Vaxta­hækk­an­ir sem snerta heim­il­in

Frá því að Seðlabankinn hóf að lækka vexti í fyrra hafa heimilin í landinu aukið töku óverðtryggðra íbúðalána á breytilegum vöxtum verulega. Vextir slíkra lána fara nú hækkandi og þar með greiðslubyrði lántakenda.
Seðlabanki Íslands
8. júní 2021 - Hagfræðideild

Upp úr miðju síðasta ári jókst velta á fasteignamarkaði verulega. Stóraukinn fjöldi íbúða seldist í hverjum mánuði, verð tók að hækka hraðar og fyrstu kaupendur voru hlutfallslega margir. Þetta hefur aukið ný útlán mikið, sér í lagi hjá viðskiptabönkunum, sem lækkuðu vexti í takt við lækkun stýrivaxta og buðu mun hagstæðari lánskjör en oft áður. Hlutdeild innlánastofnana af hreinum nýjum íbúðalánum í hverjum mánuði, þ.e. ný lán umfram uppgreiðslur, fóru úr 50% á móti lífeyrissjóðum á árinu 2019 upp í yfir 100% markaðshlutdeild í fyrra. Þetta gerðist því lán frá bönkum voru í stórum stíl notuð til þess að greiða upp lán hjá lífeyrissjóðum.

Aðalástæða þess að lántakendur færðu sig í auknum mæli frá lífeyrissjóðum og til banka voru að vextir lækkuðu talsvert, sér í lagi breytilegir vextir óverðtryggðra lána í kjölfar þess sem Seðlabankinn lækkaði stýrivexti. Aukningin í hreinum nýjum íbúðalánum hefur því nær alfarið verið drifin áfram af töku slíkra lána, þó með undantekningum, þar sem færst hefur í aukana að fólk kjósi að taka óverðtryggð lán á föstum vöxtum fremur en breytilegum nú á síðustu mánuðum.

Nýverið hækkaði Seðlabanki Íslands stýrivexti og í kjölfarið hafa stærstu viðskiptabankarnir þrír allir hækkað vexti á óverðtryggðum íbúðalánum. Gera má ráð fyrir að greiðslubyrði margra aukist við það. Þetta er þó líklega einungis byrjunin á vaxtahækkunarferlinu, en í nýútgefinni þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar spáum við því að stýrivextir muni halda áfram að hækka út næsta ár. Svo dæmi sé tekið þá gæti 1% hækkun á lægstu óverðtryggðu vöxtum sem viðskiptabankarnir bjóða í dag, leitt til þess að vaxtagreiðsla á 30 m.kr. láni hækki um allt að 25.000 kr. á mánuði sé lánið á breytilegum vöxtum.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Vaxtahækkanir sem snerta heimilin

Þú gætir einnig haft áhuga á
Grafarholt
17. ágúst 2022

Íbúðamarkaður sýnir merki kólnunar

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,1% milli júní og júlí sem er mun minni hækkun en hefur sést á síðustu mánuðum og bendir til þess að farið sé að hægja á verðþróun eftir tímabil mikilla hækkana. Seðlabankinn hefur gripið til aðgerða til þess að stemma stigu við verðþróuninni og má gera ráð fyrir því að þær séu byrjaðar að hafa áhrif þó það eigi enn eftir að koma fyllilega fram.
Símagreiðsla
16. ágúst 2022

Enn einn metmánuður kortaveltu erlendis

Velta innlendra greiðslukorta heimilanna nam 106 mö.kr. og jókst alls um 6,8% að raunvirði á milli ára í júlí. Kortavelta innanlands nam 82,5 mö.kr. og velta erlendis nam alls 23,5 mö.kr.
Flugvél
15. ágúst 2022

Vikubyrjun 15. ágúst 2022

Erlendir ferðamenn sem fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll voru rúmlega 234 þúsund í júlí. Þetta er í fyrsta sinn eftir faraldurinn sem fjöldinn er meiri í einum mánuði en í sama mánuði 2019.
Krani með stiga
12. ágúst 2022

Atvinnuleysi enn á niðurleið – en áfram mikið meðal erlendra ríkisborgara

Í janúar 2020, þegar atvinnuleysi var í hámarki hér á landi, var atvinnuleysi erlendra ríkisborgara 26% á meðan það var 12,8% meðal allra. Atvinnuleysi beggja hópa hefur minnkað mikið síðan, en mishratt. Nú í júlí var atvinnuleysishlutfall allra um 25% af því sem það var í janúar 2020 á meðan atvinnuleysishlutfall erlendra ríkisborgara var um 28% af því sem það var í janúar 2020. Atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hefur því minnkað hlutfallslega minna en meðaltal allra.
Fólk við Geysi
11. ágúst 2022

Erlendir ferðamenn í fyrsta sinn fleiri en fyrir faraldur

Erlendir ferðamenn um Leifstöð voru rúmlega 234 þúsund í júlí. Til samanburðar voru þeir rúmlega 231 þúsund í júlí 2019, síðasta árið fyrir faraldur. Ferðamenn voru því 1,3% fleiri nú í júlí en fyrir faraldur. Þetta er í fyrsta sinn eftir faraldur sem fjöldinn er meiri í einum mánuði en í sama mánuði 2019.
Þjóðvegur
8. ágúst 2022

Vikubyrjun 8. ágúst 2022

Eftir nokkuð skarpar lækkanir á hlutabréfamörkuðum undanfarið hækkaði verð 19 hlutabréfa hjá þeim 22 félögum sem skráð eru í kauphöllina í júlí.
Bakarí
4. ágúst 2022

Vinnumarkaðurinn búinn að ná fullum styrk

Starfandi fólki á 2. ársfjórðungi 2022 fjölgaði um 8,3% miðað við sama tíma 2021. Vinnutími lengdist um 0,8% á sama tíma þannig að heildarvinnustundum fjölgaði um 9,0% milli ára. Þetta er fimmti fjórðungurinn í röð sem heildarvinnustundum fjölgar milli ára.
Ský
4. ágúst 2022

Aldrei fleiri flutt til landsins á einum ársfjórðungi

Búferlaflutningar hafa tekið rækilega við sér eftir heimsfaraldurinn. Aldrei hafa fleiri flutt til landsins á einum ársfjórðungi frá því Hagstofa Íslands byrjaði að birta þær tölur. Alls fluttu 3.600 einstaklingar hingað til lands, umfram þá sem fluttust frá landinu, á öðrum ársfjórðungi en af þeim voru 3.510 erlendir ríkisborgarar. Álíka tölur sáust síðast á öðrum ársfjórðungi árið 2017 þegar ferðaþjónustan var upp á sitt allra sterkasta.
Kauphöll
3. ágúst 2022

Verulegar hækkanir á hlutabréfamörkuðum í júlí

Eftir almennar og fremur kröftugar lækkanir á hlutabréfamörkuðum heimsins í júní komu kröftugar hækkanir í júlí. Íslenski markaðurinn hækkaði um 7% en mestu hækkanirnar voru í Svíþjóð þar sem markaðir hækkuðu um 12%. Þrátt fyrir þessa kröftugu hækkun nú í júlí eru markaðir samt sem áður enn lægri en þeir voru í upphafi júnímánaðar.
Matvöruverslun
2. ágúst 2022

Vikubyrjun 2. ágúst 2022

Kaupmáttur í júní var 2,9% lægri en hann var í janúar 2022, en þá var kaupmáttur sá mesti í sögunni.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur