2. júní 2022 - Hagfræðideild
Allir þrír stóru viðskiptabankarnir héldu útboð á sértryggðum skuldabréfum í maí. S&P hækkaði lánshæfismat sértryggðra skuldabréfa Landsbankans og Arion banka í mánuðinum.
Lesa Hagsjána í heild
Þú gætir einnig haft áhuga á
5. júlí 2022
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf
Íslandsbanki og Landsbankinn héldu útboð sértryggðra skuldabréfa í júní. Arion banki hélt ekki útboð.
5. júlí 2022
Losun gróðurhúsalofttegunda nálgast sama stig og fyrir faraldur
Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,3% á árinu 2021 eftir verulega minnkun næstu tvö ár þar á undan. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands var heildarlosun hagkerfisins 2021 þó um fjórðungi minni en var á árinu 2018. Heildarlosun frá hagkerfinu jókst um 6% milli fyrstu fjögurra mánaða 2021 og 2022, fyrst og fremst vegna 6,7% aukningar frá atvinnulífinu. Losun frá heimilum fyrstu fjóra mánuðina í ár hefur hins vegar minnkað um u.þ.b. 1% frá árinu 2021.
4. júlí 2022
Vikubyrjun 4. júlí 2022
Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í júní og hækkaði ársverðbólgan úr 7,6% í 8,8%. Verðbólga hefur ekki mælst hærri síðan í október 2009.
1. júlí 2022
Verðbólgan stöðvar langt tímabil kaupmáttaraukningar
Launavísitalan hækkaði um 0,4% milli apríl og maí. Verðbólga í maí 2022 mældist 7,6% en árshækkun launavísitölunnar var 8,6% þannig að kaupmáttur launa jókst um 0,9% milli maímánaða 2021 og 2022, þrátt fyrir óvenju mikla verðbólgu. Kaupmáttur í maí var engu að síður 1,5% lægri en hann var í janúar 2022.
30. júní 2022
Óverðtryggð íbúðalán hjá viðskiptabönkunum þrefölduðust í heimsfaraldrinum
Veruleg breyting varð á samsetningu íbúðalána í heimsfaraldrinum og upphæð óverðtryggðra íbúðalána hjá viðskiptabönkunum rúmlega þrefaldaðist. Nú er hafið verulega bratt hækkunarferli stýrivaxta og viðbúið að vextir íbúðalána fylgi með tilheyrandi hækkun á greiðslubyrði lána.
29. júní 2022
Verðbólgan hefur ekki mælst hærri síðan í október 2009
Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í júní og hækkaði ársverðbólgan í 8,8% úr 7,6%. Verðbólgan hefur ekki mælst hærri síðan í október 2009. Við teljum að verðbólgan muni nái hámarki í ágúst næstkomandi og verði þá um 9,5%. Upp frá því gerum við ráð fyrir hægri hjöðnun hennar.
27. júní 2022
Vikubyrjun 27. júní 2022
Hrein ný íbúðalán innlánastofnana til heimila námu alls 17 mö. kr. í maímánuði. Mest var um að tekin væru óverðtryggð lán á föstum vöxtum en hreyfing yfir í slík lán hefur aukist. Í byrjun árs 2018 voru um 26% íbúðalána innlánastofnana óverðtryggð en þau eru nú 67%.
23. júní 2022
Skráð atvinnuleysi mælist 3,9%
Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í maí 3,9% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og minnkaði úr 4,5% frá því í apríl. Alls voru 7.717 á atvinnuleysisskrá í lok maí, 4.233 karlar og 3.484 konur.
21. júní 2022
Íslendingar aldrei eytt meiru erlendis
Kortavelta innlendra greiðslukorta jókst alls um 16,5% á milli ára í maí, að raunvirði. Kortavelta Íslendinga erlendis jókst um 120% milli ára miðað við fast gengi. Þetta sýnir okkur að eftirspurn er mikil í hagkerfinu og það sér í lagi eftir ferðalögum. Vöxtur einkaneyslu mun að öllum líkindum vera innfluttur í formi aukinna ferðalaga næstu misserin.
20. júní 2022
Vikubyrjun 20. júní 2022
Velta innlendra greiðslukorta jókst alls um 16,5% að raunvirði milli ára í maí.