Neysla Ís­lend­inga orð­in meiri en fyr­ir Covid-far­ald­ur­inn

Samanlögð kortavelta Íslendinga innanlands og erlendis var 8% meiri í júní í ár en í fyrra, miðað við fast verðlag og gengi, og 9% meiri en í júní árið 2019. Neysla mælist því meiri en hún var fyrir faraldurinn, en fer í auknum mæli fram innanlands vegna færri ferðalaga til útlanda.
Ferðamenn á Íslandi
23. júlí 2021 - Hagfræðideild

Seðlabanki Íslands birti nýverið gögn um veltu innlendra greiðslukorta í júní. Samanlagt jókst kortavelta um 8% milli ára í júní miðað við fast gengi og fast verðlag. Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innanlands 84 mö.kr. og jókst um 3% milli ára miðað við fast verðlag. Kortavelta Íslendinga erlendis nam 12,4 mö.kr. og jókst um 64% milli ára miðað við fast gengi.

Sé miðað við kortaveltu í júní 2019, þegar engin áhrif voru af faraldrinum, mælist aukningin 9% að raunvirði. Innanlands mælist aukningin 20% miðað við fast verðlag, en samdráttur erlendis upp á 33% miðað við fast gengi. Við sjáum því að þó kortavelta erlendis aukist erum við ekki farin að kaupa vörur og þjónustu erlendis frá í sama mæli og fyrir faraldur, enda mælast ferðalög ennþá langtum færri en í venjulegu árferði.

Kortavelta hefur verið ágætis vísbending um þróun einkaneyslunnar og á öðrum ársfjórðungi jókst kortaveltan alls um tæp 15% milli ára sem er nokkuð kröftugur viðsnúningur miðað við þann samdrátt sem mældist í fyrra. Gera má ráð fyrir að vöxtur einkaneyslu hafi því einnig verið talsverður á fjórðungnum en þær upplýsingar berast frá Hagstofunni síðar í sumar.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Neysla Íslendinga orðin meiri en fyrir Covid-faraldurinn

Þú gætir einnig haft áhuga á
Flugvél á flugvelli
16. sept. 2021

Ferðahugur landsmanna endurspeglast í kortaveltunni

Vöxtur í kortaveltu er nú drifinn áfram af verulega aukinni neyslu erlendis frá. Kaup á skipulögðum ferðum hefur ríflega þrefaldast milli ára og eru margir komnir með útþrá sem mun að líkindum endurspeglast í kortaveltu næstu mánaða.
Fasteignir
16. sept. 2021

Spáum 4,4% verðbólgu í september

Hagstofan birtir septembermælingu vísitölu neysluverðs (VNV) þriðjudaginn 28. september. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir hækkar verðbólgan úr 4,3% í 4,4%. Verðbólga án húsnæðis hefur gengið nokkuð hratt niður að undanförnu og mældist hún 3,3% í ágúst en hún sló hæst í 4,7% í janúar. Við spáum því að verðbólga án húsnæðiskostnaðar verði áfram 3,3% í september.
Smiður
13. sept. 2021

Atvinnuleysi minnkaði um 0,6% í ágúst og mun væntanlega minnka áfram

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í ágúst 5,5% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og hafði minnkað úr 6,1% frá því í júlí. Um 11.500 manns voru á atvinnuleysisskrá í ágúst. Almennt skráð atvinnuleysi náði hámarki í janúar 2021 þegar það var 11,6% og hefur þannig minnkað um 6,1 prósentustig síðan. Í ágúst 2020 var almennt atvinnuleysi 8,5% og það hefur því minnkað um 2,4 prósentustig á einu ári.
Álver í Reyðarfirði
13. sept. 2021

Vikubyrjun 13. september 2021

Í lok síðustu viku fór verð á áli yfir 2.800 dollara á tonnið í fyrsta sinn síðan í ágúst 2008.
Hverasvæði
10. sept. 2021

Losun vegna framleiðslu málma langmest í iðnaði hér á landi

Sé litið á losun gróðurhúsalofttegunda í iðnaði hér á landi kemur ekki á óvart að framleiðsla málma er þar í algerum sérflokki. Á fyrri hluta ársins 2021 komu um 92% af allri losun í iðnaði frá framleiðslu málma og um 40% af allri losun atvinnulífs (öll losun án losunar frá heimilum) hér á landi kom frá framleiðslu málma á því tímabili.
Fiskiskip
8. sept. 2021

Verð sjávarafurða hækkar nú í fyrsta sinn eftir að faraldurinn hófst

Verð íslenskra sjávarafurða mælt í erlendri mynt hækkaði um 2% á öðrum fjórðungi ársins borið saman við fjórðunginn á undan. Þetta er í fyrsta skipti síðan á fyrsta fjórðungi síðasta árs sem verð hækkar milli samliggjandi fjórðunga og því fyrsta verðhækkunin eftir að faraldurinn hófst. Heimsmarkaðsverð á kjöti og matvælum almennt er orðið hærra en það var áður en faraldurinn braust út. Verð á íslenskum botnfiski er hins vegar enn töluvert lægra en það var fyrir faraldur.
Sendibifreið og gámar
6. sept. 2021

Halli á viðskiptum við útlönd á öðrum ársfjórðungi

Á öðrum ársfjórðungi mældist 31,1 ma. kr. halli af viðskiptum við útlönd. Þetta er nokkuð lakari niðurstaða en á sama ársfjórðungi árið áður og þeim næsta á undan. Erlend staða þjóðarbúsins batnaði hins vegar nokkuð á ársfjórðungnum og hefur aldrei verið hagstæðari.
6. sept. 2021

Vikubyrjun 6. september 2021

Erlend staða þjóðarbúsins hefur batnað mikið síðustu ár. Í lok árs 2016 voru erlendar skuldir og erlendar eignir svipaðar. Í lok annars ársfjórðungs í ár voru erlendar eignir hins vegar metnar á 1.120 ma. kr. umfram erlendar skuldir.
Íbúðir
6. sept. 2021

Íbúðafjárfesting dregst lítillega saman

Íbúðafjárfesting dregst nú lítillega saman, en þrátt fyrir það er enn mikið byggt. Ekki er talið líklegt að samdráttur verði langvarandi eða skortur myndist á íbúðum. Eftirspurn er mikil sem hvetur til áframhaldandi uppbyggingar.
Íslenskir peningaseðlar
3. sept. 2021

Krónan veiktist í ágúst

Íslenska krónan veiktist á móti gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda okkar í ágúst. Í lok mánaðarins stóð evran í 149,6 krónum í samanburði við 146,9 í lok júlí. SÍ greip inn í markaðinn tvo daga í ágúst og keypti krónur fyrir evrur báða dagana.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur