Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Morg­un­fund­ur um hagspá Lands­bank­ans 2020-2023

Þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 var kynnt í vefútsendingu frá Hörpu þriðjudaginn 20. október 2020.
Frá morgunfundi um hagspá Landsbankans 2020
22. október 2020 - Landsbankinn

Í þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðslan dragist saman um 8,5% á árinu 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Samdráttarskeiðið verður tiltölulega stutt en þrátt fyrir verulega viðspyrnu næsta haust verður efnahagsbatinn hægur fyrst um sinn. Hagfræðideild spáir 3,4% hagvexti árið 2021 og um 5% árlegum vexti árin 2022 og 2023. Spáin hljóðar upp á að atvinnuleysi verði að meðaltali 7,8% á þessu ári og hækki í 8,4% árið 2021 en lækki síðan í 5,8% árið 2022 og 4,8% árið 2023.

Þjóðhagur 2020: Hagspá Landsbankans

Vextir aldrei verið lægri

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, setti fundinn. Hún ræddi um afleiðingar heimsfaraldursins á efnahagslífið í landinu, m.a. þau að vextir hefðu aldrei verið lægri, og benti á að Landsbankinn hefði verið leiðandi í að bjóða lægri vexti, sérílagi á íbúðalánum. Á árinu 2020 hefði bankinn lánað um 230 milljarða króna í íbúðalánum, þar af væru 90 milljarðar króna vegna nýrra útlána. „Bankinn er í mjög sterkri stöðu til að takast á við efnahagslegar afleiðingar ástandsins. Á sama tíma viljum við að sjálfsögðu aðstoða einstaklinga og fyrirtæki við að takast á við stöðuna,“ sagði hún.

Mikil óvissa en gert ráð fyrir verulegri viðspyrnu haustið 2021

Dr. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans, lagði áherslu á að óvissan væri gríðarlega mikil, bæði hvað varðar þróun bóluefnis og hverjar efnahagslegar afleiðingar faraldursins verða. Hann benti á að í grunnspá deildarinn væri miðað við að eitt eða fleiri bóluefni verði samþykkt í kringum næstu áramót en sú spá byggir á nýlegu áliti ráðgjafafyrirtækisins McKinsey. Gert væri ráð fyrir að almennu hjarðónæmi verði náð á Íslandi og í helstu viðskiptalöndum okkar á þriðja ársfjórðungi 2021 en vegna sóttvarnaraðgerða myndi erlendum ferðamönnum ekki fjölga fyrr en næsta haust. Það færi því ekki að lifna yfir hagkerfinu fyrr en haustið 2021 en þá mætti gera ráð fyrir verulegri viðspyrnu.

Leiðin að efnahagsbata löng og þyrnum stráð

Joan Hoey, svæðisstjóri Evrópumála hjá The Economist Intellegence Unit (EIU), fjallaði í sínu erindi um hvað tæki við eftir Brexit og heimsfaraldur kórónuveirunnar og hverjar horfurnar væru fyrir efnahagslífið í Evrópu. EIU miðar við svartsýnni spá um þróun bólefnis en gert er í hagspá Landsbankans. Þau reikna með að aðgerðir stjórnvalda til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19 verði í gildi allt næsta ár og að bóluefni verði ekki tilbúið fyrr en undir lok árs 2021. Samdrátturinn verði mikill og leiðin að efnahagsbata verið löng og þyrnum stráð. Áhrifin séu mikil í Evrópu en þau séu misjöfn; mest í suðurhluta álfunnar en minnst í norðurhlutanum. Hún ræddi einnig m.a. um hvernig og hvort seðlabankar gætu brugðist við og um aukna skuldsetningu hins opinbera.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fólk við Geysi
15. sept. 2025
Vikubyrjun 15. september 2025
Ferðamönnum hélt áfram að fjölga af krafti í ágúst og Íslendingar slógu enn eitt metið í fjölda utanlandsferða. Atvinnuleysi hélst óbreytt á milli mánaða í 3,4% og er lítillega meira en á sama tíma í fyrra. Í þessari viku birtir HMS nýjustu gögn um íbúðamarkað og við fylgjumst með vaxtaákvörðunum í Bandaríkjunum og Bretlandi.
Bakarí
11. sept. 2025
Spáum 4,1% verðbólgu í september
Við spáum því að verðbólga aukist í september og mælist 4,1%. Aukin verðbólga skýrist aðallega af því að í september í fyrra voru máltíðir í grunnskólum gerðar ókeypis og lækkunaráhrifin af því detta nú út úr ársverðbólgunni. Verðhækkun á mjólkurafurðum leiðir til meiri hækkunar á matvöruverði en síðustu mánuði. Ró yfir húsnæðismarkaðnum heldur aftur af hækkunum á reiknaðri húsaleigu en útsölulok hafa áhrif til hækkunar í mánuðinum, gangi spáin eftir.
8. sept. 2025
Vikubyrjun 8. september 2025
Í þessari viku ber hæst  útgáfu á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi. Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn hefðu verið sammála um að halda vöxtum óbreyttum í ágúst. Þá birti Seðlabankinn einnig tölur um greiðslujöfnuð við útlönd sem gáfu til kynna mun meiri halla á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs en þess síðasta.
1. sept. 2025
Mánaðamót 1. september 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. sept. 2025
Vikubyrjun 1. september 2025
Verðbólga hjaðnaði óvænt úr 4,0% í 3,8% í ágúst. Hagstofan áætlar að hagkerfið hafi dregist saman um 1,9% á öðrum ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 16,5% á milli ára í júlí. Í vikunni birtir Seðlabankinn viðskiptajöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
Flugvél
28. ágúst 2025
Verðbólga hjaðnar þvert á væntingar
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,15% á milli mánaða í ágúst og verðbólga hjaðnaði úr 4,0% í 3,8%. Hjöðnun á milli mánaða kemur ánægjulega á óvart en við spáðum 0,07% hækkun á vísitölunni og óbreyttri verðbólgu. Við gerum nú ráð fyrir að verðbólga verði 3,8% í árslok, að stærstum hluta vegna lægri mælingar nú en við spáðum áður.
Seðlabanki Íslands
25. ágúst 2025
Vikubyrjun 25. ágúst 2025
Seðlabanki Íslands hélt stýrivöxtum óbreyttum í 7,50% í síðustu viku og allir nefndarmenn studdu ákvörðunina. Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 4,2% á síðasta árinu, en í janúar var árshækkunin 10,4%. Í vikunni birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir ágústmánuð og þjóðhagsreikninga fyrir annan ársfjórðung.
Hús í Reykjavík
22. ágúst 2025
Íbúðamarkaður í betra jafnvægi þótt nýjar íbúðir seljist hægt
Á síðustu misserum hefur dregið töluvert úr verðhækkunum á íbúðamarkaði. Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 4,2% á síðustu 12 mánuðum, aðeins örlítið umfram almennt verðlag, og ársbreytingin hefur ekki verið minni frá því í byrjun árs 2024. Þótt kaupsamningar hafi verið færri á fyrstu sjö mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra er enn talsverð velta á markaðnum.
Fólk við Geysi
19. ágúst 2025
Útflutningur í sókn en innflutningur líka
Vöruútflutningur frá Íslandi hefur aukist frá því í fyrra en samt hefur vöruskiptahalli aldrei verið meiri en nú. Þetta skýrist af stórauknum vöruinnflutningi, einkum á tölvubúnaði í tengslum við uppbyggingu gagnavera. Ferðaþjónustan hefur skilað auknum tekjum í ár en á móti hefur utanlandsferðum Íslendinga fjölgað og uppsafnaður kortaveltujöfnuður við útlönd var enn neikvæður í lok júlí.
Frosnir ávextir og grænmeti
18. ágúst 2025
Vikubyrjun 18. ágúst 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi stýrivöxtum óbreyttum á miðvikudag. Auk vaxtaákvörðunarinnar fáum við vísitölu íbúðaverðs í vikunni og nokkur uppgjör. Metfjöldi erlendra ferðamanna fór frá landinu í júlí, atvinnuleysi var óbreytt á milli mánaða og áfram var nokkur kraftur í greiðslukortaveltu heimila.