Íslandsbanki og Landsbankinn héldu útboð sértryggðra skuldabréfa í júní. Arion banki hélt ekki útboð.
8. júní hélt Íslandsbanki útboð þar sem hann seldi bréf í flokknum ISB CB 27 að nafnvirði 420 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 6,54%, í flokknum ISB CBF 27 að nafnvirði 100 m.kr. á 0,40% álagi á eins mánaðar REIBOR og í flokknum ISB CBI 28 að nafnvirði 1.920 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 0,89%. Seld voru áður útgefin bréf í eigu bankans. Bankinn keypti til baka ISB CBI 22 að nafnvirði 140 m.kr.
14. júní hélt Landsbankinn útboð þar sem hann bauð til sölu bréf í flokkunum LBANK CB 25 og LBANK CB 27. Í flokknum LBANK CB seldi bankinn bréf að nafnvirði 1.080 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 6,6%. Öllum tilboðum í LBANK CB 25 var hafnað, en bankinn gaf út bréf í flokknum að nafnvirði 5.000 m.kr. til eigin nota.
Lesa Hagsjána í heild









