Fara þarf um tvö ár aftur í tímann, eða til til fjórða ársfjórðungs 2018, til að finna lægra verð á sjávarafurðum. Verð sjávarafurða náði hámarki á fyrsta fjórðungi síðasta árs, eða rétt áður en faraldurinn skall á af fullum þunga. Síðan hefur verðið lækkað um tæplega 9%. Á þessu tímabili hefur verð botnfisksafurða lækkað um 9,8% en um 3,4% á uppsjávarafurðum. Það sem hefur þó unnið með tekjustreymi íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á þessu tímabili er að krónan var 7,3% veikari á fyrsta fjórðungi í ár en á sama tímabili í fyrra. Samanlögð áhrif veikingar krónunnar og lækkunar afurðaverðs milli þessara tímabila á tekjur sjávarútvegsins eru þó neikvæð um 2,1%.
Lesa Hagsjána í heild:
Hagsjá: Verð íslenskra sjávarafurða heldur áfram að gefa eftir