Morg­un­fund­ur um hagspá Lands­bank­ans 2020-2023

Þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 var kynnt í vefútsendingu frá Hörpu þriðjudaginn 20. október 2020.
Frá morgunfundi um hagspá Landsbankans 2020
22. október 2020 - Landsbankinn

Í þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðslan dragist saman um 8,5% á árinu 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Samdráttarskeiðið verður tiltölulega stutt en þrátt fyrir verulega viðspyrnu næsta haust verður efnahagsbatinn hægur fyrst um sinn. Hagfræðideild spáir 3,4% hagvexti árið 2021 og um 5% árlegum vexti árin 2022 og 2023. Spáin hljóðar upp á að atvinnuleysi verði að meðaltali 7,8% á þessu ári og hækki í 8,4% árið 2021 en lækki síðan í 5,8% árið 2022 og 4,8% árið 2023.

Þjóðhagur 2020: Hagspá Landsbankans

Vextir aldrei verið lægri

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, setti fundinn. Hún ræddi um afleiðingar heimsfaraldursins á efnahagslífið í landinu, m.a. þau að vextir hefðu aldrei verið lægri, og benti á að Landsbankinn hefði verið leiðandi í að bjóða lægri vexti, sérílagi á íbúðalánum. Á árinu 2020 hefði bankinn lánað um 230 milljarða króna í íbúðalánum, þar af væru 90 milljarðar króna vegna nýrra útlána. „Bankinn er í mjög sterkri stöðu til að takast á við efnahagslegar afleiðingar ástandsins. Á sama tíma viljum við að sjálfsögðu aðstoða einstaklinga og fyrirtæki við að takast á við stöðuna,“ sagði hún.

Mikil óvissa en gert ráð fyrir verulegri viðspyrnu haustið 2021

Dr. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans, lagði áherslu á að óvissan væri gríðarlega mikil, bæði hvað varðar þróun bóluefnis og hverjar efnahagslegar afleiðingar faraldursins verða. Hann benti á að í grunnspá deildarinn væri miðað við að eitt eða fleiri bóluefni verði samþykkt í kringum næstu áramót en sú spá byggir á nýlegu áliti ráðgjafafyrirtækisins McKinsey. Gert væri ráð fyrir að almennu hjarðónæmi verði náð á Íslandi og í helstu viðskiptalöndum okkar á þriðja ársfjórðungi 2021 en vegna sóttvarnaraðgerða myndi erlendum ferðamönnum ekki fjölga fyrr en næsta haust. Það færi því ekki að lifna yfir hagkerfinu fyrr en haustið 2021 en þá mætti gera ráð fyrir verulegri viðspyrnu.

Leiðin að efnahagsbata löng og þyrnum stráð

Joan Hoey, svæðisstjóri Evrópumála hjá The Economist Intellegence Unit (EIU), fjallaði í sínu erindi um hvað tæki við eftir Brexit og heimsfaraldur kórónuveirunnar og hverjar horfurnar væru fyrir efnahagslífið í Evrópu. EIU miðar við svartsýnni spá um þróun bólefnis en gert er í hagspá Landsbankans. Þau reikna með að aðgerðir stjórnvalda til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19 verði í gildi allt næsta ár og að bóluefni verði ekki tilbúið fyrr en undir lok árs 2021. Samdrátturinn verði mikill og leiðin að efnahagsbata verið löng og þyrnum stráð. Áhrifin séu mikil í Evrópu en þau séu misjöfn; mest í suðurhluta álfunnar en minnst í norðurhlutanum. Hún ræddi einnig m.a. um hvernig og hvort seðlabankar gætu brugðist við og um aukna skuldsetningu hins opinbera.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Evrópsk verslunargata
22. júlí 2024
Vikubyrjun 22. júlí 2024
Í síðustu viku birtust gögn sem gáfu til kynna talsverðan kraft á íbúðamarkaði um þessar mundir. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í júní og vísitala leiguverðs um 2,5%.
Hús í Reykjavík
18. júlí 2024
Spenna á íbúðamarkaði
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í júní. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs jókst úr 8,4% í 9,1% en svo mikil hefur árshækkunin ekki verið síðan í febrúar 2023. Leiguverð hækkaði einnig á milli mánaða í júní, alls um 2,5%. Mikil velta var á íbúðamarkaði í júní og ljóst að íbúðamarkaður hefur tekið verulega við sér.
Gönguleið
15. júlí 2024
Vikubyrjun 15. júlí 2024
Erlendir ferðamenn voru 9% færri í júní á þessu ári en í júní í fyrra. Atvinnuleysi var 3,1% í júní og er áfram lítillega meira en á sama tíma í fyrra.
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur