Landsbankinn seldi bréf í flokknum LBANK CB 25 að fjárhæð 700 m.kr. á kröfunni 4,18% (0,47% álag á ríki) í útboði 7. desember.
Íslandsbanki seldi bréf í flokknum ISB CB 27 að fjárhæð 340 m.kr. á kröfunni 4,12% (0,62% álag á ríki) í útboði 2. desember. Seld voru áður útgefin bréf. Bankinn seldi bréf í flokknum ISB CBI 28 að fjárhæð 2.580 m.kr. á kröfunni 0,02% (0,42% álag á ríki). Auk þess gaf bankinn út bréf í ISB CBI 28 að fjárhæð 5.000 m.kr. til eigin nota. Bankinn keypti til baka bréf í flokkunum ISB CBI 22 að fjárhæð 1.220 m.kr. sem greiðslu í útboðinu.
Arion banki hélt ekki útboð í nóvember.
ARION CBI 21, að nafnvirði 10.220 m.kr, var á gjalddaga í desember.
Á síðasta ári var ávöxtun á óverðtryggðum bréfum á bilinu -1,9% til 0,9% og á verðtryggðum á bilinu 4,8% til 8,1%.