Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Mark­að­ir með los­un­ar­heim­ild­ir efl­ast – verð hafa hækk­að mik­ið

Verð á losunarheimildum hefur hækkað mikið á síðustu mánuðum, og er þá átt við ETS-einingar á markaði í Evrópu. Hækkunin var 60% frá nóvember 2019 fram í miðjan febrúar og nú um miðjan mars var verðið á hverju tonni CO2 jafngildiseininga komið í tæpar 43 evrur, sem er hæsta gildi til þessa.
Ský
18. mars 2021 - Greiningardeild

Í lok febrúar sendu íslensk stjórnvöld frá sér uppfærð markmið ríkisins í loftslagsmálum til Sameinuðu þjóðanna. Nýju markmiðin fela í sér verulega aukinn samdrátt losunar gróðurhúsalofttegunda, um 55% eða meira, til ársins 2030, miðað við árið 1990. Fyrra markmið var 40% minnkun. Ísland stendur að sameiginlegu markmiði með aðildarríkjum ESB og Noregi í þessum efnum.

Áður hefur verið fjallað um það í Hagsjá að Íslendingar séu langt frá því að standa við skuldbindingar vegna Kyotó-bókunarinnar og nefndar hafa verið tölur um að það muni vanta u.þ.b. 4.000 kílótonn af kolefnisígildum til að dæmið gangi upp. Erfitt er að segja hversu mikið kaup á heimildum mun kosta okkur, en sú tala mun væntanlega hlaupa á milljörðum. Nokkur óvissa hefur ríkt um hvort kaupa þurfi ETS-einingar á markaði til að jafna þessa skuld eða hvort hægt sé að nota svokallaðar CER-einingar sem til þessa hafa verið mun ódýrari.

Verð á losunarheimildum hefur hækkað mikið á síðustu mánuðum, og er þá átt við ETS-einingar á markaði í Evrópu. Hækkunin var 60% frá nóvember 2019 fram í miðjan febrúar og nú um miðjan mars var verðið á hverju tonni CO2 jafngildiseininga komið í tæpar 43 evrur, sem er hæsta gildi til þessa. Á síðasta ári náðu markaðir með losunarheimildir hæsta virði frá upphafi þegar þeir fóru upp í 229 milljarða evra, sem var fimmföldun á virði frá 2017. ETS kerfi Evrópusambandsins stendur fyrir nálægt 90% af heildarvirði markaða og þessari aukningu.

Markaðir með losunarheimildir eru nokkuð virkir núorðið. Í fyrra skiptu heimildir að virði 1 m. evra um hendur á hverjum degi og mikið var um valrétti og framvirka samninga. Markaðir með losunarheimildir eru því orðnir hluti af hefðbundnum fjármálamörkuðum heimsins þar sem hundruð fjármálafyrirtækja taka virkan þátt. Þetta er þó enn nokkuð skrýtinn markaður. Framkvæmdastjórn ESB setur losunarheimildir á uppboð daglega og stjórnar þannig hámarki heimilda sem eru í umferð. Það eru svo pólitísk markmið ESB um minnkun losunar sem stjórna heildarmyndinni.

Væntingar um hærra verð losunarheimilda gætu hafa ýtt við iðnfyrirtækjum að byrja strax á þessu ári að verja sig fyrir mögulegum hækkunum. Það hefur væntanlega haft áhrif á verðið upp á við og við það bættist óvenjulega kaldur vetur sem krafðist meiri orkunotkunar til húshitunar. Spákaupmennska hefur væntanlega einnig ýtt undir verðhækkanir með því að hækka framvirk verð. Um þessar mundir eru um 230 fjárfestingarsjóðir með framvirka samninga tengda losunarheimildum, aukning frá 140 sjóðum árið 2019.

