Spá­um hóf­leg­um vexti ferða­þjón­ust­unn­ar næstu ár

Ferðamönnum fjölgar smám saman á næstu árum, samkvæmt nýútgefinni hagspá Hagfræðideildar. Þættir eins og gengi krónunnar og efnahagsástand erlendis virðast ekki hafa teljandi áhrif á komu ferðamanna hingað. Við teljum flöskuháls ferðaþjónustunnar helst felast í getu flugfélaga og hótela til að taka á móti fleiri ferðamönnum. 
Ferðamenn
27. október 2023

Segja má að ferðaþjónustan hafi lagst í dvala á meðan COVID-faraldurinn reið yfir. Ferðamönnum fjölgaði svo hratt á ný þegar ferðatakmörkunum var aflétt og upp úr miðju síðasta ári hafði ferðaþjónustan náð sér nokkurn veginn aftur á strik. Um 1,7 milljón ferðamanna fór um Keflavíkurflugvöll í fyrra og í nýrri hagspá Hagfræðideildar spáum við 2,2 milljónum ferðamanna í ár.

Spáin gerir svo ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi rólega á næstu árum og þeir verði 2,5 milljónir árið 2026.  Útlit er fyrir að innviðir ferðaþjónustu, svo sem fjöldi gistirýma og afkastageta Leifsstöðvar setji greininni skorður. Það má heldur ekki útiloka að sveiflur í efnahagsástandi ytra og óvissuþættir í tengslum við stríðsátök í Evrópu og fyrir botni Miðjarðarhafsins hafi áhrif á komu ferðamanna hingað, þótt slíkir þættir virðist ekki hafa verið ráðandi á síðustu árum.

Kortavelta á föstu gengi aldrei meiri en nú

Eftir því sem liðið hefur á árið hefur kortavelta erlendra ferðamanna aukist nokkuð, sé hún skoðuð á föstu gengi. Í september fór uppsöfnuð kortavelta fram úr því sem var á metárinu 2017 og hefur því aldrei verið meiri en nú. Í takt við þá þróun dvelja ferðmenn einnig lengur en þeir gerðu á metferðamannaárunum 2017 og 2018. Meðaldvölin er þó aðeins styttri en í fyrra, enda styttist hún almenn eftir því sem ferðamönnum fjölgar.

Nýting á hótelherbergjum og sætanýting hjá flugfélögum með besta móti

Nýting á hótelherbergjum hefur verið nokkuð góð það sem af er ári. Í ágúst var nýting hótelherbergja 87,4% og hótelherbergi voru um 11.700 talsins. Í ágúst árið 2018 var nýtingarhlutfallið 84,5%, og hótelherbergin aðeins færri en nú, tæplega 10.500. Hótelherbergjum hefur því ekki fjölgað mikið frá því fyrir faraldur, en nýtingarhlutfallið yfir sumarið helst nokkuð stöðugt.

Sætanýting íslensku flugfélaganna hefur verið góð það sem af er ári. Bæði flugfélögin hafa aukið sætaframboð, og hlutfall tengifarþega hjá báðum flugfélögum er lægra en þegar Wow Air var enn starfandi. Það þýðir að fleiri ferðamenn eru í hverri vél.

Flugfélög og hótel virðast vinna nálægt fullum afköstum yfir sumarmánuðina. Hingað til hefur ekki orðið vart við að ytri áhrif eins og styrking krónunnar, eða efnahagsþrengingar erlendis hafi teljandi áhrif á komu ferðamanna hingað. Þróunin næstu ár veltur því að miklu leyti á getu flugfélaga og hótela til að taka á móti þeim ferðamönnum sem hingað vilja koma. Eftirspurn eftir ferðalögum hingað virðist enn sem komið er vera töluverð. Þess vegna hefur Hagfræðideild Landsbankans spáð hóflegri fjölgun ferðamanna næstu árin.  

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Fataverslun
9. jan. 2025
Spáum 4,6% verðbólgu í janúar
Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,32% á milli mánaða í janúar og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6%. Við búumst við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í apríl.
6. jan. 2025
Vikubyrjun 6. janúar 2025
Í vikunni birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi í desember og birtar verða tölur um atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Einnig fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir mælinguna fimmtudaginn 30. janúar.
2. jan. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 2. janúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvöllur, Leifsstöð
19. des. 2024
Verðbólga stendur í stað á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
9. des. 2024
Vikubyrjun 9. desember 2024
Í vikunni fáum við tölur um fjölda ferðamanna sem komu hingað til lands í nóvember og skráð atvinnuleysi í október. Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi þar sem í ljós kom að minni afgangur var en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn birti einnig fundargerð peningastefnunefndar sem sýnir að allir nefndarmenn voru sammála um að lækka vexti um 0,5 prósentustig í síðasta mánuði.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur