Óvenju lít­il hækk­un íbúða­verðs í janú­ar

Íbúðaverð hækkaði nokkuð minna milli mánaða í janúar en á fyrri mánuðum, eða aðeins um 0,1%. Of snemmt er að segja til um hvort almennt sé að hægja á verðhækkunum. Spenna virðist nokkur á markaði þar sem íbúðir seljast hraðar en áður og oft yfir ásettu verði. Þrátt fyrir það þróast íbúðaverð nokkuð hægt og í ágætu samræmi við verðlag annarra vara.
Fjölbýlishús
17. febrúar 2021 - Hagfræðideild

Samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali um 0,1% milli desember og janúar. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,1% og verð á sérbýli lækkaði um 0,2%. 12 mánaða hækkun íbúðaverðs mælist nú 7,3% og lækkar frá því í desember. Þetta er minnsta hækkun sem hefur sést milli mánaða frá því í apríl í fyrra, eða frá því að áhrifa heimsfaraldursins fór að gæta verulega hér á landi.

Íbúðaverð tók að hækka nokkuð hratt milli mánaða upp úr miðju síðasta ári í kjölfar vaxtalækkana og voru hækkanir að jafnaði um 0,9% milli mánaða á seinni hluta ársins. Það má því segja að hækkunin nú sé óvenju lítil miðað við þá þróun og þær vísbendingar sem hafa borist um vaxandi spennu út frá styttri sölutíma og háu hlutfalli sem selst yfir ásettu verði. Ef til vill er markaðurinn að nálgast nýtt jafnvægi og mestu áhrif vaxtalækkana að fjara út.

Líkt og margoft hefur komið fram jukust viðskipti með íbúðarhúsnæði verulega þegar leið á síðasta ár og voru hátt í 900 kaupsamningar undirritaðir í hverjum mánuði á seinni hluta ársins. Þjóðskrá birti á dögunum upplýsingar um hlutfall fyrstu kaupenda í íbúðaviðskiptum. Í ljós kom að 33% íbúðaviðskipta á höfuðborgarsvæðinu á fjórða ársfjórðungi í fyrra voru vegna fyrstu kaupa og hefur hlutfallið ekki mælst hærra frá upphafi gagnasöfnunar. Hlutfallið var til samanburðar 29% á sama tíma árið 2019 og 25% árið 2018.

Spenna virðist því vera nokkur á fasteignamarkaði þó hækkunin hafi verið afar hófleg í janúar. Vaxandi spenna síðasta árs virðist þó ekki hafa komið í veg fyrir tækifæri fyrstu kaupenda, enda fást hagstæðari lánskjör nú en oft áður. Ef hækkanir verða áfram hóflegar má gera ráð fyrir því að markaðurinn sé að ná nýju jafnvægi þar sem framboð er í takt við eftirspurn, aðgengi fólks að lánsfé tryggt og hækkanir því hóflegar.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Óvenju lítil hækkun íbúðaverðs í janúar

Þú gætir einnig haft áhuga á
1. okt. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. október 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Byggingakrani og fjölbýlishús
30. sept. 2024
Vikubyrjun 30. september 2024
Verðbólga í september var nokkuð undir væntingum og lækkaði úr 6,0% niður í 5,4%. Þrátt fyrir það teljum við að peningastefnunefnd vilji sýna varkárni þegar hún hittist í byrjun vikunnar og haldi vöxtum óbreyttum á miðvikudaginn.
Bakarí
27. sept. 2024
Verðbólga undir væntingum annan mánuðinn í röð - lækkar í 5,4%
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,24% á milli mánaða í september, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 6,0% í 5,4%, eða um 0,6 prósentustig. Verðbólga hefur ekki mælst lægri síðan í desember 2021.
27. sept. 2024
Spáum varkárni í peningastefnu og óbreyttum vöxtum
Ýmis merki eru um nokkuð kröftuga eftirspurn í hagkerfinu þótt verðbólga sé á niðurleið og landsframleiðsla hafi dregist saman það sem af er ári. Kortavelta eykst statt og stöðugt á milli ára, íbúðaverð er á hraðri uppleið, velta á íbúðamarkaði er meiri en í fyrra og atvinnuleysi hefur ekki aukist að ráði. Við teljum að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum áfram óbreyttum í 9,25% í næstu viku, sjöunda skiptið í röð.
Þjóðvegur
23. sept. 2024
Vikubyrjun 23. september 2024
Í vikunni birtir Seðlabankinn yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fjármálastöðugleikaskýrslu. Þá gefur Hagstofan út verðbólgumælingu fyrir septembermánuð á föstudag. Í síðustu viku gaf HMS út vísitölu íbúðaverðs sem hækkaði talsvert á milli mánaða og vísitölu leiguverðs sem lækkaði á milli mánaða. Kortaveltugögn sem Seðlabankinn birti í síðustu viku benda til þess að þó nokkur kraftur sé í innlendri eftirspurn eftir vörum og þjónustu.
Alþingishús
16. sept. 2024
Vikubyrjun 16. september 2024
Í vikunni birtist meðal annars vísitala íbúðaverðs, vísitala leiguverðs og tölur um veltu greiðslukorta í ágúst. Í síðustu viku birtust tölur um fjölda ferðamanna sem hingað komu í ágúst, en þeir voru svipað margir og í ágúst í fyrra. Atvinnuleysi jókst lítillega á milli mánaða í ágúst. Fjárlög fyrir 2025 voru kynnt.
12. sept. 2024
Spáum að verðbólga lækki í 5,7% í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08% á milli mánaða í september og að verðbólga lækki úr 6,0% niður í 5,7%. Við eigum von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9% í lok árs.
9. sept. 2024
Vikubyrjun 9. september 2024
Í þessari viku ber hæst útgáfa á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi á morgun. Í síðustu viku birtist fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn voru sammála um að halda vöxtum óbreyttum á síðasta fundi, ólíkt því sem var síðustu þrjá fundi þar áður þar sem einn nefndarmaður vildi lækka vexti um 0,25 prósentustig.
6. sept. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - ágúst 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Lyftari í vöruhúsi
5. sept. 2024
Halli á viðskiptum við útlönd á 2. ársfjórðungi
Halli mældist á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs, ólíkt öðrum ársfjórðungi í fyrra, þegar lítils háttar afgangur mældist. Það var afgangur af þjónustujöfnuði og frumþáttatekjum, en halli á vöruskiptum og rekstrarframlögum. Hrein staða þjóðarbúsins versnaði lítillega á fjórðungnum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur