Spáum því að verðbólga nái hámarki í desember
Við teljum að helsti áhrifaþáttur á verðbólguþróunina í desember verði reiknuð húsaleiga. Við spáum að reiknuð húsaleiga hækki um 0,79% milli mánaða og áhrif hennar til hækkunar verðlags verði 0,14 prósentustig. Aðrir þættir sem einnig hafa áhrif eru t.d. bensín og olía sem við gerum ráð fyrir að lækki um 1% en áhrifin á verðlag verði 0,03%. Við teljum einnig að matur og drykkur lækki í verði og að áhrif til lækkunar verði 0,02%. Við spáum síðan að húsnæðiskostnaður án reiknaðrar húsaleigu hækki um 0,2% og áhrif þess verði 0,03 prósentustig. Áhrif annarrar vöru og þjónustu verða þau sömu en við teljum að sá liður hækki um 0,45% milli mánaða.