Um mis­skiln­ing um launa­vísi­töl­una

Sú kenning hefur verið sett fram að skýringin á mikilli hækkun launavísitölunnar á síðustu mánuðum sé að lægra launaðir hópar hafi dottið út af vinnumarkaði og hærra launaðir hópar vegi því meira í nýjustu mælingum.
Smiður að störfum
16. desember 2020 - Hagfræðideild

Þessi kenning byggir á misskilningi á því sem launavísitölunni er ætlað að mæla. Launavísitalan er verðvísitala sem mælir kostnað á vinnustund og hún gerir það með pöruðum hætti, þ.e. að einungis þeir eru mældir sem eru til staðar bæði í upphafi og lok mælingartímabils. Þá má ætla að nær allar þær breytingar sem hafa hækkað launavísitöluna á síðustu mánuðum séu innan ramma kjarasamninga.

Sú kenning hefur verið sett fram að skýringin á mikilli hækkun launavísitölunnar á síðustu mánuðum sé að lægra launaðir hópar hafi dottið út af vinnumarkaði og hærra launaðir hópar vegi því meira í nýjustu mælingum. Þessi kenning byggir á misskilningi á því sem launavísitölunni er ætlað að mæla. Launavísitalan er verðvísitala sem mælir kostnað á vinnustund og hún gerir það með pöruðum hætti, þ.e. að einungis þeir eru mældir sem eru til staðar bæði í upphafi og lok mælingartímabils. Sé það tilvikið að laun séu almennt að hækka vegna þess að lægra launaðir hópar detti út kæmi sú hækkun til viðbótar við þá hækkun sem launavísitalan mælir.

Breytingar af þessu tagi mætti sjá í vísitölu heildarlauna, sem er önnur launamæling sem Hagstofan framkvæmir. Hluti umræðunnar um launavísitöluna á undanförnum vikum sýnir því greinilega að einhverjir misskilja hvað veldur athyglisverðri þróun hennar.

Í október hafði launavísitalan hækkað um 7,1%, á síðustu 12 mánuðum þar á undan sem er mesta ársbreyting frá því í apríl 2018. Árshækkunartaktur launavísitölunnar var rúmlega 4% allan seinni hluta ársins 2019, en hefur verið vel ofan við 6% allt frá því í apríl. Hvað sem mönnum kann að finnast er þessi mikla hækkun launavísitölu óneitanlega dálítið sérstök miðað við stöðu hagkerfisins og þann mikla slaka sem hefur verið á vinnumarkaði síðustu mánuði.

Það er algert grundvallaratriði að útreikningur launavísitölunnar byggir á pöruðum samanburði sem þýðir að breyting launa er mæld á milli samliggjandi tímapunkta hjá fastri einingu, þ.e. sama einstaklingnum, sem er algeng aðferð við gæðaleiðréttingar verðvísitalna. Í sérlögum um launavísitöluna kemur fram að launavísitalan eigi að sýna launabreytingar fyrir fastan vinnutíma. Ekki er ætlast til að breytingar á vinnutíma og samsetningu hans hafi áhrif á launavísitölu nema um sé að ræða samningsbundnar breytingar sem jafna má við launabreytingar.

Ætla má að nær allar þær breytingar sem hafa hækkað launavísitöluna á síðustu mánuðum séu innan ramma kjarasamninga. Oft hefur vísitalan hækkað vegna spennu á vinnumarkaði og umframeftirspurnar eftir ákveðnum störfum, en því er ekki til að dreifa nú. Líklegar ástæður mældra hækkana nú eru að ýmsar álagsgreiðslur hafi verið hærri en mánuðina á undan. Þá hefur einnig verið bent á auknar bónusgreiðslur auk þess sem augljóst er að nokkrir nýlega gerðir kjarasamningar, sumir afturvirkir, hafa hækkað vísitöluna.

Allar þessar ástæður eru innan ramma kjarasamninga. Þessu til viðbótar má nefna tvo þætti sem hafa skipt máli á árinu 2020 og eiga eftir að skipta miklu máli á næstu mánuðum. Þar er um að ræða styttingu vinnutímans og lengingu orlofs. Báðir þessir þættir fela í sér minna vinnuframlag á móti sömu launum.

Nú um áramótin verður um töluverða vinnutímastyttingu að ræða samkvæmt ýmsum kjarasamningum opinberra starfsmanna og síðar á árinu kemur til framkvæmda vinnutímastytting vegna vaktavinnu. Þá hefur verið samið um lengingu orlofs fyrir ýmsa hópa. Breytingar af þessu tagi munu væntanlega leiða til hækkunar á launavísitölu, jafnvel þó launagreiðslur hækki ekki. Verðið fyrir vinnustundina hækkar og þar með hækkar launavísitalan.

Frá nóvember 2019 fram til apríl 2020 hækkaði launavísitalan um 4,8% og það var mat Hagstofunnar að 0,7% þeirrar breytingar hafi komið til vegna vinnutímastyttingar á almennum markaði. Launavísitalan hefði því hækkað um 4,1% á þessu tímabili hefði vinnutímastytting ekki komið til.

Hagstofa Íslands birtir einnig aðra mælikvarða á breytingar launa. Þar er t.d. um að ræða vísitölu heildarlauna og breytingar á meðallaunum og þar að auki gefa breytingar á atvinnutekjum einnig vísbendingar um launabreytingar.