Skýringin á auknum áhuga fjárfesta á þessum markaði er að þróunin áfram virðist nokkuð augljós. Margir reikna með því að nýtt markmið ESB um 55% minnkun losunar feli í sér að heimildum verði fækkað og að verðið hækki í samræmi við það, hugsanlega upp í 80 evrur á tonnið. Horfurnar fyrir fjárfesta virðast því vera góðar.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Markaðir með losunarheimildir eflast – verð hafa hækkað mikið

Þú gætir einnig haft áhuga á
Flugvél
15. des. 2025
Vikubyrjun 15. desember 2025
Færri erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í nóvember í ár en í nóvember í fyrra en utanlandsferðum Íslendinga hélt áfram að fjölga. Skráð atvinnuleysi hefur aukist þó nokkuð á síðustu mánuðum og var 4,3% í nóvember.
11. des. 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,56% á milli mánaða í desember. Gangi spáin eftir mun verðbólga hækka úr 3,7% í 3,9% í desember. Flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og lok tilboðsdaga í nóvember verða til hækkunar en bensínverð til lækkunar. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði á bilinu 3,9% til 4,0% næstu mánuði.
8. des. 2025
Vikubyrjun 8. desember 2025
Talsvert minni afgangur mældist af viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi þessa árs en þess síðasta. Í síðustu viku gaf Seðlabankinn út yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fundargerð peningastefnunefndar. Í þessari viku verða birtar ferðamannatölur og skráð atvinnuleysi fyrir nóvembermánuð.
1. des. 2025
Mánaðamót 1. desember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. des. 2025
Vikubyrjun 1. desember 2025
Óhætt er að segja að verðbólgumælingin í síðustu viku hafi komið á óvart. Verðbólga mældist 3,7% í nóvember og hefur ekki mælst minni í fimm ár. Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi aukist um 1,2% á þriðja ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 1,8% á milli ára í október.
Flutningaskip
28. nóv. 2025
1,2% hagvöxtur á þriðja fjórðungi
Landsframleiðsla jókst um 1,2% á þriðja ársfjórðungi og um 1,5% á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var drifinn áfram af innlendri eftirspurn og þjóðarútgjöld jukust um heil 4,7%. Áfram er kraftur í einkaneyslu og fjárfestingu, en auknar birgðir hafa einnig sitt að segja. Innflutningur vegur þungt á móti og framlag utanríkisviðskipta er neikvætt, líkt og á síðustu fjórðungum.
Epli
27. nóv. 2025
Verðbólga ekki minni í fimm ár
Verðbólga hjaðnaði úr 4,3% í 3,7% í nóvember og hefur ekki verið minni frá því í desember 2020. Áhrif af afsláttardögum í nóvember komu mun skýrar fram í mælingu Hagstofunnar nú en síðustu ár og flugfargjöld til útlanda lækkuðu mun meira en við bjuggumst við.
Byggingakrani
24. nóv. 2025
Vikubyrjun 24. nóvember 2025
Seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku með það fyrir augum að stemma stigu við því aukna peningalega aðhaldi sem hefur hlotist af breyttu lánaframboði í kjölfar vaxtadómsins. Auk þess spáir Seðlabankinn nú auknum slaka í hagkerfinu, minni hagvexti og minni verðbólgu en í síðustu spá. Hagstofan birtir verðbólgumælingu nóvembermánaðar á fimmtudaginn og þjóðhagsreikninga fyrir þriðja ársfjórðung á föstudaginn.
Ferðamenn
21. nóv. 2025
Ferðamenn mun fleiri á þessu ári en því síðasta – en fækkaði í október
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli voru 6,2% færri í október en í sama mánuði í fyrra og erlend kortavelta dróst þó nokkuð saman. Líklega hefur fall Play sett mark sitt á mánuðinn. Ef horft er yfir árið í heild hefur gangurinn í ferðaþjónustu verið mun meiri á þessu ári en því síðasta.
Seðlabanki
17. nóv. 2025
Vikubyrjun 17. nóvember 2025
Skráð atvinnuleysi var 3,9% í október, 0,5 prósentustigum meira en í sama mánuði í fyrra. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 6,2% í október en utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 3%. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum.