Mark­að­ir með los­un­ar­heim­ild­ir efl­ast – verð hafa hækk­að mik­ið

Verð á losunarheimildum hefur hækkað mikið á síðustu mánuðum, og er þá átt við ETS-einingar á markaði í Evrópu. Hækkunin var 60% frá nóvember 2019 fram í miðjan febrúar og nú um miðjan mars var verðið á hverju tonni CO2 jafngildiseininga komið í tæpar 43 evrur, sem er hæsta gildi til þessa.
Ský
18. mars 2021 - Greiningardeild

Í lok febrúar sendu íslensk stjórnvöld frá sér uppfærð markmið ríkisins í loftslagsmálum til Sameinuðu þjóðanna. Nýju markmiðin fela í sér verulega aukinn samdrátt losunar gróðurhúsalofttegunda, um 55% eða meira, til ársins 2030, miðað við árið 1990. Fyrra markmið var 40% minnkun. Ísland stendur að sameiginlegu markmiði með aðildarríkjum ESB og Noregi í þessum efnum.

Áður hefur verið fjallað um það í Hagsjá að Íslendingar séu langt frá því að standa við skuldbindingar vegna Kyotó-bókunarinnar og nefndar hafa verið tölur um að það muni vanta u.þ.b. 4.000 kílótonn af kolefnisígildum til að dæmið gangi upp. Erfitt er að segja hversu mikið kaup á heimildum mun kosta okkur, en sú tala mun væntanlega hlaupa á milljörðum. Nokkur óvissa hefur ríkt um hvort kaupa þurfi ETS-einingar á markaði til að jafna þessa skuld eða hvort hægt sé að nota svokallaðar CER-einingar sem til þessa hafa verið mun ódýrari.

Verð á losunarheimildum hefur hækkað mikið á síðustu mánuðum, og er þá átt við ETS-einingar á markaði í Evrópu. Hækkunin var 60% frá nóvember 2019 fram í miðjan febrúar og nú um miðjan mars var verðið á hverju tonni CO2 jafngildiseininga komið í tæpar 43 evrur, sem er hæsta gildi til þessa. Á síðasta ári náðu markaðir með losunarheimildir hæsta virði frá upphafi þegar þeir fóru upp í 229 milljarða evra, sem var fimmföldun á virði frá 2017. ETS kerfi Evrópusambandsins stendur fyrir nálægt 90% af heildarvirði markaða og þessari aukningu.

Markaðir með losunarheimildir eru nokkuð virkir núorðið. Í fyrra skiptu heimildir að virði 1 m. evra um hendur á hverjum degi og mikið var um valrétti og framvirka samninga. Markaðir með losunarheimildir eru því orðnir hluti af hefðbundnum fjármálamörkuðum heimsins þar sem hundruð fjármálafyrirtækja taka virkan þátt. Þetta er þó enn nokkuð skrýtinn markaður. Framkvæmdastjórn ESB setur losunarheimildir á uppboð daglega og stjórnar þannig hámarki heimilda sem eru í umferð. Það eru svo pólitísk markmið ESB um minnkun losunar sem stjórna heildarmyndinni.

Væntingar um hærra verð losunarheimilda gætu hafa ýtt við iðnfyrirtækjum að byrja strax á þessu ári að verja sig fyrir mögulegum hækkunum. Það hefur væntanlega haft áhrif á verðið upp á við og við það bættist óvenjulega kaldur vetur sem krafðist meiri orkunotkunar til húshitunar. Spákaupmennska hefur væntanlega einnig ýtt undir verðhækkanir með því að hækka framvirk verð. Um þessar mundir eru um 230 fjárfestingarsjóðir með framvirka samninga tengda losunarheimildum, aukning frá 140 sjóðum árið 2019.

Skýringin á auknum áhuga fjárfesta á þessum markaði er að þróunin áfram virðist nokkuð augljós. Margir reikna með því að nýtt markmið ESB um 55% minnkun losunar feli í sér að heimildum verði fækkað og að verðið hækki í samræmi við það, hugsanlega upp í 80 evrur á tonnið. Horfurnar fyrir fjárfesta virðast því vera góðar.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Markaðir með losunarheimildir eflast – verð hafa hækkað mikið

Þú gætir einnig haft áhuga á
20. jan. 2025
Vikubyrjun 20. janúar 2025
Kortaveltutölur sem komu í síðustu viku voru nokkuð sterkar og sýndu að kortavelta heimilanna jókst nokkuð á milli ára í desember. Það voru tvö uppgjör í síðustu viku, Hagar og Ölgerðin, en fjárhagsár þessa tveggja félaga er, ólíkt öðrum félögum í kauphöllin, ekki hið sama og almanaksárið. Í vikunni fram undan fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS.
20. jan. 2025
Kortavelta landsmanna í sókn allt síðasta ár
Kortavelta landsmanna var alls 4,2% meiri á síðasta ári en árið 2023 og jókst milli ára alla mánuði ársins, miðað við fast verðlag og gengi. Telja má líklegt að Seðlabankinn fylgist vel með neyslustiginu í vaxtalækkunarferlinu og reyni að koma í veg fyrir að uppsafnaðar innistæður hrúgist út í neyslu. Neysla ferðamanna hér á landi mældist aðeins 1% meiri í fyrra en árið áður sé miðað við fast verðlag.
Pund, Dalur og Evra
17. jan. 2025
Krónan styrktist á síðasta ári
Krónan styrktist á móti evru en veiktist aðeins á móti Bandaríkjadal á árinu 2024. Árið var nokkuð rólegt á millibankamarkaði með gjaldeyri þar sem velta dróst saman og minna var um flökt.
Ský
13. jan. 2025
Vikubyrjun 13. janúar 2025
Atvinnuleysi var að meðaltali 3,5% árið 2024, líkt og við spáðum í október. Komur erlendra ferðamanna til Íslands á árinu voru lítillega fleiri en við bjuggumst við, eða tæplega 2,3 milljónir, og desembermánuður var sá fjölmennasti frá upphafi. Í síðustu viku gáfum við út verðbólguspá og gerum ráð fyrir að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6% í janúar.
Fataverslun
9. jan. 2025
Spáum 4,6% verðbólgu í janúar
Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,32% á milli mánaða í janúar og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6%. Við búumst við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í apríl.
6. jan. 2025
Vikubyrjun 6. janúar 2025
Í vikunni birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi í desember og birtar verða tölur um atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Einnig fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir mælinguna fimmtudaginn 30. janúar.
2. jan. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 2. janúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvöllur, Leifsstöð
19. des. 2024
Verðbólga stendur í stað á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur