Mán­að­ar­yf­ir­lit yfir sér­tryggð skulda­bréf

6. janúar 2022 - Hagfræðideild

Landsbankinn seldi bréf í flokknum LBANK CB 25 að fjárhæð 700 m.kr. á kröfunni 4,18% (0,47% álag á ríki) í útboði 7. desember.

Íslandsbanki seldi bréf í flokknum ISB CB 27 að fjárhæð 340 m.kr. á kröfunni 4,12% (0,62% álag á ríki) í útboði 2. desember. Seld voru áður útgefin bréf. Bankinn seldi bréf í flokknum ISB CBI 28 að fjárhæð 2.580 m.kr. á kröfunni 0,02% (0,42% álag á ríki). Auk þess gaf bankinn út bréf í ISB CBI 28 að fjárhæð 5.000 m.kr. til eigin nota. Bankinn keypti til baka bréf í flokkunum ISB CBI 22 að fjárhæð 1.220 m.kr. sem greiðslu í útboðinu.

Arion banki hélt ekki útboð í nóvember.

ARION CBI 21, að nafnvirði 10.220 m.kr, var á gjalddaga í desember.

Á síðasta ári var ávöxtun á óverðtryggðum bréfum á bilinu -1,9% til 0,9% og á verðtryggðum á bilinu 4,8% til 8,1%.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Þú gætir einnig haft áhuga á
Akureyri
27. júlí 2022

Uppbygging utan höfuðborgarsvæðisins ekki meiri síðan 2008

Utan höfuðborgarsvæðisins hafa ekki fleiri íbúðir verið í byggingu síðan 2008. Samkvæmt tölum Hagstofunnar virðist íbúðaverð þróast með svipuðu móti á höfuðborgarsvæðinu og utan þess, íbúðaverð utan höfuðborgarsvæðisins hefur þó hækkað enn hraðar en innan þess. Af einstaka landshlutum er uppbygging mest á Suðurlandi þar sem yfir 1.100 íbúðir eru nú í byggingu og hafa aldrei verið fleiri.
Ferðafólk
26. júlí 2022

Kaupmáttur á niðurleið – miklar launahækkanir tengdar ferðaþjónustu

Launavísitalan fyrir allan vinnumarkaðinn hækkaði um 8,5% milli aprílmánaða 2021 og 2022. Laun innan flestra atvinnugreina hafa hækkað með svipuðum hætti, þó með tveimur undantekningum. Laun á veitinga- og gististöðum hafa hækkað um 12,7% á þessu tímabili og laun í fjármála- og vátryggingastarfsemi um 5,9%. Hækkunin í veitinga- og gistihúsastarfsemi er mun meiri en í öðrum greinum sem ættu að vera tiltölulega sambærilegar. Stór hluti af veitinga- og gistiþjónustu er háður stöðu ferðaþjónustunnar. Það verður því athyglisvert að fylgjast með þróun launa í þeirri grein eftir því sem líða tekur á sumarið og starfsemin óðum að komast í svipað horf og mest hefur verið.
Flugvél
25. júlí 2022

Vikubyrjun 25. júlí 2022

Helsti drifkraftur hækkunar vísitölu neysluverðs á milli mánaða í júlí eru flugfargjöld sem hækkuðu um 38% milli mánaða.
Flugvél á flugvelli
22. júlí 2022

Verðbólgan töluvert meiri en spár gerðu ráð fyrir

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,17% milli mánaða í júlí og hækkaði ársverðbólgan úr 8,8% í 9,9%. Verðbólgan hefur ekki mælst hærri síðan í september 2009. Við teljum að verðbólgan muni ná hámarki í ágúst næstkomandi og verði þá 10,3%. Upp frá því gerum við ráð fyrir hægri hjöðnun.
Fasteignir
20. júlí 2022

Enn mælist mikil hækkun íbúðaverðs

Íbúðaverð hækkaði um 2,2% milli maí og júní sem er meiri hækkun en við áttum von á. Vísbendingar höfðu borist um rólegri markað þó það sjáist ekki enn í tölum um verðþróun. Verðbólguspáin okkar fyrir júlímánuð færist við þetta úr 9,2% í 9,3% verðbólgu.
Flugvöllur
18. júlí 2022

Vikubyrjun 18. júlí 2022

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 176.000 í nýliðnum júnímánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Fjöldi brottfara er nú 90% af fjöldanum í júní 2019.
Evrópsk verslunargata
15. júlí 2022

Kortavelta heimilanna færist út fyrir landsteinana

Kortavelta innlendra greiðslukorta heimilanna jókst alls um 10,2% á milli ára í júní, að raunvirði. Kortavelta Íslendinga erlendis jókst um 113,6% milli ára miðað við fast gengi en um er að ræða enn einn metmánuðinn. Neysla Íslendinga innanlands í júnímánuði hefur aftur á móti ekki mælst minni síðan fyrir faraldurinn sem bendir til þess að áhrif faraldursins á neyslu, þar sem meiri neysla átti sér stað innanlands en erlendis, séu að fjara út.
Bananar
13. júlí 2022

Spáum 9,2% verðbólgu í júlí

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,5% milli júní og júlí. Gangi spáin eftir fer ársverðbólga upp í 9,2%, en hún mældist 8,8% í júní. Við eigum von á að verðbólga fari hæst í 9,5% í ágúst áður en hún lækkar aftur.
Ferðamenn
12. júlí 2022

Erlend kortavelta í júní aldrei verið meiri

Alls fóru 176.300 erlendir ferðamenn í gegnum Keflavíkurflugvöll í júní. Það er um 90% af komum erlendra ferðamanna miðað við júnímánuð 2019 en um 75% af því sem sást þegar mest lét árið 2018. Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam rúmum 28,3 mö.kr. sem er hæsta kortavelta í júní frá því að mælingar hófust.
Ferðafólk
12. júlí 2022

Atvinnuleysi hefur minnkað hraðar en reiknað var með

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í júní 3,3% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og minnkaði úr 3,9% frá því í maí. Í síðustu þjóðhagsspá Hagfræðideildar gerðum við ráð fyrir að meðalatvinnuleysi á árinu 2022 yrði 4,5% sem er sama spá og Seðlabankinn birti í Peningamálum í maí. Verði atvinnuleysi óbreytt það sem eftir lifir ársins 2022 verður meðalatvinnuleysi ársins hins vegar 3,9%.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur