Um mis­skiln­ing um launa­vísi­töl­una

Sú kenning hefur verið sett fram að skýringin á mikilli hækkun launavísitölunnar á síðustu mánuðum sé að lægra launaðir hópar hafi dottið út af vinnumarkaði og hærra launaðir hópar vegi því meira í nýjustu mælingum.
Smiður að störfum
16. desember 2020 - Greiningardeild

Þessi kenning byggir á misskilningi á því sem launavísitölunni er ætlað að mæla. Launavísitalan er verðvísitala sem mælir kostnað á vinnustund og hún gerir það með pöruðum hætti, þ.e. að einungis þeir eru mældir sem eru til staðar bæði í upphafi og lok mælingartímabils. Þá má ætla að nær allar þær breytingar sem hafa hækkað launavísitöluna á síðustu mánuðum séu innan ramma kjarasamninga.

Sú kenning hefur verið sett fram að skýringin á mikilli hækkun launavísitölunnar á síðustu mánuðum sé að lægra launaðir hópar hafi dottið út af vinnumarkaði og hærra launaðir hópar vegi því meira í nýjustu mælingum. Þessi kenning byggir á misskilningi á því sem launavísitölunni er ætlað að mæla. Launavísitalan er verðvísitala sem mælir kostnað á vinnustund og hún gerir það með pöruðum hætti, þ.e. að einungis þeir eru mældir sem eru til staðar bæði í upphafi og lok mælingartímabils. Sé það tilvikið að laun séu almennt að hækka vegna þess að lægra launaðir hópar detti út kæmi sú hækkun til viðbótar við þá hækkun sem launavísitalan mælir.

Breytingar af þessu tagi mætti sjá í vísitölu heildarlauna, sem er önnur launamæling sem Hagstofan framkvæmir. Hluti umræðunnar um launavísitöluna á undanförnum vikum sýnir því greinilega að einhverjir misskilja hvað veldur athyglisverðri þróun hennar.

Í október hafði launavísitalan hækkað um 7,1%, á síðustu 12 mánuðum þar á undan sem er mesta ársbreyting frá því í apríl 2018. Árshækkunartaktur launavísitölunnar var rúmlega 4% allan seinni hluta ársins 2019, en hefur verið vel ofan við 6% allt frá því í apríl. Hvað sem mönnum kann að finnast er þessi mikla hækkun launavísitölu óneitanlega dálítið sérstök miðað við stöðu hagkerfisins og þann mikla slaka sem hefur verið á vinnumarkaði síðustu mánuði.

Það er algert grundvallaratriði að útreikningur launavísitölunnar byggir á pöruðum samanburði sem þýðir að breyting launa er mæld á milli samliggjandi tímapunkta hjá fastri einingu, þ.e. sama einstaklingnum, sem er algeng aðferð við gæðaleiðréttingar verðvísitalna. Í sérlögum um launavísitöluna kemur fram að launavísitalan eigi að sýna launabreytingar fyrir fastan vinnutíma. Ekki er ætlast til að breytingar á vinnutíma og samsetningu hans hafi áhrif á launavísitölu nema um sé að ræða samningsbundnar breytingar sem jafna má við launabreytingar.

Ætla má að nær allar þær breytingar sem hafa hækkað launavísitöluna á síðustu mánuðum séu innan ramma kjarasamninga. Oft hefur vísitalan hækkað vegna spennu á vinnumarkaði og umframeftirspurnar eftir ákveðnum störfum, en því er ekki til að dreifa nú. Líklegar ástæður mældra hækkana nú eru að ýmsar álagsgreiðslur hafi verið hærri en mánuðina á undan. Þá hefur einnig verið bent á auknar bónusgreiðslur auk þess sem augljóst er að nokkrir nýlega gerðir kjarasamningar, sumir afturvirkir, hafa hækkað vísitöluna.

Allar þessar ástæður eru innan ramma kjarasamninga. Þessu til viðbótar má nefna tvo þætti sem hafa skipt máli á árinu 2020 og eiga eftir að skipta miklu máli á næstu mánuðum. Þar er um að ræða styttingu vinnutímans og lengingu orlofs. Báðir þessir þættir fela í sér minna vinnuframlag á móti sömu launum.

Nú um áramótin verður um töluverða vinnutímastyttingu að ræða samkvæmt ýmsum kjarasamningum opinberra starfsmanna og síðar á árinu kemur til framkvæmda vinnutímastytting vegna vaktavinnu. Þá hefur verið samið um lengingu orlofs fyrir ýmsa hópa. Breytingar af þessu tagi munu væntanlega leiða til hækkunar á launavísitölu, jafnvel þó launagreiðslur hækki ekki. Verðið fyrir vinnustundina hækkar og þar með hækkar launavísitalan.

Frá nóvember 2019 fram til apríl 2020 hækkaði launavísitalan um 4,8% og það var mat Hagstofunnar að 0,7% þeirrar breytingar hafi komið til vegna vinnutímastyttingar á almennum markaði. Launavísitalan hefði því hækkað um 4,1% á þessu tímabili hefði vinnutímastytting ekki komið til.

Hagstofa Íslands birtir einnig aðra mælikvarða á breytingar launa. Þar er t.d. um að ræða vísitölu heildarlauna og breytingar á meðallaunum og þar að auki gefa breytingar á atvinnutekjum einnig vísbendingar um launabreytingar.

Vísitala heildarlauna er þannig mat sem byggir á staðgreiðsluskyldum launum og áætlunum um greiddar vinnustundir út frá launarannsókn Hagstofunnar. Sú vísitala er birt ársfjórðungslega og eru breytingar hennar yfir lengri tíma ekki mjög frábrugðnar breytingum á launavísitölunni. Nýjustu tölur um vísitölu heildarlauna eru frá 2. ársfjórðungi í ár og þar er reyndar ekki að finna neinn stuðning við þá kenningu að laun séu að hækka vegna þess að lægra launaðir hópar hverfi af vinnumarkaði. Vísitala heildarlauna hefur lækkað miðað við síðasta ár allt frá 3. ársfjórðungi 2019 vegna þess að tekjur eru almennt að lækka, m.a. vegna styttri vinnutíma og aukins atvinnuleysis.

Launavísitala Hagstofunnar er sá mælikvarði á launabreytingar sem er jafnan mest í umræðunni, enda birtast upplýsingar um hana mánaðarlega. En launavísitalan sýnir alls ekki breytingar meðallauna, þó það virðist vera algengur misskilningur.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Um misskilning um launavísitöluna (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Sendibifreið og gámar
7. mars 2025
Verri niðurstaða í viðskiptum við útlönd
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra, en stór hluti hans var vegna færslna sem höfðu ekki í för með sér gjaldeyrisflæði og styrktist krónan því þrátt fyrir þetta og erlend staða þjóðarbúsins batnaði.
3. mars 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. mars 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Peningaseðlar
3. mars 2025
Vikubyrjun 3. mars 2025
Verðbólga lækkaði úr 4,6% í 4,2% í febrúar, en við teljum að heldur muni draga úr lækkunartakti verðbólgu næstu mánuði. Hagvöxtur mældist 2,3% á fjórða ársfjórðungi 2024 og 0,6% fyrir árið í heild. Umsvif í hagkerfinu voru umfram spár, en Hagstofan færði upp hagvöxt á fyrstu níu mánuðum ársins. Í vikunni fram undan eru nokkur uppgjör, Seðlabankinn birtir greiðslujöfnuð við útlönd og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Evrópu.
28. feb. 2025
Hagvöxtur var 0,6% í fyrra
Hagvöxtur var 0,6% árið 2024. Krafturinn í hagkerfinu var lítillega umfram flestar spár sem gerðu heldur ráð fyrir lítils háttar samdrætti. Hagvöxturinn var ekki síst drifinn áfram af aukinni fjárfestingu, bæði í atvinnuvegum og íbúðauppbyggingu.
Epli
27. feb. 2025
Verðbólga hjaðnar í 4,2%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,91% á milli mánaða í febrúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,6% í 4,2%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði, þó það hægi á lækkunartaktinum, og mælist 3,8% í maí.
Fiskveiðinet
24. feb. 2025
Vikubyrjun 24. febrúar 2025
Í vikunni birtir Hagstofan febrúarmælingu vísitölu neysluverðs og þjóðhagsreikninga fyrir lokafjórðung síðasta árs. Í síðustu viku uppfærði Hafrannsóknarstofnun ráðleggingar um loðnuafla en samkvæmt því munu íslensk skip fá um 4,6 þúsund tonn. Í síðustu viku bárust einnig gögn um greiðslukortaveltu landsmanna í janúar sem var 6,5% meiri að raunvirði en árið áður. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,5% á milli mánaða í janúar, en svo mikið hefur hún ekki hækkað síðan í febrúar 2024.
Fjölbýlishús
21. feb. 2025
Íbúðaverð tók stökk í janúar
Íbúðaverð hækkaði mun meira í janúar en síðustu mánuði. Íbúðaverð hefur verið nokkuð sveiflukennt og óútreiknanlegt undanfarið en stökkið í janúar skýrist af verðhækkun á sérbýli. Íbúðum á sölu hefur fjölgað hratt síðustu mánuði og birgðatími lengst. Grindavíkuráhrifin hafa fjarað út að langmestu leyti og hækkanir á verðtryggðum vöxtum kældu markaðinn undir lok síðasta árs.
Ferðamenn á jökli
19. feb. 2025
Færri ferðamenn en meiri kortavelta 
Um 122 þúsund ferðamenn komu til landsins í janúar, samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Ferðamenn voru 5,8% færri en á sama tíma í fyrra sem er á skjön við þróun síðustu mánaða, en allt frá því í júlí sl. hefur ferðamönnum fjölgað á milli ára. Þótt ferðamönnum hafi fækkað í janúar hélt kortavelta þeirra áfram að aukast. 
Greiðsla
18. feb. 2025
Neysla enn á uppleið þótt atvinnuleysi aukist
Enn eru merki um að landsmenn hafi svigrúm til neyslu þrátt fyrir langvarandi hávaxtastig. Kortavelta eykst með hverjum mánuðinum, utanlandsferðir í janúar hafa aldrei verið jafnmargar og í ár og samt virðast yfirdráttarlán ekki hafa færst í aukana. Á sama tíma hefur slaknað þó nokkuð á spennu á vinnumarkaði, eftirspurn eftir vinnuafli hefur dvínað og atvinnuleysi tók stökk í janúar þegar það fór yfir 4%.
Fólk við Geysi
17. feb. 2025
Vikubyrjun 17. febrúar 2025
Erlendum ferðamönnum í janúar fækkaði um 5,8% á milli ára samkvæmt talningu Ferðamálastofu sem birt var í síðustu viku. Einnig fóru fram verðmælingar Hagstofunnar vegna vísitölu neysluverðs í febrúar og spáum við því að verðbólga hjaðni niður í 4,3%. Í þessari viku fáum við kortaveltutölur frá Seðlabankanum, vísitölur íbúða- og leiguverðs frá HMS auk þess sem fundargerð peningastefnunefndar verður birt.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur