Vaxta­hækk­an­ir sem snerta heim­il­in

Frá því að Seðlabankinn hóf að lækka vexti í fyrra hafa heimilin í landinu aukið töku óverðtryggðra íbúðalána á breytilegum vöxtum verulega. Vextir slíkra lána fara nú hækkandi og þar með greiðslubyrði lántakenda.
Seðlabanki Íslands
8. júní 2021 - Hagfræðideild

Upp úr miðju síðasta ári jókst velta á fasteignamarkaði verulega. Stóraukinn fjöldi íbúða seldist í hverjum mánuði, verð tók að hækka hraðar og fyrstu kaupendur voru hlutfallslega margir. Þetta hefur aukið ný útlán mikið, sér í lagi hjá viðskiptabönkunum, sem lækkuðu vexti í takt við lækkun stýrivaxta og buðu mun hagstæðari lánskjör en oft áður. Hlutdeild innlánastofnana af hreinum nýjum íbúðalánum í hverjum mánuði, þ.e. ný lán umfram uppgreiðslur, fóru úr 50% á móti lífeyrissjóðum á árinu 2019 upp í yfir 100% markaðshlutdeild í fyrra. Þetta gerðist því lán frá bönkum voru í stórum stíl notuð til þess að greiða upp lán hjá lífeyrissjóðum.

Aðalástæða þess að lántakendur færðu sig í auknum mæli frá lífeyrissjóðum og til banka voru að vextir lækkuðu talsvert, sér í lagi breytilegir vextir óverðtryggðra lána í kjölfar þess sem Seðlabankinn lækkaði stýrivexti. Aukningin í hreinum nýjum íbúðalánum hefur því nær alfarið verið drifin áfram af töku slíkra lána, þó með undantekningum, þar sem færst hefur í aukana að fólk kjósi að taka óverðtryggð lán á föstum vöxtum fremur en breytilegum nú á síðustu mánuðum.

Nýverið hækkaði Seðlabanki Íslands stýrivexti og í kjölfarið hafa stærstu viðskiptabankarnir þrír allir hækkað vexti á óverðtryggðum íbúðalánum. Gera má ráð fyrir að greiðslubyrði margra aukist við það. Þetta er þó líklega einungis byrjunin á vaxtahækkunarferlinu, en í nýútgefinni þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar spáum við því að stýrivextir muni halda áfram að hækka út næsta ár. Svo dæmi sé tekið þá gæti 1% hækkun á lægstu óverðtryggðu vöxtum sem viðskiptabankarnir bjóða í dag, leitt til þess að vaxtagreiðsla á 30 m.kr. láni hækki um allt að 25.000 kr. á mánuði sé lánið á breytilegum vöxtum.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Vaxtahækkanir sem snerta heimilin

Þú gætir einnig haft áhuga á
29. sept. 2023
Spáum 0,5 prósentustiga stýrivaxtahækkun
Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,5 prósentustig í næstu viku. Hækkunin yrði sú fimmtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 9,25% í 9,75%.
Fjölbýlishús
28. sept. 2023
Ársverðbólga eykst úr 7,7% í 8,0%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,35% milli mánaða í september og við það jókst ársverðbólga úr 7,7% í 8,0%. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu mun minna en við bjuggumst við en að öðru leyti var mælingin nokkurn veginn í takt við okkar spá. Framlag þjónustu og húsnæðis til ársverðbólgu jókst á hlut annarra liða. Við gerum enn ráð fyrir að verðbólga hjaðni næstu mánuði.
Byggingakrani og fjölbýlishús
25. sept. 2023
Vikubyrjun 25. september 2023
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst, samkvæmt gögnum sem HMS birti í síðustu viku. Vísitalan lækkaði þó nokkuð í júní og júlí og hækkunin kom því nokkuð á óvart. Í næstu viku ber hæst birting Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs á fimmtudag.
Fasteignir
20. sept. 2023
Vísitala íbúðaverðs hækkar lítillega og verðbólguspáin með
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst. Árshækkun vísitölunnar fór úr 0,8% í 2,0%. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 9,6% færri í júlí en í sama mánuði í fyrra. Vísitalan er hærri en við gerðum ráð fyrir við gerð verðbólguspár fyrir septembermánuð og því færum við hana upp og spáum 7,8% ársverðbólgu í stað 7,7%.
Flugvöllur, Leifsstöð
18. sept. 2023
Aukinn þjónustuútflutningur skýrist allur af vexti ferðaþjónustu
Um 282 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í ágúst. Ef sumarmánuðirnir eru teknir saman hafa aðeins einu sinni komið fleiri ferðamenn að sumri, árið 2018. Samkvæmt nýjustu þjóðhagsreikningum Hagstofunnar jókst þjónustuútflutningur á fyrstu tveimur fjórðungum ársins um 21%, og má rekja allan þann vöxt til ferðaþjónustunnar.
Hverasvæði
18. sept. 2023
Vikubyrjun 18. september 2023
Í síðustu viku komu tölur um brottfarir frá Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og veltu greiðslukorta. Í þessari viku ber hæst vísitala íbúðaverðs, sem kemur á þriðjudag, og yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands, sem gefin verður út á miðvikudaginn.
Símagreiðsla
15. sept. 2023
Frekari merki um hægari takt
Nýjar kortaveltutölur bera með sér frekari vísbendingar um að verulega sé að hægja á innlendri eftirspurn. Heildarkortavelta íslenskra heimila dróst saman um 3,4% milli ára í ágúst. Kortavelta Íslendinga innanlands var 4,3% minni en í ágúst í fyrra á föstu verðlagi og hefur nú dregist saman sex mánuði í röð. Erlendis jókst kortavelta Íslendinga um 0,7% á milli ára og kortaveltujöfnuður er jákvæður um 19,2 milljarða.
Flugvél
14. sept. 2023
Spáum 7,7% verðbólgu í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,07% milli mánaða í september og að ársverðbólga standi í stað og verði áfram 7,7%. Útsölulok hafa aftur mest áhrif til hækkunar milli mánaða í september samkvæmt spánni. Það sem helst dregur spána niður er árstíðabundin lækkun á flugfargjöldum til útlanda. Við gerum ráð fyrir að verðbólga lækki áfram næstu mánuði og verði 6,6% í desember.
Foss
11. sept. 2023
Vikubyrjun 11. september 2023
Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar. Samkvæmt henni greiddi einn nefndarmaður atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að hækka vexti um 0,50 prósentustig á síðasta fundi nefndarinnar og hefði heldur kosið að hækka þá um 0,25 prósentustig. Í þessari viku berast gögn yfir fjölda brottfara um Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og kortaveltu.
4. sept. 2023
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - ágúst 2023
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit um sértryggð skuldabréf.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur