Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Mik­ið fjár­fest í íbúð­ar­hús­næði þrátt fyr­ir sam­drátt milli ára

Íbúðafjárfesting dróst saman um 4,4% í fyrra en þrátt fyrir það var mikið fjárfest, bæði í sögulegu samhengi og sem hlutfall af landsframleiðslu. Aukin velta í byggingariðnaði og vaxandi starfsmannafjöldi benda til þess að góður gangur sé í greininni og vænta megi fjölgun íbúða eftir því.
Fjölbýlishús
2. mars 2022 - Greiningardeild

Samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands nam íbúðafjárfesting 177 mö.kr. í fyrra á verðlagi þess árs og dróst saman um 4,4% að raunvirði milli ára. Við höfðum spáð því að íbúðafjárfesting myndi dragast saman um 2% milli ára og var fjárfestingin því minni, og samdráttur meiri, en við áttum von á. Þrátt fyrir það var talsvert fjárfest í íbúðarhúsnæði. Aðeins þrisvar hefur fjárfestingin mælst meiri á einu ári miðað við fast verðlag: Árin 2007, 2019 og 2020. Líkt og Hagfræðideild hefur fjallað um fjölgar nú íbúðum í byggingu bæði á höfuðborgarsvæðinu og víðar.

Síðan 1995 hefur íbúðafjárfesting að jafnaði verið um 4,1% af landsframleiðslu. Í fyrra mældist íbúðafjárfesting 5,5% af vergri landsframleiðslu og var því nokkuð yfir meðaltalinu, fjórða árið í röð. Mest hefur íbúðafjárfesting verið 6,5% af landsframleiðslu, árið 2007, og hefur ekki aftur náð þeim styrk þó hún hafi komist nálægt því árið 2020 (5,9% af landsframleiðslu).

Það getur reynst gagnlegt að líta til íbúðafjárfestingar sem hlutfalls af vergri landsframleiðslu til þess að leggja mat á hvort verið sé að byggja mikið eða lítið miðað við aðstæður. Staðan eins og hún er í dag bendir til þess að verið sé að byggja talsvert en þrátt fyrir það ríkir mikil spenna á fasteignamarkaði. Verðhækkanir mælast miklar, eða svipaðar og sást síðast á árunum 2016-2017, þegar mun minna var þó byggt. Það gefur til kynna að verðhækkanir séu drifnar áfram af verulega aukinni eftirspurn. Að auki eru nýjar íbúðir dýrari en þær sem fyrir eru og getur mikil sala þeirra nú knúið áfram verðhækkanir.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Mikið fjárfest í íbúðarhúsnæði þrátt fyrir samdrátt milli ára

Þú gætir einnig haft áhuga á
Háþrýstiþvottur
14. júlí 2025
Vikubyrjun 14. júlí 2025
Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 10,1% á milli ára í júní, en það sem af er ári hafa þeir verið álíka margir og á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig á milli ára í júní, sem er svipuð aukning og hefur verið síðustu mánuði. Við birtum verðbólguspá í vikunni og teljum að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%. Í þessari viku birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
10. júlí 2025
Spáum 4% verðbólgu í júlí
Við spáum því að verðbólga minnki lítillega í júlí og mælist 4,0%. Eins og almennt í júlímánuði má búast við að sumarútsölur og breytingar á flugfargjöldum hafi mest áhrif á vísitölu neysluverðs. Við teljum ekki horfur á að verðbólga þokist nær verðbólgumarkmiði á árinu og spáum 4,2% verðbólgu í lok árs.
Fjölbýlishús
9. júlí 2025
Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum 
Íbúðaverð á Íslandi hefur hækkað langtum meira en laun og almennt verðlag frá aldamótum. Greiðslubyrði af meðalláni hélst tiltölulega stöðug til ársins 2021 þegar hún tók að hækka skarpt, sérstaklega greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum.   
Hús í Reykjavík
7. júlí 2025
Matur og húsnæði helstu drifkraftar verðbólgu
Hækkandi matvöruverð og húsnæðiskostnaður eru þeir þættir sem eiga stærstan þátt í því að viðhalda verðbólgu á Íslandi um þessar mundir. Verðbólga mældist 4,2% í júní, nokkuð umfram spár. Ef matvara og húsnæði væru ekki hluti af vísitölu neysluverðs hefði verðbólga verið undir markmiði Seðlabankans frá því í ágúst í fyrra. Þættir á borð við sterkari krónu og lækkandi olíuverð hafa líkast til haldið aftur af verðhækkunum á ýmsum vörum upp á síðkastið, en á móti hefur þjónustuverð hækkað.
Bakarí
7. júlí 2025
Vikubyrjun 7. júlí 2025
Hagstofa Íslands spáir 2,2% hagvexti á yfirstandandi ári, samkvæmt hagspá sem birt var á föstudaginn. Hagvaxtarhorfur hafa verið færðar upp frá marsspánni þegar gert var ráð fyrir 1,8% hagvexti á árinu. Hagstofan spáir lítillega auknu atvinnuleysi næstu misserin, en Vinnumálastofnun birtir atvinnuleysistölur fyrir júnímánuð síðar í þessari viku.
1. júlí 2025
Mánaðamót 1. júlí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvél á flugvelli
30. júní 2025
Vikubyrjun 30. júní 2025
Verðbólga jókst úr 3,8% og mældist 4,2% í júní. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum þrýstingi á innfluttum vörum en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu. Þá jókst velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum um 1,5% að raunvirði í mars og apríl.
Paprika
27. júní 2025
Verðbólga umfram væntingar
Verðbólga mældist 4,2% í júní og jókst úr 3,8% frá því í maí. Verðlag hækkaði umfram spár, en við höfðum spáð 3,9% verðbólgu. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum verðþrýstingi á innfluttum vörum, einkum fötum, skóm og tómstundarvörum, en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu.
Orlofshús á Íslandi
27. júní 2025
Viðskipti með sumarhús færast aftur í aukana
Sumarhúsum á Íslandi hefur fjölgað um 45% á síðustu 20 árum. Viðskipti með sumarhús færðust verulega í aukana á tímum faraldursins. Fyrst eftir faraldurinn hægðist um en nú virðist aftur hafa glaðnað yfir markaðnum.
Herðubreið
25. júní 2025
Áfram merki um viðnámsþrótt í hagkerfinu
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum jókst um 1,5% að raunvirði í mars og apríl og um 5,2% í janúar og febrúar, samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Veltugögnin bera þess merki að hagkerfið standi vaxtastigið vel af sér sem er í takt við aukinn hagvöxt í byrjun árs. Það sem af er ári hefur velta aukist mest í sölu og viðhaldi á bílum en einnig má greina aukin umsvif í helstu útflutningsgreinunum: álframleiðslu, sjávarútvegi og ferðaþjónustu.