Vísitala heildarlauna er þannig mat sem byggir á staðgreiðsluskyldum launum og áætlunum um greiddar vinnustundir út frá launarannsókn Hagstofunnar. Sú vísitala er birt ársfjórðungslega og eru breytingar hennar yfir lengri tíma ekki mjög frábrugðnar breytingum á launavísitölunni. Nýjustu tölur um vísitölu heildarlauna eru frá 2. ársfjórðungi í ár og þar er reyndar ekki að finna neinn stuðning við þá kenningu að laun séu að hækka vegna þess að lægra launaðir hópar hverfi af vinnumarkaði. Vísitala heildarlauna hefur lækkað miðað við síðasta ár allt frá 3. ársfjórðungi 2019 vegna þess að tekjur eru almennt að lækka, m.a. vegna styttri vinnutíma og aukins atvinnuleysis.

Launavísitala Hagstofunnar er sá mælikvarði á launabreytingar sem er jafnan mest í umræðunni, enda birtast upplýsingar um hana mánaðarlega. En launavísitalan sýnir alls ekki breytingar meðallauna, þó það virðist vera algengur misskilningur.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Um misskilning um launavísitöluna (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Foss
11. sept. 2023
Vikubyrjun 11. september 2023
Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar. Samkvæmt henni greiddi einn nefndarmaður atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að hækka vexti um 0,50 prósentustig á síðasta fundi nefndarinnar og hefði heldur kosið að hækka þá um 0,25 prósentustig. Í þessari viku berast gögn yfir fjölda brottfara um Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og kortaveltu.
4. sept. 2023
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit um sértryggð skuldabréf.
Bláa lónið
4. sept. 2023
Vikubyrjun 4. september 2023
Verðbólga jókst úr 7,6% í 7,7% samkvæmt ágústmælingu Hagstofunnar. Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi samkvæmt nýjum þjóðhagsreikningum sem Hagstofan birti í vikunni, en hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi mældist 7,1%. Minni vöxtur einkaneyslu skýrir að stórum hluta minni hagvöxt á öðrum ársfjórðungi.
Fataverslun
31. ágúst 2023
Hægir á hagvexti og einkaneysla á mann dregst saman
Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar. Eins og við var að búast benda tölurnar til þess að hægt hafi á hagkerfinu, en hagvöxtur mældist 7,1% á fyrsta ársfjórðungi. Vaxtahækkanir hafa tekið að tempra innlenda eftirspurn á sama tíma og hægt hefur á vexti kaupmáttar á síðustu misserum. Einkaneysla jókst örlítið en vegna hraðrar fólksfjölgunar dróst hún saman á mann.
Frosnir ávextir og grænmeti
30. ágúst 2023
Ársverðbólga eykst úr 7,6% í 7,7%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,34% milli mánaða í ágúst og við það jókst ársverðbólga úr 7,6% í 7,7%. Við eigum þó enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og gerum nú ráð fyrir að verðbólgan verði komin niður í 6,4% í nóvember. Þetta er fyrsti mánuðurinn síðan í apríl 2021 þar sem húsnæði ber ekki ábyrgð á stærstum hluta verðbólgunnar. Nú bera bæði innfluttar vörur og þjónusta ábyrgð á stærri hluta verðbólgunnar en húsnæði.
Ferðafólk
28. ágúst 2023
Vikubyrjun 28. ágúst 2023
Í síðustu viku hækkaði Peningastefnunefnd vexti um 0,5 prósentustig. Auk þess birti SÍ Peningamál, HMS birti mánaðarskýrslu, Hagstofan birti veltu skv. VSK-skýrslum og vöru- og þjónustujöfnuð, auk þess sem nokkur uppgjör voru birt. Í þessari viku fáum við verðbólgutölur fyrir ágúst og þjóðhagsreikninga fyrir 2. ársfjórðung.
21. ágúst 2023
Vikubyrjun 21. ágúst 2023
Óleiðréttur launamunur karla og kvenna dróst saman árið 2022 frá fyrra ári úr 10,2% í 9,1%. Við útreikning á óleiðréttum mun er reiknað meðaltímakaup karla og kvenna fyrir októbermánuð hvers árs. Bæði grunnlaun og allar aukagreiðslur, eins og vegna álags eða bónusa, eru teknar með.
Fataverslun
17. ágúst 2023
Spáum 7,5% verðbólgu í ágúst
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,18% milli mánaða í ágúst og að ársverðbólga lækki úr 7,6% í 7,5%. Útsölulok hafa mest áhrif til hækkunar milli mánaða samkvæmt spánni. Það sem helst dregur spána niður er húsnæðisverð og árstíðabundin lækkun á flugfargjöldum til útlanda.
16. ágúst 2023
Spáum 0,25 prósentustiga stýrivaxtahækkun
Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,25 prósentustig í næstu viku. Hækkunin yrði sú fjórtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 8,75% í 9,0%.
Íbúðahús
16. ágúst 2023
Vísitala íbúðaverðs lækkar annan mánuðinn í röð
Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,8% milli mánaða í júlí. Árshækkun vísitölunnar minnkaði úr 2,7% í 0,8% og hefur ekki mælst jafn lítil síðan í janúar 2011. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 17% færri í júní en í sama mánuði í fyrra.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur