Landsbankinn seldi bréf í flokknum LBANK CB 25 að fjárhæð 1.380 m.kr. á kröfunni 3,77% (0,47% álag á ríki) í útboði 12. október. Hvorki Arion banki né Íslandsbanki héldu útboð á sértryggðum skuldabréfum í október.
Eitt sértryggt bréf, LBANK CBI að fjárhæð 6.820 m.kr., er á gjalddaga í nóvember, þann 30. nóvember.
Veltan á markaði í október var 14,6 ma.kr. og var nokkurn veginn óbreytt milli mánaða.
Frá áramótun hefur krafan á öllum óverðtryggðu bréfunum hækkað og er ávöxtun á bilinu -1,9% til 1,0%. Krafan á flestum verðtryggðum bréfum hefur lækkað frá áramótum og er ávöxtunin á þeim mun betri, eða á bilinu 3,5% til 7,9%.