanna og haft áhrif á komur þeirra hingað til lands. Auk þess eru merki um að áhugi Evrópubúa á að heimsækja Bandaríkin fari dvínandi, sem gæti haft áhrif hingað heim, enda hafa Evrópubúar gjarnan komið við á Íslandi á leið sinni vestur um haf. Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir samdrætti í ferðaþjónustu á þessu ári, en að hún taki aftur við sér á næstu tveimur árum.