Morg­un­fund­ur um hagspá Lands­bank­ans 2020-2023

Þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 var kynnt í vefútsendingu frá Hörpu þriðjudaginn 20. október 2020.
Frá morgunfundi um hagspá Landsbankans 2020
22. október 2020 - Landsbankinn

Í þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðslan dragist saman um 8,5% á árinu 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Samdráttarskeiðið verður tiltölulega stutt en þrátt fyrir verulega viðspyrnu næsta haust verður efnahagsbatinn hægur fyrst um sinn. Hagfræðideild spáir 3,4% hagvexti árið 2021 og um 5% árlegum vexti árin 2022 og 2023. Spáin hljóðar upp á að atvinnuleysi verði að meðaltali 7,8% á þessu ári og hækki í 8,4% árið 2021 en lækki síðan í 5,8% árið 2022 og 4,8% árið 2023.

Þjóðhagur 2020: Hagspá Landsbankans

Vextir aldrei verið lægri

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, setti fundinn. Hún ræddi um afleiðingar heimsfaraldursins á efnahagslífið í landinu, m.a. þau að vextir hefðu aldrei verið lægri, og benti á að Landsbankinn hefði verið leiðandi í að bjóða lægri vexti, sérílagi á íbúðalánum. Á árinu 2020 hefði bankinn lánað um 230 milljarða króna í íbúðalánum, þar af væru 90 milljarðar króna vegna nýrra útlána. „Bankinn er í mjög sterkri stöðu til að takast á við efnahagslegar afleiðingar ástandsins. Á sama tíma viljum við að sjálfsögðu aðstoða einstaklinga og fyrirtæki við að takast á við stöðuna,“ sagði hún.

Mikil óvissa en gert ráð fyrir verulegri viðspyrnu haustið 2021

Dr. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans, lagði áherslu á að óvissan væri gríðarlega mikil, bæði hvað varðar þróun bóluefnis og hverjar efnahagslegar afleiðingar faraldursins verða. Hann benti á að í grunnspá deildarinn væri miðað við að eitt eða fleiri bóluefni verði samþykkt í kringum næstu áramót en sú spá byggir á nýlegu áliti ráðgjafafyrirtækisins McKinsey. Gert væri ráð fyrir að almennu hjarðónæmi verði náð á Íslandi og í helstu viðskiptalöndum okkar á þriðja ársfjórðungi 2021 en vegna sóttvarnaraðgerða myndi erlendum ferðamönnum ekki fjölga fyrr en næsta haust. Það færi því ekki að lifna yfir hagkerfinu fyrr en haustið 2021 en þá mætti gera ráð fyrir verulegri viðspyrnu.

Leiðin að efnahagsbata löng og þyrnum stráð

Joan Hoey, svæðisstjóri Evrópumála hjá The Economist Intellegence Unit (EIU), fjallaði í sínu erindi um hvað tæki við eftir Brexit og heimsfaraldur kórónuveirunnar og hverjar horfurnar væru fyrir efnahagslífið í Evrópu. EIU miðar við svartsýnni spá um þróun bólefnis en gert er í hagspá Landsbankans. Þau reikna með að aðgerðir stjórnvalda til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19 verði í gildi allt næsta ár og að bóluefni verði ekki tilbúið fyrr en undir lok árs 2021. Samdrátturinn verði mikill og leiðin að efnahagsbata verið löng og þyrnum stráð. Áhrifin séu mikil í Evrópu en þau séu misjöfn; mest í suðurhluta álfunnar en minnst í norðurhlutanum. Hún ræddi einnig m.a. um hvernig og hvort seðlabankar gætu brugðist við og um aukna skuldsetningu hins opinbera.

Þú gætir einnig haft áhuga á
6. júní 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - maí 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Flutningaskip
5. júní 2024
Aukinn halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 41 ma. kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Hallinn jókst nokkuð milli ára. Þrátt fyrir þetta batnaði erlend staða þjóðarbúsins á fjórðungnum.
4. júní 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 4. júní 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
3. júní 2024
Vikubyrjun 3. júní 2024
Landsframleiðsla dróst saman um 4% á fyrsta ársfjórðungi og verðbólga mældist 6,2% í maí, aðeins umfram spár.
Fiskiskip á Ísafirði
31. maí 2024
Samdráttur á fyrsta ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman um 4% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2021 sem landsframleiðsla dregst saman á milli ára. Samdrátturinn skýrist helst af minni birgðasöfnun vegna loðnubrests. Einkaneysla og fjárfesting jukust aftur á móti á fjórðungnum sem er til marks um eftirspurnarþrýsting.
Íbúðahús
30. maí 2024
Verðbólga jókst þvert á spár
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,58% á milli mánaða í maí og við það hækkaði ársverðbólga úr 6,0% í 6,2%. Hækkanir voru á nokkuð breiðum grunni og meiri en við bjuggumst við. 
Þjóðvegur
29. maí 2024
Margra ára hallarekstur og óskýrar mótvægisaðgerðir
Stjórnvöld sjá fram á að rétta smám saman úr ríkisrekstrinum á næstu árum en gera ekki ráð fyrir afgangi fyrr en árið 2028, eftir níu ára samfelldan hallarekstur. Hallarekstur var viðbúinn í faraldrinum en almennt er óæskilegt að ríkissjóður sé rekinn með halla í uppsveiflu og á tímum mikillar þenslu og verðbólgu. Við teljum að áfram verði reynt að halda aftur af opinberri fjárfestingu og að samneysla aukist aðeins minna á næstu árum en undanfarin ár.
Mynt 100 kr.
27. maí 2024
Krónan stöðug en Ísland verður dýrara
Krónan hefur verið óvenju stöðug frá því í nóvember í fyrra. Við teljum að krónan styrkist lítillega á þessu ári og að raungengið hækki þar sem verðbólga verði meiri hér en í helstu viðskiptalöndum okkar.
Fasteignir
27. maí 2024
Vikubyrjun 27. maí 2024
Velta á íbúðamarkaði hefur aukist á síðustu mánuðum og kaupsamningum fjölgað. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í apríl í ár voru meira en tvöfalt fleiri en í apríl í fyrra.
Fiskveiðinet
22. maí 2024
Botnfisksveiðar vega upp á móti loðnubresti
Heildarafli íslenskra fiskiskipa dróst saman í fyrra og útflutningur sjávarafurða var 7,9% minni í fyrra en árið á undan. Aflaheimildir á þorski hafa dregist saman nokkur ár í röð en nú virðist þróunin vera að snúast við þar sem þorskkvóti var aukinn um 1% fyrir yfirstandandi veiðitímabil. Loðnuvertíð síðasta árs var mjög góð en í ár verður engin loðna veidd. Í nýlegri hagspá gerum við ráð fyrir hóflegum vexti í útflutningi sjávarafurða.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur